Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 29
VILHJÁLMUR Bjarnason, hluthafi í FL Group og aðjúnkt við viðskipta- og hag- fræðideild HÍ, óskaði eftir því á hlut- hafafundi félagsins í gær að endurskoð- endur FL Group upplýstu hvort rétt væri að þrír milljarðar króna hefðu ver- ið fluttir af reikningum félagsins í þágu annarra en félagsins, líkt og þrálátur orðrómur hafi verið um. „Forstjóri félagsins segir að svo hafi ekki verið og raunar bætti við: Það er bara þvæla. Nú vil ég sem hluthafi, þar sem hér eru kjörnir endurskoðendur til starfa, fá staðfestingu þeirra á því hvort hafi einhverjar greiðslur farið af reikn- ingum FL Group, sem ekki voru í þágu FL Group, í sumar. Stjórnarmenn sem sögðu af sér hafa gefið ýmislegt í skyn en þeir hafa ekki sagt neitt sem hönd er á festandi,“ sagði Vilhjálmur. Engar athugasemdir voru gerðar í sex mánaða uppgjöri Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórn- arformaður FL Group, svaraði og sagði: „Þetta er sagt samkvæmt þessum þrá- láta orðrómi hafa átt sér stað í júní. Alla vega miðað við það sem ég heyrði fyrr í dag. Það liggur fyrir kannað sex mán- aða uppgjör félagsins, sem hefur verið birt. Í því kemur ekki fram neitt um at- hugasemdir endurskoðenda félagsins við þessu eða neinu öðru sem átti sér stað á þessu sex mánaða tímabili. Það er þann- ig að endurskoðun vegna þessa reikn- ingsárs fer af stað á næstu dögum og munu endurskoðendur félagsins að sjálf- sögðu fara yfir þessi mál eins og öll önn- ur í starfsemi félagsins. Og niðurstaða úr því mun liggja fyrir á aðalfundi fé- lagsins í upphafi næsta árs. Þetta er eðli- legur háttur að hafa á þessu. Það er fjöl- margt í starfsemi félagsins sem er eðlilegt að endurskoðendur skoði og þetta er eitt af því,“ sagði Skarphéðinn Berg. Fyrirspurn á hluthafafundi FL Group um meinta til- færslu þriggja milljarða af reikningum félagsins Eðlilegt að endur- skoðendur skoði þetta MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 29 NÚ NÆRRI fjórum vikum eftir að gríðarmikill jarðskjálfti varð í Suðaustur-Asíu, heldur tala látinna, heimilislausra og slas- aðra áfram að hækka. Neyðin er jafn brýn og hún er alvarleg. Nú er talið að 58 þúsund hafi látist en sú tala gæti tvöfaldast ef framlög berast ekki og neyð- araðstoð kemst ekki fljótt til skila. Fimb- ulvetur Himalajafjalla er skammt undan og því er nú keppt við tímann til að bjarga tugum þúsunda mannslífa í Pakistan. Við verðum í samein- ingu að taka höndum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tapa ekki þessu kapp- hlaupi. Ef ekki verður brugðist skjótt við á næstu þremur vikum og aukin neyðaraðstoð berst hið skjótasta má búast við annarri dauðahrinu þegar fólk deyr úr sjúkdómum og kulda. Eftir því sem best er vitað í dag misstu þrjár milljónir manna heimili sín í jarð- skjálftanum í hrjóstr- ugu hálendi. Allt að tvær milljónir manna þarfnast brýnnar aðstoðar. Meir en 79 þúsund manns eru slösuð. Sam- göngumannvirki á 28 þúsund fer- kílómetra svæði eru í rúst. Enn hafa 30% fórnarlambanna ekki fengið neina aðstoð. Tvennt hefur staðið alþjóðlegum björgunaraðgerðum fyrir þrifum: fjárskortur og erfiðleikar við að ná til allra eftirlifenda skjálftans. Skipulagsvandinn sem hjálpar- starfsmenn í Pakistan hafa glímt við hefur verið martröð líkastur og mun erfiðari en var við að glíma þegar flóðaldan reið yfir Indlandshaf. Hjálparstofnanir hafa aldrei glímt við annan eins vanda við að koma að- stoð til skila og kemur margt til: hve hátt landsvæðin liggja og hve fjöllótt þau eru; gjöreyðing samgöngu- mannvirkja á stórum svæðum, áframhaldandi skjálftavirkni og tíð- ar aurskriður auk þess sem vetur konungur ber að dyrum. Þetta tröll- aukna verkefni krefst góðrar sam- vinnu sem aldrei fyrr og sem bestrar nýtingar þess litla sem hjálp- arstarfsmenn hafa úr að spila. Í öðru lagi og þar liggur stærsti vandinn, skortir verulega fé til að standa straum af neyðaraðstoð. Hver dagur sem líður án þess að ráðin sé bót á fjárhagsvandanum, getur þýtt dauðadóm yfir þúsundum slasaðra, hungraðra og heim- ilislausra, einkum ungra barna sem eru berskjölduð gegn sjúk- dómum og kulda. Sameinuðu þjóðirnar hafa tvöfaldað áætlaða þörf fyrir neyðaraðstoð og telja nú að það þurfi 550 milljónir Banda- ríkjadala til að mæta því skelfilega ástandi sem við blasir. Ég hvet öll Evrópuríki, einka- geirann og almenna borgara um allan heim að opna hjarta sitt og seðlaveski og bregðast við af sömu rausn og raun bar vitni þegar flóðaaldan herjaði á löndin við Indlandshaf. Tíu dögum eftir að flóðaldan reið yfir höfðu Sameinuðu þjóðirnar fengið greiddar 80% þeirra fjárhæða sem lofað hafði verið. Nú, mánuði eftir atburðina í Pakistan, hafa Samein- uðu þjóðirnar aðeins fengið 22% þess fjár sem lofað hefur verið. Heimurinn hefur aldrei verið ríkari og fleiri auðug lönd eru í Evr- ópu, Asíu og Suður- Ameríku en nokkru sinni fyrr. Það er engin afsökun fyrir því að bregðast ekki við. Við hvetjum alla gefendur, op- inbera aðila jafnt sem einkaaðila, til þess að hlíta kalli Sameinuðu þjóð- anna um mannúðaraðstoð og láta reiðufé koma í stað loforða. Beiðni Sameinuðu þjóðanna um aðstoð fyr- ir fórnarlömb jarðskjálftans er heildstæð og hægt verður að gera grein fyrir hvert féð rennur. Gagnsæi verður tryggt og op- inberlega vakin athygli á hverju framlagi á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar eru rakin framlög til neyðaraðstoðar samtakanna. Við höfum enga afsökun fyrir því að sitja með hendur í skauti. Við vit- um öll hvað gerist ef við beitum okk- ur ekki af alefli og með öllu því sem tiltækt er: tugir þúsunda manna munu deyja innan skamms í Pak- istan og margir aðrir þjást að óþörfu. Heimurinn býr bæði yfir fé og tækjum til að bjarga þessu fólki. Spurning er: höfum við viljann? Fórnarlömb jarð- skjálftanna þurfa tafarlausa aðstoð Eftir Jan Egeland Jan Egeland ’Ef ekki verðurbrugðist skjótt við á næstu þremur vikum og aukin neyð- araðstoð berst hið skjótasta má búast við annarri dauða- hrinu þegar fólk deyr úr sjúkdómum og kulda.‘ Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðar- og neyðaraðstoðar. Reuters Móðir eldar mat í heimagerðu tjaldi í Muzaffarabad. ngur eða fjórðungur af kaup- ng – eftir því hvernig á það væri greiddur með hlutabréfum. „Af iðir FL Group ekki allt kaup- hlutabréfum?“ Jafet tók fram þótt eðlilegt að seljendur tækju því að þessi rekstur gengi end- . Þeir geri það aðeins að hluta. einnig á að forstjóri FL hefði ð hlutafjárútboðinu væri félagið p um margar deildir. „Þeir vita fa iðkað þá íþrótt [knattspyrnu] ptir máli að hafa góða vörn og sýnist á þessu að menn séu að ið í sóknina. Ég segi á móti: Passið þið vörnina líka.“ Jafet sagði fjöl- miðlaumræðu hafa truflast af því að ein- hverjir aðilar hefðu grætt á fyrri kaupum á tilteknu félagi. „Mér finnst það ekki skipta nokkru máli ef þeir hafa gert góð kaup. Ég óska þeim bara til hamingju. Ég vona að við höfum gert enn betri viðskipti.“ Skarphéðinn Berg sagði að þessi blanda, þ.e. að greitt væri bæði með reiðufé og hlutafé, hefði verið niðurstaða samninga. Þeir væru bundnir inni með hlutaféð til loka mars 2007. „Þannig tryggðum við að þeir gengju með okkur þessa leið. Það var niðurstaða hluthafanna að þetta væri hæfi- legt, að skipta þessu með þessum hætti.“ Morgunblaðið/Sverrir márason, nýr forstjóri FL Group, gerði hluthöfum grein fyrir breytingum á Með honum á myndinni er Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarformaður. mfangsmiklar breytingar sem verið er að gera á félaginu við fyrirhugaða einkavæðingu orkufyrirtækja. Sagði hann tillög- una hafa verið kolfellda og að sjálf- stæðismenn hefðu ekki farið dult með áhuga sinn á einkavæðingu Landsvirkjunar. „Einkavæðing Orkuveitunnar yrði rökrétt fram- hald af einkavæðingu Landsvirkj- unar ef þau öfl sem nú ráða landinu ná borginni á sitt vald,“ sagði Ólaf- ur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn sögðu flokkinn ekki ætla að beita sér fyrir því að Orku- veitan yrði seld. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, sagði að engin tillaga hefði komið frá borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokks um að selja Orkuveituna. Hann sagði að nánast allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hefðu lýst því yfir að þeir myndu ekki styðja slíkt. Um þann hluta tillögu Ólafs að borgarstjórn lýsti andstöðu við einkavæðingu raforkufyrirtækja sagði Steinunn Valdís að það lægi skýrt fyrir af hálfu borgaryfirvalda að Orkuveita Reykjavíkur ætti að vera í sameign borgarbúa. „Alls staðar þar sem raforkufyrirtæki hafa verið einkavædd hefur það komið niður á gæðum þjónustunn- ar,“ sagði hún. væru lítið upplýstir um það í hverju viðræður við ríkisvaldið hefðu verið fólgnar. „Við höfum ekki séð neinar skýrslur. Við höfum litlar hug- myndir um hvaða verð er verið að tala um, höfum eingöngu heyrt grófar tölur,“ sagði Vilhjálmur og benti á að eðlilegt væri að ræða þessi mál fyrst í borgarráði. Í greinargerð vegna tillögu Ólafs kom fram að á árunum 2001-2003 hefði hann fimm sinnum flutt tillög- ur í borgarstjórn Reykjavíkur sem beindust gegn þátttöku Reykjavík- urborgar í Kárahnjúkavirkjun og ábyrgð Reykvíkinga á lántökum Landsvirkjunar. „Ég tel það skyldu mína sem kjörins fulltrúa Reykvíkinga að reyna að koma borgarbúum undan þessum lánaábyrgðum vegna Kára- hnjúkavirkjunar og annarra fram- kvæmda Landsvirkjunar,“ sagði Ólafur á fundinum. Orkuveitan verði sameign borgarbúa Hann rifjaði upp á fundinum að hann hefði flutt tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október árið 2001 um að tryggja þyrfti að orku- lindir í eigu almennings á Íslandi kæmust ekki í hendur einkaaðila svirkjun var rædd á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur í gær ð ríkið um verðmat Morgunblaðið/Brynjar Gauti óttir borgarstjóri vill fá hærra verð fyrir eign- dsvirkjun. Framhald málsins er óljóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.