Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 23 DAGLEGT LÍF Fjórir Íslendingar taka þátt íhönnunardögunum FutureDesign Days í Stokkhólmi 14. og 15. nóvember nk. Þetta eru þau Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeist- ari, Bergþóra Þórsdóttir förð- unarfræðingur og hárgreiðslumeist- ari, Harpa Einarsdóttir fatahönnuður og Hendrik Hermannsson þjónn og eigandi veitingahússins Skólabrúar. Ásgeir og Bergþóra reka hár- greiðslustofuna Supernova Hair & Airbrush Studio og í samstarfi við Hörpu munu þau sýna hvernig hár, förðun og föt tengjast saman í heild- arútlit á sýningunni í Stokkhólmi. Farðað verður með airbrush- tækninni en Bergþóra er einn af upp- hafsmönnum hennar hér á landi og fötin hannar Harpa sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sl. vor. Blómavír og rafmagnsbarkar Ásgeir segir alls ekki um dæmi- gerða tískusýningu að ræða, heldur listaverk þar sem öllum þáttum er gert jafnhátt undir höfði. Blómavír og barkar utan um rafmagnssnúrur eru ekki hefðbundinn efniviður hár- greiðslumeistara en þetta notar Ás- geir m.a. í listsköpuninni. „Við nálg- umst hárgreiðslu og förðun sem listgreinar,“ segir hann. Auk þess að koma fram á hönnunardögunum verður hópurinn með bás þar sem vinna hans verður kynnt, þ.e. fatalína Hörpu og airbrush-tæknin. Og yf- irþjónninn Hendrik Hermannsson mun reiða fram sérhannaða íslenska smárétti. Í myndbandi sem gert hef- ur verið til að sýna í básnum er Ísland kynnt. „Við ætlum að sýna íslenska náttúru og andstæður í landslagi. Eldur og ís fá að njóta sín og við vilj- um sýna fólki hvaðan við erum og hvaðan við fáum kraftinn og innblást- urinn,“ segir Ásgeir. Þátttaka hópsins á sýningunni kemur til í gegnum vin Ásgeirs, Ant- onio Vinciguerra, sem búsettur er í London og er umboðsmaður fyrir ýmsa listamenn í tónlistar- og tísku- geiranum. Futurelab, sem stendur fyrir hönnunardögunum, bað um hugmyndir frá Vinciguerra, sem benti á Ásgeir og félaga. Futurelab er sænsk ráðgjafarstofa á sviði markaðssamskipta, stefnu- mótunar og hönnunar. Frá árinu 2001 hefur stofan staðið fyrir framtíð- arhönnunardögunum, Future Design Days, þar sem fjölbreyttur hópur fólks og fyrirtækja kemur saman og skiptist á skoðunum um hönnun á breiðum grundvelli. Skoðanaskiptin fara m.a. fram með listviðburðum, fyrirlestrum, málstofum og sýn- ingum. Fjórir Íslending- ar þátt- takendur  SVÍÞJÓÐ | Framtíðar- hönnun í Stokkhólmi steingerdur@mbl.is OPIÐ skrifstofurými á vinnu- stað virðist ekki hafa góð áhrif á heilsu starfsmanna. Kliður getur skapast og valdið þreytu og pirringi, að því er m.a. kem- ur fram á vef Aftenposten. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að adrenalínframleiðsla þátttakenda jókst þegar líkt var eftir klið sem getur skapast í opnu vinnurými þar sem enginn getur lokað að sér. Þátttakendum var gert að leysa púsluspil sem sum voru óleysanleg. Þeir sem voru látnir vera í klið gáfust fyrr upp, en hóparnir upplifðu þó ekki mis- munandi streitu. Norska vinnu- málastofnunin bendir á að spurningalistar geti því ekki náð að mæla streituna sem mis- munandi vinnuumhverfi getur skapað. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að kliðurinn í opnu vinnu- rými gerir það að verkum að starfsfólk nýtir síður stilling- armöguleika á skrifstofu- húsgögnum. Aðrar rannsóknir benda m.a. til þess að kliður í opnu rými dragi úr framleiðni þegar fólk þarf að leysa krefj- andi verkefni af hendi. Morgunblaðið/Ásdís  RANNSÓKN Opið skrif- stofurými þreytandi Fréttir á SMS WWW.JULIUSVIFILL.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.