Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 41
Haukur Freyr og Denise Margrét sigurvegarar í báðum greinum í flokki unglinga II F-riðli. Á DÖGUNUM fór fram „Októbermót Dansíþrótta- sambands Íslands“ í Samkomusal Hauka í Ásgarði Hafnarfirði. Þetta var fyrsta keppni vetrarins og var boðið upp á keppni í aldursflokkum 12 ára og eldri. Keppt var í K-riðlum í grunnsporum og í F-riðlum þar sem dansað er með frjálsri aðferð. Fimm íslenskir dóm- arar dæmdu keppnina, Hinrik Norðfjörð Valsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Hulda Hallsdóttir, Anna Svala Árnadóttir og Jóhann Gunnar Arnarsson. Eru þau öll lærðir danskennarar og félagsmenn í Dansráði Íslands en það er fagfélag danskennara á Íslandi. Þessi keppni er eins konar upphitun fyrir keppnir vetrarins og einungis opin fyrir þau pör sem eru lengst komin í dansinum. Húsið opnaði kl. 16:15 og átti keppnin að hefjast kl. 17 en einhverra hluta vegna hófst hún ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Það var þétt setinn bekk- urinn og nálægð áhorfenda við keppendur mikil. Það skapar alltaf öðruvísi stemmningu þegar áhorfendur sitja alveg við gólfið og dansgólfið er ekki mjög stórt. Að vísu var orðið fullþröngt um bæði keppendur og áhorf- endur en það gekk samt. Svona mót gæti ekki gengið í stóru íþróttahúsi þar sem áhorfendur og keppendur myndu dreifast um allt og hreinlega hverfa. Ef ein- hverjir vita um hentugt húsnæði fyrir danskeppnir af þessari stærð þá er ég viss um að mótanefnd Dans- íþróttasambands Íslands þætti vænt um að fá ábend- ingar um það. 24 pör tóku þátt í þessari keppni. Er alltaf spennandi að sjá pörin í fyrstu keppni vetrarins því að langt er liðið frá síðustu keppni og yfirleitt hafa miklar breytingar átt sér stað. Að vísu vantaði pör í keppnina, sem ekki hafa talið sig vera tilbúin fyrir þetta mót, en verða vonandi með á næstu keppni. Mér fannst ég sjá töluverðar fram- farir á dönsurunum frá því í vor og langar mig að nefna nokkur pör sem ég tók sérstaklega eftir en voru kannski ekki endilega sigurvegarar keppninnar en sigurvegarar samt: Fyrst vil ég nefna Alexander Mateev og Lilju Harð- ardóttur. Þetta var þeirra fyrsta keppni saman. Í s-am- erísku dönsunum fannst mér áberandi hvað þau kláruðu allar hreyfingar vel, sýndu góðan rythma og túlkun. Jón Eyþór Gottskálksson og Helga Soffía Guðjónsdóttir hafa náð miklum framförum í s.- amerísku dönsunum. Hann er mjög öruggur í sínu hlutverki sem herra og er með góðan líkamsrythma. Sigtryggur Hauksson og Ey- rún Stefánsdóttir hafa bætt sig mikið frá því í vor. Í standarddönsunum er staðan og haldið orðið mikið betra og í s-amerísku dönsunum eru þau ákveðnari. Arnar Már Einarsson og Þórunn Anna Ólafsdóttir eru að sækja í sig veðrið og eru miklu öruggari en í vor. A lokum langar mig til þess að nefna eitt atriði. Dans er ólíkur flestum öðrum keppnisgreinum. Spurningin er: hvar eru mörkin á milli íþróttar og listar? Það er einn þáttur til viðbótar sem flestir tengja dans við og er það skemmtun. Þegar ég sat og horfði á keppnina þá voru öll pörin að vanda sig og leggja sig fram við að nota öll tækniatriðin sem þau kunna og dansa vel. Síðan kom einn hópur inn á gólfið og vakti mig upp. Það var hóp- urinn sem keppti í Unglingum II K-riðli. Þau dönsuðu af hjartans lyst og var dansgleðin í fyrirrúmi. Öll þessi pör koma úr Borgarfirðinum og eru nemendur í Kleppjárns- reykjaskóla. Þau hafa ekki haft sömu tækifæri og aðrir dansarar hér á höfuðborgarsvæðinu en mættu í Hafn- arfjörðinn með dansgleðina að leiðarljósi. Ég hvet aðra dansara til þess að finna dansgleðina og hafa hana með í næstu keppni sem er Lottokeppnin og verður haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði hinn 19. nóv- ember. Borgfirðingarnir komu með dansgleðina í farteskinu Jón Eyþór og Helga Soffía sigurvegarar í s-am- erískum dönsum í flokki ungmenna F-riðli. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Baldur Kári og Anna Kristín sigurvegarar í standarddönsum í flokki ungmenna F-riðli. Alex Freyr og Ragna Björk sigurvegarar í standarddönsum í flokki unglinga II F-riðli. Alexander og Lilja keppendur í flokki unglinga II F-riðli. Karl Friðrik og Maren keppendur í flokki unglinga I K-riðli. Jón Grétar og Sigrún Tinna keppendur í flokki ungmenna F-riðli. DANS Samkomusalur Hauka í Hafnarfirði OKTÓBERMÓT DSÍ Fyrsta keppni vetrarins Kara Arngrímsdóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 41 Unglingar I K-riðill, standarddansar Sigurþór Björgvinsson – Þórdís Þorvaldsdóttir DÍH Karl Friðrik Hjartarson – Maren Jónasardóttir Gulltoppi Björn Halldór Ýmisson – Karen Grétarsdóttir DÍH Unglingar I K-riðill, s-amerískir dansar Sigurþór Björgvinsson – Þórdís Þorvaldsdóttir DÍH Björn Halldór Ýmisson – Karen Grétarsdóttir DÍH Karl Friðrik Hjartarson – Maren Jónasardóttir Gulltoppi Valentín O. Loftsson – Elma Þórðardóttir DÍH Inga Lóa Karvelsdóttir – Klara Snæbjörnsdóttir Gulltoppi Orri Jónsson – Erna Dögg Pálsdóttir Gulltoppi Andri Karel Júlíusson – Hrefna Dís Halldórsdóttir DÍH Unglingar I F-riðill, standarddarsar Alex Freyr Gunnarsson – Ragna Björk Bernburg ÍR Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir DÍH Sigtryggur Hauksson – Eyrún Stefánsdóttir Gulltoppi Unglingar I F-riðill, s-amerískir dansar Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir DÍH Alex Freyr Gunnarsson – Ragna Björk Bernburg ÍR Sigtryggur Hauksson – Eyrún Stefánsdóttir Gulltoppi Unglingar II K-riðill, standarddansar Guðmundur Guðmundsson – Íris D. Magnúsdóttir Hvönn Unglingar II K-riðill, s-amerískir dansar Gunnar Ingi Friðriksson – Bergþóra Bergþórsdóttir Gulltoppi Bjarnfríður Magnúsdóttir – Aðalheiður K. Guðlaugsdóttir Gulltoppi Einar Örn Árnason – Katrín Sigurðardóttir Gulltoppi Arnar Hrafn Snorrason – Björg Guðlaugsdóttir Gulltoppi Hjálmur Örn – Katrín Sigurðardóttir Gulltoppi Unglingar II F-riðill, standarddansar Haukur Freyr Hafsteinsson – Denise Margrét Yaghi Hvönn Jökull Örlygsson – Unnur Birna Magnúsd. Gulltoppi Alexander Mateev – Lilja Harðardóttir ÍR Júlí Heiðar Halldórsson – Telma Rut Sigurðardóttir DÍK Arnar Már Einarsson – Þórunn Anna Ólafsdóttir DÍK Unglingar II F-riðill, s-amerískir dansar Haukur Freyr Hafsteinsson – Denise Margrét Yaghi Hvönn Alexander Mateev – Lilja Harðardóttir ÍR Júlí Heiðar Halldórsson – Telma Rut Sigurðardóttir DÍK Arnar Már Einarsson – Þórunn Anna Ólafsdóttir DÍK Ungmenni F-riðill, standarddansar Baldur Kári Eyjólfsson – Anna Kristín Vilbergsdóttir ÍR Jón Eyþór Gottskálksson – Helga Soffía Guðjónsdóttir ÍR Jón Grétar Guðmundsson – Sigrún Tinna Gunnarsdóttir ÍR Ungmenni F-riðill, s-amerískir dansar Jón Eyþór Gottskálksson – Helga Soffía Guðjónsdóttir ÍR Baldur Kári Eyjólfsson – Anna Kristín Vilbergsdóttir ÍR Jón Grétar Guðmundsson – Sigrún Tinna Gunnarsdóttir ÍR Úrslit keppn- innar voru eftirfarandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.