Tíminn - 14.01.1971, Síða 9

Tíminn - 14.01.1971, Síða 9
IMMTUDAGUR 14. janúar 1971. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áh). Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Kanlsson. AugJýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bankastræti 7. — Afgrei'ðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðnar skrifstofur sími 18300. Áskriiftargjald kr. 195,00 á márauði, inraanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. CHRISTOPHER PRICE, The Tlmes, London: Launahækkanir í lingw byggjast aöallega á ágó&ahíuta Langhundar Mbl. um Ólaf Jóhannesson Morgunblaðið hefur að undanförnu farið inn á þá braut að hafa forustugreinar sínar mun styttri en áður. Tvo síðustu dagana hefur blaðið þó vikið frá þessari reglu og það svo, að meira en litlu munar. Það hefur í stað stuttra og gagnorðra forustugreina birt mikla lang- hunda, sem hafa verið fjórum til fimm sinnum lengri en venjulegar forustugreinar þess. Bersýnilegt er á því, að ritstjórum blaðsins er meira en lítið niðri fyrir. Sama efnið hefur verið í báðum þessum langhundum ritstjóranna. Það hefur verið ósannindi, óhróður og níð um formann Framsóknarflokksins, Ólaf Jóhannesson. Svo langt er meira að segja gengið í ósanninda- og óhróðursiðjunni, að reynt er að telja lesendum blaðsins trú um, að Ólafur Jóhannesson hafi upphaflega verið fylgjandi landhelgissamningnum, þótt hann sé nú á móti honum! Annað efni langhundanna um Ólaf Jóhannesson er í svipuðum dúr. Þeim, sem þekkja til sögu Morgunblaðsins, koma þessar árásir á Ólaf Jóhannesson eki»ert á óvart. Það hefur verið regla, sem Mbl. er búið að fylgja í meira en 50 ár, að ráðast sérstaklega gegn þeim forustumönnum íhaldsandstæðinga, sem afturhaldið hefur talið sér. hættu,^, legasta hverju sinni. Þannig barðist Mbl. gegn þeim Jónasi Jónssyni, Tryggva Þórhallssyni, Hermanni Jónas- syni og Eysteini Jónssyni. Þannig barðist það gegn Jóni Baldvinssyni, Héðni Valdimarssyni og Sigurjóni Á. Ólafs- syni. Ritstjórar Mbl. og aðstandendur gera sér það vel Ijóst, að Ólafur Jóhannesson er nú sá leiðtogi íhalds- andstæðinga, er nýtur mests og vaxandi trausts. Jafnt andstæðingar sem samherjar viðurkenna, að hann sé mikill drengskaparmaður, réttsýnn og ábyrgur og fylgi því einu fram, sem hann telur satt og rétt. Hann hefur sem formaður Framsóknarflokksins kynnt sig á fjöl- mörgum fundum, á Alþingi, og í hljóðvarpi og sjón- varpi, sem frjálslyndan og víðsýnan framfaramann. Ólafur Jóhannesson hefur þannig til að bera þá kosti og skoðanir, að frjálslynt og umbótasinnað fólk treyst- ir honum sem öruggum og farsælum forustumanni. Árásir Mbl. á Ólaf Jóhannesson eru því meira en skiljanlegri, þegar horft er til þeirra foringjavandamála, engir þær betur en Framsóknarmenn. Þær verða svo enn skiljanlegri, þegar horft er til þeirra foringjavandamála, sem valda nú mestum erfiðleikum hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Svar Framsóknarflokksins við árásum Mbl. verður nú sem fyrr, að fylkja sér enn betur um foringja sinn og styrkja flokk sinn og efla. Langhundar Mbl. munu nú sem - fyrr bera annan árangur en höfundar þeirra ætlast til. Atvinnuleysi Atvinnuleysisskýrslur bera það með sér, að atvinnu- leysi helzt alltaf meira og minna í allmörgum kauptún- um og nokkrum kaupstöðum, þótt mjög hafi dregið úr því annars staðar, sökum batnandi árferðis Meginorsök þess er, að hið opinbera hefur vanrækt að bæta afkomu- skilyrði þessara byggðarlaga. Ríkisstjórn, sem hefði fulla yfirsýn, myndi taka vandamál þessara byggðarlaga til sérstakra úrbóta, í stað þess að byggja afkomu þeirra meira og minna á atvinnuleysisstyrkjum. Hér skortir aug- Ijóslega bæði framtak og úrræði, eins og jafnan er ein- kenni þeirra ríkisstjórna, sem búnar eru að vera of lengi við völd. Þ.Þ. Forstjórar geta fengið fjórtánfalt hærri laun en verkamenn. ..j iualr.-'Ji uj úí;j: JANOS KADAR ■: Höfundur þessarar grein- ar, sem hér fer á eftir, Christopher Price, er fyrrv. þingmaður Verkamannafl. í Bretlandi. Hann fór í heim sókn til Ungverjalands á sJ. hausti og dvaldist þar í nokkra daga. Eftir heimkom una ritafði hann eftirfarandi grein fyrir The Times, um þetta ferðalag sitt: AURÉL HORVÁTH hefur keypt landspildu skammt frá Balaton-vatni í Ungverjalandi, og ætlar að byggja sér þar lítið hús, sem hann gæti dvalið í um helgar. Hvort honum auðnast að koma þessu fram eða ekki, fer algerlega eftir því, hve mikill hagnaður verður næstu ár hjá stáliðjuverinu, sem hann starfar við. Blómgist stáliðju- verið, verður þess ekki langt að bíða að húsið rísi, en það verður byggt fyrir ágóðahlut- inn, sem til Horváth gengur. Segja má, að dr. Horvóth geti talið sig öruggan um að eignast húsið. Hann stjórnar eijipi 4e«d Dui^i. ,yasn}u,( en það er eitt af stóru stáliðju- verunuHi;;V,ið Dqná, ,stpp4w-t,á vesturbakka árinnar, í einu nýju borginni í Ungvei-jalandi, Dunaújváros, um það bil fjöru- tíu mílum sunnar en Búdapest. Verksmiðjan er um þrjár fer. mílur að flatarmáli og kostnað- arverð hennar er orðið sem næst 10.000 millj. forinta (rúm- ir þrjátíu milljarðar ísl. kr.). AMBRUS Borovszki var falin framkvæmdastjórn verksmiðj- unnar þegar hún var stofnuð og gegnir því starfi enn. Af því má sjá, að þarna er ekki tjald- að til einnar nætur. Borovszki er frægur maður 1 Ungverja- landi, var fyrrum verkamaður í stáliðnaðinum og þykir enn gaman að spjalla við fyrri fé- laga sína í verksmiðjunni. Hann hlaut raunar frama fyrir mörg um árum og var settur til starfa í ráðuneyti því, sem fer með mál þungaiðnaðarins i Búdapest, en fél starfið mið- ur vel og er nú aftur horfinn á sinn fyrri vettvang. Aurél Horváth er einn af aðalstjórnendum verksmiðjunn ar, en þeir eru alls rúmlega þrjátíu. Hann hefur aðalum- sjón með framkvæmd þeirra efnahagsumbóta, sem byrjað var á árið 1068 og hafa þegar stuðlað að miklum framförum, sem full þörf var á. Fáeinir menn hafa meira að segja gerzt svo djarfir að tala um hið ungverska „kraftaverk“ Það er eitt einkenni framfar- anna, að ákvarðanir eru ekki framar teknar af einni mið stjórn. Yfirvöldin i Búdapest kveða ekki framar á um annað en meginlínur í útfærslu og framleiðslu. Dunai Vasmii er ætlað það markmið fyrst og fremst að skila ágóða, eins og raunar öðrum ríidsfyrirtækj- um. IMMMMMMMM GRIPIÐ HEFUR verið til ýmiskonar fjárhagslegra hvatn- inga til þess að gera rekstur- inn arðbærari en áður. Mikil- vægasta atriðið er ágóðahlutur starfsmannanna. Arður Dunai Vasmtt nam 1200 millj forinta árið 1069 (sem næst 3600 millj- ísl. kr.). 30 af hundraði runnu til rikisins í sköttum, 58 af hundraði var varið til aukning- ar og eflingar rekstrinum, en 12 af hundraði runnu til starfs- mannanna. Þetta þykir nýstár- leg aðferð í kommúnistaríki. Æðstu stjórnendur fyrir- tækisins, milli þrjátíu og fjöra- tíu að tölu, geta fengið í ágóða- hlut allt að 85 af hundraði venjulegra launa sinna. 500 óæðri yfirmenn geta fengið 50% uppbót á laun sín, en ágóðahlutur annarra starfs- manna, sem eru um 12 þúsund, getur numið 15% á föst laun. Stjrón verksmiðjunnar og fúll- trúar verkalýðssamtakanna ákveða ágóðahlut hvers flokks um sij að fjárhagsárinu liðnu. Stjórn verksmiðjunnar og full fram tillögur og ræður úrslit- um. STJÓRNENDURNIR kröfð- ust ekki jafn mikils ágóðahluta sér til handa og þeir höfðu rétt á árið 1969, en létu sér nægja 34 af hundraði og létu verkamönnunum í té 11 af hundraði. Launamunur er hins vegar mikill. Dr. Horváth hef- ur ti! dæmis í laun um 100 þús. forintur á ári (um 300 þús. ísl. kr.). Þeir sem kunna að telja þetta lág laun. þurfa að hafa í huga, að verðlag ailt er undir ströngu eftirliti og brýnar nauðsynjar mjög !ágar í verði), Borovszki, yfirmaður Horváths, hefur í árslaun sem svarar 440 þús. ísl. og óbreytt- ur, en þjálfaðup verkamaSur sem svarar tæpum 30 þús. fsl. krónum í árslaun. Með þessu er þó aðeins hálf sagan sögð. Fari svo, að iðju- verið Dunai Vasmtt skili ekki ágóða eða jafnvel tapi, fær hinn óbreytti starfsmaður sín laun, án allra uppbóta að vísu, en stjórnendur fyrirtækisins verða hins vegar að sætta sig við allt að 25% launaskerðingu, ef halli verður. Þetta er áhrifa mikil hvatning, eins og einn af embættismönnum ríkisstjórnar- innar komst að orði. Dr. Horváth á að herða á eftirlitinu með vörugæðunum og örva útflutninginn. (Ríkis- stjórnin ákveður vöruverð og laun, og markaðurinn innan lands eykst því hægt. Stjórnin ákveður leyfilegt hámark launa hækkana, en það nam 4,5% árið 1069. Vegna þessa er auðveld- ast að auka hagnaðinn (og ágóðahlut stjórnendanna um leið) með því að leggja alúð við útflutninginn). IÐJUVERIÐ Dunai Vasmtt flytur út tnikið af framleiðslu sinni til rúmlega fimmtíu landa en iðjuverið selur einkum plötustál og salan fer fram á vegum ríkisútflutningsfyrirtæk- is þungaiðnaðarins. Af þessum sökum veltur mikið á öruggu gæðaeftirliti og góðu sambandi við viðskiptavinina. Dr. Hor- váth verður því yfirleitt að fara til annarra landa fjórum til fimm sinnum á ári, einkum vesturlanda. Útdráttur miðstjórnarvalds- ins eykur ábyrgð Horváths, en gerir starf hans um leið skemmtilegra en áður. Hlut- | verk hans er r'juno í Ung- á verjalandi, og sama er að segja fi Framh á 14. síðu. S

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.