Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 31 Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Glæsilegir skartgripir Laugavegi 15 • sími 511 1900 • www.michelsen.biz DAGLEGT LÍF ferskt rósmarin smá sletta sítrónusafi svartur pipar Gott að marinera ólífurnar í sólar- hring. Amerískar súkkulaðibita- kökur 360 g púðursykur 200 g smjör (lint) 2 egg 1 tsk. matarsódi 500 g suðusúkkulaði (brytjað gróft) 21⁄4 bolli hveiti Sykur, smjör og egg hrært sam- an, hinu bætt út í. Deigið sett með tsk. á plötu, bakist í 5–10 mín. við 200 gráður. Spesíur 200 g flórsykur 400 g smjör 500 g hveiti Hnoðað vel og kælt í klst. (ef deig- ið er of blautt, bæta þá við smáhveiti eða flórsykri). Búnar til litlar kúlur, penslað með eggi og hökkuðum möndlum stráð yfir. Bakist við 180 gráður í 10–15 mín. Hrátt hangikjöt með melónu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Humarsnittur. DIMMASTI tími ársins er um þess- ar mundir og rannsóknir sýna að vetrarmyrkur og skammdegi hefur áhrif á fólk. Á vef Berlingske Tidende kemur fram að lýsing skiptir miklu fyrir lundarfarið og dagsljós er best. Maður hefur minni orku að vetri, finnur frekar fyrir þreytu, langar oftar í sætindi. Þessi einkenni eru léttvæg miðað við raunverulegt þunglyndi, að sögn geðlæknis við Hillerød-sjúkrahúsið í Danmörku. Klaus Martiny segir að ástæður fyr- ir þessu liggi reyndar ekki fyrir með vissu. Arkitektinn Asger Bay Christen- sen hefur sérhæft sig í lýsingu og segir hana skipta miklu fyrir lund- arfarið að vetri. Munur á A- og B-ljósi er mikill þar sem litbrigðin eru mun fleiri í svokölluðu A-ljósi sem líkist sólinni. Hins vegar eru flest herbergi sem fólk er í með svo- kölluðu B-ljósi og þá eru litbrigðin færri. Að mati Bay Christensen getur B-ljós í raun valdið depurð og jafn- vel þunglyndi þar sem það þurrkar t.d. slímhúðina í augunum, er ójafnt og streituvaldandi, að hans sögn. Lýsing í skamm- deginu  HEILSA FLESTUM þykir vænt um að fá jólagjafir sem gefandinn hefur sjálfur búið til. Hver kannast ekki við sælutilfinninguna sem fylgir því að opna jólapakka frá barni sínu á leikskólaaldri og í ljós koma gersemar sem barnið hefur sjálft búið til í skólanum sínum? Nú þegar styttist í jólin og snjórinn og frostið eru farin að láta finna fyrir sér, er um að gera fyrir þá sem kunna að fara með prjóna að grípa til þeirra og prjóna einfalda hluti eins og trefla og lauma þeim í jólapakka vina og vandamanna. Það fylgir því notaleg tilfinning að hafa hlýjan trefil um hálsinn úti í fjúkinu og hugsa til þess að sá sem bjó hann til, hafi verið inni í hlýjunni á að- ventunni og prjónað á meðan aðrir hlupu á milli búða í leit að gjöfum. Í prjónablaðinu Ýr má meðal annars finna einfaldar uppskriftir að treflum, húfum, sjölum og töskum sem tekur ekki langan tíma að búa til. Chili garn, UP 21 garn og Mohair garn, henta vel í það og í trefilinn sem stúlkan er með á myndinni þarf aðeins 2 dokkur af Chili garni. Málið á honum er 20 x 120 cm. Fitja skal upp 20 lykkjur á prjóna nr. 10 og prjóna garðaprjón (slétt á réttu, slétt á röngu). Fella svo laust af. Gripið í prjónana  JÓLAGJÖF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.