Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DAGUR B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi R-listans, lýsti því yfir á
blaðamannafundi í Iðu í gær að hann
gæfi kost á sér í efsta sætið á fram-
boðslista Samfylkingarinnar í kom-
andi prófkjöri vegna borgarstjórn-
arkosninganna í vor. Hann kynnti á
sama tíma sjö áhersluatriði sem
hann vill ná fram í borgarstjórn.
Steinunn V. Óskarsdóttir borgar-
stjóri og Stefán Jón Hafstein borg-
arfulltrúi sækjast einnig eftir efsta
sætinu. Prófkjörið fer fram dagana
11. og 12. febrúar nk.
Dagur tók sæti í borgarstjórn
vorið 2002 eftir að hafa skipað átt-
unda sætið á framboðslista R-list-
ans. Hann var þá óflokksbundinn en
fyrr í vetur gekk hann formlega til
liðs við Samfylkinguna. Dagur sagði
í viðtali við Morgunblaðið í ágúst sl.
að hann gerði ekki ráð fyrir því að
fara í framboð í næstu kosningum ef
flokkarnir þrír, sem standa að
R-listanum, biðu fram hver í sínu
lagi. En hvað hefur breyst síðan þá?
„Ég á mjög erfitt með að sitja þegj-
andi, með hendur í skauti, og horfa
upp á stöðuna eins og hún er núna,
þ.e. Reykjavíkurlistinn hefur skilið
eftir sig ákveðið tómarúm og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur nýtt sér það
til sóknar. Ég tel að það sé óverð-
skuldað. Við erum búin að skapa hér
nýja Reykjavík sem er kraftmikil og
skemmtileg og það er meiri upp-
bygging í borginni en nokkru sinni
áður. Við þær aðstæður er ekki rétti
tíminn til að hætta. Þess vegna hef
ég endurskoðað hug minn og ákveð-
ið að bjóða mig fram. En ég leyni því
ekki að það þurfa allir að leggjast á
þær árar. Við þurfum að efna til
stórs og myndarlegs prófkjörs með
mörgum góðum frambjóðendum.“
Hann bætir því við að hann telji að
Samfylkingin geti náð um 35 til 40
prósenta fylgi í Reykjavík.
Baráttan verði til sóma
Dagur kveðst aðspurður ekki vera
að lýsa neinu vantrausti á einn né
neinn með framboði sínu. Þeir sem
þegar hafi lýst yfir framboði í fyrsta
sætið séu mjög öflugir frambjóðend-
ur. „Ég held það sé margra mat að
það geri prófkjörið öflugra, stærra
og kraftmeira ef fleiri bætast í hóp-
inn. Ég held að við munum öll bera
gæfu til þess að heyja þessa baráttu
þannig að hún verði til sóma og að
Samfylkingin og framboð hennar
eflist.“
Inntur eftir því hvort hann fari
fram með stuðningi Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, formanns Sam-
fylkingarinnar, og annarra í forystu
flokksins segir hann:
„Ingibjörg hefur upp-
lýst í samtali við
Fréttablaðið að hún
hafi hvatt mig sannar-
lega til að fara í fram-
boð. Svo er vitanlega
um marga fleiri sem
teljast til forystu Sam-
fylkingarinnar. Ég er
auðvitað mjög ánægð-
ur með þá hvatningu
en ákvörðunin um að
fara fram og að sækj-
ast eftir forystu á list-
anum er ákvörðun sem
ég tek einn.“ Spurður
hvort hann muni taka
sæti neðar á listanum
nái hann ekki fyrsta
sætinu segir hann: „Að
sjálfsögðu.“
Dagur kynnti
áhersluatriði sín, til
næstu fimm ára, á
blaðamannafundinum í
gær, undir heitinu:
Nýja Reykjavík: kraftmikil,
skemmtileg, örugg og heilbrigð. Þar
segir hann m.a að sex þúsund íbúðir,
af öllum stærðum og gerðum, geti
risið í Reykjavík á næstu fimm ár-
um. Einnig vill hann m.a. að unnið
verði að andlitslyftingu svæðisins í
kringum Hlemm og að fyrstu áfang-
ar byggðar í Vatnsmýrinni verði að
veruleika.
Hann vill ennfremur að Öskjuhlíð-
argöng og Sundabraut verði fyrstar
á dagskrá til að fjölga stofnbrautum
frá austri til vesturs og þá vill hann
að svonefndar stokkalausnir á
Miklubraut verði kannaðar í stað
mislægra gatnamóta. Sömuleiðis vill
hann að borgin taki yfir málefni
aldraðra, fatlaðra og heilsugæslunn-
ar og að löggæslan verði efld og
gerð sýnilegri í hverfum borgarinn-
ar. Einnig vill hann auka áhrif for-
eldra í skólastarfi og opna dyr skól-
anna fyrir íþróttafélögum og
tónlistarskólum. Þá vill hann útrýma
launamun kynjanna hjá Reykjavík-
urborg.
Stefnir
á fyrsta
sætið
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi kynnti fram-
boð sitt á blaðamannafundi í Iðu í gær.
Dagur B. Eggertsson gefur áfram kost á sér
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi.
2. Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarfulltrúi.
3. Gísli Marteinn Baldursson,
dagskrárgerðarmaður og
varaborgarfulltrúi.
4. Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi.
5. Júlíus Vífill Ingvarsson
lögfræðingur.
6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
ráðgjafi mennt málaráðherra.
7. Jórunn Ósk Frímannsdóttir,
júkrunarfræðingur
og varaborgarfulltrúi.
8. Sif Sigfúsdóttir,
MA í mannauðsstjórnun.
9. Bolli Skúlason Thoroddsen,
formaður Heimdallar.
10. Marta Guðjónsdóttir,
kennari við Tjarnarskóla.
11. Ragnar Sær Ragnarsson
leikskólakennari.
12. Kristján Guðmundsson
húsasmíðameistari.
13. Björn Gíslason
slökkviliðsmaður.
14. Áslaug Friðriksdóttir
framkvæmdastjóri.
15. Elínbjörg Magnúsdóttir,
sérhæfður fiskvinnslumaður.
16. Helga Kristín Auðunsdóttir
viðskiptalögfræðingur.
17. Rúnar Freyr Gíslason
leikari.
18. Stefanía Katrín Karlsdóttir
viðskiptafræðingur MBA.
19. Magnús Þór Gylfason
viðskiptafræðingur.
20. Guðrún P. Ólafsdóttir
viðskiptafræðingur.
21. Einar Eiríksson kaupmaður.
22. Kristinn Vilbergsson
framkvæmdastjóri.
23. Ágústa Guðmundsdóttir
prófessor.
24. Sveinn Scheving öryrki.
25. Helga Steffensen
brúðuleikari.
26. Ellen Margrét Ingvadóttir,
lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi.
27. Jóna Gróa Sigurðardóttir,
húsmóðir og háskólanemi.
28. Magnús L. Sveinsson,
fyrrverandi fomaður VR.
29. Inga Jóna Þórðardóttir
viðskiptafræðingur.
30. Birgir Ísleifur Gunnarsson,
fyrrverandi Seðlabankastjóri.
„ÞETTA er í fyrsta sinn í sögu
flokksins, er mér óhætt að fullyrða,
sem algjört jafnræði er milli
kynjanna,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn Reykja-
víkur, um framboðslista flokksins
fyrir komandi borgarstjórnarkosn-
ingar.
Listinn var samþykktur á fundi
Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík í gær. Efstu
þrettán sætin eru óbreytt frá úrslit-
um prófkjörsins í byrjun nóvember.
Þrjátíu manns skipa listann; fimm-
tán konur og fimmtán karlar. Í sex-
tán efstu sætunum eru átta konur og
átta karlar. „Þetta er samhentur og
öflugur listi,“ segir Vilhjálmur, sem
skipar efsta sætið.
Vísar orðum Dags á bug
Dagur B. Eggertsson borg-
arfulltrúi sagði, er hann kynnti
framboð sitt í efsta sæti Samfylking-
arinnar í gær, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði nýtt sér til sóknar það
tómarúm sem R-listinn hefði skilið
eftir sig. Vilhjálmur kveðst að-
spurður vísa þessum orðum Dags til
föðurhúsanna. „Við höfum ekki verið
að nýta okkur eitt eða neitt tóma-
rúm, heldur höfum við verið að vinna
okkar starf og okkar málefnavinnu,“
segir hann. Sjálfstæðismenn hafi
verið að vinna vel allt kjörtímabilið.
Jafnt
hlutfall
karla og
kvenna
Framboðslisti sjálfstæðismanna samþykktur í Reykjavík
Morgunblaðið/Sverrir
Framboðslisti sjálfstæðismanna
STEFÁN J. Haf-
stein borgar-
fulltrúi kveðst
fagna því að
Dagur B. Egg-
ertsson skuli
vera genginn í
Samfylkinguna.
„Ég efast ekki
um að hann nái
góðum árangri og að hann verði
í einu af efstu sætunum. En þetta
breytir ekki neinu um þau áform
mín að halda því sæti sem ég er í
núna, þ.e. efsta sætinu,“ segir
Stefán um framboð Dags í efsta
sæti lista Samfylkingarinnar fyr-
ir borgarstjórnarkosningarnar í
vor.
Stefán segir að hann hafi lengi
talið að Dagur ætti heima í Sam-
fylkingunni. „Við höfum verið
miklir félagar og samherjar í
borgarstjórn,“ segir Stefán og
bætir við að Dagur komi til með
að styrkja listann.
Fagnar
komu Dags
STEINUNN V.
Óskarsdóttir
borgarstjóri seg-
ir að framboð
Dags B. Eggerts-
sonar hafi legið í
loftinu í nokkurn
tíma og að hún
fagni því að hann
sé nú búinn að
taka af skarið. Steinunn sækist
einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég
fagna öllum nýjum sem ganga til
liðs við Samfylkinguna. Það stefnir
í að þetta verði spennandi og
skemmtilegt prófkjör.
Ég held það sé gott að fá sem
flesta í þetta prófkjör því þá næst
fram mæling á því hvar fólk stend-
ur. Ég legg mín störf í dóm þeirra
sem taka þátt í prófkjörinu og við
sjáum til hver niðurstaðan verður.“
Stefnir í spenn-
andi prófkjör
Á HAUSTFUNDI Vísinda- og
tækniráðs var m.a. samþykkt
ályktun um að mikilvægt sé að
efla doktorsnám hér á landi. Ráð-
ið hvetur menntamálaráðherra til
að vinna að stefnumótun á þessu
sviði og eru háskólar hvattir til
þess að móta sér skýra stefnu um
rannsóknir og framhaldsnám með
hliðsjón af breytingum á starfs-
umhverfi þeirra.
Sjötti fundur ráðsins var hald-
inn í gær. Formaður ráðsins er
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra, en auk hans sitja í ráðinu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Árni M. Mathie-
sen, fjármálaráðherra, Einar Kr.
Guðfinnsson, sjávarútvegs-
ráðherra og Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra. Auk þess
eiga sæti í ráðinu 14 fulltrúar
vísinda, tækni og atvinnulífs.
Í tilkynningu segir, að hagstæð
umgjörð atvinnulífsins, góð
menntun, áræðni, rannsóknir og
þróunarstarfsemi hafi orðið fyr-
irtækjum hvatning til útrásar.
Samkeppnisstaða Íslands sé
sterkari nú en nokkru sinni fyrr
og hæfu og vel menntuðu fólki
hafi fjölgað í atvinnulífinu. Rann-
sóknar- og þróunarstarfi hafi
vaxið ásmegin og skilar það góð-
um árangri á mörgum sviðum.
Menntun, rannsóknir og öflugt
frumkvöðlastarf skipti miklu fyr-
ir áframhaldandi hagsæld í land-
inu.
„Þrátt fyrir að staðan sé góð er
hún að vissu leyti viðkvæm.
Halda þarf hátæknifyrirtækjum í
landinu og því skiptir farsæl hag-
stjórn miklu um framhaldið.
Leggja þarf meiri áherslu á
örugg fjarskipti og hagkvæma
gagnaflutninga samtímis greiðum
aðgangi að alþjóðlegum gagna-
netum sem skipta miklu í al-
þjóðlegri samkeppni. Hagnýting
hátækniþekkingar getur haft
mikil áhrif á efnahagsþróun hér
á landi á næstu árum.“
Þarf að efla
doktorsnám
„ÞETTA hefur tekist afskaplega
vel og ekki verið neitt vesen í
kringum þetta,“ segir Svanhvít
Júlíusdóttir, ritari Skólafélags
Menntaskólans í Reykjavík, um þá
ákvörðun félagsins í upphafi skóla-
árs að allir viðburðir félagslífsins
skyldu vera reyklausir. Þegar hafa
verið haldin tvö reyklaus skólaböll
og fór reyklaus árshátíð fram í
gærkvöldi.
Aðspurð segir Svanhvít að reglan
um reykleysi sé alltaf virt. „Á fyrsta
ballinu sem við héldum var eitthvað
um það að fólk vissi ekki af þessari
nýju reglu, en núna ættu allir að
hafa orðið varir við auglýsingar
okkar.“ Spurð hvort hún hefði fyr-
irfram átt von á því að það gengi
jafn snurðulaust að koma reykleys-
inu á svarar Svanhvít því játandi.
„Þar hjálpar vafalaust til að það eru
yfirhöfuð mjög fáir nemendur í MR
sem reykja, þannig að við bjugg-
umst í rauninni ekki við því að þetta
yrði eitthvert vesen. Þetta hefur
þannig gengið vonum framar.“
Spurð hvort hún viti til þess að
aðrir framhaldsskólar hafi farið að
fordæmi MR segist Svanhvít vita til
þess að Verslunarskóli Íslands hafi
tekið upp reykleysið í félagslífinu.
„Ég hugsa að hinir framhaldsskól-
arnir hljóti að taka þetta upp, hvort
sem það verður núna eða einhvern
tímann í nálægri framtíð. Enda
felst í því heilbrigð skynsemi.“
Reykleysið í MR
mælist vel fyrir