Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1970, Blaðsíða 9
I»RIÐJUDAGUR 23. september 1970 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tóxnas KarJsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofUT i Edduhúsinu, símaT 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasím) 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 165,00 á mánuði. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Seðlabankinn og bændastéttin Nú orSið eru áreiðanlega allir sammála um, að bændur stigu merkilegt framfaraspor, þegar þeir reistu Bænda- höllina í Reykjavik, og hófu í framhaldi af því rekstur Hótel Sögu. Þjóðin öll nýtur góðs af þessu verki og á eft- ir að gera það um langa framtíð. Slíkt framtak bænda hefði vissuluga verðskuldað það, að það nyti stuðnings og fyrirgreiðslu ríkisvaldsins, t.d. í sambandi við útvegun lánsfjár. Slíku hefur síður en svo verið að heilsa. Af hálfu íorráðamanna Bændahallarinn- ) ar hefur verið lögð rnikil áherzla á, að fá innlend lán og losna þannig við þá áhættu, sem fyrgir gengisfellingum. Þetta hefur ekki fengizt fram og hefur þar vafalítið strandað mest á þeim aðila, sem fer með yfirstjórn peningamála í landinu, Seðlabankanum. Vegna skorts á eðlilegri fyrirgreiðslu hans eru lán þau, sem enn hvíla á Bændahöllinni, að verulegu leyti erlend. Viðbrögð Seðlabankans eru hins vegar önnur, þegar einkaaðilar eiga í hlut. Það er opinbert leyndarmál. að Seðlabankinn hefur beint og óbeint átt þátt í því, að hið nýja hótel, sem hefur risið hér á þessu ári, Hótel Esja, hefur fengið innlend lán í ríkum mæli. Hótel Esja mun því búa við allt önnur og betri kjör en Hótel Saga í þessum efnum. Ef landbúnaðarráðherrann væri karl í krapinu, ætti hann ekki að una því, að hótel bændasamtakanna væri þannig af hálfu Séðlabankans látið búa við önnur og lak- ari kjör en Hótel Esja. Hann ætti, þótt seint væri, að beita sér fyrir því, að hinum erlendu lánum. sem nú hvíla á Bændahöllinni, verði breytt í innlend lán. Það myndi mjög styrkja rekstur hennar í framtíðinni. Jafnhliða ætti svo landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því, að Seðlabankinn endurskoðaði alla afstöðu sína til landbúnaðarins og bændastéttarinnar Ráðherra ætti alveg sérstaklega að beita sér fyrir því, að bændur fengju ekki hlutfallslega lægri afurðalán en þeir fengu áður en hann tók sæti í ríkisstjórninni. Niðurskurður afurðalán- anna hefur verið bændum þungur í skauti á undanförn- um árum og er það enn. Magnús og Hannibal Það er nú sameiginlegt með þeim fornvinunum, Magnúsi Kjartanssyni og Hannibal Valdimarssyni, að þeir láta blöð sín krefjast þess, að Framsóknarflokkurinn birti yfirlýsingu um, að hann muni aldrei fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna ríða þeir ekki sjálfir á vaðið og bírta yfirlýsingu um, að flokkar þeirra muni aldrei fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Meðan þeir Magnús og Hannibal birta ekki slíka yfir- lýsingu sjálfir, ættu þeir ekki að vera að heimta hana af öðrum. Lærdómsirltin Hið íslenzka bókmenntafélag hefur ráðizt í útgáfu á merkum bókaflokki. í þessum bókaflokki eiga að vera öndvegisrit eftir ýmsa þekkta erlenda höfunda. Tilgang- urinn með útgáfunni er sá, að fyrir hendi verði bækur á íslenzku um alla þekkingu mannsandans, samdar af snjöllum höfundum og þýddar á gott mál. Slík útgáfa er vissulega í góðu samræmi við upphaflegt markmið Bók- menntafélagsins og ber fastlega að vænta þess. að henni verði tekið vel. Þ.Þ. TÍMINN NORMAN WEBSTER, POLITIKEN: Á samyrkjubúum í Kína er lesið úr ritum Maos á hverjum morpi Sagt frá samyrkjubyggð, sem hefur 64 þús. íbúa MAO TSE TUNG LANDBÚNAÐUR Kínverja byggist einkura á hrísgrjónum og svínarækt og í samyrkju- búinu Pingchu, þar sem þetta er skrifað, eru firnin öll af hvoru tveggja, Pingehu- byggð er skammt frá Canton í suðurhluta Kwang-'tung héraðs. Hrísgrjónaakrarnir teygja sig eins og augað eygir, oftast heyrir maður í grísum og finn- ur lyktina af þeim. í byggðinni bregður þó fleira fyrir augu en hrísgrjón- utn. Pingchu er afbragðs dæmi um þá öru þróun, -sem verið er að knýja fram hvarvetna í . landbúnaðarhéruðum í Kina. Akrarnir eru um 15 þúsund dagsláttur að stærð og gefa tvær hrísgrjónauppskerur á ári, en bændurnir rækta auk þess hvei'ti, gras. sykurreir, miaís, kát, argúrkur, baunir, jarðepli, hnetur, melónur, ban- ana o. fl. o. fl. SAMYRKJUB Y GGÐIN rek- ur einnig aokkurn iðnað. Verk- smiðja ein framleiðir múrstein og er hann bæði notaður beima fyrir og fluttur til Kanton. Önn ur verksmiðja framleiðir litlar vatnsdælur, stór vinnustofa ann ast viðgerðir dráttarvéla og bú- verkfæra og myndarleg maís- grjónamylla er einnig í gangi auk vianuvettlingaverlcsmiðju. Samyrkjubúið á einnig mörg önnur smáfyrirtæki, sem fram- leiða bómullarefni, léreft, ýms- ar vörur úr sojabaunum, hálm mottur og tágakörfur, Tágakörfurnar eru einkum seldar tíl Afríku. Stúlkurnar, setn ríða þær, eru ákaflega fingrafimar og engu óduglegri við hrísgrjónaræktina en í meðferð s'cotvopna að sögn. LANDAREIGN Pingchu-sam yrkjubúsins nær norður að Perlufljóti. íbúarnir eru 64 þús und, skipt í 17 framleiðslusveit ir og 273 vinnuflokka. Sam- yrkjubúið var sett á stofn árið 1958 og var þar eins og annars staðar heimilt að skrá fólk til skylduvinnu við áveitu og land þurrkun. Nú liggja skurðir um landar- eignina þvera og endilanga og þar eru 24 rafdrifnar dælu- stöðvar. Auk þess eru notaðar 360 færanlegar dælur á ökrun- um. Raflínur hafa vérið lagðar hvarvetna um akrana og einnig milli þorpanna. Samyrkjubúið er ákaflega nútímalegt a® sumu leyti, en á sumum sviðum ríkir furðu- leg fastheldni við gamlar venj- ur. Ræktað er flest það, sem ræktað hefur verið frá fornu fari, húsdýraáburður og áburð ur frá mannabústöðum nýttu? vel. en tilbúinn áburður eklci notaður VIÐ lauslegan lestur dH4- blaðanna verður þegar ljóst. hve áburðurinn er mikilvægu- fyrir kinverskan landbúnað. eri það ásannast þó enn betur. þegar komið er upp í sveit. Pin gchu-samyrkj ubúið nýtur þess að greiðar samgöngur eru eftir fljóti við stórborgina Kan- ton. Feiknastórir áburðar- prammar koma reglulega frá borginni og er innihald þeirra losað á afar stðra steinsteypta geyma, sem mikinn óþef iegg- ur af. Talsmaður byggðarstjóin arinnar, Whu að nafni, Jró enga dul á, að svínin væru dýrmæt af fleiri ástæðum en þeirri, hve mikið kjöt þau gefn af sér. Hann vitnaði til beirra ummæla Mao Tse-tungs, að sér hvert svín væri lítil, lífræn áburðarverksmiðja og tók fram, að sérhvert svín gæfi af sér 6—7 þúsund pund af áburði meðan það lifði. Ummælin er ekki að finna meðal þeirra setninga, sem ág hef lesið í rauðu bókinni minni, en engin ástagða var til að rengja tilvitnunina. Margt af því, sem haft er eftir „formann inum“, er hversdagsiegt og raunhæft. BÆNDUR fá nokkuð af hlut sínum greitt í hrísgrjónum. Ein staklingurinn fékk um 600 pund í sinn hlut árið sem leið, — allvænn haugur af soðnum hrísgrjónum. Við launagreiðsi- ur eru 100 pundin reiknuð á 10 yen (tæpl 300 kr. ísl.). Laun í samyrkjuhúinu námu 186 yenum á einstakling ár- ið sem leið, og eru hrísgrjc:i- in innifalin. Skipt er í sjö launaflokka og námu meðal- launin í fjórum hæstu flokK- unum um 450 venum árið 1969 (um 14.000 kr. ísl.). f fyrstu var mikii áherzla lögð á hvers konar verðJnuna- kerfi, e,n frá því er nú horfið. Wu benti þó sérstak.’ega á, að erfiðið við vinnuna og dagn- aður og fimi verkamannanna réði úrslitum um launahæðina. „í sem fæstum orðum sagt, því meiri vinna, því hærri laun. sag' hann. Heildarlaun- in eru ekki ákveðin fyrr en að búið er að draga ríkisgjöldin af landbúnaðinum, hlut ýmiss konar sjóða samyrkjubúsins, framleiðslusveitarinnar og vinnuflokksins. BÆNDUR vinna níu stundir á dag alla sjö daga vikunnar þegar annasamast er, en sex stundir þegar annir eru minni og þá eiga karlmenn fjóra frí- daga í mánuði en konur sex. Stjórnendur samyrkjubú- anna hafa orðið að vinna helm- inginn af daglegum vinnutíma í verksmiðjum eða á ökrum síð- an menningarbyltingin hófst. Þeir hafa ekki nein sér- g réttindi hvað laun snertir. Wu og Chang samstarfsmaður hans sögðu, að laun þeirra næmu um 45 yenum á mánuði (rúmar 16 þús. kr. ísl. á ári). Wu greip tækifærið, sem þarna gafst, og sagði: „Stj órnendur samyrkjubúa í Sovétríkjunum fá hærri laun H og njóta betri aðbúnaðar, en vegna þess hafa þeir ekki sam- stöðu með hinu vinnandi fólki og hneigjast til endurskoðunar- stefnu. Við erum sífellt á ferli meðal starfsmannanna, kynn- umst viðhorfum þeirra frá fyrstu hendi og getum leyst hvern vanda undir eins.“ Stjórnmál eru mikið ástund- uð í samyrkjubyggðinni. Stjórn snálaráðgjafi er að starfi í hverjum vinnuflokki og leið- beinir við lestur og rétta notk- un „hugsana Maos“ (hina and- legu fæðu) á tveggja stunda fundi. sem haldinn er sex sinn- um í mánuði. Kafli úr bók for- mannsins er lesinn hvern morg un áður en lagt er af stað til vínnu. og auk þess lesið sam- vizkusamlega í bókinni, þegar hlé er gert á störfam. ÁRIÐ sem leið var flokks- nefnd kommúnistaflokksins stofnuð i samyrkjubyggðinni og hún ieysti byltingarnefndina af hólmi og annast yfirstjórn- ina. Wu og Chang eru báðir í Kommúnistaflokknum. Sagt er, að starfsamir maoistar séu hvarvetna á kreiki. Þegar ég var þarna á ferð voru um 1200 I þeirra saman komnir í sam- | komasal samyrkjubyggðarinn- 1 ar til að „sitja ráðstefnu og | skiptast á reynslu." Gert var tj ráð fyrir. ið ráðstefnan stæði | nokkra daga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.