Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Óskað er eftir tilboði.
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Höfum til sölu sérlega vel staðsett húsnæði á jarðhæð. Húsnæðið er
um 230 fm og er í dag innréttað fyrir sjúkraþjálfun. Leigusamningur er
í gildi til 2010. Einnig er mögulegt að bæta við 105 fm á sömu hæð.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Heimilis.
Háteigsvegur
- Atvinnuhúsnæði á jarðhæð
Bræðraborgarstígur
Höfum fengið í sölu tvær íbúðir í fallegu fjölbýlishúsi með lyftu sem
er teiknað af Þóri Sandholt. Íbúðinar eru á 2. hæð og eru hvor um
sig um 140 fm.
Önnur þeirra er laus strax. Verð 26 og 26,5 millj. Nánari uppl. á
skrifstofu. 4873
MORGUNBLAÐIÐ gerir mér
þann heiður í gær að nefna nafn
mitt tvisvar í stuttum leiðara sín-
um. Sjálfsagt er að þakka fyrir sig
en fá í leiðinni að skjóta að örfáum
ábendingum. Leiðarahöfundi mis-
líkaði að tekið væri dæmi um verð á
blaðinu í samanburði við erlend
blöð og útlistaði mörg atriði sem
hefðu áhrif á verðlag þess. Undir
það má taka og allra síst dregið úr
menningarhlutverki blaðsins sem
það gegnir með miklum sóma.
Einnig nefnir hann að finna megi
dæmi um erlend dagblöð sem væru
bæði dýrari og ódýrari. Þetta var
einmitt það sem ég vildi fá blaðið til
að taka upp, líka varðandi búvörur.
Sem fjölmiðill hlýtur blaðið að
hafa þeim skyldum að gegna að
gefa lesendum sínum sem breiðasta
sýn á mál hverju sinni. Fréttablaðið
birti t.d. í sunnudagsblaði sínu (á
bls. 2) mynd sem sýndi hlutfall út-
gjalda til matvælakaupa í ýmsum
löndum Vestur-Evrópu, sem við
berum okkur saman við, auk þess
að geta um mismunandi virð-
isaukaskatt á matvæli. Laun vinnu-
afls, gengi og margt fleira skiptir
einnig máli þegar rætt er um hæð á
verðlagi.
Hvers vegna eru innfluttar
búvörur ekki ódýrari?
Korn, hveiti, ávextir, grænmeti
o.fl. er flutt inn tollalaust hér.
Raunar er yfir 50% af
hitaeiningaþörf þjóð-
arinnar uppfyllt með
innfluttum búvörum.
Samt var verðlag á
brauði og kornvörum
67% hærra hér á landi
en í ESB ríkjunum 15
(sem mynduðu banda-
lagið fyrir aust-
urstækkunina), árið
2003. Verð á sykri,
súkkulaði og sælgæti
var 61% hærra og
verð á öðrum mat-
vörum (áðurnefndum
vörum, auk mjólkur,
kjöts, fisks, olíum, feit-
metis, ávaxta og
grænmetis) 33%
hærra. Þetta hlýtur að
segja okkur að verð-
munur á matvælum
hér á landi sam-
anborið við nágranna-
löndin, á sér margar
skýringar.
Búvöruverð
fer lækkandi
Í grein minni vék ég
að því að Íslendingar eyddu lægra
hlutfalli af útgjöldum samkvæmt
vísitölu neysluverðs til matvæla-
kaupa en margar þjóðir Vestur- og
Suður -Evrópu þar sem verðlag er
lægra. Á síðustu árum hefur verið
unnið að því í fullri alvöru að lækka
verð á búvörum og verulegur ár-
angur náðst. Samkvæmt vísitölu
neysluverðs í desem-
ber fara 5,6% útgjalda
til kaupa á innlendum
búvörum og 0,7% til
kaupa á grænmeti
(innlent og innflutt).
Þetta hlutfall hefur og
farið hratt lækkandi
síðustu ár. Þó að tollar
takmarki innflutning á
mörgum þessara vara
hef ég hvergi rekist á
útreikninga á hvert
vægi þeir hafa í verð-
laginu í röksemda-
færslu þeirra sem um
þessi mál hafa skrifað
síðustu daga.
Að lokum
Ráðherrar utanrík-
ismála, landbúnaðar og
fjármála hafa svarað
til um þessi mál síð-
ustu daga í ljós-
vakamiðlum. Viðbrögð
þeirra hafa verið á
einn veg, yfir þessi mál
þurfi að fara með mál-
efnalegum hætti.
Bændur með sínar
góðu framleiðsluafurðir og jákvætt
framlag til byggðamála og varð-
veislu okkar menningararfs ganga
með opnum huga til þeirrar um-
ræðu.
Enn um matvælaverð
Erna Bjarnadóttir svarar
leiðara Morgunblaðsins
’Sem fjölmiðillhlýtur blaðið að
hafa þeim
skyldum að
gegna að gefa
lesendum sínum
sem breiðasta
sýn á mál
hverju sinni.‘
Erna Bjarnadóttir
Höfundur er hagfræðingur og starfar
sem forstöðumaður félagssviðs
Bændasamtaka Íslands.
Í FRÉTTUM og umræðunni hef-
ur farið nokkuð hátt að mannrétt-
indastjóri Evrópuráðsins var á ferð
um Ísland og hefur kynnt sér stöðu
ýmissa málaflokka. Hann komst
m.a. að þeirri niðurstöðu að nauð-
synlegt sé að breyta fyrirkomulagi
á vali á hæstarétt-
ardómurum.
Miklu minna fór fyr-
ir umræðu um merka
skýrslu umboðsmanns
Alþingis en hann hefur
það hlutverk m.a. að
hafa eftirlit með
stjórnsýslunni í land-
inu. Í skýrslu umboðs-
manns Alþingis fyrir
árið 2004 er beinskeytt
gagnrýni á það hvern-
ig dómsmálaráðherra
stóð að skipan hæsta-
réttardómara. Ég er á
því að skipan Ólafs Barkar Þor-
valdssonar í stöðu hæstaréttardóm-
ara á sínum tíma hafi verið vægast
sagt vafasöm og alls ekki byggst á
málefnalegum forsendum.
Á bls. 137 í skýrslu umboðs-
manns Alþingis fyrir árið 2004 seg-
ir:
„Ég tel að það sé ekki fallið til
þess að viðhalda og styrkja traust
manna á æðsta dóm-
stól þjóðarinnar ef val
á nýjum dómara leiðir
til verulegra opin-
berra deilna um hæfni
viðkomandi til að
gegna starfinu eða þá
aðferð sem viðhöfð
var við val á honum.
Það að mér skuli ber-
ast þrjár kvartanir
vegna ákvörðunar
dómsmálaráðherra um
veitingu sama emb-
ættis hæstaréttardóm-
ara og ég telji tilefni til að taka
þær til athugunar með þeim hætti
sem gert er í áliti þessu auk þeirr-
ar umræðu sem orðið hefur í þjóð-
félaginu um umrædda embætt-
isveitingu hæstaréttardómara og
þær næstu þar á undan hefur leitt
huga minn að því fyrirkomulagi
sem nú er viðhaft við val á hæsta-
réttardómurum.“
Björn Bjarnason hefur gefið í
skyn að hann muni að einhverju
leyti bregðast við gagnrýni mann-
réttindastjórans en ég á nú frekar
von á því að það verði í orði en á
borði. Hingað til hefur Björn
Bjarnason skellt skollaeyrum við
allri gagnrýni á skipan hæstarétt-
ardómara og verið í því tilliti for-
hertari en sjálfur George W. Bush
sem tók þó tillit til málefnalegrar
gagnrýni á skipan hæstaréttardóm-
ara í BNA.
Fleiri útlendingar
kallaðir til vitnis
Það er lenska stjórnvalda að
þegar þau eru lent í vandræðum á
að kalla til svokallaða „óháða“ er-
lenda sérfræðinga. Nú á að kalla
einhvern sérfræðing frá útlöndum
til þess að lesa í gegnum tvær
skýrslur um stöðu öryrkja. Hafró
kallar reglulega til „óháða“ erlenda
sérfræðinga þegar spár þeirra
hrynja mjög reglulega um svokall-
aða uppbyggingu fiskstofna.
Allir sem komnir eru til vits og
ára ættu að vera farnir að sjá að ef
raunverulegur vilji er til breytinga
þarf ekki að teygja lopann með því
að kalla á og ræða einhver álit er-
lendra sérfræðinga sem sumir
hverjir eru handvaldir af stjórn-
völdum.
Ef kjósendur vilja að vinir og
frændur verði hæstaréttardómarar
kjósa menn Sjálfstæðisflokkinn.
Ef kjósendur vilja að kjör ör-
yrkja og eldri borgara dragist aftur
úr kjörum annarra kjósa þeir
Framsókn.
Ef menn vilja sjá breytingar á
skipan hæstaréttardómara, hlut
eldri borgara réttan og árangurs-
ríka fiskveiðistjórn liggur beinast
við að styðja Frjálslynda flokkinn.
Er útlenskt
merkilegra?
Sigurjón Þórðarson
fjallar um þjóðfélagsmál
Sigurjón Þórðarson
’Það er lenska stjórn-valda að þegar þau eru
lent í vandræðum á að
kalla til svokallaða
„óháða“ erlenda sér-
fræðinga.‘
Höfndur er þingmaður.
ÞORKELL Helgason orku-
málastjóri ritar grein í umvönd-
unartóni (Er dyggð að spara orku?
Mbl. 10.12.05.), m.a. um orkusparnað.
Tilefnið er ráðstefna
vegna „eflingar“ Orku-
seturs á Akureyri til að
sinna orkusparnaði
þjóðarinnar. Má fagna
góðgjörnum áformum,
sem einum starfs-
manni er ætlað að
koma í verk með stuðn-
ingi ESB og KEA,
ásamt öðrum sem
sinna á vistvænu elds-
neyti. (Fyrir munu
vera tveir starfsmenn;
hefur annar umsjón
með jarðhitaleit en
hinn Orkusjóði.)
Ekki minnist orkumálastjóri á
fyrri og lærdómsrík orkusparn-
aðarverkefni sem að mestu runnu út í
sandinn. Ástæða þess að það gerðist
var líklega sú að verkefnin hlutu ekki
ómissandi stuðning en þau taka til
margra þátta, sumra tæknilegra,
annarra samfélagslegra og pólitískra
þar sem m.a. löggjöf, skatta- og tolla-
mál skipta máli. Einnig skipulagsmál
og mannlegt atferli.
Fyrir mörgum árum sat merkur
maður við gluggann sinn og horfði út
á Þingvallaveginn. Hann sá menn aka
þar um í tilgangleysi að því er honum
virtist. Hann drap niður
penna því hann skildi
ekki hví allur þessi fjöldi
gæti haft skemmtun af
því að aka Þingvalla-
hringinn. Hann gerði
sér ekki grein fyrir að
þeir gætu hver og einn
verið á leið milli áfanga-
staða í bráðnauðsyn-
legum tilgangi; stundum
að sjálfsögðu í tómri vit-
leysu.
Eins má segja að
orkumálastjóra sé farið
er hann segir að í ýms-
um greinum iðnaðar megi spara allt
að 35% og í fiskeldi enn meira, án
þess þó að það virðist gert. Vitnar
hann í útlendinga, máli sínu til stuðn-
ings, sem segja furðu gegna að menn
hafi heitt í húsum sínum og noti fjalla-
bíla í snatt.
Öll mannanna hegðun á sér skýr-
ingu, hvort sem um er að ræða
sunnudagsbíltúra og snatt eða að láta
ljós loga á ljósaseríum dag og nótt.
Kannski má beita einföldum stjórn-
valdslausnum, eins og einu sinni þeg-
ar mönnum datt í hug að slökkva á
öllum götuljósum í stóru bæjarfélagi
til þess að hægt væri að spara álag á
rafmagnskerfið meðan fólk sauð jóla-
hangiketið.
Ekki kaupir fjölskylda stóran al-
drifsbíl fyrir snatt. Hann er ætlaður
til mikilvægra nota vegna fjöl-
skyldustærðar, öryggistilfinningar,
útilegu, til að heimsækja ömmu á
Húsavík, Ísafirði eða í Reykjavík;
stundum fordildar vegna. Ekki má
útiloka að hann sé hagkvæmari en
aðrir bílar.
Ég rökræði þetta mál ekki frekar.
Orkumálastjóri bendir á heimasíðu
um Akureyrarráðstefnuna:
www.os.is/page/radstefna_orkunotk-
un. Er það að mestu safn af Power-
Point skjámyndum.
Einn fyrirlesara, Ragnheiður I.
Þórarinsdóttir, hefur mál sitt með
spurningunni: Er hvati til orkusparn-
aðar á Íslandi? Hún svarar að bragði
með stórum stöfum: NEI. En bætir
við: Hann gæti a.m.k. verið sýnilegri.
Meginefnið eru ellefu vafamál sem
flest eru raftækni- og fjárhagsleg
nema: Væri hægt að fá far með ná-
grannanum? Ekki svarar hún sér. Í
allri vinsemd má benda á að tala við
bíleigendur sem sameinast um akstur
og geyma farartæki sín á daginn við
Grindavíkurafleggjara og Geitháls.
Svar við spurningunum verða
væntanlega verkefni Orkuseturs á
Akureyri. Má óska því góðrar fram-
tíðar við að: Stuðla að aukinni vitund
almennings og fyrirtækja um hag-
kvæmari orkunotkun eins og stefna
þess er. Má vænta hagkvæmisvitund-
arvakningar í orkumálum.
Heiti greinar orkumálastjóra Er
dyggð að spara orku? skírskotar til
siðgæðis. Hann kemst sjálfur að ýms-
um niðurstöðum í greininni sem þó
gefa síður en svo haldgóðar vísbend-
ingar um hvert Orkustofnun vilji
stefna.
Orkustofnun er samkvæmt lögum
ríkisstjórninni til ráðuneytis um
orkumál og auðlindamál.
Nú spyr ég orkumálastjóra í allri
vinsemd: Hvaða tillögur hefur Orku-
stofnun lagt fyrir ríkisstjórnina um
orkusparnað? Hvaða markvissar
áætlanir hefur stofnunin á prjónum
aðrar en að ráða tvo starfsmenn til
Orkuseturs á Akureyri?
Orka og siðferði
Eggert Ásgeirsson
fjallar um orkumál
Eggert Ásgeirsson
’Hvaða tillögur hefurOrkustofnun lagt fyrir
ríkisstjórnina um orku-
sparnað?‘
Höfundur er eftirlaunamaður.
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i