Tíminn - 14.01.1971, Page 12
12
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
FíIYIMTUDAGUR 14. jamrar ISíl
K]arfan Bergmann Guðjónsson:
Flokkaglíma Reykjavíkur 1970
ÖviSunandi, að reykvískir glímumenn þurfi að halda mót sín
utan Reykjavíkur
Árið 1070 Iheíur verið gott glímu
ár. Góð þátttaka hefur verið í öll-
um helztu glímumótum og nýtt
landsmót, Sveitaglíma íslands, var
feáð í fyrsta sinni.
Síðasta glímumóti ársins 1070 er
nú lokið, og einu blaði enn í iglímu
sögu íslendinga hefur verið flett
um þessi áramót.
Að þessu sinni var Flokkaglíma
Reykjavikur háð í íþróttahúsinu
á Seltjamarnesi hinn 13. desem-
ber. Er nú svo komið, síðan
fþróttahúsið á Hálogalandi var
rifið, að ekkert nothæft húsnæði
er fáanlegt í Reykjavík til að
halda glímukeppni í, og er hér
um mikla og óviðanandi; afturför
#ð ræða varðandi glímukeppni.
Ekki er hægt við það að r.na
fyrir reykvíska glímumenn, að
fara verði út fyrir Reykjavík til
að hægt sé að heyja kappglímu,
þar sem viðunandi aðstaða fyrir
áhorfendur sé fyrir hendi. Er því
afar nauðsynlegt, að unnið verði
að bættri aðstöðu til glímukeppni
og sýninga í Reykjavík os nú
þegar verði leitað eftir aðstöðu
í hepþilegu samkomuhúsi, sem
hefur sýningarpall.
Þátttaka í Flokkaglímu Reykja-
víkur var góð að þessu sinni.
Keppl var í öllum þyngdarflokk-
u-m f'Ullorðinoa og einnig í
drengjaflokkunum. Þátttakendur
voru 21: Frá Glímufélaginu Ár-
manni 3, Knattspyrnufél. Rvíkur
9, og frá Ungmennafélaginu Vík-
verjar 9. Glímustjóri var Guð-
mundur Ágústsson, en yfirdómari
Garðar Erlendsson. Meðdómendur
voru Ágúst Bjaranson oe Ólafur
Guðlaugsson.
I. þyngdarflokkur
í I. þyngdarflokki voru þátttak-
Laxveiðimenn
Tilboð óskast í veiðirétt 1 Blöndu næsta sumar, og
einnig í Seyðisá á Auðkúluheiði.
Formaður veiðifélagsins, Pétur Pétursson, Höllu-
stöðum, veitir allar nánari upplýsingar, og til-
boðum sé skilað til hans fyrir 10. febrúar 1971.
Sími um Bólstaðarhlíð.
Stjórn „Veiðifél. Blanda".
AUGLÝSING
Sveitarstjórnirnar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa-
vogi, Garðahreppi, Kjalarneshreppi, Mosfellshreppi
og Seltjarnarneshreppi hafa samþykkt að nota
heimild í 2. málsl. síðustu málsgr. 31. gr. laga nr.
51. 10. júní 1964, um tekjustofna sveitarfélaga,
sbr. breyting frá 10. apríl 1968.
Samkvæmt þessu verða útsvör þessa árs því að-
eins dregin frá hreinum tekjum við álagningu út-
svara á árinu 1972 í áðurnefndum sveitarfélögum,
að gerð hafi verið full skil á fyrirframgreiðslu
eigi síðar en 31. júlí í ár og útsvör ársins einnig
að fullu greidd fyrir n.k. áramót. Sé eigi staðið í
skilum með fyrirframgreiðslur samkv. framan-
sögðu, en full skil þó gerð á útsvörum fyrir ára-
mót, á gjaldandi aðeins rétt á frádrætti á helming
útsvarsins við álagningu á næsta ári. Þá skal vak-
in athygli á því, að þar sem innheimta gjalda til
ríkis og sveitarfélaga er sameiginleg (sbr. lög nr.
68 frá 1962) er það enn fremu*skilyrði þess, að
útsvör verði dregin frá tekjum við álagningu, að
öll gjaldfallin opinber gjöld, sem hin sameigin-
lega innheimta tekur til, séu að fullu greidd fyrir
ofangreind tímamörk.
12. janúar 1971.
Borgarstjórmn í Reykjavík
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Bæjarstjórinn í Kópavogi
Sveitarstjórinn í Garðahreppi
Oddvitinn í Kjalarneshreppi
Svei.tarstjórinn í Mosfellshreppi
Sveitarstjórinn í Seltjarnarneshreppi.
endar fjórir og varð Sigti-yggur
Sigurðsson, KR, þar sigurvegari.
Sigtryggur var í allgóðri æfingu,
en ætti að glíma léttar og standa
beinni að glímunni, og væri æski-
legt, að dómarar væru betur vak-
andi yfir sliku almennt en raun
er ó. Sigtryggur er glöggskyggn á
veilur andstæðingsins og notar
réttu augnablikin til úrslita. Hann
lagði á þessum brögðum: Sveia á
'klofbragði, Sigurð á sniðglímu
niðri og Þorvald á klofbragði.
Sigurður Jónsson, Víkverjum,
var annar að vinningum. Hann
glímdi vel og vaskmannlega, en
byggir glímu sína ekki ennþá upp
af nægileg'U öryggi, en klofbragð
það, setn hann lagði Svein Guð-
mundsson á, var fallega og vel
tekið. Hann lagði Þorvald Þoi--
steinsson á sniðglímu niðri.
Sveinn Guðmundsson, Ármanni,
hafnaði nú í þriðja sæti með einn
vinning, lagði Þorvald Þorsteins-
son, á ‘hægri fótar klofbragði. —
Sveinn virtist ekki vera í mikilli
æfingu að þessu sinni. Hann glím
ir alltaf vel og drengilega og
sendur beinn og fallega að glímu.
Úrslitabragð Sveins er hægra fót
ar klofbragð, setn oft er mjög vel
teiið.
Þorvaldur Þorsteinsson, Ár-
manni, hlaut engan vinning að
þessu sinni. Hann stendur allvel
að glímu og veitti Sigtryggi harða
mótstöðu, sem entist næstum því
út lotuna.
II. þyngdarflokkur
í II. þyngdarflokki voni þátt-
takendur fjórir. f fyrsta og öðra
sæti voru Víkverjarnir Gunnar R.
Ingvarsson og Hjálmur Sigurðs-
son jafnir að vinningum, felldu
keppinauta sína, en skildu jafnir
eftir lotuna, en í úrslitaglímunni
lagði Gunnar Hjálm á fallegum
mjaðmarhnykk. Þessir tveir glímu
menn mega teljast í sérflokki hvað
glímuhæfni snertir. Þeir glíma
báðir létt, standa vel að giímu og
eru fjöibrögðóttir. Gunnar hefur
meira öryggi til að bera í glímu,
en Hjálmur er meiri sóknarmaðar.
Gunnar lagði Matthías á krækju,
Ómar á hælkrók h.á.v., og eins
og áður er sagt lagði hann Hjálm
í únslitaglímunni á mjaðmar-
hnykk. Hjálmur lagði Ómar og
Matthías á Mofbragði.
Ómar Úlfarsson, KR, varð 3.
maður að vinningum. Hann lagði
Matbhías Guðmundsson á hælkrók
h.á.v. Ómar er mjög vel glíminn
og reyndur glímumaður og glímdi
vel að þessu sinni. Hann þarf
að temja sér meiri mýkt í glím-
unni 'til að geta náð þeim árangri,
VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðror stærðir. smíðaðar eftir beiðn’u
GLUGGASMIÐJAN
Sidumúla 12 - Sími 38220
AS loknu klofbragði í futlu jafnvaegi, þegar rétt er skitSS við mófherja.
Myndin er af Hjálmi SigurSssyni, en bann var einn af loeppendum í flokka-
glímunni.
sem 'honum ætti með þvl móti að
vera auðvelt að ná.
Matthías M. Guðmundsson, ER,
er byrjandi í glímu og tæplega
búinn að fó þá æfingu eða kunn-
áttu, að rétt sé að senda hann
í kappglímu. Matthías virðist
geta orðið góður og drengilegur
glímumaður með réttri þjálfun.
Hann þarf að temja sér miklu
meiri mýkt og forðast að sleppa
tökum of seint í fallinu, eins og
nú kom fyrir.
III. þyngdarflokkur
f III. þyngdarflokki voru þátt-
takendur þrír KR-ingar, og bar
Rögnvaldur Ólafsson þar sigur af
hólmi. Rögnvaldur er gott glímu-
mannsefni, sem glímir létt, en
þarf að temja sér fallegri glímu-
stöðu. Rögnvaldur lagjþi Ólaf og
Elías á hælkrók h.á.V.
Ólafur Sigurgeirsson glímir aílt-
of þungt og sterkt og ætti að
venja sig á meiri léttl. í glímu.
Hann hlaut einn vinning, lagði
Elías Árnason á hælkrók h.á.h.
Elías Árnason getur verið
skemmtilegur glímumaður, en
hættir til að glíma *f þungt. Sé
hann í góðri æfingu oj temji sér
meiri léttleika en hann hefur van-
ið sig á, gctur hann náð ágætum
árangri í glúnu.
Unglingaflokkur
í unglingaflokki voru aðeins 2
keppendur, þeir Ilörður Hilmars-
son, KR, og Reynir Árnason, Vík-
verjum. Þeir skildu jafnir eftir
eina lotu, en í úrslitaglímun.ni
sigraði Hörður, lagði Reyni í
sniðglímu niðri.
Drengjaflokkur
í drengjaflokki voru fjórir þátt-
takendur: Þrír Víkverjar og einn
Ármenningur.
Um drengina er óhætt að segja,
að þeir hafi allir glímt vel og
sýnt góða kunnáttu, og lofar glíma
þeirra vissulega góðu um fallega
glímu. Sigurvegari í drengjaflokki
var Guðmundur Ingvason, Vík-
verji. Hann lagði alla viðfangs-
menn sína á hreinum og fallegum
brögðum. Guðmundur lagði Helga
Halldórsson á hælkrók h.á.v., en
Guðmund Einarsson og Halldór á
sniðg&ma á MIi. Næstur hoiiam
að vinnÍTigum var HáHdór Kon-
ráðsson, Vífcverji. Hatrn lagði Guð
mucid Einarsson á hælkrók h.á.v.
og Helga á sniðglimu niðri.
Helgi Ilalldórsson, Ármauni,
varð þriðji að vinningum. Hann
fékfc viuning í giímitmdi við Guð-
mund Einarsson, sem rann óvænt
til í byrjun klofbragðs og hlaut
af byltu.
Sveinaflokknr
_ #
I sveinaflokki voru þátttakend-
ur fjórir: Tveir KR-ingar, Ólafur
Rósarsson og Hjörleifur Pálsson,
og Víkverjarnir Ósfcar Valdimars-
son og Jón Friðgeirsson.
_ Sigurvegari í sveinaflokki varð
Óskar Valdimarsson, Víkverji, og
sýndi hann iang rnesta kunnáttu
þeirra og ágæta glímuhæfni. Hin-
ir sveinarnir eru allir byrjendur
í glímu. Óskar lagði á þessum
brögðum: Jón Friðgeirsson á hæl-
krók h.á.h., Ólaf á leggjarbragði
á lofti og Hjörleif á bælfcrók
h.á.v.
Jón Friðgeirsson, Víkverji, var
annar að vinningum. Hann^ lagði
Hjörleif á hnéhnykk og Ólaf á
sniðglímu niðri.
Ólafur Rósarsson, KR, hlaut 1
vinning, lagði HjörMf á snið-
glímu niðri.
Heildarsvipur þessarar Flokka-
glímu Reykjavíkur, var yfirleitt
góður og auðséð, að keppendur
gengu til leiks með því hugarfari
að glíma vel og drengilega og
láta ekki óheft ofurkapp villa sér
sýn í hita keppninuar og óvirða
glímuíþróttina á þann hátt.
Vonandi verður áframhald á
jafn-góðri glímu og þessi flokka-
glíma var og þessari fögru og góðu
íþrótt, glímunai, verði ekki —
síns og stundum hefur sézt —
breytt í eins konar þursafang.
Það er aldrei vandalaust að
dætna glímu. Dómarar þurfa ætíð
að gæta þess vel, að ekki sé þol-
azt eða nítt í glímunni eða hangið
í tökum í byltunni, -en í því eru
fólgin ein hættulegustu og tíð-
ustu brot á glímulögunum.
Ég vona og ósk'a, að þetta ný-
byrjaða ár verði gott og gæfuríkt
ár fyrir glímuna og framgaug
hennar.