Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 18
Vík í Mýrdal | Íbúum Víkur var
boðið í sund og kaffi í tilefni af
því að ár er liðið frá því sund-
laugin var tekin í notkun. Laugin
hefur verið mikið notuð, liðlega
15 þúsund gestir hafa komið í
sund og hún hefur haft jákvæð
áhrif á samfélagið. Krakkarnir
fengu að spreyta sig á tækjunum
í íþróttasalnum í tilefni dagsins
og Erna Karen Ólafsdóttir fór
heljastökk á trampólíni.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Erna Karen í heljarstökki
Íþróttir
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Niðurrif skerma | Nú þegar 25 ára sögu
jarðstöðvarinnar Skyggnis, austan við Úlf-
arsfell, er lokið og hann rifinn niður er
spurt hvað verður um varajarðstöðina fyrir
hann sem blasir við vegfarendum sem
keyra til og frá Höfn, nánar tiltekið í landi
Hafnarness. Samkvæmt upplýsingum frá
Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa
Símans, hefur engin ákvörðun verið tekin
um framtíð varajarðstöðvarinnar í Hafn-
arneslandi en sá búnaður hefur ekki verið í
notkun í nokkra mánuði. Frá þessu er sagt
á vefnum hornafjordur.is og varpar vefrit-
ari fram þeirri hugmynd að upplagt væri að
setja jólaseríur á Hafnarnessskerminn og
lýsa hann fallega upp í skammdeginu.
héraðs, sem yfirleitt set-
ur sín verk upp í Vala-
skjálf á Egilsstöðum,
bregður sér nú um 15
mínútna akstur út í sveit
og hefur breytt Iðavöll-
um í skemmtilegt leikhús
þar sem Sex í sveit er í
Sex í sveit eftir MarcCamoletti, í ís-lenskri þýðingu
Gísla Rúnars Jónssonar,
er haustverkefni Leik-
félags Fljótsdalshéraðs.
Verkið verður frumsýnt í
félagsheimilinu Iðavöll-
um föstudaginn 4. nóv-
ember kl. 20.
Leikstjóri Sex í sveit er
Oddur Bjarni Þorkelsson
en hann er öllum hnútum
kunnugur á Héraði og
hefur meðal annars leik-
stýrt My Fair Lady, Þreki
og tárum og Gauks-
hreiðrinu. Með hlutverk
sexmenninganna fara
Friðjón Magnússon, Jódís
Skúladóttir, Garðar Val-
ur Hallfreðsson, Anna
Björk Hjaltadóttir, Sig-
urlaug Gunnarsdóttir og
Jón Gunnar Axelsson.
Sex í sveit er farsi með
meinlegum misskilningi,
undanlegum orðaleikjum,
hasar og hamagangi.
Leikfélag Fljótsdals-
ákaflega viðeigandi um-
hverfi. Fyrirfram
ákveðnar sýningar á Iða-
völlum eru auk frumsýn-
ingarinnar á föstudaginn
5., 11., 12., 18. og 19. nóv-
ember. Þær hefjast allar
kl. 20.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Svik og prettir Garðar Valur Hallfreðsson og Friðjón
Magnússon í hlutverkum sínum í Sex í sveit.
Sex í sveit á Iðavöllum
Rúnar Kristjánssonorti Goðavísur ísumar á fæðing-
ardegi Sveinbjörns Bein-
teinssonar, bréfavinar
síns og bragkunningja.
Hringhendurnar eru með
samverkandi miðríms-
orðum, þó aldrei þeim
sömu:
Sveinbjörn goði sígilt kvað,
sónarstoðir treysti.
Orkuboðum ýtti af stað,
allt úr doða leysti.
Engu moði vék af vör,
vildi ei froðu neina.
Kunni að skoða ýr og ör
utan hroðameina.
Bragar voðir færði í fang,
fús að troða slóðir.
Aldrei hnoði greiddi gang,
granaloðinn bróðir.
Davíð Hjálmar Haralds-
son yrkir um vandræði
Bush vegna leka í fjöl-
miðla:
Hugnast mér hafragrautur.
Haustblíða yndi vekur.
Nú er hann Búskur blautur,
bölvaður kofinn lekur.
Goðavísur um
Sveinbjörn
pebl@mbl.is
Borgarnes | Stjórn Verkalýðsfélags Borg-
arness skorar á atvinnurekendur og
stjórnvöld að beita sér fyrir nauðsynlegum
úrbótum og lagfæringum til þess að ekki
komi til uppsagnar kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði.
Fram kemur í ályktun stjórnar félagsins
að forsendur samninganna séu brostnar og
því reyni nú á endurskoðunarákvæði
þeirra. Hvetur stjórnin til þess að næstu
dagar verði notaðir vel til að endurnýja og
treysta grundvöll og markmið kjarasamn-
inganna og að atvinnurekendur og stjórn-
völd axli ábyrgð sína á stöðu mála. „Und-
anbragðalaust verður að endurnýja tiltrú
þjóðarinnar á stöðugleika og jafnvægi í
efnahagsmálum. Og bæta verður launa-
fólki þann skaða sem það hefur orðið fyrir
síðustu misserin.“
Bæta þarf
launafólki
skaðann
Reykjavík | Kirkjusókn í Reykjavík-
urprófastsdæmum var 28% meiri fyrstu
vikuna í október í ár en í sömu viku á síð-
asta ári.
Undanfarin þrjú ár hefur verið gerð
könnun á kirkjusókn í Reykjavíkurpró-
fastsdæmum fyrstu vikuna í október.
Talið hefur verið hve margir mæta í
helgihald og athafnir, barna- og ung-
lingastarf, tónlistarstarf, fullorðins-
fræðslu og hve margir ferðamenn koma.
Nú liggja tölur fyrir með samanburði við
síðastliðin tvö ár, og eru upplýsingar um
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra að-
gengilegar á vefnum www.kirkjan.is/
vestra. Síðar koma þar inn tölur úr
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Aukning varð um 28% á fyrstu viku
október í ár miðað við sömu viku í fyrra í
báðum prófastsdæmum. Heildarfjöldi
kirkjugesta í Reykjavík, án ferðamanna,
var 25.013. Ferðamenn voru 4541 og þar
af langflestir í Hallgrímskirkju, eða
4300. Fjöldinn í vestra var 12.772 en í
eystra 12.241.
Kennaraverkfallið í fyrra hafði greini-
leg áhrif á slakari mætingu, samkvæmt
upplýsingum frá prófastsdæmunum, sér-
staklega í barnastarfi kirknanna. Þrátt
fyrir það er mæting í ár betri en bæði ár-
in 2004 og 2003.
Kirkjusókn
jókst um 28%
milli ára
♦♦♦
Ég óskaði eftir að þessi grein yrði birt í Morgunblaðinu. Ekki varð
mér að þeirri ósk, en greininni vísað í vefútgáfuna og þakka ég það.
Mér finnst hins vegar málið brýnt og eiga erindi til fleiri en þeirra
sem lesa innsendar greinar á vefútgáfunni mbl.is. Þess vegna ákvað
undirritaður að birta greinina í auglýsingaformi og greiða sjálfur
fyrir birtingu hennar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
- farsæll borgarstjóri
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er líklega einhver allra reyndasti sveitar-
stjórnarmaður á Íslandi, bæði vegna starfa hans í borgarstjórn, en ekki
síður sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í
fimmtán ár, nærfellt þrjú kjörtímabil. Það eru ekki margir
sem geta axlað þá ábyrgð og unnið þau erfiðu störf, sem
fylgja formanns-embættinu hjá samtökum sveitarfélaga.
Eðli málsins samkvæmt toga hagsmunir í ólíkar áttir,
enda viðhorf sveitarstjórna oft á tíðum gjörólík. Vilhjálm-
ur hefur sýnt og sannað að eiga auðvelt með að leiða þessi
margslungnu og flóknu samtök. Þar hafa góðir eðliseigin-
leikar hans nýst til hins ýtrasta; stefnufesta og góð dóm-
greind í bland við samningslipurð og hæfileika til að setja
sig vel inn í þau mál sem þarfnast úrlausnar. Sú stað-
reynd, að Vilhjálmur hefur verið óumdeildur leiðtogi samtaka sveitar-
stjórna á Íslandi, segir meira um hann en mörg orð. Reynsla hans og
þekking hefur nýst á þessum vettvangi út í æsar. Hann hefur ítrekað
sýnt og sannað að hann er traustins verður. Það traust, sem til hans er
borið, nær langt út fyrir raðir flokkssystkina - Vilhjálmur nýtur trausts
og viðurkenningar í öllum flokkum og landshornum.
Ég hef fylgst náið með störfum Vilhjálms síðastliðin tuttugu ár, sat
enda sjálfur í bæjarstjórn og embætti bæjarstjóra á Höfn í Hornafirði
stóran hluta þess tímabils. Miklar breytingar urðu á verkefnum og upp-
byggingu sveitarfélaga landsins á þessum tíma undir öruggri forystu
Vilhjálms. Ég get því heilshugar fullyrt að Vilhjálmur er sá leiðtogi, er
hefur reynslu, þekkingu og aðra mannlega kosti, sem best nýtast í vanda-
sömu starfi borgarstjóra Reykjavíkur. Málið er brýnt vegna þess að með
Vilhjálm í fyrsta sæti eru allar líkur á kosningasigri og að hann gegni
embætti borgarstjóra næsta kjörtímabil.
Ég vil því hvetja alla til að taka þátt í prófkjörinu þann 4. til 5. nóv-
ember nk. og fylkja sér um Vilhjálm í fyrsta sætið.
Höfundur er verkfræðingur og var forseti
bæjarstjórnar/bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði 1986-1999.
Sturlaugur
Þorsteinsson
Auglýsing
Fjallkóngurinn kominn með fé | Steinar
Halldórsson, fjallkóngur í Auðsholti í
Hrunamannahreppi, hefur tekið fé á nýjan
leik en hann þurfti að skera niður fjárstofn-
inn fyrir nokkrum árum vegna riðu. Var
fjallkóngurinn því fjárlaus um tíma.
Frá því er sagt í Pésanum, fréttabréfi
Hrunamannahrepps, að Steinar hafi fengið
hluta af lömbunum frá Gunnarsstöðum í
Þistilfirði. Jafnframt er þess getið að orðið
hafi vart við þá hræðslu að VG-veiran fylgdi
lömbunum og smitaði einhverja íbúa
hreppsins. Er þar vísað til þess að Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna, er af Gunnarsstaðastofni.
Vefur fyrir nemendamót | Vefurinn
nemendur.net hefur starfað í rúmlega tvö
ár en hann gengur út á að fyrrum skóla-
félagar geti haldið sambandi og endurnýjað
kynni ásamt því að skipuleggja mót. Vef-
urinn er fyrir alla sem hafa útskrifast úr ís-
lenskum skóla og ná árgangar allt til ársins
1960.
Hugmyndin kviknaði eftir 25 ára stúd-
entaafmæli að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Það reyndist
heilmikið mál að finna alla og þegar það
var búið kom sér vel að hafa
póstlista þar sem allir gátu skipst á skoð-
unum. Vefurinn auðveldar alla vinnu fyrir
nemendamót.
Það kostar ekkert að skrá sig á nemend-
ur.net og hafa mörg þúsund manns þegar
gert það. Hver árgangur hefur eigin vefsíðu
en þær eru nú orðnar um 35 þúsund þar
sem koma má fyrir myndum og öðrum fróð-
leik. Einnig er á vefnum spjallborð og
fréttakerfi sem nota má til þess að koma
upplýsingum á framfæri.