Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 27 UMRÆÐAN VIKUR og mánuðir líða og um- ræðan um hugmynd mennta- málaráðuneytis, að skera eitt ár af námi í framhaldsskólum, er í lág- marki. Raddir berast að sunnan um að þess sé skammt að bíða að höggið verði látið ríða, menn séu vel á veg komnir að tryggja á Alþingi fylgi við þessari atlögu að skólanámi á Íslandi. Takmarkið er að verða hverjum manni ljóst. Ráðuneytið ætlar að skerða nám í fram- haldsskólum um eitt ár, ekkert annað hefur vakað fyrir ráðuneyt- inu þó að sagt hafi ver- ið að leita ætti leiða til að stytta nám til stúdentsprófs. Það á að höggva fjórðung af framhalds- skólum landsins. Einskis eru metnar hugmyndir sem fram hafa komið um að nemendur bekkjaskóla geti lokið stúdentsprófi fyrr en nú er gert. Það hefur reyndar verið unnt í meirihluta íslenskra framhaldsskóla um langt árabil. Með áfangakerfi hefur í 35 ár verið hægt að ljúka stúdentsprófi á 3 árum. Samt hefur aðeins lítið brot af nemendum nýtt sér möguleikann. Hins vegar stórfjölgar þeim, sem ljúka stúdentsprófi á lengri tíma en fjórum árum. Það er staðreynd. Kostnaði velt yfir á fólkið Hvers vegna og fyrir hvern á að skera fjórð- ung af framhaldsskól- unum? Ráðuneytið hef- ur aldrei sett fram kennslufræðileg, skóla- pólitísk eða mennt- unarleg rök fyrir þess- um niðurskurði. Það hefur hins vegar afneit- að því ákaflega að hér sé einfaldlega verið að skera niður til að draga úr kostnaði við skóla- hald. Sagt er að þessi breyting sé kostn- aðarsöm og þetta sé alls ekki fjár- hagsleg hagræðing. Sérhvert mannsbarn hlýtur hins vegar að sjá að það er talsvert ódýrara fyrir ríkið að halda úti þriggja ára framhalds- skóla en fjögurra ára. Það er bara einfalt reikningsdæmi og þýðir ekki að mæla gegn því. Það er líka ein- kennilegt að þeir einu sem mæla með niðurskurði framhaldsskólans eru starfsmenn ráðuneytisins. En hvert er ráðuneytið að velta kostnaðinum? Annars vegar á að senda nokkra áfanga úr framhaldsskóla niður í grunnskóla. Það er engan veginn nóg að senda námsefni á milli skóla- stiga. Grunnskólakennarar þurfa að vera undir það búnir að taka að sér þessa kennslu. Þá má spyrja hvort skólarnir og sveitarfélögin sam- þykkja að taka á sig þessa breytingu og kostnað. Þetta nægir þó engan veginn til að bæta nemendum upp heils árs nám í framhaldsskóla. Þeir munu því koma út úr framhaldsskól- unum verr undirbúnir en þeir eru nú. Hvað þýðir það? Einfaldlega að þeir verða sjálfir að afla sér færni til að geta tekist á við háskólanám og stað- ist inntökupróf í háskóla. Það verða þeir þá að gera á sinn eigin kostnað. Kostnaðinum er velt yfir á nem- endur sjálfa og fjölskyldur þeirra. Engin sátt um niðurskurðinn Niðurskurðurinn er hugmynd ráðuneytismanna. Sagt er að verið sé að tala alþingismenn inn á þetta. Það er illt. Það er nauðsynlegt að þeir fái að vita að um þetta ríkir engin sátt eða samkomulag neins staðar, nema hugsanlega innan ráðuneytisins sjálfs. Nemendur vilja ekki þessa breytingu og hafa mótmælt skerð- ingunni. Kennarar mótmæla breyt- ingunni og sjá betur en aðrir hvað getur leitt af skertri kennslu og þjálfun nemenda. Skólameistarar eru andvígir niðurskurðinum og há- skólamenn hafa síður en svo hrópað húrra fyrir því að fá lakari nem- endur. Kennarar og skólastjórn- endur eru sérfræðingar í skóla- og menntamálum og menntamálaráðu- neytið virðist ekki bera það við að hlusta á raddir þessa fólks, taka mark á áratugalangri sérfræði- reynslu þess. Innan ráðuneytisins er fólk sem þykist vita betur, en virðist hafa svo takmarkaðan sjóndeild- arhring að telja að engin önnur leið sé fær til að stytta leið að stúdents- prófi en sú, að skerða menntunina. Bætt menntun í stað niðurskurðar Menntamálaráðuneytið á að hafa metnað til að bæta nám til stúdents- prófs. Það má gera með ýmsu móti. Til dæmis má taka nemendur í fram- haldsskóla að loknum 9. bekk grunn- skólans. Ráðuneytið styðji svo fram- haldsskólana og efli þá í að taka upp Eigi skal höggva Sverrir Páll Erlendsson fjallar um breytingar á framhaldsskólakerfinu Sverrir Páll Erlendsson ’Meginmarkmiðið hlýturað vera að tryggja nem- endum ósvikinn undir- búning að frekara námi að loknum framhaldsskóla.‘ Höfundur er menntaskólakennari. fjölbreytilega kennsluhætti, sam- bland staðbundins náms og fjar- og dreifnáms og sívaxandi tækni í sam- skiptum, svo skólarnir geti boðið nemendum sínum að fást við fleira en regluleg stundaskrá segir. Þannig mætti efla þá nemendur sem bestir eru og greiða þeim leið að því að ljúka framhaldsskólanámi, jafnvel yngri en 19 ára. Þá mætti með þess- um aðferðum bjóða miklu meira svigrúm í rekstri framhaldsskóla en nú, koma til móts við nemendur í dreifðari byggðum og létta þeim skellinn af að flytjast að heiman. Með þessu móti sparast líka fé sem ella fer í að kollvarpa námsskrá einu sinni enn, hún er ekki eldri en svo að fyrstu nemendur eftir henni luku stúdentsprófi á síðasta ári. Með þessu mætti spara ríkinu kostnað af því að stofna nýja framhaldsskóla í dreifðum byggðum. Þetta er gríð- arlegt hagsmunamál nemenda og fjölskyldna þeirra. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að tryggja nemendum ósvikinn und- irbúning að frekara námi að loknum framhaldsskóla. Það verður ekki gert með skurðarhníf eða öxi, heldur skynsamlegum breytingum. Og það verður talsvert auðveldara ef höfð eru um það samráð í stað valdboðs gegn vilja allra sem málið helst varð- ar. UM ÞESSAR mundir er í gangi átak undir heitinu Vernd- um bernskuna og er eitt slagorða þess: við- urkennum barnið eins og það er. Íþrótta- hreyfingin kemur að þessu verkefni, enda málið henni skylt. Rúmlega sjötíu prósent skráðra iðkenda í íþrótta- og ungmenna- félögum eru sextán ára eða yngri. Það er ekki lítil ábyrgð sem fylgir þessu starfi, umönnun og uppeldi æskufólksins. Það hefur stundum verið sagt að íþróttaþjálf- arar hafi meiri áhrif á krakkana en kennarinn eða jafnvel foreldrarnir sjálfir. Þeir séu ekki aðeins fyr- irmyndirnar, heldur ráði ferðinni þegar kemur að hugarfari, aga og reglusemi, klæðnaði og háttvísi. Það er því að mörgu að hyggja í starfi íþróttaþjálfarans. Hann þarf sjálfur að sýna af sér réttsýni, stundvísi, snyrtimennsku og gæta að orðbragði sínu. Hann má ekki gera upp á milli kynja eða ein- staklinga, verður að forðast einelti og gefa rétt og skýr skilaboð til lærisveina sinna og iðkenda. Umfram allt ber íþróttaþjálfara og forsvarsmanni íþróttafélags að skapa öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir þau börn og unglinga sem hann umgengst. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sett sér stefnu í barna- og ung- lingamálum, veitir viðurkenningar til félaga sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum og sambandið hefur gefið út margvíslega bæklinga og leiðbeiningar um skaðsemi tóbaks og áfengis, um átraskanir og sið- ferði þjálfarans, svo eitthvað sé nefnt. Við erum með leir í hönd- unum sem við hnoðum og sköpum og mótum félagslega hegðun og hugarfar unga fólksins. Umfram allt verðum við að hafa í huga að barnið er barn og það verður að njóta bernsku sinnar og fá að vera eins og það er. Ekki skemma eða spilla því. Börnin hafast það að sem fyrir þeim er haft og það er mín trú og vissa að enginn fæðist til óreglu eða ills innrætis, grimmdar eða mannvonsku. Við, eldra fólkið, berum sök ef börn af- vegaleiðast, við ber- um ábyrgð á því upp- eldi sem síðar einkennir og markar einstaklinginn. Íþróttir og iðkun þeirra er vaxandi þáttur í uppeldi og uppvexti og þær eru ekki aðeins tóm- stundaiðja eða af- þreying, þær eru sömuleiðis til að þroska hvern og einn til heilbrigðs lífernis, hollra lífshátta. Íþróttir eru í eðli sínu forvarnir gegn hættum og freistingum. Átakið um að vernda bernskuna og leyfa hverju barni að vera eins og það er, fellur vel að hugsjónum og verkefnum íþróttahreyfingar- innar og það er okkur metnaðar- mál að vel til takist. Til þess erum við. Að varðveita bernskuna, leik- gleðina og lífshamingjuna eins lengi og mögulegt er. Ellert B. Schram fjallar um átakið „Verndum bernskuna“ Ellert B. Schram ’Umfram allt verðumvið að hafa í huga að barnið er barn og það verður að njóta bernsku sinnar og fá að vera eins og það er.‘ Höfundur er forseti ÍSÍ. Viðurkennum barn- ið eins og það er AR G US / 05 -0 73 5 STARFI NÁM SA M H L I ‹ A Rekstrar- og viðskiptanám Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstrar- og viðskiptafræðum. Námið er kjörinn vettvangur til að efla faglega og hagnýta þekkingu stjórnenda og veitir góða innsýn í öll helstu fræði við- skipta. Námi› er flrjú misseri og 27 einingar sem metnar eru í vi›skipta- og hagfræ›ideild Háskóla Íslands. Þeir sem þegar hafa háskólagráðu í annarri námsgrein en viðskiptafræði, en hyggja á MS-nám í við- skiptafræði í Háskóla Íslands geta tekið Rekstrar- og viðskiptanámið sem undirbúning undir meistaranám. Einnig í fjarnámi Kennarar: • Axel Hall, stundakennari vi› HÍ • Bergflór Skúlason tölvunarfræ›ingur • Bjarni Frímann Karlsson, lektor vi› HÍ • Gylfi Dalmann A›alsteinsson, lektor vi› HÍ • Kristján Jóhannsson, lektor vi› HÍ • Magnús Pálsson, forstö›uma›ur flróunarsvi›s hjá Sparisjó›i Hafnarfjar›ar • Ólafur Arinbjörn Sigur›sson, lögfræ›ingur hjá LOGOS sf. • Ólafur Eiríksson, lögma›ur á Lög- mönnum Hafnarfjar›ar • Páll Jensson, prófessor vi› HÍ • Dr. Runólfur Smári Steinflórsson, dósent vi› HÍ • Sólveig Frí›a Jóhannsdóttir, sérfræ›ingur hjá Hagfræ›istofnun HÍ • Námstími: 24. janúar 2006 til júní 2007 Nánari uppl‡singar og umsóknir á www.endurmenntun.is e›a í síma 525 4444. Umsóknarfrestur fyrir vormisseri er til 15. nóv. H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 • Í I - , I • Í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.