Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 8
8 | 4.12.2005
L abbi í Mánum heitir Ólafur Þórarinsson og er einn nokkurra Ólafa ímóðurætt sinni sem sjaldan eru kallaðir annað en Labbi, þeirra á meðaler Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir. Hann verður því nefndur
Labbi í þessu spjalli. Labbi ætlaði að gefa út sólóplötu fyrir jólin en hætti við, þótt
hún væri tilbúin, og veltir nú fyrir sér útgáfu sumarplötu, tvöfaldrar, sem á jafnvel
að heita Sumarkveðja. Labbi segir að gaman væri að gera myndband við Sum-
arkveðju þar sem hann hoppar og skoppar úti í náttúrunni og fer jafnvel svona
eins og eitt heljarstökk fram af einhverri klettabrúninni, en hann byrjaði að æfa
fimleika fyrir nokkrum árum og er með tvo leikfimihópa á sínum snærum, einn á
Selfossi og annan í Reykjavík, auk fimleikahóps í Ármanni sem hann tilheyrir og
æfir með tvisvar í viku.
Ástæða þess að sólóplatan kom ekki út síðastliðið haust tengist reyndar ekki
leikfimi heldur endurfundum Mánanna, eins stórvelda íslenskrar poppsögu, sem
var stofnuð árið 1965, starfaði í tíu ár og gaf út þrjár plötur. Mánar eru Labbi
(söngur, gítar og þverflauta) bróðir hans Björn „Bassi“ (orgel), Guðmundur
Benediktsson (söngur og gítar), Smári Kristjánsson (bassi) og Ragnar Sigurjóns-
son (trommur) og var þeim hóað saman í fyrra til þess að hita upp fyrir Deep
Purple í Höllinni. Minna mátti það ekki vera.
Í framhaldi af því hafa Mánar haldið þrenna tónleika, þar af eina á Broadway,
þar sem prógrammið úr Höllinni var endurtekið, og nú er búið að gefa út dvd-
disk sem er heimild um tónleikana í fyrra. „Rótari Mána í gamla daga, Gunnar
Sigurgeirsson, elti okkur á æfingum með myndavél og tók síðan upp tónleikana.
Það hefur nú verið sett saman í eina heild. Einnig er á diskinum nýtt lag, Móðir
jörð, sem er ádeila eins og mörg okkar lög og myndskreytt með efni frá Ómari
Ólafur Þórarinsson tón-
listarmaður, best þekktur
sem Labbi í Mánum.
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
HRÍFST AF EINFÖLDU LÍFI
Labbi er enn í Mánum og hleypur á fjöll og tekur heljarstökk
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur