Tíminn - 16.01.1971, Side 9

Tíminn - 16.01.1971, Side 9
LAUGARDAGUR 16. janúar 1971. TÍMINN 9 Útgefancfi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri: Kristján Benediiltsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrií- stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði, innanlands. f lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Tökum ekki óþarfa á- hættu í mengunar málum Á blaðamannafundi, sem haldinn var í Straumsvík í fyrradag, gaf Halldór Jónsson, stjómarformaður íslenzka álfélagsins, eftirfarandi yfirlýsingu: „Ef ríkisstjórn eða Alþingi fer fram á það við íslenzka álfélagið, að sett verði upp hreinsitæki í verksmiðju ÍSALS í Straumsvík, þá munum við verða við þeim óskum og setja hreinsitækin upp". Þessari yfirlýsingu stjómarformanns ber sérstaklega að fagna. Að vísu segir forstjóri Rannsóknarstofnunar iðnaðarins, að flúormengun frá álverinu sé svo lítil, að óþarfi sé að setja upp hreinsitæki. En verksmiðjan í Straumsvík á eftir að stækka mikið og við það mun mengun frá henni auðvitað aukast að sama skapi. Rann- sóknir Ingólfs Davíðssonar, grasafræðings, benda til að flúor-mengun frá álverinu sé þegar orðin skaðvaldur gróðurs í Hafnarfirði og nágrenni. Ef gróður eyðileggst á íslandi við ákveðið stig mengunar ætti það að vera okkur næg sönnun, því að vel getur verið að íslenzkur gróður sé viðkvæmari fyrir slíkri mengun en gróður erlendis, þar sem allt annar jarðvegur og loftslag em. Og hví skyldum við taka nokkra áhættu í þessu máli, þegar fjnir liggur yfirlýsing frá stjórnarformanni ál- félagsins, að hreinsitæki verði sett upp strax ef Alþingi eða ríkisstjórn óski? Nú er að sjá, hver viðbrögð ríkis- stjórnar og meirihlutans á Alþingi verða. Hér er engin ástæða til að taka neina áhættu og Alþingi ber að taka stjórnarformanninn á orðinu. „Hér er auðvitað ekki um tilviljun að ræða“ Því lengur sem menn hugleiða ýmis ummæli Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns Alþýðuflokksins, á undanfömum árum, því erfiðara eiga menn með að trúa því, að heilindi geti nokkur fylgt af hans hálfu í þeim vinstri viðræðum, sem hann efndi til og mönnum skilst að enn standi yfir. í áramótagrein sinni í Alþýðublaðinu 30. desember 1969 sagði hann m.a. í tilefni af 10 ára afmæli stjórnarsam- starfsins við Sjálfstæðisflokkinn: „í íslenzkri stjórnmálasögu hafa engir flokkar starfaS jafnlengi saman samfleytt. Hér er auðvitað ekki um til- viljun að ræða. í stjórnmálum getur tilviljun skipt máli og jafnvel haft úrslitaáhrif á örlagastundum. En hið langa og góða samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á sér enga slíka skýringu. Grundvöllur þess er sá, að þeir hafa reynzt líta líkustum augum íslenzkra stjórnmála- flokka á það, hverri stefnu skuli fylgja i atvinnumálum, viðskiptamálum, félagsmálum og utanríkismálum". Ekki hefur Gylfi Gíslason þó skipt um skoðun á einu ári í þessu máli, því að hann hefur nýlega lýst því yfir, að hann telji þá, sem barizt hafa gegn stjórnarstefnunni afturhaldsmenn og Sjálfstæðisflokkinn frjálslyndari og framfarasinnaðri en aðra flokka, og nánast „vinstri“ flokk í nýrri merkingu. Spurningin er því þessi: Er Gylfi ekki að villast? Af hverju hóf hann ekki ,,vinstri“ viðræður um sameiningu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins? Mönnum sýnist það rökréttara! — TK ERLENT YFIRLIT Viöræðurnar um Berlmarmáiið dragast sennilega á langinn Samkomulag um það krefst tilslökunar beggja aSila STROPH og BRANDT ÞAÐ HBFUR jafnan verið ljóst, að Berlínarmálið yrði tor leystasti hnúturinn í samninga viðræðum vestur-þýzku stjóra- arinnar við ríkisstjórnir Austur Evrópu. Samningar þeir, sem ríldsstjórn Vestur-Þýzkalands hefur þegar gert við Sovétríkin og PóÚand, hafa verið tiltölu- lega auðveldir, þvj að hvorug- ur aðilinn hefur þurft aö gera nokkrar tilslakanir í sambandi við þá. Aðalefni þessara samn- inga er viðurkenning á núver- andi landamærum í Evrópu, og þá vitaalega fyrst og fremst á landamærum Sovétríkjanna og Póllands O'g þýzku rfkjanna. Aadstæðingar Brandts tala um, að í þessu felist nokkur til- slökun af hans hálfu og ríkis- stjórnar hans, en þessu mót- mælir hann réttilega. Brandt segir, að í þessu felist ekki annað en viðurkenning á stað- reynduro .sem ekki þýðir ann- að .en að sætta sig við. Það megi ekki standa í vegi fyrir nauðsynlegum viðræðum, að viljá ekkj viðurkénn'a sfað- reyndir. Óbeint hafí fyrrver- andi ríkisstjórnir Vestur-Þýzka- lands verið búnar að veita um- rædda viðurkenningu, þar sem þær hafi lýst yfir, að Vestur- Þýzkaland myndi aldrei grípa til þess að breyta umræddum landamærum með vopnavaldi. Augljóst sé, að í reynd verði þeiro ekki breytt öðruvísi, og því séu samningarnir við Sovét ríkin og Pólland ekki annað en formleg staðfesting á fyrri yfir lýsingu. Með þeim hafi verið rutt úr vegi formlegum hindr- unum, sem nauðsynlegt hafi verið að losna við. ÞEGAR kemur að viðræðum um Vestur-Berlín, er útilokað að leysa málið á þann auðvelda hátt, að viðurkenna aðéins það ástand. sem orðið er. Báðir að- ilar eru óánægðir með það ástand, sem nú er, og viija breyta þvi. Báðir eru því jafn ófúsir til að semja um að festa eða frysta núverandi ástand til frambúðar. Það gildir jafnt um Vesturveldin og Vestur-Þýzka- land annars vegar og Varsjár- bandalagsríkin og Austur- Þýzkaland hins vegar. Sam- komulag um Vestur-Berlín get- ur ekki náðst, nema háðir geri verulegar tilslakanir. Af hálfu Vesturveldanna og Vestur-Þýzkalands er lögð áherzla á, að tryggðir verði frjálsir, ótruflaðir flutningar á vegum, vatnaleiðum og járn- brautum til Vestur-Berlínar (loftflutningar hafa ekki verið truflaðir að heitið geti), að pólitísk og efnahagsleg tengsl Vestur-Berlínar og Vestur- Þýzkalands verði viðurkennd, að Vestur-Berlínarbúar njóti ,sömu réttinda og vestur-þýzkir ríkisborgarar og sjálfstæði Vestur-Berlínar verði tryggt á þennan og aunan hátt. Af hálfu Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands er hins veg- ar lögð áherzla á, að Vestur- Berlín sé svo til í miðju Aust- ur-Þýzkalandi og því sé ómögu- lega að viðurkenna hana sem stjórnarfarslegan hluta annars ríkis. Bretar myndu t.d. aldrei vilja viðurkenna ,að helmingur Lundúna lyti rússneskri yfir- stjóm eða Bandaríkin að helm mgur Washingtonhorgar væri undir kínverskri stjórn. Þess vegna verði að búa svo um hnútana, að Vestur-Berlín haldi sérstöðu sinni, án náinna pólitískra tengsla við Vestur- Þýzkaland, og að Vestur-Berlín verði ekki notuð sem bækistöð fyrir þá, sem vilja hindra efna- hagslega uppbyggLngu Austur- Þýzkalands, líkt og átt hafi sér stað áður en múrinn var reist ur. Samkomulagi um þetta at- riði þurfi helzt að nást áður en gengið verði endanlega frá samningum um flutningana. Orðrómur hefur gengið um, að Sovétrikin og Austur-Þýzka- land séu ek.ki á einu máli um þetta atriði. Sovétríkin vilji teygja sig lengra til samkomu- lags um Austur-Þýzkaland Þessi orðrómur virðist mjög ósennilegur. Rússar telja það ekki síður rússneskt hagsmuna- mál en austur-þýzkt, að staða Austur-Þýzkalands sé sem bezt tryggð. Hias vegar má vera. að Rússar telji það klókt að láta austur-þýzku stjórnina hafa meira orðið um þetta, og skapa þannig það álit, að þeir séu eitthvað samningafúsari. VIÐRÆÐUR um Berlín milli 1 Vesturveldanna annars vegar, R þ.e. Bandaríkjanna, Bretlands | og Frakklands, og Sovétríkj- g anna hins vegar, höfðu legxð | niðri um talsvert skeið, þegar | samkomulag náðlst utn það i | marzmánuði síðastl. vetur, að M þær skyldu hefjast að nýju. | Síðan hafa fulltrúar þeirra komið saman til nokkurra funda um þetta efni. en iftið þokað þar til samkomulags, að því talið er. Af hálfu Vesturveldanna hef g ur verið lögð áherzla á, að g ná fyrst samkomulagi um flutn- 1 ingamálið, en Rússar hafa talið ;[ að semja beri um fleiri efni | samhliða. Þa hafa Rússar talið S eðlilegt, að þýzku ríkin semdu | sjálf sem mest um þetta efni | sín á milli. Hér væri um mál- | efni að ræða, sem fyrst og I fremst varðaði þýzku ríkin tvö. | Svo virðist, sem þessar vi5- | ræður hafi tafizt mest til J þessa vegna deilu um það formsatriði, hvort stórveldin j eigi að semja fyrst um aðal- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.