Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 49 MENNING MÁLIÐMOGGANUM Á MORGUNMÁLI Ð FYLGIR MEÐ ARI ALEX ANDER Í BORG EN GLANNA GARGAND I SNILLD T IL HOLLYW OOD ÞEIR Scriabin og Rachmaninoff voru skólabræður í Tónlistarháskól- anum í Moskvu og þótti sá fyrrnefndi bera af. Ekki var að heyra það á tón- leikum tveggja píanóleikara í Salnum á laugardaginn; Rachmaninoff var óneitanlega skemmtilegri en Scriab- in. En það var ekkert skrýtið; Fant- asía fyrir tvö píanó eftir Scriabin er óþroskað æskuverk sem er eiginlega aldrei flutt; seinni svítan og Sinfón- ískir dansar eftir Rachmaninoff eru hinsvegar tónsmíðar eftir fullmótað tónskáld. Auk þess var Scriabin ekki nærri því eins vel spilaður. Píanóleikararnir tveir sem léku Scriabin og Rachmaninoff – og líka Stravinsky – voru þeir Vovka Stefán Ashkenazy og Vassilis Tsabropoulos, en þeir munu hafa starfað saman um nokkurt skeið. Þeir hófu tónleikana á Fantasíu Scriabins og einkenndist flutningurinn af dálítilli ónákvæmni, auk þess sem túlkunin var óþarflega varfærnisleg. Næsta atriði efnisskrárinnar, Sin- fónískir dansar eftir Rachmaninoff, sem einnig er til í hljómsveitarbún- ingi, kom mun betur út; túlkunin var full af dramatískum andstæðum og tæknileg atriði voru á hreinu þó ásláttur Vovka hafi verið heldur hörkulegur á tímabili. Sinfónísku dansarnir voru fluttir af tónskáldinu og vini hans Vladimir Horowitz í einkasamkvæmi í júlí 1942. Runólfur Þórðarson segir frá því í ágætum texta í tónleikaskránni og upplýsir að hann hefði viljað vera fluga á vegg í því samkvæmi, enda þeir Rachmaninoff og Horowitz tveir af mestu píanóleikurum sögunnar. Ég hefði gjarnan viljað vera önnur fluga á sama vegg! Eftir hlé var fyrst á dagskrá Svíta nr. 2 eftir Rachmaninoff, sem var samin um svipað leyti og annar píanókonsertinn, eitt ástsælasta tón- verk sögunnar. Nú kvað við annan tón; leikur Vovka var mýkri og hljómfegurri, Tsabropoulos var öruggur á sínu og var útkoman fram- úrskarandi góð. Sömu sögu er að segja um Vorblót Stravinskys, þó óneitanlega sé hljómsveitarútgáfan miklu litríkari og skemmtilegri; leikurinn var mark- viss og greinilega úthugsaður og var útkoman unaðsleg áheyrnar svo langt sem hún náði. Þess má geta að það var tónskáldið sjálft sem gerði píanóútsetninguna, en hún kom út átta árum á undan hljómsveitarútgáfunni. Eins og kunnugt er olli frumflutningur verksins í París árið 1913 slags- málum; sem betur fer varð ekkert uppþot á tónleikunum á laugardag- inn. Píanóleikurunum var þvert á móti ákaflega vel fagnað; vonandi koma þeir hingað aftur í nánustu framtíð. Vorblót tveggja píanóleikara TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónsmíðar fyrir tvö píanó eftir Scriabin, Rachmaninoff og Stravinsky. Flytjendur voru Vassilis Tsabropoulos og Vovka Stefán Ashkenazy. Laugardagur 29. október. Píanótónleikar Jónas Sen Seltjarnarnesbær fagnar 125ára afmæli sínu á þessu ári,og verða tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands annað kvöld helgaðir afmælinu. Fjöldi glæsi- legra listamanna kemur fram á tón- leikunum, Rúnar Vilbergsson leik- ur fagottkonsert eftir Vivaldi, og Selkórinn, Davíð Ólafsson bassi, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Þóra Einarsdóttir sópran, syngja Messu í D-dúr eftir Dvorák. Jón Karl Einarsson er stjórnandi Selkórsins, og segir hann kórinn hafa æft upp Messu Dvoráks fyrir tveimur árum. „Messan er samin fyrir orgel og blandaðan kór, og því var hún þægileg fyrir okkur – við þurftum þá hvorki að kaupa okkur einsöngvara né hljómsveit. Við fluttum þetta upp á eigin spýtur þá. En ég átti reyndar líka hljómsveit- argerð verksins og datt í hug í framhaldinu, að við gætum ef til vill gert þetta skikkanlega líka með al- vöru hljómsveit. Við biðluðum til Sinfóníuhljómsveitarinnar og var tekið afskaplega vel. Við höfðum þá tvívegis sungið með hljómsveitinni í samstarfi við Söngsveitina Fíl- harmóníu, bæði í frumflutningi á Immanúel eftir Þorkel Sigurbjörns- son, og Sálumessu Mozarts, en í bæði skiptin stjórnaði Bernharður Wilkinson. Bernhaður þekkti því kórinn okkar og var viss um að við réðum við þetta ein með hljómsveit- inni. Þar með var þetta ákveðið. Þresti Ólafssyni, framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar, fannst kjörið að tengja flutninginn ein- hverjum viðburði í sögu Seltjarn- arness, enda styrkir bærinn starf hljómsveitarinnar. Á laugardaginn verða liðin 125 ár frá því fyrsti hreppsnefndarfundur var haldinn á Seltjarnarnesi, og því lá það beint við að tengja tónleikana þeim tíma- mótum.“    Það er nefnilega það …“ segirJón Karl og hlær, þegar hann er spurður um þýðingu þess fyrir lítinn kór í litlu sveitarfélagi að syngja með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. „Það er alveg ótrúlegt að þetta lítill kór skuli fá svona tæki- færi. Það er auðvitað því að þakka að Seltjarnarnes styrkir hljómsveit- ina – alveg pottþétt.“ En Selkórinn verður ekki jafn „lítill“ og endranær á tónleikunum annað kvöld, því augljóst var að það þyrfti að fjölga söngvurum til að verkið kæmi sem best út með hljómsveitinni. Til greina kom að fá annan kór til samstarfs, eða að leita eftir vönu kórfólki úr öðrum kór- um. En Selkórinn kaus að reyna al- veg nýja leið – einstaklega áhuga- verða. „Kórfólkið sjálft á margt krakka sem hafa verið lengi í tónlistarnámi á Nesinu, spilað í lúðrasveitinni og ferðast um heiminn vítt og breitt með hljómsveitinni í tónlistarskól- anum okkar. Þetta eru krakkar sem eru fluglæsir á nótur og með fínar raddir. Við erum 84 núna, og fjölguðum okkur að verulegu leyti með afkomendum kórfélaganna sjálfra, sem er ennþá skemmti- legra. Það er alveg frábært að sjá foreldra og börn hlið við hlið í kórnum, og sjálfur ætla ég að standa mitt á milli strákanna minna og syngja með. Þeir hafa ekki sung- ið áður í kór – jú reyndar einn þeirra, en aldrei með sinfón- íuhljómsveit. Fyrir þá er þetta stór upplifun, eins og fyrir alla þá krakka sem elta foreldra sína til þessa áhugastarfs. Þetta hefur upp- eldislegt gildi líka.“ Jón Karl segir tilhlökkunina í kórnum mikla og að allar þessar ungu björtu raddir í bland við hinar þroskaðri gefi kórnum skemmti- legan, nýjan hljóm.    Leiðandi fagottleikari Sinfón-íuhljómsveitar Íslands, Rúnar Vilbergsson, er eldri en tvævetur í sínu fagi, en hann leikur einleik í fyrsta verkinu á efnisskrá hljóm- sveitarinnar annað kvöld, Konsert í a-moll RV 497 fyrir fagott og hljómsveit eftir Vivaldi. Auk þess að hafa blásið með Hinum íslenska þursaflokki um árabil hefur hann leikið í hljómsveit Íslensku óper- unnar og Kammersveit Reykjavík- ur svo eitthvað sé nefnt. Þriðja verkið á efnisskránni eru Sinfón- ískar umbreytingar eftir Paul Hindemith á stefjum eftir Carl Maria von Weber. Hljómsveitar- stjóri á tónleikunum er sem fyrr segir Bernharður Wilkinson. Tónlistaruppeldi í lagi Morgunblaðið/Þorkell Jón Karl Einarsson, kórstjóri Selkórsins, bar höfuðið hátt á æfingu á Messu eftir Dvorák með kór sínum og Sinfóníuhljómsveitinni í gær. ’„Það er alveg frábærtað sjá foreldra og börn hlið við hlið í kórnum, og sjálfur ætla ég að standa mitt á milli strákanna minna og syngja með.“‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.