Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 14

Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 14
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs í er- lendri mynt. Í tilkynningu frá Seðla- banka til Kauphallar Íslands segir að matið byggist á góðri stöðu opinberra fjármála. Þá segir að fram komi í mat- inu að horfur eru áfram stöðugar. Fram kemur í tilkynningunni að Standard & Poor’s hafi greint frá því að það staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA-[1] og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Áhyggjur af sívaxandi skuldum Í tilkynningunni segir að í frétt fyr- irtækisins komi fram að Kai Stuken- brock, sérfræðingur Standard & Poor’s, taki meðal annars fram að lánshæfiseinkunn Íslands byggist á stöðugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem haldi aftur af frekari hækkun láns- hæfiseinkunnarinnar sé bæði mjög mikil erlend fjármögnunarþörf og mjög miklar erlendar skuldir hag- kerfisins. Íslenska fjármálakerfið hafi náð sér á strik eftir ójafnvægi sem átti sér stað fyrir árið 2001. Bætt regluverk og fjármálaeftirlit ásamt auknum umsvifum á Norðurlöndum og víðar, og nýleg innkoma viðskipta- bankanna á fasteignalánamarkaðinn, hafi eflt aðlögunarhæfni þeirra og gert þá síður viðkvæma fyrir efna- hagsframvindu innanlands. Engu að síður séu sívaxandi skuldir, ofan á þá miklu skuldsetningu sem er fyrir í hagkerfinu, talsvert áhyggjuefni. Lánshæfis- einkunnir ríkissjóðs staðfestar    !"#$                    %&$ '"( ) *& '"( ) +  '"( ) +, '"( ) * '- ) .$ -$! ) /#!" ) 0(1 * ) 0 ) ,-$! .$ -$ ) 2 ) 3.+ ) 34*#5$ +65! ) 7$$ )     " '"( ) +$4# .$ -$ ) 4(#6 ) 8% -% '"( ) 2"$% +$)"$ ) 9:) 6 ) ; 6$( ) <=+  % < " 4 4#$# ) $ $# )     !" +$ - >66# ) 3 5?  3# -$ $& @@ ) ! #$ % 8A>B 3C#$ &#$& #                         *  5  &#$& #                       D EF D EF D EF D EF  D EF    D  EF D EF  D EF  D  EF    D  EF  D EF D EF         -&#$( -$$  !"# C " -$ 0( 3                                                                                         #$( C 1G$   H ) $ +6 - &#$(                    14 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Fundur íslenskra hlutahafa í Allied Resource Corporation Brú Venture Capital hf. býður íslenskum hluthöfum í Allied Resource Corporation til áríðandi fundar á Grand Hótel föstudaginn 4. nóvember klukkan 8:30-10:00. Efni fundarins er upplýsingagjöf, árangur stjórnenda og aðkoma íslenskra fjárfesta að stjórn og stefnumótun. Brú Venture Capital hf. skorar á sem flesta íslenska hluthafa í Allied Resource Corporation að mæta á fundinn og gæta hagsmuna sinna. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:15. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Í DAG, 2. nóv- ember, eru fimm- tíu ár liðin frá því fyrsta skulda- bréfið vegna fyrsta húsnæð- isláns húsnæðis- málastjórnar, forvera Íbúða- lánasjóðs, var gefið út. Íbúða- lánasjóður minn- ist þessara tímamóta með afmæl- ishátíð síðar í dag, myndasamkeppni barna í 4. bekk grunnskóla og stofn- un sérstaks styrktarsjóðs til styrktar rannsókna og góðs námsárangurs í háskólum landsins. Almennt veðlánakerfi á vegum hins opinbera var sett á laggirnar með lögum um húnæðismálastjórn, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1955. Húsnæðisstofnun ríkisins var sett á laggirnar árið 1957 og tók hún við hlutverki húsnæðismálastjórnar. Íbúðalánasjóður tók síðan við af Húsnæðisstofnun hinn 1. janúar 1999. Fimmtíu ár frá fyrsta húsnæðisláninu Fyrsta skuldabréfið. ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 0,09% og er 4.672 stig. Við- skipti með hlutabréf námu 2 millj- örðum, þar af 429 milljónir með bréf Straums-Burðaráss Fjárfestingar- banka og hækkaði gengi bréfanna um 1,1%. Hlutabréf lækkuðu ICELANDIC Group hefur keypt allt hlutafé í Pickenpack – Hussman & Hahn Seafood, stærsta framleiðslu- fyrirtæki Þýskalands á sviði frystra sjávarafurða, en ráðandi hluthafar Pickenpack eru Finnbogi Baldvins- son, sem jafnframt er forstjóri félags- ins, og Samherji. Tilkynning um kaupin var send til Kauphallar Ís- lands í gær og þá voru kaupin einnig kynnt markaðsaðilum á fundi á Hótel Nordica. Kaupverðið verður greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group og eftir hlutafjáraukninguna munu hluthafar Pickenpack eiga 21,25% hlutafjár í Icelandic. Miðað við markaðsverð Icelandic Group er kaupverðið í kringum 5,5 milljarðar króna, en kaupverðið er háð fyrirvara um nið- urstöðu áreiðanleikakönnunar, sem áætlað er að verði lokið 18. nóvember nk., og að hluthafafundur Icelandic Group samþykki hlutafjárhækk- unina. Vaxtaberandi skuldir Pickenpack við kaupin eru um 80 milljónir evra eða 5,9 milljarðar íslenskra króna. Áætluð velta félagsins á árinu 2006 er 194 milljónir evra eða um 14 milljarð- ar íslenskra króna og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta er áætlaður 15 milljónir evra eða rúmur milljarður íslenskra króna. Með kaupunum aukast tekjur Icelandic í Evrópu um 28% árið 2006. Fiskréttir og kavíar Pickenpack rekur fiskréttaverk- smiðju í Luneburg í Þýskalandi þar sem framleidd eru um 70.000 tonn af frystum afurðum árlega. Þá rekur fé- lagið kavíarverksmiðju í Cuxhaven og þar eru árlega framleidd 700 tonn af afurðum. Um 65% af sölu Pickenpack er í Þýskalandi og starfsmenn eru í kringum 600. Að sögn Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, stjórnarformanns Ice- landic Group, munu kaupin efla starf- semi Icelandic í Evrópu umtalsvert og skapa mikil samlegðartækifæri. Unnt verði að ná fram hagræðingu í framleiðslu á frystum afurðum með samstarfi Pickenpack verksmiðjanna í Þýskalandi og Coldwater verksmiðj- anna í Grimsby. Möguleikar séu á að markaðssetja vörur Pickenpack í markaðs- og sölukerfi Icelandic í Evr- ópu og í kjölfar aukinnar stærðar skapist tækifæri til hagræðingar í rekstri Icelandic Group. Icelandic Group kaupir Pickenpack Morgunblaðið/Sverrir Icelandic Group Finnbogi Baldvinsson og Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson stjórnarformaður takast í hendur á fundi Icelandic í gær. STRAUMUR-Burðarás Fjárfest- ingabanki hf. hefur selt alla eign- arhluti sína í Keri hf. og Eglu hf. Um er að ræða liðlega 34% hlut í Keri hf. og rúmlega 4% hlut í Eglu hf. Kaupandi að hlut Straums-Burð- aráss í Keri er félagið sjálft, en kaupin eru liðir í lækkun hlutafjár. Söluverð er trúnaðarmál en sölu- hagnaður Straums-Burðaráss Fjár- festingabanka hf. ásamt viðskipta- tengdum þóknunum er 700 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Straumur-Burðarás Fjárfest- ingabanki hf. hefur jafnframt selt alla eignarhluti sína í Eglu hf. til félagsins sjálfs, bréf að nafnverði 446.816 krónur eða sem nemur 4,03% af hlutafé félagsins. Gengi í viðskiptunum var 2.316 krónur á hlut og því nemur kaupverðið rúm- um 1 milljarði króna. Eftir viðskiptin á Kjalar ehf., fé- lag í aðaleigu Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa, nærri 87% hlut í Keri. Vogun ehf., félag í aðaleigu Kristjáns Loftssonar, á 8% hlut í Keri. Helstu eignir Kers hf. eru Olíu- félagið ehf. og stórir hlutir í Sam- skipum hf., SÍF hf. og Iceland Sea- food International ehf. Þá á Ker 68% hlut í Eglu hf. sem er eign- arhaldsfélag um 10,88% hlut í Kaupþing banka hf. Kjalar ehf., fé- lag Ólafs Ólafssonar, á nærri 28% hlut í Eglu. Jafnframt á Ker um 56% hlut í fasteignafélaginu Festingu ehf. sem varð til árið 2003, við skipt- ingu Kers, þegar fasteignir Olíufé- lagsins voru færðar yfir til Fest- ingar og síðar sömuleiðis fasteignir Samskipa og eignir frá Sundi. Festing hefur nú keypt alla hluti Sunds ehf. og J&K eignarhalds- félags ehf. í Festinu, rúmlega 19% hlutafjár, ásamt því sem félagið hefur leyst til sín hluti Angusar ehf. í sjálfu sér. Kaupverðið er trúnaðarmál. Ágreiningur kom upp fyrr á þessu ári meðal hluthafa Festingar ehf. um lögmæti þess er Angusi ehf., félags í eigu fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Festingar ehf., voru seldir nýir hlutir í félaginu. Núver- andi og fyrrverandi hluthafar Fest- ingar ehf. hafa nú orðið sammála um að fella niður öll málaferli er leitt hafa af ágreiningi um lögmæti áðurnefndrar hlutfjáraukningar. Samtímis því lætur Jóhann Hall- dórsson framkvæmdastjóri Fest- ingar ehf. af störfum hjá félaginu. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Kjalars, segist ánægður með að náðst hafi samkomulag um kaupin, enda mikilvægt að samheldni ríki í hluthafahópum þessara félaga. Hann segir samkomulag ríkja um trúnað um kaupverð en segir það ásættanlegt fyrir báða aðila. Hann segir kaup Kers fjármögnuð með eigin fé og lánum. Straumur-Burðarás selur í Keri og Eglu !% &$ '$ (% &) !&   ! "     !& $ !% &$ * $  $%& ! " '(   !& $ !% &$ '$  " $  ""  )& " *  (   Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Ker kaupir 34% hlut Straums- Burðaráss Morgunblaðið/Kristinn Í KJÖLFAR kaupa Icelandic Group á Pickenpack hefur Finnbogi Bald- vinsson, forstjóri Pickenpack, verið ráðinn forstjóri Icelandic Europe, en starfsemi Icelandic samstæð- unnar var nýlega skipt upp í tvær einingar, Icelandic USA/ASIA og Icelandic Europe. Finnbogi Baldvinsson forstjóri Icelandic Europe Finnbogi hefur starfað í Þýska- landi síðastliðin tíu ár og á þeim tíma hefur hann m.a. leitt útrás Samherja á alþjóðavísu. Hann var forstjóri Hussman & Hahn frá 2000, leiddi sameiningu þess við Picken- pack árið 2003 og hefur starfað sem forstjóri félagsins síðan. 9$-I 3J<    E E + 3> K L   E E A A  ;2L    E E 0+L 9      E E 8A>L K"M /" $    E E

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.