Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 27

Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 27 MINNSTAÐUR Helguvík | Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að afturkalla úthlutun á lóð til IPT sem ætluð var til byggingar stálröraverk- smiðju. Lóðina mun höfnin nýta sem geymslusvæði vegna inn- og útflutn- ings, meðal annars vegna fyrirhug- aðs álvers. Fulltrúar Reykjanesbæjar og bandaríska fyrirtækisins IPT undir- rituðu samning um aðstöðu við Helguvíkurhöfn fyrir rúmlega þrem- ur og hálfu ári, að viðstöddum iðn- aðarráðherra. Á vegum hafnarinnar var gengið í það að sprengja lóðina niður í hæð hafnarbakkans þótt IPT gæti ekki lagt fram tryggingar fyrir lóðagjöldum, og var grjótið notað í sjóvarnir meðfram ströndinni í Reykjanesbæ og í ýmis verkefni á vegum bæjarins. Síðan hefur IPT fengið fresti á fresti ofan án þess að framkvæmdir hafi byrjað. Að und- anförnu hefur strandað á því að fyr- irtækið hefur ekki náð samningum við lánastofnanir um fjármögnun verksmiðjunnar. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segir að ekki hafi þótt fært að halda þessari lóð lengur en ef eigendur IPT ljúki málinu gagnvart höfninni geti fyrirtækið fengið aðra lóð á iðnaðarsvæðinu við Helguvík. Í samþykkt atvinnu- og hafnaráðs kemur fram að Century Aluminium sem rekur Norðurál hafi sýnt áhuga á umræddri lóð þar sem hún henti vel fyrir hluta af starfsemi fyrirhug- aðs álvers við Helguvík. Þá telur ráð- ið mikilvægt að sköpuð sé aðstaða fyrir birgða- og gámasvæði fyrir starfsemi á iðnaðarsvæðinu. Pétur segir unnið af fullum krafti við afmörkun lóðar fyrir fyrirhugað álver og frumskýrslu um umhverf- ismat. Lóð verksmiðju IPT afturkölluð vegna álversins Morgunblaðið/Þorkell Grjót Farnar voru margar ferðir með grjót eftir sprengingar á lóð- inni sem IPT átti að fá. Keflavík | Ný viðbygging við hús Fjölbrautaskóla Suðurnesja var formlega afhent skólanum við skóla- slit haustannar um helgina. Hjálmar Árnason, formaður byggingar- nefndar, afhenti Oddnýju Harð- ardóttur skólameistara lykla að byggingunni. Sveitarfélögin á Suð- urnesjum og ríkið stóðu saman að framkvæmdinni og tóku sveit- arfélögin að sér að flýtifjármagna hana gegn því að fá síðar fjárveit- ingar á fjárlögum. Framkvæmdir hófust sumarið 2003 og var bygg- ingin tekin í notkun haustið 2004. Það var þó ekki fyrr en nú að bygg- ingarnefndin lauk formlega störfum með því að afhenda lyklavöldin. Lyklavöldin afhent Fjarðabyggð | Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2006 var samþykkt í vikunni og ber hún þess merki að uppbygging álvers á Reyð- arfirði hefur aukið umsvif í sveitarfé- laginu til muna. Tekjur sveitarfélagsins aukast mjög verulega á milli ára. Mest mun- ar um auknar skatttekjur en tekjur hafnarsjóðs hækka líka umtalsvert. Stærstum hluta aukinna tekna er varið til velferðarmála og aukinnar þjónustu við íbúana, en metnaður er lagður í uppbyggingu þjónustu. Áætlað er að tekjur sveitarfé- lagsins og stofnana nemi um 2.577 milljónum kr. en gjöld um 2.019 milljónum kr. Þar af eru tekjur að- alsjóðs og A-hluta stofnana 1.975 milljónir kr. og gjöld 1.623 milljónir kr. Rekstrarafgangur samstæðu er áætlaður 384 milljónir kr. að teknu tilliti til fjármagnsliða. Þá er áætlað að tæplega 1.400 milljónir kr. fari til framkvæmda. 5.000 íbúar í árslok 2006 Í forsendum áætlunar er gert ráð fyrir því að íbúum Fjarðabyggðar fjölgi verulega á árinu en þar munar mest um íbúa í starfsmannaþorpi Fjarðaáls. Í forsendum er gert ráð fyrir því að íbúar Fjarðabyggðar verði í lok ársins 2006 um 5.000 manns en þar af verða um 1.300 íbú- ar í starfsmannaþorpinu. Þá eru tekjur vegna fasteignagjalda mið- aðar við áætlaða hækkun á fast- eignamati og nýju húsnæði í Fjarða- byggð. Að þessu samanteknu munu skatttekjur hækka um 390 milljónir kr. eða um 35% á milli ára. Miðað við útgönguspá ársins 2005 er áætlað að tekjur allrar samstæðunnar hækki um 629 milljónir kr. Hækkun rekstrarútgjalda stafar að mestu leyti af aukningu í manna- haldi vegna stækkandi rekstrarein- inga sem fjölgun íbúa og aukin starf- semi í sveitarfélaginu kallar á. Aukning rekstrargjalda allrar sam- stæðunnar nemur 231 milljón kr. frá árinu 2005. Gert er ráð fyrir al- mennri hækkun launa um 3%. Rekstrarniðurstaða er því áætluð jákvæð eins og áður sagði sem nem- ur 384 milljónum kr. en áætlun árs- ins 2005 gerir ráð fyrir að rekstr- arafgangur verði 17,2 milljónir kr. – gangi áætlanir eftir. Er því um mik- inn bata í rekstri að ræða á árinu 2006 líkt og milli áranna 2004 og 2005. Fjárfestingar samstæðu eru áætl- aðar eins og áður sagði um 1.400 milljónir kr. Sé sú tala sundurliðuð frekar eru stærstu framkvæmdalið- irnir vegna gatnagerðar, 279 millj- ónir kr, framkvæmdir við skóla- mannvirki Reyðarfirði, 300 milljónir kr., og fjárfestingar í íþróttamann- virkum uppá 163 milljónir kr. Þá munu fjárfestingar hafnarsjóðs nema 336 milljónum kr., félagslegra íbúða 35 milljónum kr., fráveitu 78 milljónum kr. og vatnsveitu 30 millj- ónum kr. Á móti koma fjárfesting- artekjur alls að fjárhæð kr. 535 millj- ónir kr., þannig að nettófjárfesting er um 850 milljónir kr. Tímabundinni fjárþörf verður mætt með skammtímafjármögnun sem áætluð er á árinu 2006 verði 405 milljónir kr. Skóla- og íþróttahús klár Reiknað er með því að á árinu 2006 verði framkvæmdum við ný- byggingu Grunnskóla Reyðarfjarðar lokið og þá verður blómlegt starf skólanna í Fjarðabyggð komið í ný og glæsileg húsakynni og starfsemi grunnskóla, tónskóla og bókasafna komið undir eitt þak í öllum hverfum sveitarfélagsins. Ungmennahús verður einnig komið í fullan rekstur. Sveitarfélagið lætur ekki sitt eftir liggja í að bæta aðstöðu til íþrótta- iðkunar og á árinu verða tekin í notkun 3 ný glæsileg íþróttamann- virki en það eru Fjarðabyggð- arhöllin á Reyðarfirði, útisundlaug á Eskifirði og sundlaugarhús með fullbúinni líkamsræktaraðstöðu við sundlaugina í Neskaupstað. Þá verð- ur byggður upp gervigrasvöllur í Neskaupstað með dyggum stuðningi Samvinnufélags útgerðarmanna. Guðmundur Bjarnason er bæjar- stjóri Fjarðabyggðar. Gert ráð fyrir að skatttekjur sveitarfélagsins hækki um 35% á næsta ári Fjarðabyggð ætlar 1.400 millj- ónir til framkvæmda 2006 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sýður og kraumar í Neskaupstað Það er líflegt framundan í Fjarðabyggð og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir enn frekari uppbyggingu. Djúpivogur | Það hefur verið snjó- létt á undanförnum vikum á Djúpa- vogi, en um leið og snjórinn fellur fara börnin á stjá og eru þá sleð- arnir oft teknir fram. Bjartur Elí Egilsson sleðastjóri og Guðjón Rafn Steinsson sjást hér á góðu bruni.    Morgunblaðið/Andrés Skúlason Brunað í brekkum Vatnskápa mjakast | Lokið er við að steypa yfir 25.000 fermetra af svokallaðri vatnskápu Kárahnjúka- stíflu, sem svarar til ríflega 27% af verkinu í heild. Töluvert hefur verið hægt að steypa þrátt fyrir vetr- arríkið á hálendinu. Áfangar eru teknir í einni lotu sem getur varað allt að 60 klukkustundum. Ætla má að senn fari menn að fresta frekari steypuvinnu af þessu tagi til vors en hins vegar er gert ráð fyrir áfram- haldandi vinnu í yfirfallsþrónni norðan Kárahnjúkastíflu í allan vet- ur. Frá þessu greinir á vefnum kara- hnukar.is. AUSTURLAND Opel. fi‡ski gæ›ingurinn. JÓLIN NÁLGAST! NÁÐU FORSKOTI Á NÝJUM OPEL. *Mi›a› vi› bílasamning Glitnis me› 10% útb. og eftirstö›var í 84 mánu›i. Opel Astra Hatchback er fallegur og frábærlega smíðaður. Hann er líka vel búinn með ABS, skynvirku fjöðrunarkerfi, aksturstölvu og fjölda annarra skemmtilegra kosta. Hann er aflmikill en líka sparneytinn, lipur og rúmgóður. Astra fær fimm stjörnur í árekstrarprófi Euro NCAP. Hverjum Opel fylgir 100.000 kr. gjöf frá Bræðrunum Ormsson handa þeim sem þér þykir vænt um. Við hvetjum alla ökumenn til að aka varlega um hátíðarnar. VER‹ FRÁ A‹EINS: 1.695.000 kr. 10% ÚTBORGUN 169.500 kr. A‹EINS 22.810 kr. Á MÁNU‹I*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.