Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 12
12 í Bacardikeppninni, sem fram fór á laugardaginn h.já GR, fóru leikar þannig, að Svcrrir Nor land sigraði með 52 höggum nettó (70e-18). í öðru sæti varð Sigrún Sigurðardóttir með 54 högg nettó (78h-24). Leiknar vöru 12 holur. Nýliðakeppni GR lauk á sunnu- daginn 27. sept., með sigri Einars Matthíassonar, en lokakeppnin stóð milli hans og Gunnars Ólafs- sonar, sem sigraði í undirbúnings- keppninni. Einar vann aneð 3/2. Opin fceppni var háð á Grafar- holtsvelli á sunnudaginn, og voru leiknar 18 holur með forgjöf. Sig- urveigari varð Kristinn Bergþórs- son GR, með 65 högg nettó (87— 22). í öðru sæti varð Óskar Sæ- mundsson GR á 70 höiggum nettó (89—18), en jafnir í 3. og 4. sæti urðu Sverrir Norland GR og Grímur Thorarensen, Keili. með 71 högg nettó, en Sverrir hlaut þriðju verðlaun með hlutfcesti. Um næslu helgi verður Bænda- glíma GR háð á Grafholtsveni. Fyrsta opna golfkeppnin, sem haldin er á hinum nýja golfvelli að Laxnesi í Mosfellss>veit fór fram á sunnudaginn, O'g voru leikn ar 12 holur. Úrslit urðu þessi: 1. Burt Hanson, GN 51 högg nettó. 2. Konráð Bjarnason, GN 52 högg. 3. Sigurður Þ. Guðmundsson, GN 54 högg. Veitt voru þrenn vegleg verð- laun gefin af AGFA umboðinu á fslandi, veglegur silfurbikar í I. verðlaun og myndavélar í 2. og 3. verðlaun. Til íþróttasiðu Tímans. — Vild- uð þið gjöra svo vel að birta þetta bréf í „Pósthólfi íþróttamamna". Það er þannig að mér finnst oft bera á því, að það sé gengið fram hjá góðum íþróttamönnum úti á landi. Þar sem ég bý, undruðust marg- ir yfir því að fyrirliði fyrir einu af yngsta liði á landinu, 3. deildar liðs U.M.F. Stjörnunnar í Garða- hreppi, skyldi ekki vera valinn til æfinga hjá unglingalandsliðinu í knattspyrnu. Leikmaður þessi er 18 ára gam- all, en hann varð fyrirliði meistara flokks aðeins 17 ára. Hann hefur vakið mikla athygli þeirra, sem fylgjast með 3. deildar knatt- spyrnu, fyrir gó(ða knattspyrnu og fyrir mjög prúðan og drengilegan leik bæði innan val.'ar og utan. Mér finnst að Garðahreppur sé ekki það langt fyrir utan bæinn, a<5 þessir háu herrar hefðu getað stanzað í Garðahreppi, þegar áð- urnefnt félag hefur verið að spila í mfl. og 2. fl. Með fyrirfram þökk. BEREC. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÞRlöJUDAGUR 23. september 192ð Jafnvel ljósið gafst upp — á fyrsta leikkvöldi Reykjavíkurmótsins í handknattleik Ilinar fáu hræður, scm komu til að horfa á fyrstu leikina í Reykjavíkurmótinu í handknatt- leik á sunnudaginn í Laugardals- höllinni — höfðu orð á því að íafnvel ljósinu í höllinni þættu leikirnir svo slakir, og handbolt- j inn lélegur sem þar var sýndur, J að þau ncnutu ekki að lýsa á þá — en það skeði á þessum fyrsta degi mótsins að nær tveggja tíma < bið varð um daginn, er yngri ' ílokkamir léku, þcgar nær öll Ijósin fóru af. og svo aftur um kvöldið þegar hinir eldri voru að leika, og varð þá aftur nokkur töf. Vægast sagt voru leifcir hinna eldri slakir og lítið í þá varið hvað handknattleik snertir. Að vísu voru þeir nokkuð spennandi undir lokin, enda mjótt á munura, en handknattleikurinn, sem sýnd- ur var, var þræl leiðinlegur, og fúll í meira lagi. Fyrst léku ÍR og Ármann, og skeði þar fátt markvert. ÍR-ing- ar tóku forustuna í upphafi, og héldu henni til leiksloka, og sigr- uðu 16:15. Næst léku Valur og Víkingur, og var það heldur þunnur leikur. nema undir lokin. Þegar 1 mín var til leiksloka, hafði Víkingur eitt mark yfir 10:9, en Bergur Guðnason jafnaði fyrir Val úr vítakasti. Valsmenn náðu síðan knettinum af Víkingum þegar I nokkrar sekúndur voru eftir og ! voru að skora mark er flauta tíma I varðarins gall við. Var það held- ur súrt fyrir Valsmenn því þegar Ijósin fóru af, gáfu dómararnir, tím'averðinum bendingu um að stöðva klukkuna, en hann sá það ekki strax, og gekk því klukkan í nokkrar sekúndur, en þær hefðu nægt Valsmönnum j þessum leik, af þeim hefði verið bætt við. Síðasti leikur fcvöldsins var á milli KR og Þróttar, og lauk honum með naumum sigri lélegs KR liðs' gegn ungu íiði Þróttar 15:13, en KR komst í 15:5 í byrj- un síðari hálflciks. LQKASTAÐAN í 1. DEILD Lokastaðan j 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu 1970: IA 14 8 4 2 24:15 20 Fram 14 8 0 6 28:19 16 ÍBK 14 7 2 5 18:15 16 KR 14 5 4 5 18:16 14 Valur 14 5 4 5 23:24 14 ÍBA 14 4 5 5 32:30 13 ÍBV 14 6 1 7 20:25 13 Víkingur 14 3 0 11 18:37 6 Markhæstu menn: Hermann Gunnarsson, ÍBA 14 Ki-istinn Jörundsson, Fram 10 Haraldur Júlíusson. ÍBy 8 Guðjón Gúðmundsson, ÍA 7 Friðrik Ragnarsson, ÍBK 7 Ingi Björn Albertsson, Val 6 Hafliði Pétursson, Víking 6 Teitur Þórðarson, ÍA 6 Eirikur Þorsteinsson, Víking 5 Eyleifur Ilafsteinsson, ÍA 5 Sigmar Pálmason, ÍBV 5 Alexander Jóhannesson, Val 5 Kári Árnason, ÍBA 5 Ásgeir Elíasson. Fram 5 Ellert B. Schram, KR 4 Skúli Ásgeirsson, ÍBA 4 Hörður Márkan, KR 4 Ingvar Elíasson, Val 4 Einar Árnason, Fram 4 Baldvin Baldursson, KR 4 Matthías HaTlgrímsson, ÍA 4 Þormóöur Einarsson, Í<BA 4 (Síðan kom 3 með 3 mörk — 12 með 2 mörk og 13 méð 1 mark — en af hinu 181 marki deildarinnar í ár voru skoruð 9 sjálfsmörk). Everton | kemur í dag | klp—Reykjavík. ] ' Hið heimsfræga knattspyrnu- j lið, Everton, seni mætir ÍBK í i síðari leiknum í Evrópukeppni l deildarmeistara á Laugardals- { vellinum á morgun, er væntan-i legt til landsins í dag. Kemur liðið ásamt fylgdar-i liði með Jeiguþotu frá Liver- j pool, og mun þotan lenda á j Keflavikurflugvelli kl. 15,45, en i þaðan venður farið beint til \ Reykjavíkur, og komið að Hóte' j Sögu þar sem leikmennirnir j búa, um kl. 16,00. j Allir landsliðsmenn Everton í koma með hópnum, og munu j þeir allir vera með í leiknumj á morgun, en búizt er við mikl j um fjölda áhorfenda á leik-j i inn. j Markhæstu menn í 1. og 2. deild ísiandsmótsins í knattspyrnu i ár voru báðir landsliðsmiðherjarnir frá því í sumar. Hermann Gunnarsson, ÍBA í 1. deild, en hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum, og Guðmundur Þórðarson, Breiðabiik í 2. deild, en hann skoraði 16 mörk í 14 ieikjum. Róðurinn til Miinchen getur orðið erfiður Eins og við sögðum frá fyrir j skömmu, var á fundi alþjóða hand j knattleikssambandsins, sem fram fór í Madrid á Spáni í síðustu viku, ákveðið hvaða fyrirkomulag yrði um undankeppni Olympíuleikj anna í liandknattleik karla, sem fram fer í Miinclien í Þýzkalandi! 1972. Þær fréttir, sem við fengum ] fyrst sögðu að undankeppnin færi < fram á Spáni í marz 1972, og ætti ísland að leika í riðli með Noregi, Finnfandi og Belgíu og einnig að ákveðið heföi verið að 8 efstu lið- in í HM-keppninni í Frakklandi færu beint í lokakeppnina ásamt einu liði frá Asíu<„ Afríku og Ameríku og síðan 5 lið úr keppn- inni á Spáni, — samtals 16 lið — en ekki var vitað hvort eitt eða tvö lið úr hverjum riðli undan- keppninnar á Spáni færu í úrslit. íþróttasíðan hafði taí af Jóni Asgeii'ssyni, sem sat þingið ásamt Valgeiri Ársælssyni fyrir íslands hönd, og sagði hann okkur að það væri nú ekki svo auðvelt, að tvö lið kæmust úr hverjum riðli beint í lokakeppnina í Miinchen, en hitt væri allt rétt, sem fram hefði komið. Hann sagði að riðlarnir í undan- keppninni yrðu 4, og kæmust tvö efstu riðin úr hverjum þeirra að- eins í 8 iiða keppni til að byrja með, og yrði þeim 8 liðum skipt í tvo riðla. ísland væri í a-riðli, og ef viffl yrðum í fyrsta eða öðru sæti þar, ættum við að leika við lið nr. 1 og 2 í b-riðli en sá riðilf væri skip- aöur, Frakklandi, Spáni, Austur- ríki og Búlgaríu, en af þessum 8 Iiðum kæmust aðeins 5 lokakeppn ina í Miinchen. Hann sagði einnig, að þetta fyrirkomulag væri ekki ósvipað lokakeppninni í HM í Frakklandi, og að þessi keppni myndi standa yfir í 11 daga. Þau lið, sem ekki kæmust áfram í 8 ,'iða úrslitin færu ekki beint heim, því milli þeirra færi einnig fram keppni, og yrði keppt um sæti 1 til 16. Meðal þeirra þjóða, sem taka þátt í þessari keppni eru tveir „nýliðar í handknattleik, Ítalía og Bretland en fyrir utan þau og löndin í A og B riðli eru þar Rússfand, Pólland, Portugal, Sviss, Holland og Luxemborg. — klp. LOKASTAÐAN I 2. DEILD Lokastaðan í 2. deild fslands- mótsins í knattspyrnu 1970. Breiðablik 14 11 3 0 36:6 25 Ánmann 14 8 1 5 25:21 17 Selfoss 14 6 4 4 23:27 16 Þróttur 14 6 3 5 43:20 15 Haukar 14 7 16 23:23 15 ÍBÍ 14 3 6 3 ®5íE5 12 FH 14 3 1 H) 12533 7 Völsungur 14 2 1 11 15^7 5 Markhæstu nieim: Guðmundur Þórðars., Breiðabl 16 Kjartan Kjartanss., Þrótti 15 Helgi Þorvaldsson. Þrótti 10 Þorkell Hjörléifsson, Árm. 9 Jóhann Lai'sen, Haukum 8 Haukur Þoi-valdss., Þrótti 8 Jón Þorsteinsson, Völsung 5 Björn Helgason, ÍBÍ 5 Sumarliði Guðbjairtss., Self. 5 Einar Þórhalilss., Breiðabl. 5 Sverrir Einarsson, Selfoss 5 (í 2. deild í ár voru skoruð 192 mörk — þar af voru ekki nema 2 sjálfsmörk). Á síðasta getraunaseðli, sem eingöngu var með ensfcum leikj- um að þessu sinni, fannst einn seðill m ðell rétta, og var hann „ættaður“ úr Reykjavík. Fjórir seðlar fundust með 10 réttum, og fær hver um 30 þús- und krónur í sinn hlut, en sá eini. sem var með 11 rétta, fær um 130 þúsund krónur. 12 réttir á síðasta seðli og úr- slitin í 1. deild í Englandi á laug- ardaginn urðu þessi: Leikir 26. acptember 1970 fi" X 2 H Burnley — Wolves z z - 3 Chelsea — Ipswich ^ . / z - l Everton — Crystal P. 1 3 - 1 Huddersf Id — West Ham X 1 - l Man. TJtd. — Blackpool X 1 - l Newcastle — Coventry X 0 - 0 Notth. For. — Leeds X 0 - o South’pton — Livcrpool 1 í o Stoke — Arscnal 1 $ - 0 Tottcnhom — Man. City 1 z - 0 W.BA.. — Dcrby '1 z * l Middtebto — Q.P.H. |l 6 “ 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.