Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 14
14 PREST KOSNING í GrensásprestakaHi í Reykjavík. Prestskosning fer fram í Grensásprestakalli, sunnudaginn 4. október n.k. Kosið verður í hinu væntanlega safnaðarheimili sóknarinnar (nýbygg- ing á Háaleitishæð), og hefst kosning kl. 10 árd. og lýkur kl. 7 síðdegis. Innan Grensásprestakalls eru eftirtaldar götur; Ármúli, Brekkugerði, Bústaðavegur, Bústaðabl. 3, 7 og 23, Bústaðavegur, Fossvogsbl. 30—31 og 39—55, Bústaðavegur, Sogamýrarblettur, Fells- múli, Fossvogsvegur, Fossvogsbl. 2—5 og 12—14, Grensásvegur 3—44 og 52—60, Háaleitisbraut, Háaleitisvegur, Sogamýrarblettur, Heiðargerði, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Klifvegur, Fossvogsbl., Reykjanesbraut, Garðshorn, Hjarðarholt, Kirkju- hvoll, Leynimýri, Rauðahús, Sólbakki, Sólland og Stapar, Safamýri, öll stök númer, Seljalandsvegur, Síðumúli, Skálagerði, Sléttuvegur, Fossvogsblettur, Sogavegur 15, Stóragerði, Suðurlandsbraut, Her- skólakamp, Hús nr. 57—123 og Múlakamp, Voga- land. — Það eru eindregin tilmæli sóknarnefndar- innar, að þátttaka í kosningunni verði sem mest og almennust. Safnaðarheimilið verður til sýnis þennan dag og merki seld til ágóða fyrir bygginguna. Reykjavík, 28. september 1970. Sóknarnefnd Grensásprestakalls, Reykjavík. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlegar þakkir vil ég flytja sveitungum mínum, vinum og vandamönnum, fjær og nær, sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 11. september 1970. Guð blessi ykkur öll. Anna Sigurjónsdóttir, Borðeyri. Maðurlnn minn Bjarni Jensson, flugstjóri andaSist 26. september s.l. Halldóra Áskelsdóttir. Móðir mín Ásrún Jörgensdóttir frá Krossavík andaðist þann 27. september. F.h. systra minna og annarra vandamanna, Elín Ólafsdóttir. Maðunnn minn, faðlr, tengdafaðir og afl Valdimar Hafliðason, húsasmíðameistari, SörlaskjólI 50, verður jarðsunginn 30. september kl. 1,30 frá Nesklrkju. Þeir sem vildu minnast hins látna, eru vinsamlega beðnir að láta Hjarta- vernd njóta þess. Ljósunn Jónasdóttir. Faðlr okkar, Karl Einarsson, fyrrverandi bæjarfógeti, sem lért 24. þ. m., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju 1. október kl. 3 e. h Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti Slysavarnafélag ís- lands njóta þess. Jónas Karlsson, Stefán Karlsson, Pálína K. Norðdal. tIminm kRIÐJUDAGUR 23. september 1970 HARÐÆRISNEFND: Leggur ekki til, að ung- fénaði á öskufallssvæðum verði slátrað fremur venju EJ—Reykjavík, mánudag. Harðærisnefnd hefur, eftir sam ráði við yfirdýralæknir tilkynnt, að hún sjái ekkj ástæðu til þess að leggja til við bændur á ösku- fallssvæðunum, að þeir slátri ung fénaði sínum fremur venju. Þette kemur fram í tilkynningu frá nefndinni, en þar segir m. a„ að 7. september hafi nefndin leit að eftir áliti yfirdýralæknis á því, hvort óhætt muni verða að setja á í baust lömb og vetur- gamalt fé á öskufallsvæðunum. Svar hefur borizt frá yfirdýra- lækni, og fer hér á eftir kafli úr því: „Þessari spurningu verður seint svarað almennt af eftirgreindum ástæðum. Það magn, sem hver einstök skepna þolir, er mjög mismikið þó fóðrun og aöbúð sé hin sama. Meðferð fjárins á ösku svæðunum hefur væntanlega á liðnu vori verið á jafn marga mis- Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. heildargjaldeyristekjunum, og í pésanum „Viðreisn" scm gef in var út í ársbyrjun 1960 segir svo: „Áætla má að á árunum 1959 —1963 muni ^ g:*ei'ðslubyrðin ncma um 10% áf heildargjald- eyristekjum þjóðarinnar. Þetta er mjög þung greiðslubyrði, og að öllum líkindum þyngri en í nokkru öðru landi að einu und- anteknu." Árin 1968 var grciðslubyrð- in 15.1%. ÁHð 1969 var greiðslubyrð- in 16,9%. Þannig er hin tölulega saga uin það hvernig Viðreisnar- mönnum hefur tekizt að fram- kvæma höfuðstefnumál sitt: að lækka érlendu skuldirnar og lækka greiðslubyrði þjóðar- innar, sem sögð var geigvænleg og stefna fjárhagslegu sjálf- stæðí þjóðarinnar í voða. TK Skólakerfið Framhald af bls. 16. efnis, að fræðslumálastjórnin láti fara fram allsherjar úttekt á skóla málum dreifbýlisins og sameigin- legt stórátak verði nú þegar gert til að brúa hið mikla bil, sem nú er á möguleikum nemenda í þótt- býli og dreifbýli, til náms og kennslu. Skorar fundurinn á skóla nefndir, sveitarstjórnir og ríkis- valdið, að taka mál þetta föstum tökum, og gera varanlegar úrbæt- ur. Fundurinn telur óhæfu að skóiaskyldu hefur enn ekki verið komið á í landinu, eins og lög gcra ráð fyrir. Þá leggur fundurinn áherzlu á. að Kennaraskólinn verði starfrækt ur til að útskrifa kennara, en taki ekki að sér að monnta aðra en þá. sem ætla að gera kennslu að ævistarfi. Eðlilegt væri að þeir sem ætla að stunda önnur störf, fari í menntaskólana eða aðrar þær kennslustofnanir, sem þeim hentar. e:i dýnnætu plássi Kenn araskólans og starfskröftum verði ekki eytt til að mennta fólk. sem ekki ætlar sér að stunda kennslu munandi vegu og bæir innan svæðanna eru margir. Þá var mengun á beitilöndum innan svæðisins mjög mismikLl. og meng un stóð mislengi. Hefur það og áhrif á heilbrigði fjárins er frá ifðuir. * Af þeim efnagreiningum á grasi og heyi, sem fyrir liggja, má telja líklegt, að þar sem hægt var að hiífa lömbum og gemling- um við ösku fyrstu vikurnar eftir gosið, muni varanlegar skemmd- ir ekki koma fram, því tími sá sem það fé Jifði á mjög fluor- menguðu grasi var tiltöliulega stuttur, og því var forðað frá mesta fluormagninu. Þar sem fé hinsvegar var látið sjálfrátt að mestu og þurfti frá byrjun goss að lifa á mjög fluormenguðu grasi, má búast við að tann skemmdir geti komið fram síð- ar. Sama máli gegnir um tryppi og snemmköstuð folöld. Nasser Kóraninum. Fréttin um dauða Nassers fór sem eldur í sinu um höfuðborgina, og fólk hópað- ist saman á götum úti og hvíldi sorgardrungi yfir öflu. Lengi hefur verið vitað, að Nasser var heilsuveill, og við það bættist sí'ðustu árin að hann hafði gífurlega mikið að gera, og hver stórdeilan tók við af annarri, sem hann þurfti að glírna við. Síðustu árin hefur hann oft farið til So-vét- ríkjanna til þess að fá læknisað- stoð í sovézkum sjúkrahúsum. Til'kynnt hefur verið að þjóðar- sorg muni ríkja í Egyptalandi í 40 daga, en útför Nassers verður gerð á fimmtudag. Önnur Araba- ríki munu einnig tilkynna þjóðar sorg i 40 daga, að því er talið er, en i Jórdaníu og Sýrlandi hafði það þegar verið tilkynnt í kvöld. Fréttin um dauða Nassers kom mjög á óvart viða um heim, og er mikið um það rætt hvaða áhrif fráfall hans muni hafa á friðar- viðræðurnar milli fsraelsmanna og Araba og vopnahléð í Mið-austur löndum. í Washington er t.d. ótt- azt, að dauði hans muni auka á deilurnar milli Araba 0o ísraels- manna, þar sem áhrif Nassers hafi ráðið mestu um, að vopna- 'iléð komst á og viðræðurnar und ir stjórn Jarrings hófust. Richard Nixon, Bandaríkjafor- esti, sem var í dag um horð í flugvélamóðurskipinu Saratoga í Miðjarðarhafi, sagði að með Nass er væri failinn einn helzti leið- togi Araba Væri fréttin um fall hans mÍKÍð áfall, og heimurinn hefði misst arabiskan leiðtoga, sem unnið hefði sleitulaust fyrir land sitt og fyrir málstað Araha. Ýmsir aðrir þjóðarleiðtogar hafa látið í ljósi hryggð yfir frá- falli Nassers. Turninn — Þetta tjón skiptir hundr- uðum þúsunda. sagði Helgi. — Þetta var allt ótryggt, en von- andi verður heyið ekki ónýtt. þótt i því sé talsvert af stein- salla. Rústirr.ar voru hreinsað- ar í gærkvöldi, og við erum húnir a.l Koma heyinu fyrir annars staðar. f nágrenni Heklu, þar sem þrá faldlega varð vart við örfínt ösku fall, eftir a® fyrstu goshrinu lauk, má einnig búast við að ungt fé verði hart úti. Heysýnishorn, sem mæld hafa verið, gefa til kynna að ástæðu- laust er að ætla að hey hafi nein veruleg áhrif á hreysti búfjár í vetur. Þær fáu fluormælingar á beinum sem nú liggja fyrir benda ekki til að hætta verði á varanlegium skemmdum á tönnum í ungu fé. Eins og eðli þessara fluoreitr- ana er háttað er mjög erfitt og ég vil telja ógerlegt að gefa ákveð ið og óyggjandi almennt svar við spurningu Harðærisnefndar.“ Einnig hefur yfirdýralæknir flutt útvarpserindi um þetta efni til leiðbeininga fyrir bændur. Með ttlvísun til þessa álits yfirdýiralæknis sér Harðærisnefnd ekki ástæðu til þess að leggja til að bændur á öskufallsvæðun um slátri ungfénaði sínum frem ur venju. Nefndin vill þó benda bændum á að taka í þessu efni tillit til ráí/.'gginga yfirdýra- læknis. Leiðakerfið Framhald af bls. 16. stöð SVR á Hlesnmi. Verð hensar er, eins og fyr segir, kr. 10,00 og verður hyrjað að selja hana á morgun, þriðjudag. Til þess að ráða bót á því, aS strætisvagn nemi staðar á einum viðkomustaða sinna að óþörfu, hefur nú, til þess að greiða fyrir ferðum þeirra, verið ákveðin sú tilhögun, að farþegi á viðkomu- stað, sem óskar að strætisvagn nemi staðar, gefi vagnstjóra merki um það með því að rétta fram hönd. Þarf farþeginn að gera þetta greinilega og í tæka tíð, svo að vagnstjórinn hafi ráðrúm til þess að stöðva vagninn. — Tekur þessi tilhögun gildi 1. okt. en ekki verður þó tilhögunin tekin föstum tökum fyrst am sinn, að því er kom fram á blaðamanna- fundi hjá SVR í dag, enda þarf að merkja stærisvagnana betur, svo að þetta fyrirkomulag beri sem beztan árangur. Þá verður frá og með mánaða- mótum hætt að selja 16 miða á 103 kr. Geta farþegar eftirleiðis fengið kort á kr. 200,00 og kr. 50,00. Ekki verður þó um neina hækkun á fargjöldum að ræða, og hækkun ekki væritanleg á næst- unni. Fyrstu átta mánuði þessa árs nam farþegaaukningin hjá SVR 6%, borið saman við sama tíma- bil í fyrra, en frá 1962 til þessa árs var stöðug fækkun á far- þegum hjá SVR. Að lokum skai þess getið, að nýju vag.iarnir fimm, sem SVR kaupir í Þýzkalandi, koma hingað í desember, og einnig eru fimm vagnar aðrir væntanlegir til landsins að vori. IJR OG SKARTGRIPIR- KORNELÍUS JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTÍG8 BANKASTRÆTI6 ^•»18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.