Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ Skagafjörður | ,,Það er búið að kosta margar milljónir að koma þessu í gang því allar vélar í kringum þetta eru dýrar. Það er fyrst og fremst áhuginn fyrir að koma upp einhverri atvinnu- starfsemi hér sem rekur mann áfram í þessu,“ sagði Viggó Ein- arsson, útgerðarmaður á Hofs- ósi. Harðfiskur framleiddur á Hofsósi er að koma á markaðinn. Fyrirtækið Sjóskip ehf. stendur að framleiðslunni en Viggó og fjölskylda hans eiga fyrirtækið. ,,Ég er búinn að vera að und- irbúa þetta í tvö ár, að finna rétta búnaðinn og sanka að mér tækjum og tólum víða að úr heiminum. Þannig að nú er allt tilbúið til að hefja framleiðslu. Ég er mjög ánægður með þær prufur sem komnar eru og vona að varan komi í verslanir upp úr mánaðamótunum,“ sagði Viggó Einarsson aðspurður um þetta framtak á dögunum. Framleiðslan verður í gamla fiskvinnsluhúsinu á Hofsósi sem Sjóskip hefur tekið á leigu.Viggó sagðist vera með mjög afkasta- mikinn þurrkbúnað en hann seg- ir þurrkunina það vandasamasta við framleiðsluna og raunar standi allt og falli með að hún takist vel. Hann segist geta unn- ið úr 30–40 tonnum af fiski á viku. Harðfiskurinn verður bæði settur á markað sem bitafiskur eða flök, ýmist með eða án roðsins. Umbúðirnar um harðfiskinn eru smekklegar með fallegri litmynd af Hofsósi fram- an á og slagorðinu ,,hollt og gott frá Hofsósi“, þannig að enginn sem handleikur umbúðirnar verður í vafa um hvaðan inni- haldið er. Útgerðarmaður á Hofsósi hefur framleiðslu á harðfiski Áhugi á að koma upp starfsemi Eftir Örn Þórarinsson Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Framleiðsla Viggó Einarsson með sýnishorn af harðfiskinum sem hann er að setja á markað. HROSSARÆKTARSAMTÖK Eyfirðinga og Þingeyinga hafa keypt liðlega þriðjungs- hlutafé (33,35%) í Gígjari ehf. Gígjar ehf. er hlutafélag sem stofnað var á síðasta ári um stóðhestinn Gígjar frá Auðs- holtshjáleigu og var það áður alfarið í eigu Þórdísar Gunn- arsdóttur. Kaupverð hlut- arins er kr. 7.063.937. Á hlut- hafafundi félagsins nú nýlega var kjörin ný stjórn í félag- inu. Hana skipa Þórdís Gunnarsdóttir, Kristbjörg Eyvindsdóttir og Vignir Sigurðsson. Á myndinni und- irrita þau kaupsamninginn, Þórdís og Baldvin Kr. Baldvinsson, formaður HEÞ, en það var gert á haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg á Mel- gerðismelum nú í liðinni viku. Kaupa þriðjung í Gígjari ehf. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Samningur Baldvin Kr. Baldvinsson og Þórdís Gunnarsdóttir handsala samning um kaup á þriðjungshlut í stóðhestinum Gígjari. Eyjafjarðarsveit | Skipulag á því svæði, sem nefnt hefur verið 2. áfangi Reyk- árhverfis í Eyjafjarðarsveit gerir ráð fyrir 26 einbýlishúsum og 8 íbúðum í fjölbýlis- húsum. Öllum einbýlishúsalóðunum var út- hlutað en einn lóðarhafi hafnaði úthlutun og er sú lóð nú laus. Fjölbýlishúsalóðunum hefur ekki verið úthlutað en umsókn er fyrirliggjandi segir á vef sveitarfélagsins. Auk þess hafa staðið yfir óformlegar við- ræður við byggingarfélag, sem hefur sýnt því áhuga að byggja á umræddum lóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum hvað varðar húsagerð. Ef um semst eru líkur á að sami aðili óski eftir byggingarleyfi fyrir ákveðinn fjölda íbúða á ári næstu þrjú ár- in. Gera má ráð fyrir að fjöldi íbúa í um- ræddum hluta Reykárhverfis verði um eitt hundrað þegar hverfið er fullbyggt miðað við þekktar meðaltölur um fjölda íbúa í íbúð. Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit Íbúar verða um 100 talsins Áhyggjur vegna læknamála | Bæjarráð Dalvíkurbyggðar tek- ur undir áhyggjur hagsmuna- samtakanna Áfram hvað varðar þá stöðu sem komin er upp í heilsugæslulæknamálum í Dal- víkurbyggð. Á stofnfundi sam- takanna á dögnum var þess krafist að gerðar yrðu úrbætur í þessum efnum og strax ráðið í þá stöðu heilsugæslulæknis sem laus er. Skorað var á heilbrigð- isráðherra að vinna strax að var- anlegum úrbótum í heilsugæslu- læknamálum á landsbyggðinni. Ekki væri hægt að bjóða íbúum Dalvíkurbyggðar né lækninum sem þar starfar upp á þessar að- stæður en ekki hefur tekist að ráða í lausa stöðu. SAMFYLKINGIN efnir til próf- kjörs laugardaginn 5. nóvember, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri næsta vor. Kosið verð- ur um fjögur efstu sætin á lista flokksins, sem skipa skulu tvær konur og tveir karlar. Tólf ein- staklingar hafa gefið kost á sér í prófkjörinu, 5 konur og 7 karlar. Aðeins tveir í þessum hópi sækjast eftir fyrsta sæti listans, þeir Her- mann Jón Tómasson, áfangastjóri í VMA, og Hermann Óskarsson, dósent við HA. Samfylkingin er með einn bæjarfulltrúa í bæjar- stjórn Akureyrar. Líklegt er að Vinstri grænir efni einnig til prófkjörs við val á lista flokksins. Dýrleif Skjóldal for- ystukona flokksins á Akureyri sagði að boðað yrði til fé- lagsfundar um miðjan nóvember, þar sem stjórnin myndi leggja það til að farið yrði í prófkjör við val í efstu sætin og þá með svipuðu fyr- irkomulagi og var í Reykjavík. „Framhaldið ræðst svo af vilja fé- lagsmanna.“ Vinstri grænir buðu í fyrsta sinn fram í síðustu sveit- arstjórnarkosningum og þá var farin sú leið að velja á lista flokks- ins. Vinstri grænir eiga einn full- trúa í bæjarstjórn Akureyrar. Líklegt að L-listinn bjóði fram Oddur Helgi Halldórsson odd- viti L-lista fólksins, sagði að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörð- un um framboð næsta vor en það myndi skýrast fyrir áramót. „Ég hallast þó frekar að því að við munum bjóða fram aftur, nema að hin framboðin bjóði fram þvílíkt úrval af fólki að við sjáum fram á að þurfa ekki að vera með. Mér sýnist þó á öllu að rödd okkar þurfi að heyrast áfram,“ sagði Oddur. L-listinn hefur boðið fram í síðustu tvennum bæjarstjórn- arkosningum, fékk einn mann árið 1998 og tvo menn fjórum árum síð- ar. Oddur sagði það einsdæmi á landsvísu að svona sérframboð bætti við sig manni á milli kosn- inga. Enn óvíst um leiðir hjá meiri- hlutaflokkunum í bæjarstjórn Ekki liggur fyrir hvernig mál- um verður háttað hjá flokkunum tveimur sem mynda núverandi meirihluta í bæjarstjórn Akureyr- ar, Sjálfstæðisflokki og Fram- sóknarflokki. Björn Magnússon formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isflokksins sagði að tveir mögu- leikar væru í stöðunni, uppstilling á lista flokksins eða prófkjör. „Við erum að halda fyrsta fund í vik- unni, þar sem menn fara að velta fyrir sér hvaða leið verður farin.“ Björn sagði að kjörnefnd myndi leggja fram sína tillögu um hvora leiðina ætti að fara og í kjölfarið yrðu greidd atkvæði um málið á fundi í fulltrúaráðinu. Hann sagði skoðanir mjög skiptar. Sjálfstæð- isflokkurinn var síðast með próf- kjör fyrir kosningarnar 1994 og sagði Björn að þar sem nokkuð langt væri um liðið væru ýmsir flokksmenn á því að kominn væri tími á prófkjör á ný. Sjálfstæðis- flokkurinn á fjóra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar. Hákon Hákonarson formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins sagði að þar á bæ væru menn rétt að byrja að ræða þessi mál. „Aðal- fundur fulltrúaráðsins verður haldinn í þessum mánuði, þar sem þetta mál verður til umfjöllunar. Eftir þann fund verður hægt að gefa eitthvað út varðandi málið,“ sagði Hákon. Framsóknarflokk- urinn á þrjá bæjarfulltrúa í bæj- arstjórn Akureyrar. Prófkjör Samfylkingarinnar á Akureyri fer fram á laugardag Prófkjör einnig líklegt hjá Vinstri grænum Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is                             !"#$$   %   & '     (%)  *  )      +  ,%    )  - .-   + '  ')     & )  ' )  &&*   '     ) !  %    +)& /     ) 0    )     )&  ')   1 % '&    ) - .   ''  * 2  % $* # *    '  #3 ' 00*   .   .        %         '  1       &  -  4   ' 4               5      '     %    +  #600    ' #3 ' 00     '     7 ) ' ' * 2  % $* !  (      '        %  . )     .   00 8     ) +  HIÐ stafræna útsendingarsvæði 365 ljós- vakamiðla, Digital Ísland, er að stækka til muna og mun áður en langt um líður ná til 80% heimila í landinu. Digital Ísland hefur hafið útsendingar á Selfossi. Í kjölfarið fylgja önnur útsendingarsvæði á Suður- landi og fyrir lok nóvember nk. hefjast stafrænar útsendingar á Akureyri. Til þess að ná stafrænum útsendingum Digital Íslands þarf að verða sér úti um stafrænan myndlykil, sem fáanlegur er án endurgjalds á afgreiðslustöðum Digital Ís- lands á umræddum útsendingarsvæðum. Einnig þarf að vera fyrir hendi örbylgju- loftnet, en þó ekki þar sem eru UHF- sendingar eins og á Akureyri. Digital Ís- land sendir nú út í Reykjavík og á Suður- landi 64 sjónvarpsstöðvar, 12 íslenskar stöðvar og 52 erlendar stöðvar í stafræn- um hágæðum. Íslensku stöðvarnar eru Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Bíó, Sýn, Sýn+, Sýn Extra, Sirkus og PoppTV. Hinum erlendu fer sífellt fjölgandi og sú nýjasta bættist við nú um mánaðamótin en það er körfu- knattleiksstöðin NBA TV, sem alfarið er helguð umfjöllun og leikjum frá bestu körfuknattleiksdeild í heimi, bandarísku NBA-deildinni, að því er segir í frétta- tilkynningu. Digital Ísland til Akureyrar WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.