Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 5

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 5
6 Flugan fylgdist með bókatíðindum og skáldaspírum í teiti hjá Eddu útgáfu, leitaði að jólunum í Þjóðleikhúsinu og flögraði um á jólagleði. 8 Hrífst af einföldu lífi Labbi er enn í Mánum og hleypur á fjöll og tekur heljarstökk. 14 Að lifa af jólin Jólahald í kjölfar skilnaðar reynist mörgum erfitt enda felur það í sér breytingar á siðum og venjum sem flestir reyna að hafa eins ár eftir ár. 24 Tengsl Rithöfundarnir og bræðurnir Jón Hallur og Hermann Stefánssynir. 26 Músíkantinn sem Sigur Rós féll fyrir Með fyrstu plötunni sinni varð Sigurður Ár- mann tónlist- armaður að nokkurs konar „költ“. 28 Nælt í svarta blúndu Svört blúnda prýðir flíkur jafnt sem fylgi- hluti, skó og hús- búnað. 30 Hýrir strákar á hestbaki Kúrekamynd sem fjallar um sorglegt ást- arsamband tveggja manna. 32 Ævintýri John De Loreans Aðeins voru framleiddir tæplega 10 þúsund De Lorean DMC-12 tveggja sæta sportbílar. 34 Gjafahandbók dýrahringsins Sígild veggklukka er tilvaldin gjöf handa steingeitinni. 38 Allt á fullu hjá Aurelio Montes Þekktasti víngerðarmaður S-Ameríku. 40 Stjörnuspá Heildarmyndin í lífi bogmannsins er að taka stakkaskiptum. 42 Kona eins og ég Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor þætti spennandi að vera unglingur núna. 44 Krossgátan Hvað er að safna bókstaf í gleði? 46 Pistill Auður Jónsdóttir var í Garði fólksins. 4.12.2005 | 5 Forsíðumyndina tók Golli í stúdíói Morgunblaðsins 30. nóv- ember 2005. Lucio nefnist þessi spegill sem Siggi Anton hannaði. Nafnið er ítalskt og merkir „Sá sem færir þér ljósið“ og kemur nafngiftin til af því að á bak við spegilinn er ljósgjafi sem varpar birtu á vegginn sem hann hangir á. Gripurinn er smíðaður úr krossviði eða pvc- húðuðu efni með viðaráferð s.s. eik eða wenge. Hægt er að sjá mismunandi útgáfur hans í versluninni Iðu við Lækjargötu. Ýmislegt hafði áhrif á hönnun spegilsins að sögn Sigga. „Ég er alinn upp í „sixtís“ húsi sem hefur haft heilmikil áhrif á mig sem hönnuð,“ segir hann og bætir því við að hönnun frá miðbiki síðustu aldar heilli sig mjög, svo sem húsgögn Charles og Ray Eames. „Þegar ég fékk fyrst þessa hugmynd var ég enn í hönnunarnámi og nýkominn frá London. Þar villtist ég inn á næturklúbb sem kallast Home þar sem ég varð fyrir mjög sterkum áhrifum. Reyndar voru þeir ekki með neitt þessu líkt en þegar ég kom heim fékk ég það verkefni að saga út spónaplötu og ákvað að nota tækifærið og búa til grip sem myndi skapa jafn flotta stemningu heima hjá mér og var þar inni.“ Spegillinn | Siggi Anton Ís le ns k hö nn un Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jóns- dóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Brosandi fjölskyldur að undirbúa jólin; baka saman, skreyta saman, kaupa inn saman og gera eiginlega flest allt saman sem ætla má að pabbi, mamma og börnin þeirra, jafnvel stór- fjölskyldan eins og hún leggur sig, geta mögulega sameinast um. Fölskvalaus gleðin og heiðríkjan alltumlykjandi. Nokkurn veginn svona er myndin í huga flestra af undirbúningi jólanna og sjálfri jólahátíðinni; mestu fjölskylduhátíð ársins. Og svona finnst flestum að hún ætti að vera – og kappkosta að hafa hana. Þó ekki væri nema fyrir blessuð börnin segir fólk gjarnan þegar það reynir eftir bestu getu að púsla myndinni saman. Í nútímaþjóðfélagi þar sem skilnaðir eru eins tíðir og raun ber vitni vantar oft einhver púsl og sum passa ekki í myndina. Í umfjöllun Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur í Tímaritinu um jólin hjá sundruðum fjölskyldum kemur fram að jólin geta ekki síður verið þungbær tími fyrir fráskilda foreldra heldur en börnin, a.m.k. fyrst eftir að skilnaðinn. Börn- in sakna þess foreldris, sem þau eru ekki hjá um jólin, með þeim geta bærst alls konar tilfinningar sem þau ráða ekki við, svo sem reiði, vorkunnsemi og samviskubit, þótt þau hafi á engan hátt getað ráðið við aðstæður. Eigi þau góðar minningar um jólin á undan vilja þau engu breyta. Þetta vita velflestir for- eldrar. Þannig voru þeir líka sem börn og eru kannski á vissan hátt ennþá. Þrátt fyrir allt veraldarvafstrið eru minningar um liðin jól býsna djúpt greyptar í huga flestra. Beri skugga á er allt eins víst að bara til- hugsunin um jólin geri fólk dapurt. Áherslan á jólin sem fjölskylduhátíð minntu Erlu Sigurveigu Sigurð- ardóttur, einn viðmælandann í þessari umfjöllun, t.d. lengi vel á að fjöl- skylda hennar hafði sundrast. Það liðu fjórtán ár þar til hún tók jólagleði sína á ný. „… þegar dóttir mín var fædd, skipti það mig ótrúlega miklu máli að hafa allt pottþétt um jólin,“ segir hún og er nú í óðaönn að búa til fallega jólamynd fyrir sig og fjölskyldu sína. | vjon@mbl.is 04.12.05 Bræðurnir og rithöfundarnir Jón Hallur og Hermann Stefánssynir eru miklir vinir og það er enginn rembingur á milli þeirra. 24 L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.