Morgunblaðið - 17.10.2005, Page 19

Morgunblaðið - 17.10.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 F 19 Þ egar þetta er skrif- að lifir aðeins vika af sumri, þessu sumri sem hefur verið ræktendum mótdrægt á ýmsan hátt, þótt ekki sé það alslæmt. Nú styðst ég aðeins við mitt veðurminni sem er síður en svo óbrigðult. Vorið var erfitt, það var svo kalt og þurrt að öll nýplöntun dróst úr hömlu. Skóg- arbændur fengu ekki afhentar plöntur fyrr en í júnílok og meira að segja áhuga- fólk um ræktun eins og við hjóna- kornin fór ekki að gróðursetja fyrr en eftir 20. júní. Jæja, sum- arið verður þá bara betra álykt- aði ég, og víst var það milt hérna sunnanlands, a.m.k. var það ekki stórviðra- samt. En ég varð fyrir von- brigðum þegar ég tók upp úr grænmetisgarðinum. Upp- skeran var sannarlega ekkert að hrópa húrra fyrir. Og svo var það haustið. Á ég e.t.v. að segja haustið sem ekki kom, því mér finnst eiginlega hafa verið sunn- lenskur vetur síðan um miðjan september. Ég veit að við þurfum ekki að kvarta, ekki höfum við þurft að grafa korn- akrana upp úr fönn eða tína lambskrokkana upp úr skurð- um. En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og hitinn hefur stigið hér um slóðir um 21,5 gráður síðasta sólarhring, það er þó ekki komið vor? Í Blómi vik- unnar á reyndar að fjalla um gróður en ekki veður en samt er þetta tvennt órjúfanlega tengt og á hálf- döpru hausti verður síðasta blómgunin enn eftirtektarverð- ari en ella. Runnamuran – Potentilla fructi- cosa – er sá runni sem blómstrar lengst fram eftir hausti í íslenskum görðum og er enn að þrátt fyr- ir rysjótt veðurfar. Muruætt- kvíslin er stór, inniheldur 300– 500 tegundir, bæði einærar og fjölærar, blómjurtir og runna, sem eru allt frá því að vera jarðlægir upp í liðlega 1 m á hæð. Murur eru upprunnar á norðurhveli jarðar og vaxa bæði í Ameríku, Asíu og Evr- ópu, meira að segja á Íslandi. Hér eru gullmura, tágamura skemmtileg fremst í blóma- beðum eða steinhæðum. „Gul skriðul“ hefur reynst vel í snjóþungum héruðum og mér líkar hún vel þótt sumir telji henni hætt við kali. Eins á ég eina hvíta, upp- rétta, sem er nær hálfur annar metri á hæð og er yrkið „Mount Everest“ að því ég best veit. Nýjasta runna- muran mín heitir „Sunna“ og er ættuð úr gróðrarstöðinni Mörk, alveg ljómandi góð. Í gróðrarstöðinni Nátthaga hafa verið prófuð fjölmörg yrki og hafa nokkur þeirra reynst mjög vel. Auk þeirra gulu og hvítu eru á boðstólum þar ýmsir fleiri litir, svo sem „Tangerina“ sem er appelsínu- gul og „Princess“ fallega bleik á litinn og örugg að blómstra. Runnamura er harðgerð og vindþolin, blómgunartíminn langur einkum ef vaxtarstaður er sólríkur og fremur þurr. Sum yrki kelur dálítið, en ekki ætti að klippa burt greinar fyrr en í júnílok, því runnam- uran laufgast fyrst neðst á greinum og síðast efst. Þar sem runnamura blómgast bæði á nýjum og eldri greinum ætti ekki að klippa hana á vor- in því það seinkar blómgun. Gott er hins vegar að klippa runnann niður á svo sem 10 ára fresti til að hann endurnýi sig. Runnamuru er fjölgað með sumargræðlingum. S.Hj. og engjarós, sem eru algengar um allt land og engjamura og skeljamura sem eru sárasjald- gæfar. Runnamura líkist að veru- legu leyti íslensku frænkunni, gullmurunni. Blöðin eru stak- fjöðruð og fingruð, 3-5-7 smá- blöð saman. Blaðjaðrarnir eru heilir og blöðin hærð á neðra borði. Greinar aðaltegund- arinnar eru fíngerðar, upp- réttar og þéttar og börkurinn flagnar töluvert af gömlum greinum og blómliturinn er gulur, hvítur eða rauðleitur. Runnamuran hefur verið lengi í ræktun og víða notið mikilla vinsælda og því hafa garðyrkjumenn freistast til að finna ný og ný yrki, þar sem vaxtarlag, hæð, blómlitur og blómstærð er breytilegt. Ég á fimm yrki af runnamurum, sem eru mjög ólík innbyrðis. Elsta runnamuran mín er venjulega bara kölluð sú gamla, góða og er líklega ann- aðhvort aðaltegundin eða yrk- ið „Månelys“ sem var mjög vinsælt hér á tímabili. Blómin eru skærgul, ekki stór, en blómgunartíminn langur, frá því um miðjan júlí fram í hörkufrost. „Gold Star“ hefur líka reynst mér vel. Blómin eru á við 100 kr pening á stærð og dökkgul og runninn upp- réttur og um 1 m á hæð. „Gul skriðul“ er eins og nafnið bendir til lágvaxin og grein- arnar nær jarðlægar. Hún er Runnamura – haustrunninn ómetanlegi Ung runnamura í október. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 547. þáttur Hvassaleiti - 4ra herb. m. bíl- skúr Erum með 101,5 fm, 4ra herbergja enda- íbúð á 2. hæð í 4ra hæða fjölbýli ásamt 20,4 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í Reykjavík. Íbúðin er staðsett í enda og er því mjög björt og rúmgóð. Mjög stór stofa og borðstofa og eldhús með góð- um borðkrók. Svalir snúa í suðvestur. Húsið var málað að utan fyrir 2 árum og lítur vel út. Hiti er í stétt fyrir framan húsið. Verð kr. 21,6 m. Álfkonuhvarf - 3ja herb. - Kópavogi *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í einkasölu 98,8 fm, 3ja herbergja íbúð með geymslu ásamt bílastæði í bílageymslu í nýju 3ja- 4ra hæða lyftuhúsi í Kópavogi. Íbúðin er á jarð- hæð með sérinngangi og einkalóð. Hún afhendist fullbúin án gólfefna í nóvember 2005. Verð kr. 21,9 m. Lómasalir - 4ra herb. - Kópa- vogi Erum með mjög fallega og bjarta 124,2 fm, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í 4ra hæða lyftu- húsi við Lómasali í Kópavogi. Þrjú mjög rúmgóð herbergi, björt stofa, eldhús með kirsuberjainnrétt- ingu og borðkrók, baðherbergi m. kari og sjón- varpshol. Íbúðinni fylgir stæði í upphitaðri bíla- geymslu. Mjög fallegt útsýni í vesturátt yfir Rjúpnahæð og út á sundin. Íbúðin er laus til af- hendingar við kaupsamning. Verð kr. 26,9 m. Þórufell - 2ja herb. - Rvk. Erum með rúmgóða og bjarta 57,6 fm íbúð á 3. hæð í 4ra hæða fjölbýli við Þórufell í Reykjavík. Stór og björt stofa, eldhús með litlum borðkrók, gott svefnherbergi og lítið baðherbergi m. sturtu. Eld- húsinnrétting og fataskápar, um 9 ára gamlir. Þetta er tilvalin eign fyrir þá sem eru að byrja. Íbúðin er laus til afhendingar strax. Verð 10,9 m. KÓPAVOGUR Leirutangi - sérhæð *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 92,5 fm, 2ja-3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi með sérinngangi og sérgarði á fallegum stað í Mosfellsbæ. Gott sér bílastæði er beint fyrir framan innganginn. Gott svefnherbergi, björt stofa, eldhús m. borðkrók, baðherbergi m. kari, leikkrókur og rúmgott her- bergi. Verð kr. 19,1 m. Víðiteigur - 90,4 fm endarað- hús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög fallegt 90,2 fm endaraðhús á einni hæð með risi og sól- skála. Húsið stendur innst í botnlanga, falleg að- koma er að húsinu og góður sérgarður er að sunnanverðu. Gott svefnherbergi, baðherbergi m. kari, stofa og fallegt eldhús. Opið inn í sólskála með kamínu og ófrágengið risloft gefur ýmis tæki- færi. Falleg eign rétt við miðbæ Mosfellsbæjar, til afhendingar við kaupsamning. Verð kr. 22,9 m. Árbakki - einbýli á eignarlóð *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 134,8 fm einbýlishús á mjög fallegum stað á 1.889 fm eignarlóð við við Bjargsveg í Mosfellsbæ. 4 herbergi. Mikill og hár trjágróður er í kringum húsið sem stendur rétt við Varmána. Mögulegt er að byggja við húsið. Tilval- in eign fyrir náttúru- og dýraunnendur. Verð kr. 34,9 m. Klapparhlíð - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá fallega 66,1 fm, 2ja herbergja íbúð með geymslu á 2. hæð í nýlegu 3ja hæða fjölbýli. Gott svefnherbergi með mahóní-skáp, baðherbergi m. sturtu, sér þvottahús og eldhús og stofa. Góðar suðvestursvalir og fallegt útsýni. Leikskóli og grunnskóli og væntanleg sundlaug í augsýn. Verð kr. 14,8 m. Markholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Erum með 80,7 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 2ja hæða fjölbýli rétt við miðbæ Mosfellsbæjar. 2 rúmgóð svefnherbergi, eldhús með borðkrók, stofa og baðherbergi m. sturtu. Íbúðinni fylgir sér- afnotaréttur af lóð. Stutt í skóla. Verð kr. 14,8 m. Klapparhlíð - 2ja herb. Erum með 65 fm, 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. Rúmgott svefnherbergi m. mahóní-skáp, baðherbergi með sturtu, sér þvottahús, mahóní- eldhúsinnrétting, björt stofa og sérgeymsla. Góðar suðursvalir með mjög miklu útsýni. Sérinngangur af opnum stigagangi. Íbúðin er til afhendingar strax. Verð 14,9 m. Byggingarlóðir Erum með til sölu 7 lóð- ir undir einbýlishús á mjög fallegum stað í Mos- fellsbæ, rétt við Reyki. Annars vegar er um 4 lóðir að ræða úr landi Efra-Hvols og hins vegar 3 lóðir úr landi Ása. Lóðirnar eru allar stórar og rúmgóð- ar, þ.e. frá 930 fm upp í 2.200 fm. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested, lg. fs. Kleppsvegur - 4ra herb. m. aukaherb. - Rvk. Erum með 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð ásamt aukaherbergi í kjallara í 3ja hæða fjölbýli við Kleppsveg, samtals 129,2 fm. Íbúðin sjálf er rúmgóð og björt, eldhús m. borðkrók, góð stofa og sér þvottahús. Svalir bæði í vestur og austur. 21,5 fm aukaherbergi í kjallara með eldhúskrók og aðgangi að baði, tilvalið til út- leigu. Frábær staðsetning, rétt við Holtagarða, fallegt útsýni til Esjunnar. Verð kr. 23,7 m. Lögbýlið Lundur Lögbýlið Lundur er tæplega 10 ha eign- arlóð í miðjum Mosfellsdalnum. Á jörð- inni er lítið einbýlish. og í kringum húsið er töluverð trjárækt. Jörðin liggur með- fram Þingvallav. að sunnaverðu. Mjög fallegur 9 holu golfvöllur liggur rétt við landið og Kaldakvísl er rétt við landa- mörkin að norðanv. Þetta er falleg stað- setning með mikla framtíðarmöguleika. Völuteigur - atvinnuhúsnæði TIL LEIGU. Vorum að fá til leigu 1.431 fm atvinnuhúsnæði á 2 hæðum við Völuteig. Rýmið er í dag fullbúið sem skrifstofur. Hægt er að skipta því nið- ur í annars vegar 585 fm skrifstofur á einni hæð og hinsvegar í 846 fm skrifstofur á 2 hæðum. Spennandi valkostur á hagstæðu verði. Góð að- koma er að húsinu og næg bílastæði. Völuteigur - atvinnuhúsnæði Vorum að fá í sölu 1.487 fm atvinnu- húsnæði á 2 hæðum við Völuteig í Mosfellsbæ. Um er að ræða 1.008,7 fm atvinnurými á jarðhæð og 478,6 fm milligólf. Húsnæðið var innrétttað fyrir kjúklingaframleiðandann Reykja- garð, og er þar m.a. stór frystiklefi, kæliklefar, lager og gott skrifstofurými. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Verð kr. 90,0 m. Byggingarlóðir Erum með byggingarlóð undir tvö einbýlsihús, hvort með heimild fyrir aukaíbúð, við Birkiteig í Mosfellsbæ. Lóðinni fylgir einnig 1.136 m2 land- skiki sem eftir er að skipuleggja. Verð kr. 42,0 m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.