Morgunblaðið - 17.10.2005, Page 31

Morgunblaðið - 17.10.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 F 31 stóru húsnæði að halda og áður, eftir að börnin eru farin að heiman. Oft vill eldra fólk líka losna við við- hald og garðvinnu, sem fylgir ein- býlishúsunum og nota frítímann í annað. Stundum á fólk heilsárs sum- arhús upp í sveit sem er þá gjarn- an þess annað heimili, þar sem oft er dvalist og mun lengur en áður. Þá þarf fólk ekki á eins stórri eign að halda í þéttbýlinu.“ Eyjólfur segir þeim fara fjölg- andi sem hugsa svona. „Þessi hóp- ur fer stækkandi, en þetta er gjarnan efnameira fólk, sem gerir miklar kröfur og þessum íbúðum við Sóltún er einmitt ætlað að koma til móts við óskir þess. Þetta fólk er kannski búið að vinna í ára- tugi og komið yfir alla efnahags- lega hjalla, á þannig skuldlausa eða skuldlitla eign fyrir, sem það selur til þess að komast í þessar íbúðir. Við höfum reynslu af því að byggja fyrir þennan markhóp, en ÍAV hafa byggt á þriðja hundrað íbúðir á þessu svæði. Íbúðirnar standa við Sóltún, Mánatún og Borgartún og sala á þeim hefur gengið mjög vel.“ Núna er í smíðum mikill fjöldi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Eyjólfur Gunnarsson var að lokum spurður, hvort ekki væri farin að segja til sín einhver mettun á markaðnum? „Það er engin mettun farin að segja til sín ennþá, hvað sem síðar verður,“ segir Eyjólfur. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í þessum gæðaflokki og það svo að það er óhætt að tala um umfram- eftirspurn. Það eykur enn á eftirspurnina, að á meðal kaupenda er fólk, sem var ekki endilega í kauphugleið- ingum einmitt núna, en þegar það sér möguleikann á að kaupa íbúðir í þessum gæðaflokki og á þessum stað, bíður það ekki boðanna og ákveður að grípa tækifærið og kaupa. Staðsetningin og þetta háa gæðastig dregur fólkið að.“ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Hlíðasmári 1 - Kópavogi - Glæsileg skrifstofubygging Höfum fengið í einkasölu- eða leigu þessa glæsilegu skrifstofubyggingu við Hlíðasmára í Kópavogi. Eignin fékk verðlaun árið 2005 frá umhverfisnefnd Kópavogsbæjar fyrir hönnun. Um er að ræða fimm hæða lyftuhús, samtals að gólffleti 3.504 fm, og skiptist þannig: 404 fm verslunar-/þjónustu-/skrifstofuhúsnæði á 1. hæð auk hlutdeildar í sameign. 648 fm verslunar-/þjónustu-/skrifstofuhúsnæði á 2. hæð auk hlutdeildar í sameign. 645 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð auk hlutdeildar í sameign. 643 fm skrifstofuhúsnæði á 4. hæð auk hlutdeildar í sameign. 422 fm skrifstofuhúsnæði á 5. hæð auk hlutdeildar í sameign. Frágangur er allur mjög vandaður og afhendist eignin fullbúin að utan og með fullfrágenginni lóð. Að innan skilast eignin tilbúin til notkunar með gólfefnum, milliveggjum, kælistokkum (loftræstikerfi), raf- og tölvulögnum og lýsingu. Sameign verður fullfrágengin og lögð slípuðu graníti. Eignin selst eða leigist í heild sinni eða hlutum. Hentar vel fyrir hvers kyns skrifstofur, verslanir og þjónustu. Eignin verður tilbúin til afhendingar í febrúar 2006, fullbúin. Aðkoma og staðsetning eignarinnar er mjög góð við fjölfarna umferðaræð. Mikið útsýni. Fjöldi malbikaðra bílastæða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.