Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING G estaballettsýning Kon- unglega leikhússins í Kaupmannahöfn er byggir á ævintýrum H.C. Andersens og sýnd var á Stóra sviði Þjóðleik- hússins vakti mikla hrifningu ís- lenskra áhorfenda sem fylltu sal- inn tvisvar. Hátt á þriðja tug barna dansaði í sýningunni, en þau eru öll nemendur listdansskóla Konunglega leikhússins. Með í för var skólastjóri skólans Anne Mar- ie Vessel Schlüter, sem dansaði sig ung inn í hug og hjörtu Dana og varð síðar vinsæll og virtur leik- stjóri, danshöfundur og sérlegur fræðingur í dönsum danska ball- ettmeistarans August Bourn- onville. Það er undir lok Íslands- heimsóknar Anne Marie Vessel Schlüter sem blaðakonu gefst færi á að hitta hana og ræða við hana um stóru ástríðuna í lífi hennar, þ.e. ballettinn. Hún tekur á móti mér með brosi á vör og spyr mig strax hvort það sé alltaf svona hvasst hérlendis á þessum árs- tíma. Ég reyni að fullvissa hana um að veðrið sé oft með miklum ágætum á haustin þó að vissulega geti blásið hressilega. En það þarf ekki beita hana neinum fortölum til að hún komi auga á ágæti landsins því Vessel Schlüter til- kynnir mér strax að hún ætlar sér fljótlega að koma aftur til lands- ins. „Ég kom hingað fyrst árið 1971, þá í för með litlum danshóp og dansaði einmitt hér á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Ég man raunar fremur lítið úr þeirri ferð, en man þó að meðdansaranum mínum var afskaplega illt í bakinu á þessum tíma, þannig að við lág- um langtímum saman í heitum pottum. Þegar kom að því að dansa vorum við komin með rús- ínufingur og vorum vel uppleyst,“ segir Vessel Schlüter og hlær við tilhugsunina. „Ég vona að ég geti komið hingað fljótt aftur, hvort heldur það verði í þeim tilgangi að kenna, sýna eða bara slappa af í fríi. Ég kem aftur – og er raunar strax farin að hlakka til,“ segir Vessel Schlüter ákveðin. Sorglegt að Listdansskóli Íslands sé lagður niður Spurð um tengsl Íslendinga við listdansskóla Konunglega danska leikhússins svarar Anne Marie Vessel Schlüter því til að í augna- blikinu séu tveir íslenskir nem- endur í skólanum, en annar þeirra, Jón Axel Fransson, dansaði ein- mitt í gestasýningunni í Þjóðleik- húsinu. „Hann lofar mjög góðu sem dansari, þannig að ef hann heldur áfram af krafti getur hann átt mikla möguleika. Frægasti Ís- lendingurinn innan ballettheimsins er auðvitað Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco- ballettsins, en hann var næstum orðinn stjórnandi hjá Konunglega danska ballettinum í Kaupmanna- höfn. Við fáum einstaka sinnum unga Íslendinga á sumarnámskeið hjá okkur, en því miður eru það ekki margir sem koma til okkar. Ég er hins vegar búin að bjóða öll- um kennurum Listdansskóla Ís- lands að koma og heimsækja okk- ur, auk þess sem ég færði skólanum bók, tónlist og DVD- disk með öllum sporum Bourn- onville,“ segir Vessel Schlüter, en August Bournonville er einn fræg- asti danski dansarinn og danshöf- undurinn af rómantíska skólanum. Hann lærði sjálfur við Konunglega danska ballettinn þar sem faðir hans Antoine Bournonville var ballettmeistari og dansaði síðan við Parísaróperuna. Hann tók við stjórn Konunglega danska ball- ettsins árið 1830 og átti drjúgan þátt í að móta sérstakan stíl hans. Spurð hvernig íslenskir dans- arar komi henni fyrir sjónir segist hún verða að viðurkenna að hún hafi lítið séð til íslenskra dansara. „Ég hef auðvitað heyrt um Ís- lenska dansflokkinn, en hef því miður enn ekki séð neitt með flokknum. En þjóð sem getur af sér snilling á borð við Helga hlýt- ur að búa yfir talenti á þessu sviði. Mér leist einnig afar vel á ungu dansarana úr Listdansskólanum sem æfðu með okkur fyrr í dag [mánudag],“ segir Vessel Schlüter og bætir við að sér þyki miður að heyra að leggja eigi Listdansskóla Íslands niður. „Mér þótti afar sorglegt að heyra það,“ segir Vessel Schlüter og bendir á að nám við listdansskóla Konunglega danska leikhússin sé nemendum algjörlega að kostnaðarlausu. „Það eina sem nemendur þurfa sjálfir að fjármagna er æfingafatnaður. Þannig eru nemendum útvegaðir dansskór, allt kennsluefni og kennslan er þeim að kostn- aðarlausu. Mér finnst afar rangt að hætta að ríkisstyrkja listdans- skóla og gera námið einkarekið, því þá er alltaf hætta á að maður glati góðum nemendum sem hafi hreinlega ekki efni á að greiða námið dýrum dómum. Að mínu mati á listdansnám ekki aðeins að standa hinum og snobbuðu til boða. Námið þarf að standa öllum sem hafa hæfileika á þessi sviði til boða óháð fjárhag.“ Margir með fordóma gagnvart leikhúsinu Þar sem Vessel Schlüter hefur lifað og hrærst innan ballett- heimsins áratugum saman liggur beint við að spyrja hana hvernig hún skynji almennt stöðu klassíska ballettsins í dag. „Ég upplifði að tímarnir væru erfiðir fyrir ballettinn fyrir nokkrum ár- um, en hann virðist hafa end- urheimt fyrri vinsældir. Alla vega höfum við aldrei selt fleiri miða en nú,“ segir Vessel Schlüter og legg- ur áherslu á að mikilvægt sé að miðaverðið sé viðráðanlegt fyrir almenning þannig að allir eigi kost á að sækja ballettinn hafi þeir áhuga á því. Að mati Vessel Schlüter þurfa listrænir stjórnendur ballettsins sífellt að gæta sín á því að gera ballettinn ekki of nostalgískan. „Auðvitað þurfum við að rækta hefðina og sem dæmi héldum við nú í sumar þriðju stóru Bourn- onville-hátíðina, þar sem sjónum er beint að þessum sérstaka stíl sem einkennir þessa hefð, en í ár voru einmitt liðin 200 ár frá fæð- ingu hans, og var hátíðin ein- staklega vel sótt hvaðanæva að úr heiminum. En þó að gott sé að rækta hefðina á þennan hátt þurf- um við líka að tengja okkur nú- tímann,“ segir Vessel Schlüter og nefnir í því samhengi norrænt samstarfsverkefni danshöfunda þar sem unnið er með ný mótíf og í samstarfi við rokksveitir. „Reynslan sýnir okkur hins vegar að áhorfendur skila sér ekki eins vel á þessar sýningar. Við skiljum raunar ekki hvað veldur, en svo virðist vera sem áhorfendur skili sér einna helst á heilkvöldssýn- ingar á Hnotubrjótnum og Svana- vatninu þar sem um er ræða sögur sem allir þekkja.“ Aðspurð segir Vessel Schlüter mikilvægt að fá ungt fólk á ball- ettsýningar til þess að það læri að meta dansinn. „Ég held raunar einnig að það sé mikilvægt að fá unga áhorfendur til að sækja leik- hús sem býr yfir mikilli sögu og hefð, því margir virðast hafa ansi mikla fordóma gagnvart leikhús- inu og halda jafnvel að þetta sé bara snobb. Leikhúsið heitir jú Konunglega danska leikhúsið og þangað kemur drottningin oft og allt er skreytt með gulli o.s.frv. En þegar börnin koma á barnaball- ettsýningar okkar þá heillast þau af sýningunum og því sem er að gerast á senunni, en hugsa ekki um umgjörðina,“ segir Vessel Schlüter Það að æfa er eins og að bursta í sér tennurnar Anne Marie Vessel Schlüter hóf snemma að dansa, en hún var að- eins fjögurra ára þegar hún steig sín fyrstu spor á sviði. Aðspurð segir hún afar eðlilegt hafa verið fyrir sig að fara inn í ballettinn þar sem báðir foreldrar hennar hafi verið ballettdansarar og hún því nánast alist upp í leikhúsinu. „Ég er nánast fædd inn í ballett- inn og þekki því ekki annað. Þetta hefur verið líf mitt og yndi. Ég hef átt góðan feril í ballettinum, en það hefur líka kostað blóð, svita og tár. Samt myndi ég ekki vilja skipta á þessu og neinu öðru,“ seg- ir Vessel Schlüter. Spurð að hvaða leyti dansinn hafi verið erfiður svarar Vessel Schlüter því til að hún hafi í raun eytt meiri tíma í Konunglega leikhúsinu en heima hjá sér. „Strax frá unga aldri dvaldi ég í leikhúsinu frá því eldsnemma á morgnana og til miðnættis nær alla daga vikunnar og fór aðeins heim yfir blánóttina til að sofa. Maður nánast býr í leikhúsinu, æf- ir þar, borðar og lærir heima á staðnum vegna þess að maður nær ekki að fara heim til sín á milli. Fórnarkostnaðurinn er sá að mað- ur hefur sjaldan tækifæri til að hitta vini sína þar sem maður er alltaf að æfa eða sýna á kvöldin,“ segir Vessel Schlüter og tekur fram að það að æfa sé eins og að bursta tennurnar. „Ef þú gerir það ekki á hverjum degi þá getur þú gleymt því að það skili þér ein- hverjum árangri. Maður verður að æfa á hverjum einasta degi til þess að vera stöðugt í toppformi, auk þess að passa vandlega upp á lík- ama sinn, því það er mikið álag að nota líkama sinn daglega í allt að tólf tíma í senn,“ segir Vessel Schlüter og bendir á að aftur á móti sé dansferill ballettdansara stuttur því að skóla loknum geta dansarar átt von á ferli sem byrjar við 18 ára aldur og ljúki um fer- tugt. „Það er stuttur tími. Góðu árin eru milli 18 ára og þrítugs, en á árunum milli þrítugs og fertugs byggirðu á reynslunni, en þarft enn frekar að hugsa um líkamann þar sem álagið byrjar að segja til sín,“ segir Vessel Schlüter og tek- ur fram að séu ungir ballettnemar spurðir hvort álagið sé of mikið myndi engum detta í hug að svara því játandi. „Þvert á móti, þau myndu vilja þjálfa meira ef þau gætu.“ Frábær tilfinning að miðla af reynslu sinni Ekki er hægt að sleppa Vessel Schlüter án þess að heyra hvaða þýðingu kennslan hafi fyrir hana, en hún byrjaði ung að kenna eða þrítug sem var árið 1979. „Ég verð að viðurkenna mér finnst stórkost- legt að eiga kost á því að kenna og miðla af reynslu minni til næstu kynslóða. Það er næstum jafn full- nægjandi eins og sjálf að standa á sviðinu. Það að fá ungt fólk til að skilja, sjá þau sífellt bæta sig og svo blómstra það er frábær tilfinn- ing,“ segir Vessel Schlüter og tek- ur fram að eini ókostur þess að vera skólastjóri listdansskóla Kon- unglega danska leikhússins sé hversu mikil skriffinnska og fund- arhöld fylgi starfinu þar sem hún myndi miklu fremur geta notað meiri tíma í kennsluna sjálfa. „Ég ber mikla ábyrgð gagnvart öllum börnunum í skólanum, líka þeim sem ekki verða ballettdans- arar því það tekur mikið á að til- kynna einverjum að hann hafi ekki það til að bera sem þarf til að leggja ballettinn fyrir sig. Maður verður alltaf að vera hreinskilinn og hjálpa þeim síðan áfram í aðra átt,“ segir Vessel Schlüter. Spurð hvað framundan sé hjá henni nefn- ir hún að hún hlakki mikið til þess að koma á fót heimavistarskóla innan listdansskóla Konunglega leikhússins sem hefjist næsta haust, en það hefur verið draumur hennar sl. fimmtán ár sem nú er loks að verða að veruleika. „Ég vona að við fáum einhver íslensk ungmenni í þann skóla,“ segir Anne Marie Vessel Schlüter og þar með er viðtalstíminn úti og viðmælandi minn rokinn út vind- inn. Fædd inn í ballettinn „Ballettinn er líf mitt og yndi. Hann hefur vissulega kostað mig blóð, svita og tár en ég myndi ekki skipta á honum og neinu öðru.“ Þetta segir Anne Marie Vessel Schlüter, skólastjóri listdansskóla Kon- unglega danska leik- hússins, í samtali við Silju Björk Huldu- dóttur, en Vessel Schlüter var með í för þegar gestaballettsýn- ing á vegum Kon- unglega leikhússins var sett upp í Þjóð- leikhúsinu nýverið. silja@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell „Ég upplifði að tímarnir væru erfiðir fyrir ballettinn fyrir nokkrum árum en hann virðist hafa endurheimt fyrri vinsældir. Alla vega höfum við aldrei selt fleiri miða en nú,“ segir Anne Marie Vessel Schlüter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.