Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 14
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs í er- lendri mynt. Í tilkynningu frá Seðla- banka til Kauphallar Íslands segir að matið byggist á góðri stöðu opinberra fjármála. Þá segir að fram komi í mat- inu að horfur eru áfram stöðugar. Fram kemur í tilkynningunni að Standard & Poor’s hafi greint frá því að það staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA-[1] og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Áhyggjur af sívaxandi skuldum Í tilkynningunni segir að í frétt fyr- irtækisins komi fram að Kai Stuken- brock, sérfræðingur Standard & Poor’s, taki meðal annars fram að lánshæfiseinkunn Íslands byggist á stöðugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem haldi aftur af frekari hækkun láns- hæfiseinkunnarinnar sé bæði mjög mikil erlend fjármögnunarþörf og mjög miklar erlendar skuldir hag- kerfisins. Íslenska fjármálakerfið hafi náð sér á strik eftir ójafnvægi sem átti sér stað fyrir árið 2001. Bætt regluverk og fjármálaeftirlit ásamt auknum umsvifum á Norðurlöndum og víðar, og nýleg innkoma viðskipta- bankanna á fasteignalánamarkaðinn, hafi eflt aðlögunarhæfni þeirra og gert þá síður viðkvæma fyrir efna- hagsframvindu innanlands. Engu að síður séu sívaxandi skuldir, ofan á þá miklu skuldsetningu sem er fyrir í hagkerfinu, talsvert áhyggjuefni. Lánshæfis- einkunnir ríkissjóðs staðfestar    !"#$                    %&$ '"( ) *& '"( ) +  '"( ) +, '"( ) * '- ) .$ -$! ) /#!" ) 0(1 * ) 0 ) ,-$! .$ -$ ) 2 ) 3.+ ) 34*#5$ +65! ) 7$$ )     " '"( ) +$4# .$ -$ ) 4(#6 ) 8% -% '"( ) 2"$% +$)"$ ) 9:) 6 ) ; 6$( ) <=+  % < " 4 4#$# ) $ $# )     !" +$ - >66# ) 3 5?  3# -$ $& @@ ) ! #$ % 8A>B 3C#$ &#$& #                         *  5  &#$& #                       D EF D EF D EF D EF  D EF    D  EF D EF  D EF  D  EF    D  EF  D EF D EF         -&#$( -$$  !"# C " -$ 0( 3                                                                                         #$( C 1G$   H ) $ +6 - &#$(                    14 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Fundur íslenskra hlutahafa í Allied Resource Corporation Brú Venture Capital hf. býður íslenskum hluthöfum í Allied Resource Corporation til áríðandi fundar á Grand Hótel föstudaginn 4. nóvember klukkan 8:30-10:00. Efni fundarins er upplýsingagjöf, árangur stjórnenda og aðkoma íslenskra fjárfesta að stjórn og stefnumótun. Brú Venture Capital hf. skorar á sem flesta íslenska hluthafa í Allied Resource Corporation að mæta á fundinn og gæta hagsmuna sinna. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:15. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Í DAG, 2. nóv- ember, eru fimm- tíu ár liðin frá því fyrsta skulda- bréfið vegna fyrsta húsnæð- isláns húsnæðis- málastjórnar, forvera Íbúða- lánasjóðs, var gefið út. Íbúða- lánasjóður minn- ist þessara tímamóta með afmæl- ishátíð síðar í dag, myndasamkeppni barna í 4. bekk grunnskóla og stofn- un sérstaks styrktarsjóðs til styrktar rannsókna og góðs námsárangurs í háskólum landsins. Almennt veðlánakerfi á vegum hins opinbera var sett á laggirnar með lögum um húnæðismálastjórn, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1955. Húsnæðisstofnun ríkisins var sett á laggirnar árið 1957 og tók hún við hlutverki húsnæðismálastjórnar. Íbúðalánasjóður tók síðan við af Húsnæðisstofnun hinn 1. janúar 1999. Fimmtíu ár frá fyrsta húsnæðisláninu Fyrsta skuldabréfið. ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 0,09% og er 4.672 stig. Við- skipti með hlutabréf námu 2 millj- örðum, þar af 429 milljónir með bréf Straums-Burðaráss Fjárfestingar- banka og hækkaði gengi bréfanna um 1,1%. Hlutabréf lækkuðu ICELANDIC Group hefur keypt allt hlutafé í Pickenpack – Hussman & Hahn Seafood, stærsta framleiðslu- fyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða, en ráðandi hluthafar Pickenpack eru Finnbogi Baldvins- son, sem jafnframt er forstjóri félags- ins, og Samherji. Tilkynning um kaupin var send til Kauphallar Ís- lands í gær og þá voru kaupin einnig kynnt markaðsaðilum á fundi á Hótel Nordica. Kaupverðið verður greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group og eftir hlutafjáraukninguna munu hluthafar Pickenpack eiga 21,25% hlutafjár í Icelandic. Miðað við markaðsverð Icelandic Group er kaupverðið í kringum 5,5 milljarðar króna, en kaupverðið er háð fyrirvara um nið- urstöðu áreiðanleikakönnunar, sem áætlað er að verði lokið 18. nóvember nk., og að hluthafafundur Icelandic Group samþykki hlutafjárhækk- unina. Vaxtaberandi skuldir Pickenpack við kaupin eru um 80 milljónir evra eða 5,9 milljarðar íslenskra króna. Áætluð velta félagsins á árinu 2006 er 194 milljónir evra eða um 14 milljarð- ar íslenskra króna og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta er áætlaður 15 milljónir evra eða rúmur milljarður íslenskra króna. Með kaupunum aukast tekjur Icelandic í Evrópu um 28% árið 2006. Fiskréttir og kavíar Pickenpack rekur fiskréttaverk- smiðju í Luneburg í Þýskalandi þar sem framleidd eru um 70.000 tonn af frystum afurðum árlega. Þá rekur fé- lagið kavíarverksmiðju í Cuxhaven og þar eru árlega framleidd 700 tonn af afurðum. Um 65% af sölu Pickenpack er í Þýskalandi og starfsmenn eru í kringum 600. Að sögn Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, stjórnarformanns Ice- landic Group, munu kaupin efla starf- semi Icelandic í Evrópu umtalsvert og skapa mikil samlegðartækifæri. Unnt verði að ná fram hagræðingu í framleiðslu á frystum afurðum með samstarfi Pickenpack verksmiðjanna í Þýskalandi og Coldwater verksmiðj- anna í Grimsby. Möguleikar séu á að markaðssetja vörur Pickenpack í markaðs- og sölukerfi Icelandic í Evr- ópu og í kjölfar aukinnar stærðar skapist tækifæri til hagræðingar í rekstri Icelandic Group. Icelandic Group kaupir Pickenpack Morgunblaðið/Sverrir Icelandic Group Finnbogi Baldvinsson og Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson stjórnarformaður takast í hendur á fundi Icelandic í gær. STRAUMUR-Burðarás Fjárfest- ingabanki hf. hefur selt alla eign- arhluti sína í Keri hf. og Eglu hf. Um er að ræða liðlega 34% hlut í Keri hf. og rúmlega 4% hlut í Eglu hf. Kaupandi að hlut Straums-Burð- aráss í Keri er félagið sjálft, en kaupin eru liðir í lækkun hlutafjár. Söluverð er trúnaðarmál en sölu- hagnaður Straums-Burðaráss Fjár- festingabanka hf. ásamt viðskipta- tengdum þóknunum er 700 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Straumur-Burðarás Fjárfest- ingabanki hf. hefur jafnframt selt alla eignarhluti sína í Eglu hf. til félagsins sjálfs, bréf að nafnverði 446.816 krónur eða sem nemur 4,03% af hlutafé félagsins. Gengi í viðskiptunum var 2.316 krónur á hlut og því nemur kaupverðið rúm- um 1 milljarði króna. Eftir viðskiptin á Kjalar ehf., fé- lag í aðaleigu Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa, nærri 87% hlut í Keri. Vogun ehf., félag í aðaleigu Kristjáns Loftssonar, á 8% hlut í Keri. Helstu eignir Kers hf. eru Olíu- félagið ehf. og stórir hlutir í Sam- skipum hf., SÍF hf. og Iceland Sea- food International ehf. Þá á Ker 68% hlut í Eglu hf. sem er eign- arhaldsfélag um 10,88% hlut í Kaupþing banka hf. Kjalar ehf., fé- lag Ólafs Ólafssonar, á nærri 28% hlut í Eglu. Jafnframt á Ker um 56% hlut í fasteignafélaginu Festingu ehf. sem varð til árið 2003, við skipt- ingu Kers, þegar fasteignir Olíufé- lagsins voru færðar yfir til Fest- ingar og síðar sömuleiðis fasteignir Samskipa og eignir frá Sundi. Festing hefur nú keypt alla hluti Sunds ehf. og J&K eignarhalds- félags ehf. í Festinu, rúmlega 19% hlutafjár, ásamt því sem félagið hefur leyst til sín hluti Angusar ehf. í sjálfu sér. Kaupverðið er trúnaðarmál. Ágreiningur kom upp fyrr á þessu ári meðal hluthafa Festingar ehf. um lögmæti þess er Angusi ehf., félags í eigu fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Festingar ehf., voru seldir nýir hlutir í félaginu. Núver- andi og fyrrverandi hluthafar Fest- ingar ehf. hafa nú orðið sammála um að fella niður öll málaferli er leitt hafa af ágreiningi um lögmæti áðurnefndrar hlutfjáraukningar. Samtímis því lætur Jóhann Hall- dórsson framkvæmdastjóri Fest- ingar ehf. af störfum hjá félaginu. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Kjalars, segist ánægður með að náðst hafi samkomulag um kaupin, enda mikilvægt að samheldni ríki í hluthafahópum þessara félaga. Hann segir samkomulag ríkja um trúnað um kaupverð en segir það ásættanlegt fyrir báða aðila. Hann segir kaup Kers fjármögnuð með eigin fé og lánum. Straumur-Burðarás selur í Keri og Eglu !% &$ '$ (% &) !&   ! "     !& $ !% &$ * $  $%& ! " '(   !& $ !% &$ '$  " $  ""  )& " *  (   Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Ker kaupir 34% hlut Straums- Burðaráss Morgunblaðið/Kristinn Í KJÖLFAR kaupa Icelandic Group á Pickenpack hefur Finnbogi Bald- vinsson, forstjóri Pickenpack, verið ráðinn forstjóri Icelandic Europe, en starfsemi Icelandic samstæð- unnar var nýlega skipt upp í tvær einingar, Icelandic USA/ASIA og Icelandic Europe. Finnbogi Baldvinsson forstjóri Icelandic Europe Finnbogi hefur starfað í Þýska- landi síðastliðin tíu ár og á þeim tíma hefur hann m.a. leitt útrás Samherja á alþjóðavísu. Hann var forstjóri Hussman & Hahn frá 2000, leiddi sameiningu þess við Picken- pack árið 2003 og hefur starfað sem forstjóri félagsins síðan. 9$-I 3J<    E E + 3> K L   E E A A  ;2L    E E 0+L 9      E E 8A>L K"M /" $    E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.