Morgunblaðið - 20.12.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 20.12.2005, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í síðustu viku senduverkefnastýrur Bar-áttuárs kvenna 2005 frá sér yfirlýsingu til for- sætisráðherra vegna heillaóskaskeytis sem sent var í nafni þjóðarinnar til Unnar Birnu Vilhjálms- dóttur þegar hún var kjör- in ungfrú heimur. Gagn- rýndu þær skeytasending- una og lýstu því meðal annars að þær teldu hana ekki við hæfi þar eð feg- urðarsamkeppnir ýttu undir einhæfar staðal- ímyndir um útlit og hlutverk kvenna í samfélaginu. Í kjölfar yf- irlýsingarinnar og annarrar gagn- rýni sem fram hefur komið í fjöl- miðlum vegna fegurðarsam- keppna, hefur mikil umræða skapast á vefsíðum sem vinsælar eru meðal ungmenna á netinu. Þar er víða að finna harðorðar yfirlýs- ingar í garð femínisma og femín- ista, til að mynda í færslum og tug- um ummæla á svarkerfum á síðunum kallarnir.is og malefnin- .com. „… Hvað er þetta annað en öfund út í eitt. Ég er nú ung stelpa, 24 og ég þoli ekki að heyra þess- ar kellingabeyglur fordæma henn- ar þátttöku. Þær dreymir um þetta sjálfar en þær hafa ekki neitt, eru sennilega feitar og ófríð- ar,“ segir á svarkerfi einnar vef- síðunnar. Katrín Anna Guðmundsdóttir er ein þeirra þriggja kvenna sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna heillaóskaskeytis forsætisráð- herra. Hún segist ekki hafa átt von á jafnmiklum viðbrögðum við yfirlýsingunni og raun ber vitni. „Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði sennilega ekki mjög vin- sælt, en við vildum engu að síður að þetta sjónarhorn kæmi fram,“ segir Katrín Anna. Þær sem stóðu að yfirlýsingunni hafi ekki orðið fyrir persónulegu áreiti vegna hennar en á einum stað hafi verið vísað inn á vefsíðu ungliðahóps Femínistafélagsins og þangað hafi borist margar athugasemdir. Spurð um hverjir það eru sem hafa uppi stór orð um femínista á vefsíðum þessa dagana segir hún að búast megi við að einkum sé þar um að ræða fólk í yngri aldurshóp- unum, fólk á aldrinum 15–30 ára. Myndast ekki þrýstingur á ungt fólk að vera andsnúið femínisma í öllum þeim skrifum sem nú má lesa á netinu? „Jú, þetta hefur áhrif. Við fundum það þegar við vorum að byrja í Femínistafélag- inu, þá tókum við fyrir klámvæð- inguna og síður sem ungir krakk- ar skoðuðu og vísuðu inn á mjög gróft klám. Þá varð til bylgja andsnúin femínisma. Það skapast einskonar múgæsingur. Í stað þess að fólk kynni sér málið og íhugi hvað við erum að segja verð- ur fólk ósjálfrátt á móti því án þess að kynna sér innihaldið.“ Katrín Anna segir kvenrétt- indabaráttuna erfiðasta á þeim sviðum sem tengjast umræðu um að konur séu hafðar upp á punt, hlutgervingu kvenna og klámvæð- ingu. „Allt í sambandi við þetta vekur mjög hörð viðbrögð,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að skiptar skoðanir séu meðal fem- ínista um ágæti fegurðarsam- keppna. „Það eru ekki eru allir femínistar á móti fegurðarsam- keppnum. Þetta tengist hins vegar baráttunni gegn staðalímyndum, en ég hef sjálf einbeitt mér að þeirri baráttu. Mér finnst það mik- ilvægt því hin ýmsu baráttumál femínista tengjast innbyrðis. Það verður ekkert launajafnrétti með- an það eru svona stífar staðal- ímyndir fyrir konur, því þær eiga þá ekki möguleika á að verða metnar á sama grundvelli og karl- menn og fá ekki sömu tækifæri og þeir.“ Berjast femínistar í nágranna- ríkjunum gegn fegurðarsam- keppni með sama hætti og gert er hér? „Þeir hafa gert það og ég býst við því að það sé þess vegna sem fegurðarsamkeppni er jaðar- fyrirbæri í þessum löndum. Þetta hefur verið gagnrýnt og það hefur verið barátta gegn þessu í mörg- um löndum,“ segir Katrín Anna. „Það er mikil útlitsdýrkun í gangi hérna og kannski meiri en í stórum samfélögum þar sem margbreytileikinn nýtur sín bet- ur,“ bætir hún við. „Ástæðan fyrir því að við gagnrýnum fegurðar- samkeppnir er vegna þess að þær skipa svona stóran sess í fjölmiðl- unum og allri umræðu á meðan önnur verkefni sem konur taka sér fyrir hendur fá ekki nærri því jafnmikla athygli. Þetta sendir svo sterk skilaboð um að þetta sé það mikilvægasta sem konur hafa fram að færa. Þess vegna gagn- rýnum við þetta, því konur hafa svo margt fram að færa umfram það að vera sætar. Ég sjálf myndi aldrei gagnrýna fegurðarsam- keppni ef þetta væri jaðarfyrir- bæri sem fáir sýndu áhuga. Þá væri meira hægt að tala um þetta sem frjálst val sem afmarkaður hópur hefði áhuga á og gæti sinnt í friði.“ „Femínistar hafa gagnrýnt feg- urðarsamkeppni frá upphafi og við værum ekki sjálfum okkur sam- kvæm ef við skiptum allt í einu um skoðun bara vegna þess að Ísland vann,“ segir Katrín Anna Guð- mundsdóttir. Fréttaskýring | Fólk sem gagnrýnir fegurðarsamkeppni skammað á netinu Mikil útlitsdýrkun Skiptar skoðanir meðal femínista um ágæti fegurðarsamkeppna Frá Miss World-keppninni í Kína á dögunum. Fallegar konur hluti af íslenskri þjóðerniskennd  Í meistaraprófsritgerð sem Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur lauk árið 1998 og nefndist The Amazing Beauty of Icelandic Women, nationalism, purity and the American gaze voru helstu niðurstöður þær að ímyndin um fallegar konur væri hluti af íslenskri þjóðerniskennd. Fegurðardrottningar hefðu að vissu leyti tekið við af fjallkon- unni. Þær væru klæddar upp á, settar á stall og tilbeðnar í vissum skilningi. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁRLEG sólstöðuhátíð Ásatrúar- félagsins verður haldin í Öskjuhlíð á morgun, en hátíð á vetrarsólstöðum hefur líklega verið haldin allt frá landnámi. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, segir það liggja í eðli Íslendinga að halda hátíð þegar sólin fer að rísa á himninum. Hún segir að hátíðin sé eins og hvert ann- að blót. „Þarna mætir mikill fjöldi fólks sem er ekki heiðið en er vant að halda upp á það þegar sólin rís. Við byrjum á að helga staðinn og lýsa sáttum og griðum eins og alltaf. Við erum líka með eldker og kveikjum eld til að minna á sólina og segjum söguna af Frey og Gerði Gímisdótt- ur sem var dóttir jötuns,“ segir hún og fræðir blaðamann um innihald sögunnar. „Freyr er frjósemisgoðið og eins og margir á norðlægum slóð- um tók hann mikið þunglyndi um haust. Enginn vissi hvað amaði að honum en þá var hann svona ást- fanginn, því hann hafði séð Gerði sem lýsti af. Hún var birtan. Þjónn hans var sendur til að biðja hennar og hún játaðist honum og þannig kom til ljósið. Þetta er sem sagt brúðkaup Freys og Gerðar Gímis- dóttur, sem er tákn birtunnar og sól- arinnar.“ Siðfestuathöfn eykur á hátíðleikann Hátíðargestir munu hittast við Kaffi Nauthól klukkan korter í sex og svo verður gengin blysför upp að hátíðarsvæðinu þar sem eldurinn er. Þar verður líka helgur hringur eins og er alltaf hjá ásatrúarmönnum. Að þessu sinni fer einnig fram siðfestu- athöfn, en henni svipar til fermingar í kirkjunni. „Það er dálítið hátíðlegt líka og setur áreiðanlega svip sinn á þessa stund,“ segir Jóhanna. Hún segir hátíðina opna öllum og að margir mæti þangað, sérstaklega með börn. „Þau hafa gaman af þessu, enda er þetta eldur, birta og gleði. Oft hefur fólk svo fengið sér kaffi í Nauthóli eða Perlunni á eftir til að halda áfram að gleðjast saman,“ seg- ir Jóhanna. „Mér finnst rétt að benda fólki á að þeir sem koma þakka oft vel fyrir sig og finnst mjög gaman að geta farið eitthvert til að halda upp á endurris sólarinnar. Það er bara þannig að fólki á norðlægum slóðum finnst gott að vita að sólin er að hækka aftur og líka að geta tjáð þessa gleði. Við fögnum því innilega og það eru allir velkomnir til okkar í þessum tilgangi.“ Ásatrúarfélagið heldur sólstöðuhátíð í Öskjuhlíð á morgun Eldur, birta og gleði til að fagna endurrisi sólar Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is UNDANFARIN ár hafa nemendur í Álftanesskóla keypt jólapakka fyrir um 250–300 kr. og skipt þeim sín á milli en í ár var þeirri hefð breytt og gáfu nemendur andvirði gjafanna til hjálparstarfs Rauða krossins í Pakistan. Hvert barn í skólanum skilaði svipaðri upphæð í lokuðu umslagi og var framlagið afhent Rauða krossinum í gær. Börn í 1.–4. bekk skólans og foreldrar þeirra stóðu í liðinni viku fyrir fatasöfnun fyrir börn í Chagcharean í Vestur-Afganistan og var afrakstur söfnunarinnar einnig afhendur Rauða krossinum í gær. Fötunum verður dreift af íslenskum frið- argæslumönnum til barna í litlum þorpum á af- skekktu svæði í Afganistan. Þá afhenti Rauða kross deild Álftaness börnum í 1. bekk glit- og merkja- vesti. Á skólaskemmtun starfsmanna skólans skiluðu starfsmenn svo inn lokuðu umslagi með frjálsu framlagi og verður afrakstur þeirrar söfnunar not- aður til styrkja Barna- og unglingageðdeild. Morgunblaðið/Kristinn Börn í Álftanesskóla styrkja hjálparstarfið í Pakistan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.