Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hjónin Garðar Guðjónssonog Guðlaug Haralds-dóttir hafa þekkst nán-ast alla ævi því þau kynntust þegar þau voru krakkar. „Við hittumst í fyrsta sinn á jóla- skemmtun fjölskyldna okkar árið 1946, þegar ég var þrettán ára en hún tólf ára. Þá hafði Guðlaug ráð- ið sig í barnapössun hjá frænku minni sem var nágrannakona hennar. Ég tók ekkert sérstaklega eftir henni þá, en við hittumst allt- af öðru hvoru hjá þessari frænku minni eftir það, svo við vissum hvort af öðru,“ segir Garðar sem var farinn að kíkja nánar á Guð- laugu þegar þau voru að nálgast tvítugt. „Þá keypti ég tvo miða á dansleik á gamlárskvöld í Iðnó og bauð henni með mér. En hún neit- aði að koma með mér, sagðist aldr- ei hafa farið á ball og ekki hafa áhuga á að fara á slíka samkomu. Hún ólst nefnilega upp í Aðalstræt- inu og sá þar oft út um gluggann hjá sér þegar fólk var að koma út af Langabar og öðrum stöðum, í mjög svo döpru ástandi, kannski ælandi og grenjandi. Hún stóð fast á sínu og ég sá þann kost vænstan að rífa miðana og við höfum aldrei farið á ball í þau fimmtíu ár sem við höfum verið gift. Ég stend með minni konu.“ Garðar lagði líka af reykingar og áfengisdrykkju til að standa með Guðlaugu, sem er stök bind- indismanneskja. „Hún hefur alltaf verið óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Þegar ég bauð henni í fyrsta sinn með mér upp á herbergi þar sem ég leigði, þá fór hún að kenna mér að tefla,“ segir Garðar og Guðlaug bætir hlæjandi við að henni hafi ekki fundist nokkurt vit í því að hann ætti taflmenn án þess að kunna mannganginn. Og alveg síðan þá hafa þau verið saman og hlúð vel að sambandinu. „Ég tek hjónabandið alvarlega og ég álít að farsælt hjónaband byggist á samvinnu, ást og kær- leika. Við höfum lagt mikið upp úr samvinnu í öllum verkum okkar. Við tökum til dæmis alltaf saman utan af rúmunum okkar og setjum líka saman utan um þau,“ segir Garðar. Nennti ekki að hlusta á hroturnar Guðlaug segir Garðar sjá um matseldina á heimilinu til jafns við hana og að hann sé úrvalskokkur þó að henni finnist hann nota helst til mikinn rjóma í matseldina. „Hann er mjög rómantískur en það er líka mikill galsi í honum og hann heldur alveg uppi fjörinu á Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara hér í Kópavogi, þar sem hann er umvafinn kvenfólki því hann er eini karlmaðurinn á hann- yrðakvöldunum þar,“ segir Guð- laug stolt af sínum manni sem er afkastamikill í útsaumnum. „Ég er hreykinn af því að konan mín kenndi mér að sauma út fyrir tuttugu og fimm árum og ég hef ekki sleppt nál síðan. Ætli ég hafi ekki saumað um fjörutíu myndir í það heila,“ segir Garðar. „Mér fannst svo leiðinlegt að hafa hann hrjótandi uppi í sófa á meðan ég var að sauma,“ svarar Guðlaug innt eftir ástæðu þess að hún kenndi honum að sauma út. Garðar segist aldrei fá nóg af saumaskapnum. „Þegar ég var ennþá að vinna gat ég alltaf saum- að tvær til þrjár nálar áður en ég fór í vinnuna, skaust svo heim í há- deginu og greip í saumaskapinn og hélt svo áfram að vinnudegi lokn- um.“ „Saumaskapurinn er okkar líf og yndi. Þetta skerpir hugann en er um leið róandi samvera. Þegar við saumum saman þá segjum við stundum ekki orð í langan tíma, heldur njótum þess að þegja sam- an. En við tölum heilmikið saman í þögninni þó að við segjum ekkert. Hlýleikinn er svo dýrmætur,“ segir Garðar sem ætlar að bjóða Guð- laugu með sér til Akureyrar að sjá leikritið Fullkomið brúðkaup. Til Akureyrar í fyrsta skipti „Við höfum aldrei á ævinni kom- ið til Akureyrar en það á eftir að koma í ljós hvort mér tekst að fá Guðlaugu upp í flugvél.“ Sýning á hannyrðaverkum þeirra hjóna stendur nú yfir í safn- aðarsal Laugarneskirkju, í tilefni af því að þar giftu þau sig fyrir fimmtíu árum. „Við ætlum að halda brúðkaups- afmælisveisluna okkar á Hótelinu í Aðalstræti 16, en í því húsi ólst Guðlaug upp og þar hófst okkar sambúð. Við ætlum að gista yfir nóttina en við höfum aldrei áður sofið á hóteli. Við erum búin að panta herbergi í risinu af því að þar var gamla herbergið hennar Guðlaugar,“ segir Garðar með til- hlökkun í röddinni.  HJÓN | Garðar Guðjónsson og Guðlaug Haraldsdóttir hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt í fimmtíu ár Morgunblaðið/Ásdís Guðlaug og Garðar segja að saumaskapurinn sé þeirra líf og yndi, hann skerpi hugann og sé um leið róandi. Hún neitaði að koma með mér á ball Þau hafa verið gift í hálfa öld og kunna hvergi eins vel við sig og í félagsskap hvort annars. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti þessi glöðu hjón sem njóta þess að þegja saman. khk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Ein af myndunum sem Garðar hef- ur saumað út með mislöngu spori. Veður er sjaldan það slæmtað ekki sé hægt að hlaupaúti en það er vindkælingin sem er erfiðust fyrir okkur hérna á Íslandi, það er þegar kuldi og mikill vindur fara saman,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, íþrótta- fræðingur og þjálfari skokkhóps ÍR. „Þá skiptir miklu máli að fólk sé í hlýjum fatnaði innst og yst í fatnaði sem er léttur og ver gegn vindi, svokölluðum vindbrjóti.“ Gunnar segir að það hafi orðið mikil framþróun í hlaupafatnaði undanfarin ár. „Fyrir þrjátíu árum var fólk að klæða af sér kuldann með því að vera í mörgum lögum af fatnaði og þá oft yst í einhverju sem andaði ekki. Í dag geta hlaup- arar verið í hlýjum fatnaði innst sem hindrar hreyfingarnar mjög lítið og síðan í léttum, vindheldum fatnaði yst. Þetta er svipaður klæðnaður og er almennt í boði til útivistar en sérhannaður hlaupa- fatnaður er yfirleitt liprari og létt- ari. Með því að vera í honum getur fólk nánast hlaupið í hvaða veðri sem er,“ segir Gunnar og bætir við að góður klæðnaður geti verið lykilatriði fyrir þá sem eru t.d. aumir í hnjám og mega illa við því að kólna á hlaupum. Húfa og vettlingar aðalmálið „Skórnir þurfa síðan að vera með grófum sóla sem gefur gott grip í hálku og erfiðri færð. Það eru til negldir hlaupaskór fyrir ís- ingu en þeir eru almennt ekki not- aðir hér.“ Aðalatriðið í hlaupaklæðnaði er, að sögn Gunnars, að vera með húfu og vettlinga. „Ef fólk er með fingravettlinga og höfuðskjól þá þarf það kannski ekki að klæða sig mikið að öðru leyti. Það skiptir máli að vera með þetta tvennt jafnvel þótt það sé ekki mjög kalt úti.“ Gunnar segir suma hlaupa með eitthvað fyrir vitunum en þess þurfi ekkert frekar hér á landi þar sem kuldinn sé ekki svo mikill. „En það er ekki verra að nota það ef menn eru viðkvæmir í hálsi eða kvefaðir. Það er aðallega vind- urinn sem er til trafala hér á landi, ekki kuldinn.“ Gunnar segir lítið mál að stunda vetrarhlaup á Íslandi. „Þegar ég var að hlaupa fyrir þrjátíu árum þurfti ég að vaða snjóskafla og færðin var mjög erfið en í dag er færðin yf- irleitt góð.“ Rétt og létt klæddur Hann ráðleggur þeim sem eru mjög kappsamir og vilja halda miklum gæðum í æfingunum allt árið um kring að fara inn og nota hlaupabretti þegar færð og veður eru sem verst. „Fyrir þá sem eru ekki að æfa fyrir hámarksárangur er veðrið yfirleitt þannig á veturna að það er bara áskorun að takast á við það. Gæðin í hlaupaæfingunum verða kannski ekki alltaf hundrað prósent en ef markmiðið er að skokka sér til heilsubótar er bara gaman að takast á við veðrið.“ Gunnar segir fólk yfirleitt stytta hlaupavegalengdirnar á veturna. „Ég hleyp með mínum skokk- hópi um 8 km í miðri viku og svo talsvert lengra um helgar, flestir skokkarar hlaupa þrisvar til fjór- um sinnum í viku.“ Nokkuð er um hlaupakeppnir yfir vetrartímann og má þá nefna Powerade-hlaupið, sem fer fram einu sinni í mánuði í Reykjavík, og gamlársdagshlaup, sem eru haldin víða um land. Gunnar leggur áherslu á að mál- ið í vetrarhlaupum sé ekki að dúða sig heldur vera rétt klæddur og létt klæddur.  HREYFING | Gunnar Páll Jóakimsson segir fólk geta hlaupið í hvaða veðri sem er Léttur klæðnaður í vetrarhlaupið Morgunblaðið/Golli Gunnar gætir þess vel að vera rétt klæddur þegar hann mætir á æfingu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is RANNSÓKNIR benda til þess að þeir sem fara snemma á eftirlaun séu líklegri til að deyja fyrr en þeir sem fara á eftirlaun á eðlilegum tíma. Á vefnum WebMD er vitnað í rannsókn á starfsmönnum Shell ol- íufélagsins sem leiðir ofangreint í ljós. Þeir sem fóru á eftirlaun við 55 ára aldur og urðu a.m.k. 65 ára, dóu fyrr en þeir sem hættu að vinna við 65 ára aldur. Eftir 65 ára aldur eiga þeir sem fara snemma á eft- irlaun 37% frekar á hættu að deyja en hinir. Þeir sem hætta að vinna 55 ára eru 89% líklegri til að deyja á næsta áratug en þeir sem hætta 65 ára. Einn forsvarsmanna rannsókn- arinnar segir að þessi munur geti ekki stafað af félagslegri stöðu, hins vegar geti verið að þeir sem hætta fyrr að vinna séu lélegri til heilsunnar en hinir.  HEILSA Vinna sem lengst Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.