Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LOKSINS eru ráðamenn að við-
urkenna óréttlætið sem við látum
yfir okkur ganga í sambandi við
að vernda landbúnað með með-
lögum og tollvernd.
Það er bara verst
að þó þeir séu til-
búnir að afnema með-
lögin sem þeir kalla
beingreiðslur, bæta
þeir því alltaf við að
breyta bara nafninu á
meðlaginu, úr bein-
greiðslum í eitthvert
nýtt og notalegra
nafn. Þeir eru alveg
staðráðnir í, hver og
einn einasti stjórn-
málaflokkur, að láta
okkur blæða áfram en
bara undir nýjum
formerkjum. „Að
halda uppi byggð í
landinu“ á það að
heita. Hvers vegna í
ósköpunum? Og
hverjum á að halda
uppi? Öllum? Eða
eingöngu út-
kjálkafólki undir
bröttum og berum
hlíðum? Og hvað er-
um við betur sett
með að hætta að
borga beingreiðslur ef við þurfum
svo að halda áfram að borga sömu
fjárhæð til bænda undir öðru
nafni?
Hættið þessu verndartali og
leyfið byggðunum að þróast eðli-
lega án afskiptasemi ríkisins.
Hættið þessari forsjárhyggju.
Bændur eru fullfærir um að
bjarga sér, og þótt sumir bregði
búi er það bara hið besta mál að
ein og ein jörð fari í „eyði“ í leið-
inni og breytist í frístundabyggð.
Bara rosalega gott mál. Með
breyttu mataræði þurfum við
heldur ekki allt þetta kjöt og full-
orðið fólk ætti alfarið að sneiða
hjá mjólkurvörum (sem eru
kannski góðar fyrir kálfa og börn
sem þurfa á vaxtarhormónum að
halda), en snúa sér að auknu fræ-,
grænmetis- og ávaxtaáti. Þar eru
t.d. margfalt kröftugri kalkgjafar
svo ég nefni bara eitt atriði.
Eitt finnst mér alveg draumur í
umræðunni, það er
þegar forsvarsmenn
bænda, nú eða bara
þeir sjálfir, spyrja
með þjósti hvort við
viljum sjá verk-
smiðjubúskap með er-
lendu, ódýru vinnu-
afli! Mér finnst bara
allt í lagi að hafa
verksmiðjubúskap og
erlent vinnuafl, en
bara að passa að
svindla ekki á því er-
lenda vinnuafli, með
einhverju fáránlega
lélegu kaupi. Borga
þeim sama kaup og
íslenskir samningar
segja til um.
Annars hafa margir
bændur landsins not-
að sér ódýrt vinnuafl
í tugi ára. „Au pair“
heitir það, þar sem
borgað er far ung-
linga til landsins og
þeir fá fæði og hús-
næði og einhvern lág-
marks vasapening
gegn vinnu á búinu.
Svo er eitt sem mig langar til að
koma á framfæri, nefnilega því, að
við sem erum að borga 42% meira
fyrir matinn okkar hér á landi
heldur en fólk í nágrannalönd-
unum, skulum ekki gleyma því, að
það er í raun miklu, miklu meira
sem við borgum, því við erum búin
að borga með framleiðslunni, áður
en við förum út í búð að versla.
Ekki gleyma því. Og það hæstu
styrki í heimi. Þannig að ef
beingreiðslur verða afnumdar með
öllu mætti lækka skattana sem því
nemur eða nota þá í uppgræðslu
þessarar eyðimerkur okkar sem
við köllum Ísland, svo og í
girðingar til að koma öllum búpen-
ingi í beitarhólf í eitt skipti fyrir
öll.
Hættið svo, góðir hálsar, að
stagast á því að kjötið af lömb-
unum sé eitthvað betra ef þau éta
þennan hverfandi gróður til fjalla.
Og hættið að fara með rangt mál í
sambandi við sjúkdóma hér. Hér
grassera ýmsir dýrasjúkdómar
sem þarf að sprauta gegn og
lömbin drekka svo mjólkina úr
sínum sprautuðu mæðrum. Hvorki
verra né betra en í útlöndum. Svo
er það ekki satt að við séum hætt
að borga með útflutningi á land-
búnaðarafurðum. Hver borgar t.d.
kaup og útgjöld kjötútflutnings-
kaupmannsins, Baldvins Jóns-
sonar?
Og Guðni (menntamálaráðherra
númer tvö) ætti að hætta að töngl-
ast á því að Ísland sé best og fal-
legast, og þannig koma sér undan
því að taka á vandamálunum. Það
eru milljón staðir í heiminum bæði
jafn fallegir og miklu fallegri og
með þúsundfalt meiri og fallegri
gróðri. Landið okkar er aftur á
móti í hræðilegum tötrum, svo
skömm er að. Ísland er því miður;
STÆRSTA eyðimörkin í Evrópu.
Afnemum alla landbúnaðartolla
og peningagreiðslur til bænda,
nema til þeirra sem græða upp
landið.
Það er tími til kominn að einka-
væða fjós og fjárhús. Ríkið á ekki
að standa í að framleiða mjólk og
kjöt. Bændur eru fullfærir um það
nú, eins og fyrir tíma bein-
greiðslna. Gleymið því heldur ekki
að bændamenningin er elsta
menningin í landinu. Við erum að
gera lítið úr þessari menningu
með því að borga með henni eins
og fátækum listamönnum, (sem
reyndar halda að aðeins list sé
menning) sem ekki geta séð sér
farborða án stuðnings frá hinu op-
inbera. Listamannalaun er það
fyrirbæri kallað. Nóg komið af
þessari óþarfa skattpíningu.
Heilsuhraust fólk á bara að sjá um
sig sjálft, án ríkisstuðnings. Og ef
það getur ekki framfleytt sér og
sínum á því sem það hefur valið
sér, þá á það bara að snúa sér að
einhverjum öðrum verkefnum.
Næga vinnu er að hafa í þessu
landi, svo mikið er víst.
Einkavæðum
fjós og fjárhús
Margrét Jónsdóttir fjallar
um landbúnaðarmál
’Það eru milljónstaðir í heim-
inum bæði jafn
fallegir og miklu
fallegri og með
þúsundfalt meiri
og fallegri
gróðri.‘
Margrét Jónsdóttir
Höfundur er kennari á Akranesi.
melteigur@simnet.is
TILEFNI þess að ég sest nú niður
og skrifa þessar línur er svar Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra við
fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar,
um kostnað vegna við-
gerða á varðskipinu
Ægi úti í Póllandi og
væri þá tekið tillit til
allra þátta. Við skulum
skoða mismun tilboðs
Slippstöðvarinnar á
Akureyri, í viðgerð á
v/s Ægi annars vegar
og hins vegar tilboðs
pólskrar skipa-
smíðastöðvar, í sama
verk. En eins og alþjóð
veit var pólska skipa-
smíðastöðin valin til
verksins, vegna þess að
tilboð Pólverjanna
þótti „HAGSTÆÐ-
ARA“. Svarið er svo
vita gagnslaust og
varla er hægt að segja
að þetta svar sé papp-
írsins virði, sem það er
skrifað á.
Ég skal víkja nánar
að þessum hörðu orð-
um mínum en fyrst vil
ég segja það að svo
virðist vera að þegar
ráðherrar svara fyr-
irspurnum þá reyna
þeir að svara þeim
þannig að þeir láti litlar
sem engar upplýsingar
frá sér um málið og
treysti á það að ekki
verði „kafað“ dýpra í
viðkomandi mál og á
þessi gagnrýni sér-
staklega við um dóms-
og kirkjumálaráð-
herra. Nú skulum við skoða nánar til-
boð Pólverjanna og þann endanlega
kostnað sem af því hlaust fyrir ríkið
(almenning í þessu landi). En nú
skulum við fara lauslega yfir svar
ráðherra við fyrirspurninni, en hann
tók það sérstaklega fram að svarið
byggðist á gögnum frá Landhelg-
isgæslunni:
Tilboðið frá Pólverjunum hljóðaði
upp á 1.559.065 evrur (en í svari
dómsmálaráðherra er gengi 74,9989
kr.) eða 116.928.160 kr. Þetta er fyrir
utan svokölluð aukaverk sem unnin
voru en þau voru upp á 104.445. Sam-
tals gera þessir báðir liðir 1.663.510.
En ekki er rétt að vera að blanda
aukaverkunum í þetta strax og bara
að skoða mismuninn á tilboðunum og
við skulum reyna að átta okkur á því
hvernig stóð á því að dýrari kost-
urinn var valinn þegar ákveðið var að
taka pólska tilboðinu þrátt fyrir að
tilboð Slippstöðvarinnar væri „að-
eins“ 11,20% hærra eða 1.733.734. En
hvers vegna held ég því fram að
pólska tilboðið hafi verið lakari kost-
ur en tilboðið frá Slippstöðinni? Jú,
það var eftir að sigla skipinu til og frá
Póllandi og ef satt skal segja þá þykir
mér siglingakostnaður skipsins ansi
lítill, 28.693 eða 2.151.943 kr. í 212
klst., eða til þess að sýna þessa tölu
enn betur þá er þarna um að ræða
tæpa 9 sólarhringa og að halda því
fram að aðeins kosti rúmlega 239.000
á sólarhring að gera skipið út þykir
mér „mjög“ lágt, síðan kemur liður
sem er gisting, dagpeningar og ferða-
kostnaður áhafnar
22.596, þá er ferða-
kostnaður, gisting og
dagpeningar vegna eft-
irlits með verkinu
69.454 eða 5.208.974 kr.
en það síðasta er að
pólska stöðin greiddi í
dagsektir, vegna tafa á
verklokum að upphæð
18.425 eða 1.381.855 kr.
Áðurnefnd aukaverk
(aukaverk eru þau verk
sem ekki eru inn í tilboði
og er beðið um fram-
kvæmd þeirra á seinni
stigum verksins) kost-
uðu 104.445 eða
7.833.260 kr. Samtals
eru þessir kostn-
aðarliðir, að frádregn-
um dagsektum
1.764.828 eða
132.360.159 kr., sem er
hærra en tilboðið hljóð-
aði upp á frá Slippstöð-
inni á Akureyri.
Nú skulum við skoða
tilboðið frá Slippstöð-
inni á Akureyri, en það
skal tekið fram að ég
áætla þarna kostnað
annan en tilboðið sjálft.
Tilboðið frá Slipp-
stöðinni á Akureyri
hljóðaði upp á 1.733.734
eða 130.028.143 kr.
Þetta er 11,20% hærra
en tilboðið frá Póllandi,
þannig að ef verkið hefði
verið unnið hjá Slipp-
stöðinni á Akureyri er ekki óvarlegt
að þar hefðu „aukaverkin“ verið
hærri sem þessu nemur eða 116.146
sem hefðu verið 8.710.855 kr. Samtals
hefðu þetta verið 1.849.860 eða
138.738.998 kr. Áætlaður VSK (út-
skattur,sem hlýst af verkinu og renn-
ur til ríkissjóðs) er þarna 27.302.052
kr. en það verður einnig að gera ráð
fyrir innskatti (innskattur er sá VSK
sem verktaki fær endurgreiddan frá
ríkissjóði og er hans VSK-kostnaður
verktaka af verkinu). Þessi kostn-
aður er áætlaður 7.311.545 kr. Sam-
tals hefði ríkissjóður fengið greiddan
VSK vegna verksins 19.990.507 kr.
Áætlaður ferðakostnaður og dagpen-
ingar áhafnar er 169.488 kr. Áætl-
aður eftirlitskostnaður 4.730.338 kr.
og áætlaður siglingakostnaður til og
frá Akureyri (miðað er við sigl-
ingakostnaðinn til og frá Póllandi)
væri 487.232 kr. Þegar allt þetta er
svo tekið saman hefði heildarkostn-
aðurinn hjá Slippstöðinni á Akureyri
verið 1.655.165 eða 124.135.529 kr.
Gróflega reiknað, þá hefði verið að
minnsta kosti 8.224.629 kr. ódýrara
að taka tilboði Slippstöðvarinnar á
Akureyri í þetta verk, en munurinn á
þessum tveimur tilboðum er 6,625%
þegar upp er staðið.
Þarna er um að ræða áþreif-
anlegan kostnað, það er ekki á mínu
færi að áætla þann tekjuskatt sem
starfsmenn Slippstöðvarinnar á Ak-
ureyri hefðu greitt til ríkissjóðs í
formi tekjuskatts og ekki er farið í að
reikna þann þjóðhagslega ávinning
sem hefði hlotist af því að verkið hefði
verið unnið hér á landi.
Ekki fæ ég með nokkru móti séð
að hagkvæmara hafi verið að senda
skipið til viðgerða til Póllands og fæ
ég ekki betur séð en að þeir aðilar
sem tóku um þetta ákvarðanir hafi
verið eitthvað annað að hugsa.
Kannski sannast það fornkveðna;
„Að í upphafi skyldi endinn skoða“.
Athugasemdir
vegna viðgerða
á v/s Ægi
Jóhann Elíasson fjallar
um kostnað vegna viðgerða
á varðskipinu Ægi
Jóhann Elíasson
’Ekki fæ égmeð nokkru
móti séð að hag-
kvæmara hafi
verið að senda
skipið til við-
gerða til Pól-
lands og fæ ég
ekki betur séð
en að þeir aðilar
sem tóku um
þetta ákvarð-
anir hafi verið
eitthvað annað
að hugsa.‘
Höfundur er fyrrverandi stýrimaður.