Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það sem af er þessu ári hef-ur lögregla og tollgæsla áÍslandi lagt hald á minnaaf fíkniefnum en á árinu 2004 en á hinn bóginn hefur skráð- um fíkniefnabrotum fjölgað um 8,5%. Þá hefur á þessu ári verið lagt hald á næstum jafnmargar kannabisplöntur og lagt var hald á síðustu fjögur ár þar á undan. Yf- irmaður fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík segir að skýr merki séu um að neysla fíkniefna aukist jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum frá rík- islögreglustjóra höfðu 1.754 fíkni- efnabrot verið skráð 13. desember sl. en þau voru 1.617 árið 2004. Mál- um sem varða innflutning, fram- leiðslu, sölu og dreifingu fækkar úr samtals 300 árið 2004 í 150 á árið 2005. Málum sem varða vörslu og dreifingu fjölgar aftur á móti úr um 1.200 árið 2004 í 1.309. Í flokknum „ýmis fíkniefnabrot“ fjölgaði brot- um úr um 175 í um 300. Á þessu ári hefur verið lagt hald á um 12,7 kíló af amfetamíni og um 4 kíló af metamfetamíni sem er töluvert meira magn amfetamíns en lagt var hald á í fyrra, sem þó var metár í þessu tilliti. Þá hefur svipað náðst af marijúana. Minna hefur hins vegar náðst af öðrum efnum, s.s. hassi, e-töflum og kókaíni en í fyrra. Þannig hefur verið lagt hald á um 11,7 kíló af hassi, 1 kíló af kókaíni og 1.300 e-töflur en í fyrra náðust um 37 kíló af hassi, 6,2 kíló af kókaíni og 7.500 e-töflur. Mun meira hefur verið lagt hald á LSD á síðustu tveimur árum en árin á undan. Yfir 4.000 stykki hafa verið gerð upptæk í ár og yfir 2.000 í fyrra. Lögreglan og tollgæslan fann nán- ast ekkert af þessum efnum á árunum 2002-2003. Rétt er að ítreka að upplýsingar fyrir árið 2005 ná til 13. desem- ber og í þeim eru t.a.m. ekki upplýsing- ar um fíkniefni sem lögreglan í Reykjavík lagði hald á fyrir helgi en vegna þess máls sitja nú tveir menn í gæsluvarðhaldi. Innlend framleiðsla Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að magntölur um haldlögð fíkniefni segi ekki alla sög- una enda geti þær sveiflast mjög til og eitt stórt mál skekkt myndina verulega. Einnig verði að horfa til þess að fíkniefnabrotum í heild fjölgi töluvert en hann telur að ástæðan fyrir fjölguninni sé tví- þætt; annars vegar séu skýr merki um aukna fíkniefnaneyslu og hins vegar hafi lögregla aukið eftirlit sitt með vörslu og neyslu fíkniefna. Eins og fyrr segir hefur aldrei verið lagt hald á jafnmargar kannabisplöntur og á þessu ári eða um 3.200. Ásgeir segir að innlend kannabisræktun hafi færst í vöxt á síðustu árum og nú sé svo komið að nánast allt marijúana sem neytt sé hér á landi sé innlend framleiðsla. Lögreglu hafi jafnvel borist upplýs- ingar um að íslenskt marijúana hafi verið boðið til sölu í Kaupmanna- höfn. Ásgeir segir hugsanlegt að marijúanað haf notað til að grei ir önnur fík fremur en að ræ in hér á landi blómleg að það sig að að selja þ lendis gegn gre peningum, þó geti ekki útilok með fullu. verði að hafa í h erlend yfirvöl væntanlega e varðbergi ga fíkniefnasmygli Íslandi og smyg áhættuminna e Auðveldara að framleiða amfetamín Nýlega var maður dæmdu framleiðslu á amfetamíni sinni í Kópavogi og ekki er síðan maður var handtek Keflavíkurflugvelli með umt magn af brennisteinssýru en er nauðsynleg til fram amfetamíns. Samkvæmt s frá Europol um fíkniefn leiðslu og -smygl á árunum 2004, kemur fram að fram framleiðsluaðferðum hafi m.a til þess að framleiðsla amfe er auðveldari en áður og f fram víða um álfuna. Ólögleg un og smygl með efni sem na leg eru til framleiðslu amfe hafi ennfremur færst í vöxt. Ásgeir segir erfitt að segja hversu mikið amfetamín sé leitt hér á landi. Lögregla sé bóginn fyllilega meðvituð u framleiðslan sé einfaldari e og að ekki sé nauðsynlegt framleiðendur amfetamíns a Fleiri fíkniefnab minna tekið af fíkn Aldrei lagt hald á fleiri kannabisplöntur og v íslenskt marijúana hafi verið boðið til sölu í Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is       )  +* +*  ,  *  - '  * ( " &  #   * #   * ! !.* ! !.*  #(" * /0  * /0  *  ) (* 123*  123*/ " %&'" ( ) )%(& %'" ))) $) # &%&** ('# %#'( ) %" * # *%)' # " 4  .M  /-/-/B$   !   Ásgeir Karlsson Fráleitt er að hægt sé að lækka mat-vælaverð hér á landi um 30% meðþví að afnema tolla á innfluttummatvælum eins og ákveðnir hag- fræðingar hafa bent á, segir Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ). Haraldur bendir á að verð á brauði og kornvöru hafi reynst um 67% hærra hér á landi en í Evrópusambandinu árið 2003 þrátt fyrir að kornvara sé flutt tollalaust hingað til lands. Verð á sykri, súkkulaði og sælgæti reyndist 61% hærra á sama tíma. Í skýrslu samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndunum, sem gerð var opinber fyrir skömmu, kom fram að verðlag á matvöru hér á landi væri að með- altali um 42% hærra en í löndum ESB. Þetta dæmi og fleiri í sama dúr benda eindregið til þess að verð á íslenskum búvörum sé ekki óeðlilega hátt samanborið við aðra matvöru, og að það séu ekki bara verndartollar sem haldi uppi háu verðlagi hér á landi, segir Haraldur. „Við viljum með þessu draga það fram að það að verndartollar verði felldir niður leiðir ekki endilega til þess að búvara lækki, þótt hún væri flutt inn.“ Samþjöppun og ónóg samkeppni Haraldur tekur undir orð Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra í Morgunblaðinu í gæ gja kep ma ing ma eig H Ha um af inn len á a ma spy áh 30% un Fráleitt að niðurfell lækki matarverð u Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Haraldur Benediktsson MÁLLÝSING Íslensk tunga heitir verk, semkomið er út í þremur bindumhjá forlaginu Eddu. Þar er ís- lensku máli lýst á 1.700 síðum og hefur því verið haldið fram að þetta sé viðamesta lýsing á tungunni, sem skrifuð hafi verið. Bindin heita Hljóð: Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, Orð: Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði og Setningar: Handbók um setn- ingafræði og eru aðalhöfundar Kristján Árnason prófessor, Guðrún Kvaran prófessor og Höskuldur Þráinsson prófessor, en fjöldi ann- arra lagði einnig hönd á plóg við rit- un þeirra. Mikill metnaður er á bak við bæk- urnar þrjár eins og fram kom í viðtali við Kristján, Guðrúnu og Höskuld í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag. Tíu ár eru frá því að ákveðið var að ráðast í verkið, sem naut styrks Lýðveldissjóðs. Segja höfundarnir að hugmynd verkefn- isstjórnar hafi verið að skrifaðar yrðu handbækur, sem gætu nýst ólíkum hópum notenda, enda væri brýn þörf á slíkum ritum um grunn- þætti málsins. Segir Höskuldur að rætt hafi verið að verja fénu til að skrifa kennslubækur, en þess í stað hafi verið afráðið að skrifa hand- bækur, sem nýst gætu höfundum kennslubóka. Í bindunum þremur er fjallað um íslenska tungu frá ýmsum hliðum og áhersla lögð á að gera efnið að- gengilegt. Í viðtalinu við höfundana er vikið að stöðu íslenskunnar um þessar mundir. Meðal annars er dregin í efa staðhæfing úr leiðara Morgun- blaðsins á Degi íslenskrar tungu um að íslenskan standi traustum fótum þrátt fyrir sókn enskunnar og spurt hvort það sé rétt; hvort ekki sé ástæða til að óttast áhrif enskunnar. Guðrún tekur undir þessi orð, Kristján segir að ekki megi sofna á verðinum gagnvart áhrifum ensk- unnar og Höskuldur ítrekar að fylgjast verði með því að tungan sé nothæf á öllum sviðum þjóðlífsins vegna þess að henni sé hætta búin um leið og hún verði ónothæf á ein- hverju sviði. Samhengisins vegna er rétt að taka fram að í umræddum leiðara sagði: „Það er hins vegar engin ástæða til að slaka á þótt tungan standi vel. Ýmis öfl sækja að henni og ber þar ekki síst að nefna hina alltumlykjandi ensku.“ Ef til vill vantar þarna óttann, en hann verður þó seint lykillinn að því að efla ís- lenska tungu. Hvað sem öðru líður er töluð íslenska á Íslandi, ekki enska. Ýmis teikn kunna að vera á lofti um það að málið sé að taka breytingum um þessar mundir, en þó er alls óvíst hvaða breytingar munu taka sér bólfestu og hverjar hverfa á ný. Og að hve miklu leyti ber að rekja þessar breytingar til ensku? Athyglisvert er að Kristján nefnir að Íslendingar noti ensku langmest af öllum Norðurlanda- þjóðum, en hins vegar sletti þeir ekki mest. Það má velta því fyrir sér hver niðurstaðan yrði ef íslensk tunga færi í læknisskoðun. Er tungan heil- brigð eða sjúklingur? Á hún framtíð fyrir sér eða er hún dauðvona? Er glasið hálffullt eða hálftómt? Í verkinu Íslensk tunga er reynd- ar að finna gagngera greiningu á ís- lensku. Hér er á ferð þarft rit og veglegt og ber að hrósa höfundum þess. Með Íslenskri tungu leggja höfundarnir sín lóð á vogarskálarn- ar til að auka veg tungunnar og við- halda henni. BÖRNIN Í TÓGÓ Hjónin Bera Þórisdóttir ogNjörður P. Njarðvík hafa unn- ið stórmerkilegt starf í þágu mun- aðarlausra barna í Afríkuríkinu Tógó. Samtök, sem þau hafa stofnað og nefnast SPES, reka barnaþorp í höfuðborg landsins. Þau hafa skuld- bundið sig til að hafa á sínum vegum börn til átján ára aldurs, sem fá þar heimili, mat, föt og lyf. Börnin ganga í leik- og grunnskóla í því hverfi, sem þau búa í. Í barnaþorpinu eru nú 42 börn á aldrinum 2 til 9 ára og mun þeim fjölga um 10 fyrir áramót- in. Framtak einstaklinga af þessu tagi er líklegt til að skila sér jafnvel og kannski betur en framlag opin- berra aðila. Í starfi þeirra Beru og Njarðar er engin yfirbygging. Engin stjórnunarkostnaður. Allir peningar sem safnast renna til barnanna. Í samtali við Njörð P. Njarðvík, sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær, kemur skýrt í ljós, hvernig svona starfsemi þróast áfram. Nú eru þau að byrja að gera meiri kröf- ur til skólans, sem börnin ganga í og velta því fyrir sér hvort það sé við- unandi, að börnin séu í skóla, þar sem hundrað börn eru í bekk með einn kennara og fátækleg kennslu- gögn. Um allan heim eru miklar umræð- ur um hvernig bezt sé að tryggja að það fé, sem sett er til aðstoðar við þróunarríkin skili sér til þeirra, sem það á að ganga til. Um allan heim er líka starfandi fólk eins og þau Bera og Njörður, sem hafa af hugsjóna- ástæðum hafizt handa um að hjálpa munaðarlausum og fátækum börn- um. Það er mikil spurning, hvort slík starfsemi er ekki betri farvegur fyr- ir þróunarhjálp en margt annað. Augljóst er að starfsemi SPES er að aukast. Fyrirhugaðar eru frekari framkvæmdir í Tógó. Starfsemi í öðrum Afríkuríkjum er til skoðunar og umræður um að setja upp stofnun í Brasilíu. Það er ánægjulegt að fylgjast með svo stórkostlegum árangri af starfi þeirra Beru og Njarðar. Stuðningur við það starf mun hjálpa nokkrum hópi munaðarlausra barna að kom- ast á legg, afla sér menntunar og standa á eigin fótum í lífinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.