Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA myndlistarkonan Guð- rún Nielsen hefur verið búsett í Englandi um nokkurt skeið en sýn- ir nú verk hjá Sævari Karli. Hún hefur öðlast nokkra reynslu í þrí- víðum verkum af stærri tegundinni en hún hlaut m.a. verðlaun í al- þjóðlegri samkeppni um úti- listaverk í Greenham Common 1998. Hún hefur unnið bæði hlut- bundin og óhlutbundin verk en skúlptúrinn sem hún sýnir nú er gerður í formi japansks tehúss, þar sem hermt er eftir byggingarstíl og útliti en skipt um samhengi. Tehús- ið er nú skúlptúr og form þess og litir eru séð sem slík, áhorfandinn getur gengið inn og út. Hin óskil- greinda tilvist er það áhugaverð- asta við þetta verk, gráa svæðið milli notagildis og listræns gildis, vitneskja áhorfandans um að í þessu byggingarformi felst alda- gömul saga og því tengjast sterkar hefðir en hann þekkir ekki söguna eða hefðirnar nema að takmörkuðu leyti. Utan hússins sýnir Guðrún örlítið brot af japönskum garði, möl rakaða í rákir sem tengist lituðum teikningum sem líka má sjá á sýn- ingunni en þar notar hún mynstur áþekk mynstrum í japönskum görð- um. Það má tengja þessa höggmynd Guðrúnar ýmsum straumum innan listasögunnar. Hún sýnir hér „fund- inn“ hlut, rétt eins og súrreal- istarnir og Duchamp gerðu, hún tekur fyrirbæri úr notagildis- samhengi og setur það í listrænt samhengi, (að vísu hefur tehúsið líka listrænt gildi innan japanskrar hefðar). Hún sækir fyrirbærið til framandi menningar, rétt eins og listamenn gerðu á fyrri hluta síð- ustu aldar, þegar list frumstæðra þjóða var vinsælt viðfangsefni, þótt nálgun og viðhorf hafi verið önnur. Þessi skúlptúr Guðrúnar tengist einnig að vissu leyti listamönnum sem í list sinni hafa fengist við að skapa áhorfandanum rými í rýminu, listamenn á borð við Dan Graham, Hélio Oititica, Siah Armajani og fleiri, þó ekki sé um sömu markmið og áherslur að ræða. Þetta eru allt áhugaverðir snertifletir en mér sýnist viðfangsefni Guðrúnar fyrst og fremst vera spurningin um það hvað gerist þegar fyrirbæri eins og það sem hér er um að ræða er tekið úr upprunalegu umhverfi og fært í nýtt samhengi. Það kemur vel út að velja tehús, það minnir t.a.m. á vin- sældir ýmissa smáhýsa í görðum aðalsins frá átjándu öld, öld upplýs- ingarinnar, þegar aukin vitneskja um fjarlæg lönd barst til Evrópu. Dæmi um slíkan garð er t.d. Lise- lund-garðurinn á Mön í Danmörku þar sem má finna (fyrir utan höll- ina), kínverskt tehús, svissneskan og norskan fjallakofa, grískar rúst- ir, egypskan pýramída o.fl., auðvit- að allt eftirlíkingar. Án efa má finna ámóta fyrirbæri í Bretlandi, en fyrirmyndin kemur þaðan. Og þegar flett er upp á netinu kemur fram að japönsk tehús eru vinsælt garðskraut enn í dag. Hér er auð- vitað ekki um hið listræna sam- hengi að ræða sem er viðfangsefni Guðrúnar en listin er líka hluti af raunveruleikanum og það er ein- mitt sá snertiflötur sem er ekki síst áhugaverður við skoðun sýningar Guðrúnar hjá Sævari Karli, dansinn milli forms og innihalds, vestrænn- ar listasögu og japanskrar hefðar. Vestræn menning og japönsk hefð MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Guðrún Nielsen Til 17. nóvember. Opið á verslunartíma. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Nielsen: Dans milli forms og innihalds, vestrænnar listasögu og japanskrar hefðar. Ragna Sigurðardóttir Fréttir á SMS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttasíminn 904 1100 BENJAMIN BRITTEN the turn of the screw ef t i r 25 ára og yngri: 50% afsláttur af miða- verði í sal Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 4. nóv. kl. 20 - 4. sýning 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning 12. nóv. kl. 20 - 6. sýning - LOKASÝNING ATH! Aðeins þessar þrjár sýningar eftir www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning kl. 19.15 Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði. „Spennuhlaðið viðfangsefnið gerir sig bráðvel fyrir augu og eyru.” MORGUNBLAÐIÐ DV Stóra svið Salka Valka Fi 3/11 kl. 20 Blá kort Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Woyzeck Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Kalli á þakinu Su 6/11 kl. 14 UPPSELT Su 13/11 kl. 14 Su 20/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean 4/11 kl. 20 FRUMSÝNING Su 6/11 kl. 20 Su 13/11 kl. 20 Su20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar 5 sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fi 3/11 kl. 20 Fö 4/11 kl. 20 UPPSELT Lau 5/11 kl. 20 Fi 10/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20 Fö 18/11 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 6/11 kl. 20 UPPSELT Su 13/11 kl. 20 UPPSELT Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! Manntafl Lau 12/11 kl. 20 Fi 17/10 kl. 20 Fi 24/10 kl.20 Miðasala á netinu Einfalt og þægilegt er að kaupa leikhúsmiða á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is Þar er einnig að finna ým- san fróðleik um verkin sem sýnd verða í vetur. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Afmælistónleikar Seltjarnarnesbæjar Paul Hindemith ::: Symphonic Metamorphosis Antonio Vivaldi ::: Fagottkonsert í a-moll, F VIII, nr. 7 Antonin Dvorák ::: Messa í D-dúr op. 86 Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Rúnar Vilbergsson Einsöngvarar ::: Þóra Einarsdóttir, Sesselja Kristjáns- dóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Davíð Ólafsson Kór ::: Selkórinn undir stjórn Jóns Karls Einarssonar Sinfóníuhljómsveitin hyllir Seltjarnarnesbæ á 125 ára afmælinu ásamt glæsilegum hópi einsöngvara og einleikara me› fjölbreyttri efnisskrá, allt frá trúarlegum hátí›leika til gáskafullrar tónlistar frá 20. öld. afmælistónleikar í háskólabíói FIMMTUDAGINN 3. NÓVEMBER KL. 19.30 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 7 9 2 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup kl. 20 Fös 4. nóv. 7. kortas UPPSELT Lau 5. nóv 8. kortas. UPPSELT Lau 5. nóv. kl. 23.30 UPPSELT Sun 6. nóv. örfá sæti AUKASÝN. Lau 12. nóv. kl. 21. 9. kortas. UPPSELT Fim. 17.nóv. Í sölu núna AUKASÝN. Fös. 18.nóv Örfá sæti Lau. 19.nóv kl. 19 UPPSELT Lau. 19.nóv kl. 22 Örfá sæti AUKASÝN. Sun. 20.nóv AUKASÝN. UPPSELT Fös. 25.nóv. Í sölu núna Miðasala opin kl. 13-17 Helgarferðir til Akureyrar 15. SÝN. FÖS. 04. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 16. SÝN. LAU. 05. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 17. SÝN. FÖS. 11. NÓV. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 18. SÝN. FÖS. 18. NÓV. kl. 20 19. SÝN. LAU. 19. NÓV. kl. 20 20. SÝN. FÖS. 25. NÓV. kl. 20 21. SÝN. LAU. 26. NÓV. kl. 20 Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Næstu sýningar Lau. 5. nóvember kl. 20 uppselt Fös. 11. nóvember kl. 20 uppselt AUKASÝNINGAR KOMNAR Í SÖLU 18. nóv og 25. nóv Geisladiskurinn er kominn! eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN  - DV Fim. 3/11 kl. 19 Sun. 13/11 kl. 14 Miðasala í síma 551 4700 alla daga frá kl. 13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI www.annie.is • www.midi.is Síðustu sýningar Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið fj l l t r tt l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.