Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 2
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 23. september 1970 NASSER FELL I VALENN í GÆR Nasser forsetl Egyptalands Ihugar taflstöSuna, aS þessu slnnl á skákborS- Inu en ekki i refskák stjórnmálanna. NTB—Karíó, mánlidag. Camal Abdel Nasser, forseti Egyptalands, lézt skyndilega og óvænt í dag eftir að hafa fengið hjartaslag. Tilkynnt var um dauða forsetans í Kairó-útvarpinu um kl. 8 í kvöld að íslenzkum tíma. Það var varaforseti LanMsins, Sabat, sem tilkynnti þjóð sinni þessi tíð- indi, sem komu tæpum sólarhring eftir að Nasser vann þann sigur, að koma á sáttum milli Husseins Jórdasníukoniungs og Yasser Arafat, leiðtoga skæruliða, á fundi æðstu manna Arabaríkjanna i Kairó. Með Nasser er fallinn í valinn vinsælasti og áhrifamesti leiðtogi Araba. Nasser varð 62 ára að áldri. Hann lézt kl. 18.15 að egypzkum tíma. Nokkru áður haRii hann fundið til lasleika, er hann var viðstaddur lokahóf fundar æðstu manna Arabaríkjanna, og lézt skörnmu síðar að sögn varaforset-. ans. Fréttin um fráfall Nassers kom sem þruma úr heiðskíru lofti yf- ir egypzku þjóðina og allar Araba- þjóðir. Stjórnmálasérfræðingar í Mið-Austuri'öndum segja, að frá- fall hans muni hafa víðtækar póli- tískar afleiðingar í Egyptalandi og Mið-Austurlöndum öðrum. Er full yrt, að enginn egypzkur stjórnmála maður sé í þeirri stöðu, að teljast eðlilegur arftaki Nassers, en vara- forsetinn tekur við forsetaembætt- inu til bráðabirgða. Kairó-útvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, hætti þegar sendingum fyrirfram ákveðinna dagskrárliða og á eftir tilkynningunni um frá- fall Nassers fylgdi upplestur úr Framhald á bls. 14. 600 gestir í Ásmundarsal Um 600 manns hafa nú séS sýningar þeirra Ragnars Kjartanssonar og Gunnars Bjarnasonar í Ásmundarsal við Freyjugötu. Ragnar hefur selt 13 skúlptúr-myndir og Gunnar 16 olíumálverk. Sýningin verður opin alla daga til 1. október frá kl. 2—10. HAGSTÆÐUR VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR EJ—Reykjavík, mánudag. Hagstofa íslands hefur birt txráðabirgðatölur um verðmæti út- fiutnings og innflutnings í ágúst MESTI LEIÐTOGIARABA Ctemal Abdel Nasser, forseti Egyptalands, var yinsaelasti og valdamesti stjórnmálaleiðtogi Ar- aba á síðari tímum — og um leið sá umdeildiasti. Hann var sameiningartákn þar sem sund- urlyndi er regla fremur en und- anteikning, og þar sem „bræður“ berast á banaspjótum. Honum tókst enn einu sinni að stilla til friðar og koma á sáttum, a. m. k. í bili, skömmu fyrir andlát sitt. Að honum föllnum er leitun að arabiskum stjórnmálaleiðtoga. sem getur tekið við forys-tuhlutverki því sem Nasser gegndi um langt áirabil. Nasser var sonur skrifstofu- manns. 35 ára að aldri gerði hann stjórnarbyltingu í landi sínu og tók völdin. Hann reyndi eftir megni að fara milliveg milli aust- urs og vesturs — báði aðstoð frá Sovétríkjunum og Bandaríkhinum, en reyndj að vera hvorugum háð- ur um of. Heima fyirir gerði hann land sitt að sósíalistísku ríki, og lagði áherzlu á félaglegar umbætur og iðnvæðingu sem lausn Egypta- lands frá aldargamalli fátækt. Hann innblés þjóð sinni sjálfsvirð- ingu og b.ióðarstolti eftir margra elda erlenda kúgun. Meðal landsmanna sinna og annarra Araba var hann dýrk- aður. Meðal arabískra konunga og annarra leiðtoga, sem fylgdu, að hans áliti. fornaldarlegu stjórn J ríkja bæði um þær aðgerðir og airfari, var litið á hann sem hættu- j svo margt annað á sínurn póli- legan ríkjandi skipulagi. Og leið-1 tíska ferli. togar og þjóðir í austri og vestri! Hann náði miklum árangri á litu á hann bæði með varúð og I mörgum sviðum, en beið einnig tortiryggni en jafnfraim't aðdáun, i mikla ósigra. er þeir sáu hann leika Tínudans! Nasser fæddist 15. janúar 1918 arabískra stjórnmála á aðdáunar- j í Alexandríu og var elstur þriggja verðan hátt. | bræðra. Hann missti móður sína Sumir töldu Nasser tákn þeirra' 8 ára og hafði það mikil áhrif á nýju afia hins svonefnda þriðja hann, hann varð einræjin, við- i heims, sem börðust fyrir sjálf-1 kvæmur og oft þungt hugsandi. | stæði og áhrifum þeirra þjóða, 1 Um það jeyti var hann sendur í J sem áður voru kúgaðar nýlendur > skóia i Kairó, og á skólaárunum erlendra stórvelda. Aðrir töldu hann lýðskrumara, sem hefði þá löngun æðsta að berjast við ísra- elsmenn og fella ríkisstjórnir, sem ekki voru honum að skapi. Og enn aðrir töldu Nasser snjail- an, en tækifærissinnaðan leiðtoga, sem hefði pólitíska snilldargáfu. Nasser hafði útslitaáhrif á flesta stóraitburði síðari áratuga í Egyptalandi og Mið-Austurlönd- um almennt. Hann kom egypzka konungaveldinu á kné, fékk brezkt herlið til að yfirgefa Egyptaland eftir 74 ára hernám, þjóðnýtti Suez-skurðinn, styrkti her lands síns með sovézkum vopnum af nýjustu gerð, barðist gegn ísra- eismönnum, Frökkum og Englend- ingum, er þeir gerðu innrásina 1956, átti verulega sök á sex-daga- stríðinu, féllst á friðartillögur Bandaríkjamanna fyrir Skömmu og barðist ákaft fyrir einingu Araba- stjórnaði hann mótmælaaðgerðum stúdenta gegn brezka hernáms- liðinu. Hann hafði ör á enni, og var það eftir sár er hann hlaut í átökum við egypzk- an lögreglumann í einni mótmæla- aðgerðinni, sem hann stjórnaði. Hann féfck inngöngu í herskóla iandsins 1937, þá 19 ára, og útskrif- aðist sem liðsforingi í landgöngu- liðinu 1. júlí 1938. Hann var send ur til herstöðvar í Suður-Egypta- landi og hóf þegar undirbúning að byltingu hersins. Hann hvatti meðliðsforingja sína óspart til að gera heilaga skyldu sína og fella hina spjlltu valdhafa. Hóf hann þá þegar að leita að, þjálfa og æfa þá menn, sem stóðu með hon uim að hyltingunni 15 árum síðar. í síðari herstyrjöld var Nasser með her lands síns fyirst í Alex- andríu en siðan í Súdan og við E1 Alamein, þar sem hin fræga eyðimerkurorusta var háð. Hann var árið 1942 gerður að kapteini og um leið að kennara við her- skólann [ Kaiiró. Á næstu árum stofnaði hann ásamt öðrum ung- um 'liðsforingjum samtök „Frjálsra liðsforingja", sem voru kjarninn í byltingarliði hans síðar. Hann efldi þau samtök, sem voru leyni- leg, næstu árin eða fram til þess dags er styrjöldin í Palestínu hófst árið 1948. Nasser tók þátt í styrjöldinni í Palestínu og var sæmcíur hciðurs- merkjum fyrir vaska framgöngu. Að styrjöldinni lokinni hélt hann áfram að efla samtök sín og í júlí 1952 tók hann og stuðningsmenn hans völdin í landinm. Fyrstu árin átti Nasser í valda- átökum við ýmsa af þeim, sem stóðu að byltingunni með honum. en tókst að sigrast á andstæðing- um sínum. En árið 1954 var hann endan- lega orðinn ofan á og hinn eini raunverulegi valdhafi í landinu, og var hann það til dauðadags. I utanríkismálum varð Nasser fljótlega leiðtogi rótækari afla meðal Araba, og í alþjóðamálum varð hann ásamt Titó og Nehru leiðtogi hinna svonefndu hlut- lausu þjóða heimsins. Nasser kvæntist árið 1944 Tahia Kazem, dóttur tekaupmanns. Þau eignuðust fimm börn, tvær dætur og þrjá syni. — E.J. 1970. Vöruskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 146 milliónir króna, en var hagstæður um 72,1 milljón ir í sarna mánuði 1969. í heild hefur vöruskiptajöfnuðurinn ver- ið hagstæður um 528.4 milljónir fyrstu átta mánuði ársins. Aðalfimdur Nemenda- sambandsins Aðalfundur nemendasambands Samvinnuskólans fyrir árið 1970, verður haldinn á laugardaginn kemur í Glaumbæ, uppi og hefst kl. 3 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Skoðanakönnun Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi EJ—Reykjavík. mánudag. Úrslit í skoðanakönnun Sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi, sem fram fór um helgina, voru þau, að Matthías A. Mathie- sen lenti í 1. sæti með 2650 at- kvæði, en Oddur Ólafsson. lækn- ir, í öðru sæti með 2000 atkvæði. F>- sagt, að könnunin sé bindandi varðandi þessi tvö sæti vegna at- kvæðamagns. í þriðja sæti kom Ólafur G. Ein- arsson, sveitarstjóri i Garðahreppi. í fjórða sæti varð Axel Jónsson í Kópavogi, sem nú situr á Al- þingi í sæti Péturs Benediktsson- ar, sem lézt á yfirstandandi kjör- tim'abili. Næstir komu Ingvar Jóhanns- son. framkvæmdastjóri í Kefla- vík með 1147 atkvæði og Bene- dikt Sveinsson, með 1146 atkvæði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.