Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 24

Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 24
Akureyri | Þrír akureyrskir matreiðslumenn sem allir starfa á þekktum veitingastöðum í Reykjavík, lífguðu heldur betur upp á jólastemmninguna á sínum heimaslóðum á laugar- dag. Þeir mættu með um 20 skúlptúra á Ráðhústorg, sem þeir höfðu unnið úr ísklumpum. Forvinnan hafði staðið yfir vik- um saman og það var greinilegt að piltarnir höfðu lagt á sig ómælda vinnu, með fullri vinnu, enda unnið listaverk úr tæpum 6 tonnum af ís. Á myndinni eru listamennirnir Kjartan Marinó Kjartansson, Jónas Oddur Björnsson og Hallgrímur Frið- rik Sigurðarson við eitt verka sinna, eftirlíkingu af Akureyr- arkirkju. Morgunblaðið/Kristján Íslistaverk á Ráðhústorgi Jólastemning Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ómissandi liður í jólastemningunni í Borgarnesi er Jólaútvarp Óðals sem hljóm- ar hér árlega síðla í desember, á tíðninni fm 101,3. Það eru unglingar í félagsmiðstöðinni Óðali sem sjá um útvarpið. Fyrirtæki og stofnanir í héraði sjá sér leik á borði og aug- lýsa vörur og þjónustu í útvarpinu og styrkja um leið starfsemina. Unglingarnir létu sérstaklega gott af sér leiða og styrktu fjárhagslega tvo unga Borgnesinga; Ingu Björk Bjarnadóttur, vegna Bandaríkja- ferðar með einstökum börnum og Torfa Lárus Karlsson, sem nýkominn er heim frá Boston úr aðgerð.    Jólaútvarpinu lauk með tónleikum Skíta- mórals í beinni útsendingu. Fyrr um daginn voru pallborðsumræður í beinni útsend- ingu, fyrst með fulltrúum úr bæjarstjórn og síðan mættu fjórir mektarkarlmenn úr borgnesku samfélagi til skrafs og ráða- gerða. Þar sem fréttaritari er einarður tals- maður jafnréttis og telur að konur og karlar eigi að vera fulltrúar kvenna og karla í sam- félaginu, er óskiljanlegt hvers vegna konur voru ekki fengnar í síðari pallborðsumræð- urnar. Hér vantar ekki frambærilegar og duglegar konur. Í fyrrgreindum karlapall- borðsumræðum kom fram að hér búa og starfa fjölmargir erlendir verkamenn. Margir koma hingað með það að markmiði að vinna sem mest og senda launin sín til fjölskyldunnar í heimalandinu. Þó eru vís- bendingar um að sumir hafi áhuga á að setj- ast hér að og fá til sín fjölskyldur sínar. Það gæti sannarlega orðið samfélaginu hér til góða að auka á menningarlega fjölbreytni.    En eins og staðan er í nú er húsnæð- ismarkaðurinn löngu sprunginn. Og kannski þess vegna hefur fasteignaverð- sprengjan loksins náð til okkar. Einbýlis- hús og raðhús seljast á verði sem engan hefði dreymt um fyrir ári síðan. Fram- kvæmdir við nýbyggingar eru töluverðar og margt spennandi framundan. Að lokum vil ég óska íbúum Borgarbyggðar af báðum kynjum gleðilegrar jólahátíðar og jafnréttis á nýju ári! Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA Tónlistarfélag Ísa-fjarðar hefurákveðið að festa kaup á nýjum flygli sem verður í tónleikasalnum Hömrum. Félagið hefur staðið fyrir söfnunarátaki síðastliðnar vikur, en flyg- illinn, sem kostar 8,4 millj- ónir, er Steinway konsert- flygill og þykir tilvalinn fyrir Hamra. Enn hefur ekki safnast að fullu fyrir flyglinum, en söfnun verð- ur haldið áfram þar til flygillinn er að fullu greiddur. Ástæðuna fyrir því að farið er í kaupin nú er að annars vegar hefur krónan ekki verið sterkari í langan tíma og hins vegar að verð Steinway flygla hækki að jafnaði um 4% um hver áramót og sú upp- hæð sparist því við að fara í kaupin nú. Kaupa flygil Akureyri | Einn af viðskiptavinum Sparisjóðs Norð- lendinga, Steinunn Elsa Níelsdóttir á Akureyri, hlaut aðalvinninginn í VISA leiknum. Um er að ræða ferð fyrir tvo á Vetrarólympíuleikana 2006, sem eru þeir tuttugustu í röðinni og verða haldnir í Torino á Ítalíu í febrúar næstkomandi. Leifur Steinn Elísson, aðstoð- arframkvæmdarstjóri VISA, gerði sér ferð norður til Akureyrar og afhenti Steinunni vinninginn í höfuð- stöðvum Sparisjóðs Norðlendinga. Með þeim eru Örn Arnarson sparisjóðsstjóri og Orri Arnarsson, sonur Steinunnar. Hlaut aðalvinninginn Á Kaffivagninummá lesa ljóð meðítölsku kúnstn- eraletri og undir ein- kennisstafina J.S.: Kaffivagninn er hér enn eigendum til sóma Allra þjóða þyrstir menn þennan staðinn róma. Hungraðir hér hafa um nóg að velja sem held ég verði of langt upp að telja. Kaffivagninn er hér enn öllum mjög til gleði. Hérna ræða margir menn margt sem áður skeði, – bátamenn og bílstjórar bændur, smiðir, málarar, vitleysingar, vitringar, vinstrimenn og burgeisar, trillumenn og togarakallar, túristar og leikkonur snjallar. – Allir jafn vel una sér og um það flestum saman ber að þessi vagn sé vögnum öllum betri. Á Kaffi- vagninum pebl@mbl.is Dalvíkurbyggð | Bæjarráð Dalvíkurbyggð- ar fjallaði á fundi sínum um erindi frá for- eldrum tveggja barna í 8. bekk Dalvíkur- skóla, en þar kemur fram að þau geti ekki lengur unað við að börnunum þeirra sé ekki búin sú aðstaða sem þau eiga rétt á í skól- anum. Börn þeirra hafi verið í Húsabakka- skóla og auðvitað hafi þau gert sé grein fyrir að það yrði mikil breyting fyrir þau að skipta um skóla en þau hafi aldrei gert sér í hugarlund hvað beið þeirra. Bréfritarar tala um að í þessum 20 nemenda bekk ríki al- gjört agaleysi og enginn vinnufriður fyrir þau börn sem vilja læra og að bæði nem- endur og kennarar séu undir miklu álagi sökum vanlíðanar. Bréfritarar vilja taka það skýrt fram að þau eru ekki að kasta rýrð á störf kennara, að þau geri sér fulla grein fyrir að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta ástandið. Fram kemur að þau hafi þær upplýsingar að ekki sé til stofa til að tvískipta bekknum og það stang- ist á við það að þeim hafi verið sagt að nóg pláss væri í Dalvíkurskóla. Það sé alveg ljóst að skólinn og foreldrar hafa reynt að vinna bug á því ástandi sem þarna ríkir en ráða hreinlega ekki við verkefnið. Nú sé komið að bæjarstjórn og fræðsluráði að standa við þær fullyrðingar að börnin muni fá betri þjónustu í Dalvíkurskóla en á Húsabakka. Fram kom í umræðum að ýmsar ráðstaf- anir hafa þegar verið gerðar til að bregðast við þeim aðstæðum sem til staðar eru í til- greindum bekk. Upplýst var m.a. að það væri mat skólans að ekki væri til bóta að skipta bekkjardeildinni alfarið, en það væri gert í tilteknum verkefnum. Bæjarráð fól félags- og skólaþjónustunni að vinna áfram að úrlausn þessa máls og lýsti því jafnframt yfir að það beri fullt traust til skólaþjónustu og skólastjórnenda til að bregðast við þeim aðstæðum sem upp koma í skólastarfi á hverjum tíma. Börnunum ekki búin sú aðstaða sem þau eiga rétt á Fiskur og ferðaþjónusta | Ellefu manns voru fyrir helgi útskrifaðir úr námi sem staðið hefur yfir síðastliðið ár á vegum Verkalýðsfélags Húsavíkur og samstarfs- aðila. Námsleiðin heitir Fiskur og ferða- þjónusta. Námið gefur þeim sem útskrif- ast allt að 24 einingar til stúdentsprófs. Þetta er í fyrsta skiptið sem Verkalýðs- félag Húsavíkur kemur að námskeiði sem veitir þátttakendum einingar til stúdents- prófs og því er um að ræða stóra stund í sögu félagsins. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.