Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áeigin vegumum jólin ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 30 58 9 12 /2 00 5 Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðileg jól. 50 50 600 • www.hertz.is Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir Jólatilboð Toyota Corolla frá 3.571 kr. á dag Toyota Rav4 frá 4.471 kr. á dag Toyota Land Cruiser frá 5.071 kr. á dag Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging). Verð miðast við 7 daga leigu. Tilboð gildir til 15.01.2006 Sjá nánar á hertz.is FJÁRMÖGNUN menntaskóla í Borgarfirði gengur vonum framar og ef allt gengur að óskum getur skólastarf hafist haustið 2006, seg- ir Runólfur Ágústsson, rekt- or Viðskiptahá- skólans á Bifröst, en bætir við að næstu skref ráð- ist af svari Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra við formlegri umsókn sem send var ráðuneytinu fyrir hátt í mánuði. Runólfur segir hugmyndina að skólanum hafa vaknað í ágúst sl. og þá hafi verið settur á fót stýrihópur en skólinn er samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Borgarfjarð- arsveitar, Viðskiptaháskólans á Bif- röst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í stýrihópnum eru Ágúst Sigurðsson frá Hvanneyri, Helga Halldórsdóttir úr Borg- arbyggð og Þórvör Embla Guð- mundsdóttir úr Borgarfjarðarsveit auk Runólfs. Nú þegar hafa verið lögð fram drög að námskrá skólans og liggja fyrir hugmyndir að hönnun hús- næðis og segir Runólfur að hægt verði að hefja framkvæmdir fljót- lega eftir áramót ef svar ráðherra verður jákvætt. „Við sjáum það að skortur á framhaldsskóla í héraðinu er hindrun á frekari uppbyggingu háskólanna tveggja. Við erum með þrjá mjög öfluga grunnskóla og tvo öfluga háskóla og því vantar í raun framhaldsskóla til að klára þessa heildarmynd.“ Veruleg lækkun kostnaðar Uppi eru hugmyndir um að skóla- húsnæðið rísi í nýja miðbænum í Borgarnesi, á gamla fótboltavell- inum svokallaða, og er það ætlað 100 til 120 nemendum. Runólfur bendir á að kannaður hafi verið fjöldi ung- menna í héraðinu og talið er að mjög góður rekstrargrundvöllur sé fyrir framhaldsskóla þar. Hann segir stóran hluta nemenda í Borgarfirði fara í bóknám við aðra menntaskóla, bæði á Akureyri og í Reykjavík, og því leggist talsverður kostnaður á forelda, hvort sem leigð sé íbúð eða börnin dvelji á heimavist. Í lang- flestum tilvikum yrði því veruleg lækkun á kostnaði foreldra við nám barna sinna. Menntaskóli Borgarfjarðar yrði einkaskóli en Runólfur segir að skólagjöldum yrði stillt í hóf og lítur á gjöld Verzlunarskóla Íslands sem dæmi – þau voru 66 þúsund krónur fyrir núverandi skólaár. Námið verður til þriggja ára og er styrkur og forsenda fyrir því að reka svo lít- inn skóla á háu gæðastigi samstarfið við háskólana á svæðinu. Kennslan miðast við bóknám og yrði víðtækt samstarf við háskólana. „Gert er ráð fyrir að skólinn verði í tveimur deild- um, annars vegar félagsvísindadeild þar sem áhersla yrði lögð á fé- lagsvísindi og viðskipti en þar yrði kennt í samstarfi við Bifröst. Hins vegar yrði raunvísindadeild sem yrði kennd í samstarfi við háskólann á Hvanneyri.“ Skorað á ráðherra Á fundi sínum í síðustu viku álykt- aði Háskólaráð Borgarfjarðar um stuðning við verkefnið en einnig hafa Samband sveitarfélaga á Vestur- landi og Samfylkingarfélag Borg- arfjarðar gert hið sama. Runólfur segist merkja mikinn stuðning við verkefnið og væntir þess að fá já- kvætt svar frá menntamálaráðu- neytinu. Hann vísar til þess að málið sé gríðarmikilvægt fyrir héraðið og þarna sé verið að styrkja þekking- arsamfélag í Borgarfirði sem fer vaxandi. Spurður hvort gerlegt sé að manna skólann og hefja kennslu strax næsta haust ef umsóknin verð- ur samþykkt segir Runólfur að vandinn sé enginn. Hann gerir ráð fyrir að mjög auðvelt verði að manna kennarastöður en þar muni háskól- arnir einnig koma við sögu að ein- hverju leyti. Kennsla gæti hafist við Menntaskóla Borgarfjarðar haustið 2006 Vantar framhaldsskóla í heildarmyndina Myndin sýnir tillögu að húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar en þar gæti kennsla hafist næsta haust samþykki menntamálaráðuneytið umsókn heimamanna en hún er til skoðunar í ráðuneytinu. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Runólfur Ágústsson HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni um tvítugt sem grunaður er um kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á aldrinum 14-15 ára. Mun hann sitja í varðhaldi til 22. desember nk. Lögregla hefur rökstuddan grun um að brotin kunni að vera fleiri en þau sem hafa verið kærð. Lögreglu hafa borist fimm kær- ur á hendur manninum, og er hann grunaður um að hafa nauðgað stúlkunum, eða brotið lög með því að tæla þær til samræðis eða ann- arra kynferðismaka. Viðurlög við þessum brotum eru fangelsisvistun í allt að 16 ár. Ætluð brot mannsins fóru fram á tímabilinu 29. september til 12. desember. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær yfirheyrði lögregla manninn eftir að tvær stúlkur lögðu fram kæru, en honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þegar fleiri kærur bættust við var maðurinn handtekinn á ný og kraf- ist gæsluvarðhalds. Þrír vinir mannsins á staðnum? Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær, kemur fram að rannsókn vegna brota sem talið er að hafi verið framin í lok nóvember og 12. desember sé á frumstigi. Talið er að þrír vinir eða kunn- ingjar mannsins hafi verið á staðn- um þegar einhver brotana voru framin, og á lögregla eftir að hafa upp á þeim. Rannsóknari benti á að ef mað- urinn hefði gengið að halda frelsi sínu hefði hann haft tök á því að torvelda rannsókn, t.d. með því að hafa áhrif á vitni og jafnvel skjóta undan sönnunargögnum, og var gæsluvarðhalds krafist á grund- velli þessara rannsóknarhagsmuna. Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Grunaður um kynferð- isbrot gegn fimm 14–15 ára stúlkum MÁLEFNI Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra og Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi stýru Jafnréttisstofu, voru rædd á þing- flokksfundi Framsóknarflokksins í gær. Ríkislögmaður sat einnig fund- inn, að sögn Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns. Hann segir að þessi málefni hafi verið rædd á fund- inum að frumkvæði Árna. Eins og kunnugt er fékk Valgerður dæmdar bætur í Hæstarétti vegna starfsloka sinna hjá Jafnréttisstofu. Dómurinn sagði að ráðherra hefði bakað ríkinu skaðabótaábyrgð með því að knýja Valgerði til að láta af starfinu. Inntur eftir því hvort Árni njóti stuðnings þingflokksins segir Hjálm- ar: „Það er allt óbreytt varðandi það. Annars hefðu komið fram tillögur um annað og þær komu ekki fram.“ Hjálmar segir að menn virði að sjálf- sögðu niðurstöðu Hæstaréttar. „Og menn virða Valgerði Bjarnadóttur. En jafnframt virða menn þau góðu störf sem Árni Magnússon hefur ver- ið að vinna að í jafnréttismálum.“ Hjálmar segir að ríkislögmaður hafi á fundinum farið yfir lagalegan þátt málsins; þingflokkurinn hafi ekki áður gefið sér tíma til að fara ofan í málið, heldur aðeins rætt það laus- lega. Um það hvort málinu sé lokið af hálfu þingflokksins seg- ir Hjálmar: „Ég sé ekki betur.“ Hjálmar segir að tvö önnur mál hafi verið á dag- skrá fundarins í gær: Annars veg- ar hafi undirbún- ingur vinnustaðaheimsókna þing- flokksins á höfuðborgarsvæðinu verið ræddur og hins vegar málefnastarf og ýmis skipulagsmál. Siv gerði athugasemdir Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerði Siv Friðleifsdóttir al- þingismaður athugasemdir á þing- flokksfundinum við hvernig haldið hefði verið á málinu af hálfu félags- málaráðherra. Taldi hún sig ekki geta stutt hann í þessu máli. Aðrir þing- menn, sem voru á fundinum, lýstu yf- ir stuðningi við Árna. Dómur Hæstaréttar ræddur á þingflokksfundi Framsóknar „Staða málsins er óbreytt“ Hjálmar Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.