Tíminn - 19.11.1970, Side 7
WiWMTUÐAGUR 19. nóvember 1970.
TIMINN
7
Arið 1891 flutti ungur rithöf-
undur, Knut Hamsun að nafni,
þrjá fyrMestra viða í Noregi. og
meðal annars í Kristianíu (nú
Osió) og vöktu þeir flesta þeiik.i-
andi menn til umhugsunar og end-
urskoðunar fyrri sjónarmiða og
ollu hugarfars- og jafnvel list-
stefnubreytingu í sumum tilfell-
um, enda voru erindi þessi bæði
markvís og ódulbúin árás á list-
viðhorf og lífsskoðanir fjórmenn-
inganna stóru þ.e. Henriks Ibsens,
Bjömsterne Bjömssons, Jónasar
Lies og Kiellands, og voru þeir
einkum gagm-ýndir fyrir grunn-
færnar sálarlífslýsingair og ein-
skorðun við veraldleg stórvanda-
mál líðandi stundar. í september-
lok, er Hamsun flutti fyrirlestra
sína í Kristianiu, bauð hann Ib-
sen, sem þekktist boðið og fór
þangað ásamt ungfrú Hildi And-
ersen.
Nú er ekki óvarlegt að álykta,
að leikritið, Sólnes byggingar-
meistairi, sé ef til vill svar við
kröfu Hamsuns um að kafa sem
dýpst í mannsálina, grannskoða
leyndustu afkima hennar og
ganga jafnvel spori lengra og leit-
ast við að komast fyrir rætur hins
óræða og ósjálfráða og seilast þar
sem yfir mörk mannlegrar vitund
ar og freista þess að takast á við
dulin öfl, sem Ijá fæstum fang-
staðar á sér — öfl, sem em í
fkstum ef etkki öllum tilvikum
handan útskýringavalds nokkurs
manns.
í sjónleiknum um Sólnes bygg-
ingarmeistara rasar Ibsen ekki
um ráð fram, frekar en endanær.
Allt er þar með ráði gert. Allt
er í föstum skorðum. Að þaki
hverju orði býr hugsun, stundum
að visu aðeins vísbending tfl for-
tíðar eða skírskotum til nútíðar og
framtíðar. Skuggar fortíðar
þrengja sér fram og teygja sig
alla leið upp í nútíð og ata hana
oftast sora sínum og grómi. Eng-
inn má sköpum renna. Engúin
fær umflúið afleiðingar gerða
sinna né igömul skuldaskil. Afbrot
fortíðar krefjast afplágunar og í
henni er harmieikurinn um Sólnes
að vissu marki fólginn.
Höfundur vekur þegar í leiks-
byrjun forvitni okkar með örvænt
ingarorðum þeim, er hann leggur
Brovik gamla í munn, og hér
fara á eftir: „Nei, ég þoli þetta
ekki lengur“. En hann vekur ekki
aðeins forvitni okkar heldur ger-
ir hann það, sem er þrautin
þyngri, hann heldur henni vak-
andi leikinn á enda. Gamli karl-
in, hann Ibsen, er nefnilega
rammgöldróttur. Hann er maður
eigi einhamur. Varið þið því ykkur
á honum, þið núismans blessuð
böm, af því hann kann ekki að-
eins hvítan galdur heldur getur
hann lika brugðið fyrir sig svört-
um, þegar mestur er á honum
djöfulmóðurinn. Af lævísi og list
hefur hann okkur að leiksoppi.
Ibsen hrærir geð okkar og
hjarta. Hann gróðursetur grun-
semdir í brjósti okfcar, eins og
t.d. um Sólnes og skrifstofustúlku
hans, Kaju Fosli. Hann sáir í huga
okkar ýmsu, sem skýtur þar þegar
rótum, vex og stækkar, unz það
verður að áleitnum forboða um
illan endi, sem virðist því skelfi-
legri sem hann verður okkur
kunnugri. Hér er þó hvergi beitt
auðlærðum brögðum æsileikahöf-
unda, sem leggja mest upp úr því
að þenja taugar okkar til hins
ýtrasta með því t.d. að láta pers-
ónur sínar rata í ólíklegustu
mannraunir en bjargast svo á ell-
eftu stundu á yfirnáttúrulegastan
hátt. Hér er ekki rennt blint í
sjóinn með neitt.
Þótt djúpt sé kafað, sést alltaf
til botns. Gruggugt vatn er Ibsen
ekki að skapi, enda bera öll verk
hans ást hans á tærum lindum feg
ursta vitni. Það þarf því ekki að
fara í neinar grafgötur um, að
Sólnes sjálfur er í senn upphafs-
maður frama síns og sinnar ógæfu
smiður. Henrik Ibsen markar at-
burðum stöðuga stefnu og rás,
þótt hann tefji hana reyndar
stundum og stöðvi næstum alveg
og leggi svo krók á leið sína til
þess eins að veita okkur tóm og
tækifæri að líta yfir farinn veg og
'glöggva okkur á því, sem gerzt
hefur og komast nær þeim pers-
ónum, er leiddar hafa verið í Ijós-
mál.
Hægt og hugsandi er örlaga-
skriðunni hleypt af stað. Skáldið
heldur í styrkri hendi þráðunum
í þeim kóngulóarvef, sem hann
felur Sólnesi að spinna og veiða
sjálfan sig í að lokum. Hver pers-
óna er á sínum stað með sitt
stef. Hvert orð ér á sínum stáð.
Engu er ofaukið. Engu er ábóta-
vant. Of er því jafnfjarri norska
snillingnum og van. samhengi er
virt og orsafcatengsl öll svo traust
og þaulgrunduð að betra verður
naumast á kosið.
Sjónieiknum um Sólnes, bygg-
ingarmeistara hefur oft verið líkt
við hljómkviðu, þar sem hver leik
persóna leikur greinilega ákveðið
stef og markvíst. Frú Aline Sól-
nes er til að mynda undirgefnin
holdtekin nppgöfin og skyldurækn
in dæmigerð, enda hamrar hún
sýknt og heilagt á því, að það sé
skylda sín að gera eitt eða ann-
að, hugsa eða haga sér svona en
ekki hinsegin. Afstöðu sinni til
eiginmannsins og lífsviðhorfi öllu
lýsir hún ef til vill bezt með eftir-
farandi orðum: „Af því að það er
bara skylda mín að lúta hans
vilja“. Hún er ekki lengur herra
sinna eigin hugsana. Hún tekur
aldrei á sér heilli eftir húsbrun-
ann, sem lagði heimili hennar,
æskuheimilið og þar með líf henn
ar í rúst.
Frú Aline Sólnes og Hilda
Wangel eru algjöarar andstæður.
Sú fyrrnefnda hef-ur í vissum
skilningi búið sér gröf. Hún er
því dauð úr öllum æðum að heita
má, þótt heiftrækni og afbrýði
kunni að blossa u,pp í henni, þeg-
ar minnst varir. í æðum þeirrar
síðairnefndu loga hins vegar tryllt-
ir eldar, er brenna upp til agna
allt, sem hún metur mest. Hilda
horfir björtum, ef ekki fífldjöcrf-
um augum fram á veg. Frú Sól-
nes er hins vegar grafin í rúst
grárrar fortíðar. Hilda dýrkar
hetjur og víkinga. Hún lifir fyrir
dáðir og drauma, Hún hefur haf-
ið Halvard Sólnes upp á háan
stall og gert hann að stallgoði
sínu í heilan áratug, án þess þó,
að hann hafi hugmynd um jjann
virðingarsess, sem honum hefur
verið skipað í. Fyrst í stað trúir
hann naumast sínum eigin eyrum,
er fundum þeirra ber saman í
annað sinn og bregður því á glens,
en fyrr en varir fer hann að sjá
sjálfan sig í sama ljósi, eða rétt-
ara sagt sömu töfraskuggsjá og
Hilda. Ungri stúlku er það leikur-
inn léttur að telja fulloirðnum
manni trú um að hann búi enn
yfir orku æskumanns, áræði og
funa. í höfugri blekkingarvímu og
með glaðasta geði gengur Hal-
vard Sólnes nú til móts við æsk-
una, sem hann hafði hingað til
fcalið sinn skæðasta óvin. í návist
seiðkonunnar ungu gleymir hann
þessum tillitslausa og tíryllta lýð,
sem knýr dyra og vill öllu bylta
og velta um koll. Hjá Hildu hverf-
ur úr augsýn þessi þúsundhöfðaða
skepna, sem allt heimtar og hróp-
ar ungum rembingsrómi: „Víkið!“
og ætlar hann lifandi að gleypa.
Hilda vill að hetja hennar sé
vaxin þeim stórdraumi. sem hún
hefur látið sig dreyma í öll þessi
ár, en veruleiki og draumur er
sitthvað, enda leyna vonsvikin sér
ekki, er hún mælir með storkandi
hreim i röddinni: „Að kirkjusmið-
urinn minn þori ekki. geti ekki
stigið eins hátt og hann byggir.“
Þar eð Hilda er í vissum skilningi
einskonar valkyrja hagar hún sér
eftir því. Hún vifl sviptingar og líf
í leikinn eða réttara sagt leik í
lífið. Það væri andstætt eðli henn-
ar að velta vöngum við hvert fót-
mál, gera sér rellu út af ráðslagi
sínu og rauna t. d.-að afstýra því,
að aðrir stigi óheillaspor og neita
sér þar með um þá bannsætu
nautn að daðra við hættu og
dauða. Hildi er farið líkt og and-
legri hálfsystur hennar. Heddu
Gabler. Ekkert er jafn djöfullega
heiflandi og að eiga vaid á lífi
annarra og örlögum. í leikslok lif-
ir hún sína óskastund. Hún hefur
fengið vilja sínum framgengt.Rán
fuglinn eða valkyrjan heíur kló-
fest bráð sína og brosir nú af
ósvikinni innri gleði.
Halvard Sólnes reiknaði dæmið
skak'kt, enda hitti hann fyrir sér
ofjarl sinn. Sú örvandi hönd, sem
hann hugði æskuna vera að rétta
sér, var þá, þegar öllu er a botn-
inn hvolft, hönd sem leiddi hann
af ráðnum hug til hættulegs leiks
frammi á hengiflugi.
Það er ekki ofmælt, að Halvard
Sólnes sé í einskonar sjá’lfkjörn-
um s’kriftastól frá þeinri stundu,
sem hann birtist fyrst á leiksvið-
inu, unz hann stígur sín hinztu
spor undir lokin. Tal hans mest
allt má túlka sem eina samfellda
syndajátningu, enda standa synd-
ir hans djúpum rótum í samvizku
hans og kom slíku ónotaróti á
hugsun hans alla, að hann getur
ekki lengur orða bundizt. Knúinn
áfram af ókennilegu afli og
íþyngdur sárri sektarvitund rekur
hann fyrir okkur ævi sína og feril.
Velgengni hans og frami allur er
t.d. reistur á brunarústum æsku-
heimilis konu hans svo ekki var
byrjunin beint fögur, og sök
hans virðist honum sjálfum í
miðjum s'kriftamálum, þeim mun
meiri sem hann hafði á sínum
tíma óskað af brennandi þrá. að
húsið yrði eldinum að bráð.
Sólnes mælir oft eins og sá.
sem er örvilnun og starlun nær.
Hann gefur oftar en einu sinni
í skyn að hann sé ekki með öll-
um mjafla. Refsinornirnar gömlu
eru komnar á kreik, og þá er
ekki að sökum að spyrja. Hann
er ofsóttur og aðþrengdur að
honum finnst. Æskan situr um
líf hans og vill ryðja honum úr
vegi eða fleygja burt eins og
gamalli slitinni fiík. Þó er Sólnes
Henrik Ibsen
kóngur í sínu gleðisnauða ríki.
Hann drottnar yfir því og stjórn-
ar með harðri hendi. Konu sína
hefur hann gert horareka í húsi,
sem er fyrir iöngu hætt að vera
henni heimili eða skjól. Hann
smádaðrar við skrifstofustúlku
sína, Kaju Fosli eins og hús-
bóndi gælir við rakka, enda fylgir
ekki hugur máli. Hver er þá ætl-
unin? Hún er ekki önnur en sú
að ala svo á húsbóndahollustu
Kaju ef ekki ást, að hún fari
ekki fi’á honum. Með þessu lúalega
bragði hyggst hann geta haldið í
upflusta hgpn^r, Ragnar Brovík, og
föður hans eða með öðrum orð-
um starfskrafta, sem hann má
sízt missa.
Samvizkukvalirnar láta hann
aldrei í friði, heldur leggjast þær
á hann með stingandi þunga.
Hann er alveg kominn að því að
kikna undir sektarfargi því, er á
honum hvílir. Hann segir m. a.,
„að lífsköllun konu sinnar hafi
orðið að troðast undir. molast og
malast til þess, að sín gæti hafizt
upp í einskonar sigurhæð". Hon-
um er tíðrætt um það gjald, sem
hann hefur orðið að greiða fyrir
stöðu sína sem listamanns. Fyrir
hana hefur hann orðið að fórna
lífshamingju sinni og ekki reynd-
ar bara henni heldur líka annarra,
af því að án „hjálpendanna og
þjónanna“, sem af honum hafa
fengið hörð olnbogaskot og
óþyrmileg, hefði hann aldrei náð
settu marki. Sólnes er aumkunnar-
lega settur í umhverfi sínu, þar
sem honum finnst hann standa í
skelfilegri skuld við alla.
Er Hilda birtist á sjónarsviðinu
sér hann loks þann sólargeisla,
sem hann hafði svo lengi og þrá-
faldle-ga safcnað, enda líkir hann
henni við upprennandi dag. Hann
fagnar henni eins og drukknandi
maður björgunarhring eða hald-
reipi. Sólnes er sæll um stund í
loftköstulum, í svikhæli draufna
sinna, eða með öðrum orðum
þangað til, að hann freistar þess
ómögulega undir leikslok með því
að gefa Hildu það, sem hann
hefur aldrei átt, þ.e.a.s. „konungs-
ríki„. Þegar öllu er á botninn
hvolft er Halvard Sólnes í raun
og sanni fórnarlamb samvizku
sinnar.
f þeirri hljómkviðu sem leik-
ritið um Sólnes, byggingarmeist-
ara, hefur oft verið líkt við.teng-
ir Henrik Ibsen saman og vefur
ólík stef af óþrjótandi hugviti,
íþrótt og innblæstri. Þrátt fyrir þá
augljósu ögrun, sem í sjálfu við-
fangsefninu er fólgin, missir lista-
mannshöndin aldrei taumhaldið.
Ibsen mótar persónur sínar þann-
ig, að þær vaxa upp í jafnvægi,
fegurð og tiginleik þ.c.a.s. frá
listarinnar háa sjónarhóli séð.
í andlegum skflningi er Henrik
Ibsen mikill búmaður. Hann
bruðlar ekki með orð að óþörfu.
Hann notar þau í knöppum til-
gangi og hnitmiöuðum. Hann er
enginn skrautræpuppostuli né
offramleiðslumaður á orð. Hann
er því sennilega lítiis metinn af
sumum oflátungum, sem Hta
niður á lægri aldir ofan af him-
ingnæfandi tindi þeirrar tuttug-
ustu þ.e.a.s. náungum með fals-
aða gáfnavísitölu og listasmebk,
sem mótaður er einvörðungu af
tízku og tíðaranda. Henrík Ibsen
er öfugt farið en meginþorra
þeirra tízkuhollu verðlaunaskálda,
sem upplitazt hafa ef ekki gjör-
samlega skrælnað í því skæra og
skaðlegá mSsljósi, sem fjölmiðl-
un nútímans hefur sett þá viljuga
nauðuga í. Henrik Ibsen hugsar
nefnilega áður en hann skrifar og
veit lenigra en nef annarra nær.
Hlustið ekki, lesendur góðir, á
þessa ímynduðu og digurbörkuðu
nýpostula, sem vflja telja ybkur
trú um, að Henrik Ibsen sé af
'gamla skólanum og verk háns
því úrelt og einskis virði. Þau
era nú ekki úreltari en sw, að
um þessair mundir er tfl að mynda
verið að sýna víöa úli í heimi
Þjéðníðinginn og fjallar það eins
og kunnugt er m.a. um jafnnútíma-
legt stórvandamál og mengun.
Knut Hamsun skoraði Ibsen
óbeint á hólm, og hann tók hik-
laust áskoruninni. Eftir snilldar-
verkinu, Sólnesi byggingarmeist-
ara að dæma, er ekki annað sýnna
en Ibsen hafi borið sigurorð af
æskunni í þeirri andlegu viður-
eign.
Halldór Þorsteiusson.
Aðstoðarmaður óskast
að alidýrabúi okkar að Minni-Vatnsleysu. Góð íbúð
fylgir. Hentar vel fyrir giftan niann.
Upplýsingar hjá bústjóranum eða Þorvaldi Guð-
inundssyni.
Síld og Fiskur.
Keflavík - laus staða
Staða mælingafulltrúa Iðnaðarmannafélags Suður-
nesja, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er
til þriðjudagsins 24. nóvember 1970. Umsóknir
sendist á skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 3,
Keflavík. Allar upplýsingar gefur Jón B. Krist-
insson í síma 2193 eftir kl. 19.
Stjórnin.