Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 36
36 | 4.12.2005 Riddaraklukka (Amaryllis) blómstrar í desember og fram eftir nýju ári. 1.980 kr. í potti. Ráðhúsblóm, Bankastræti. Meyjan hefur dálæti á einfaldleika og fágun, sem gott er að hafa í huga við gjafainnkaupin. Meyjan er að jafnaði ið- in, skilvirk, snyrtileg og skipulögð og kann því að meta allt sem auðveldar henni við það, til dæmis innbundið dagatal, rafræna dagbók, skjalatösku eða hvers konar skipulagstól. Meyjan er líka hrifin af hlutabréfum, enda hefur hún tals- vert viðskiptavit og þar af leiðandi gaman af því að fylgjast með verðbréfamarkaðinum. Meyjan nýtur ennfremur lík- amlegrar áreynslu enda stýrir hún húsi heilsu í sólarkort- inu. Þess vegna yrði hún himinlifandi yfir líkams- ræktarkorti, bók um erfiðan fjallaleiðangur eða jafnvel gjafakorti í nudd. Síðast en ekki síst hefur meyjan dálæti á gæludýrum svo hinir kjörkuðu geta brugðið á það ráð að gefa henni fiskinn eða hvolpinn sem hana hefur lengi langað til þess að eignast. Ferð í dýragarð, gerir sama gagn, ef út í það er farið. HUGMYNDIR Kort í líkamsrækt, rúlluskautar, nudd eða spa-með- ferð, hlutabréf, veski, taska (kona) lyklakippa, gæludýr, þrekhjól, hand- eða fótsnyrting (kona), dagbók, innbundið dagatal, gjafakort í tennis, planta, vínflaska, reiknivél, freyðibað (kona). Fótsnyrting er ein leið til þess að dekra við meyj- una. Algengt verð fyrir slíkan munað er 3.950 kr. Nike Patini- línuskautar. 8.690 kr. Intersport, Bíldshöfða, Smára- lind og Selfossi. MEYJA Lyklakippa úr silfri eftir Þorberg Hall- dórsson gullsmið. 5.000 kr. Brilliant, Laugavegi, Kringl- unni og Smáralind. GJAFAHANDBÓK DÝRAHRINGSINS Gullfiskar fást í mörgum stærðum og gerðum. Litlir gullfiskar eru á bilinu 350 til 950 kr., t.d. í Dýralandi, Kringlunni, Spönginni og Mjóddinni. Meyjan nýtur sín í freyðibaði. Ruby Red Slippers – glitrandi freyðibað – Rúbínrauður álagaseiður sem gerir innstu óskum hjartans kleift að rætast. Lush, Kringlunni og Laugavegi, 495 krónur. Ma Bar – súkkulaði- og appelsínu freyðibað með sykurmola. Ilmar eins og sælgæti, fyrir uppáhaldsmanneskjuna ykkar; mömmu, 395 kr. Fólk í steingeitarmerki er að jafnaði bæði agað og metnaðargjarnt og einbeitt og staðfast í metnaði sínum. Steingeitur eru líka hagsýnar og raunsæjar og því er gjöf sem nýtist á framabraut, í vinnu eða fjármálum afar viðeigandi. Hvernig væri fágað nafnspjaldabox, fjársýsluforrit, vönduð leðurtaska eða sígild veggklukka? Ef einhverjum þykir sín stein- geit of alvarleg eða skipulögð væri ekki úr vegi að taka gagnstæða stefnu og dekra við hana með lúxuskremi eða freyðibaði? Einstaklings- keppni höfðar líka til steingeitarinnar, hvernig væri tennisbúnaður eða golfsett? HUGMYNDIR Rakspíri, kölnarvatn, verðbréf, brún leðurskjalataska, kerti (kona), vandað veski, ilmolíur eða sápur (kona), kampavín, veggklukka, krist- alsvasi (kona) golfdót eða tennisspaði, fjársýsluforrit, flott vinnujakka- föt eða bindi, gæðavín, leikhúsmiðar, félagsskírteini í skemmtiklúbb, dansnámskeið. STEINGEIT Silkibindi. 3.900 kr. stykkið. Herrahúsið Adam, Laugavegi. Konuilmurinn euphoria frá Calvin Klein. 30 ml. Um 4.300 kr. Fæst í flestum snyrtivöruverslunum. Kventaska úr leðri. 37.300 kr. Max Mara, Hverfisgötu. Cityhall, veggklukka eftir Arne Jacobsen. 20.940 kr. Epal, Skeifunni. Pro Staff Jr. tennisspaði. 5.990 kr. Intersport, Bíldshöfða, Smára- lind, Selfossi. Kristalblómavasi, handunninn með 24 karata gyllingu. 4.990 kr. Tékk-Kristall, Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.