Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður ArnarRóbertsson
fæddist í Reykjavík
20. maí 1967. Hann
lést af slysförum
mánudaginn 12.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Róbert Róberts-
son, f. 27. maí 1943,
og Bergþóra Sig-
urðardóttir, f. 2.
mars 1944, d. 19.
desember 2002.
Systur Sigurðar
Arnars eru Hulda
María, f. 30. apríl 1966, og Erna
Bryndís, f. 27. janúar 1975.
Synir Sigurðar Arnars eru Al-
exander, f. 15. ágúst 1991, móðir
Ester Erlingsdóttir, Róbert Orri,
f. 13. nóvember
1998,og Victor
Snær, f. 5. nóvem-
ber 2000, móðir Sig-
rún Garðarsdóttir.
Sigurður lærði
kjötiðn hjá Slátur-
félagi Suðurlands
og starfaði við það í
nokkur ár að námi
loknu. Samhliða því
starfaði hann við
þjónustu- og versl-
unarstörf í gegnum
árin. En síðastliðið
ár rak hann og
starfaði við veitingarekstur Cafe
Amor á Akureyri þar til hann lést.
Sigurður Arnar verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Mig langar að minnast Sigga
pabba eins og ég kallaði hann, hann
kom inn í mitt líf þegar ég var eins og
hálfs árs. Hann hugsaði um mig eins
og ekta son, hann Siggi pabbi var
einn besti maður sem ég hef kynnst.
Við fórum á hestbak og hann gerði
bestu núðlur og orkudrykki í heimi
og Siggi var góður við mig, sýndi ást
og umhyggju. Mér fannst líka gaman
þegar ég fór norður og fékk að gista
með strákunum og hafa kósýkvöld.
Það var sko frábært. Ég sakna hans
mikið og ætla að styðja við bakið á
bræðrum mínum sem hafa nú misst
pabba sinn. Guð geymir hann.
Kveðja.
Jóhann Sölvi.
Elsku pabbi, mér þykir svo vænt
um þig, þú ætlaðir að koma og heim-
sækja okkur í Reykjavík en komst
ekki, þú dóst.
Pabbi, þú varst svo skemmtilegur.
Ég sakna þín svo mikið. Þú varst svo
góður og þú leyfðir okkur allt.
Kveðja.
Róbert Orri.
Elsku pabbi. Ég elska þig svo mik-
ið, ég veit að guð er að passa þig. Ég
sakna þín svo mikið. Mig langar að
sjá þig.
Kveðja.
Viktor Snær.
Elsku pabbi sem við þráðum að faðma,
umvefja, elska,
vaxa með þér.
Líf þitt var svo stutt,
og hér erum við eftir
hugsandi um það
sem hefði getað orðið.
Kannski í eilífðinni,
fáum við að hlæja,
gráta og faðmast.
Margt er það,
sem minningarnar vekur
og þær eru það eina
sem enginn frá okkur tekur.
Ástarkveðjur.
Strákarnir þínir.
Elsku Siggi, ég á enn bágt með að
trúa að þetta sé raunveruleikinn, að
þú hafir verið tekinn frá okkur. Þetta
er eins og slæm martröð sem ég er
enn að vonast til að vakna upp frá.
Mín eina huggun er sú að ég veit að
mamma þín tekur á móti þér með op-
inn faðminn. Þú átt eftir fylgjast með
og hlúa að strákunum okkar og Alex-
ander sem allir bera hver sín ein-
kenni frá þér. Ég veit ekki hvernig
við komumst af án þín en í minning-
unni áttu alltaf eftir að vera yndis-
legur faðir og kærleiksríkur maður
sem allt vildir fyrir alla gera. Megi
guð varðveita þig og geyma.
Með kveðju.
Sigrún.
Elsku hjartans fallegi bróðir okk-
ar, það er ekki hægt að lýsa með orð-
um þeirri tilfinningu sem við upp-
lifðum morguninn 12. desember
síðastliðinn þegar okkur bárust þær
skelfilegu fréttir að þú værir farinn
frá okkur. Það er svo ótrúlegt að
hugsa til þess að eiga ekki von á sím-
tali frá þér eða að þú munir birtast
einn daginn óvænt hjá okkur eins og
þín var von og vísa.
Við skiljum ekki tilganginn þegar
svona ungur fallegur og ómetanleg-
ur maður er tekinn þetta fljótt á svo
sviplegan hátt, en vonum að hann sé
einhver.
Þín er svo sárt saknað, en þú veist
að þú munt ávallt lifa í hjörtum okk-
ar og hug.
Við reynum að leita huggunar í því
að nú sért þú í faðmi mömmu, afa og
ömmu og líði vel.
Elsku Siggi, við munum varðveita
allar minningarnar um þig í hjörtum
okkar og allar stundirnar sem við
áttum saman eru okkur ómetanleg-
ar.
Við vitum að enginn þekkti þig
eins og við gerðum og það er okkar
fjársjóður í minningunni um þig,
elskulegi fallegi bróðir okkar, sem
varst og ert okkur allt. Það voru
aldrei nein takmörk fyrir því hvað þú
vildir hjálpa og gera fyrir okkur.
Við elskum þig svo mikið, besti
bróðir í heimi, og með þessum orðum
kveðjum við þig að sinni.
Guð geymi þig.
Þínar systur
Hulda María og Erna Bryndís.
Þegar ég settist niður til að skrifa
nokkrar línur um hann frænda minn
Sigurð Arnar Róbertsson, þá reikaði
hugurinn til baka.
Ég var 14 ára þegar stóra systir
mín hún Bergþóra eignaðist þennan
litla dreng, sem hafði svo fallegt bros
að hann var fljótur að bræða hjartað
í manni. Þá áttu þau Bergþóra og
Róbert fyrir eina dóttur, hana Huldu
Maríu.
Þau systkinin urðu brátt óaðskilj-
anleg, þar sem Sigurður var, þar var
Hulda líka, ég held að henni hafi
fundist hún bera ábyrgð á honum frá
byrjun, þó að hún væri ekki nema
tæpum 13 mánuðum eldri. Hulda var
svo passasöm með litla bróður að
einhverju sinni þegar þau voru fjög-
urra og fimm ára og nýfarin út að
leika, kom Hulda María fljótt inn aft-
ur með Sigurð Arnar í eftirdragi.
Mamma hennar spyr hana: „Af
hverju eru þið strax komin inn aft-
ur?“ ,,Æ, mamma,“ sagði Hulda þá,
,,strákarnir voru að fara á flakk“.
Hún ætlaði sem sagt að vernda litla
bróður frá því að lenda á flakki.
En það er þannig með litla bræð-
ur, þeir stækka og verða jafnvel
„stóru bræður“ en litla systir Sig-
urðar Arnars, Erna Bryndís, fædd-
ist 1975.
Hann fylgdist vel með litlu systur
sinni þegar hún stækkaði, eins og
t.d. hvaða stráka hún væri að um-
gangast, hann lét þá jafnvel vita að
hann væri stóri bróðir hennar, svona
til að fyrirbyggja misskilning, ég
held að honum hafi ekki þótt neinn
nógu góður fyrir hana.
En nú þarf stóra systir að sleppa
hendinni af litla bróður sínum og
treysta Guði fyrir honum, en ég er
viss um að hann fylgist með ykkur
báðum áfram.
Eins er ég viss um að hann lítur til
með fallegu drengjunum sínum Al-
exander, Róbert Orra og Viktori
Snæ, sem honum var svo annt um.
Elsku Róbert minn, þetta er svo
sárt og óskiljanlegt, það eina sem við
getum huggað okkur við er að hann
er kominn í faðminn á henni mömmu
sinni sem hann saknaði svo sárt eftir
að hún dó.
Guð blessi okkur öll.
Jórunn Hulda Sigurðardóttir.
Elsku frændi, við söknum þín svo
mikið og þökkum fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við átt-
um með þér. Þú varst alltaf svo hlýr
og góður við okkur og sá besti frændi
sem hægt er að hugsa sér. Þú munt
ávallt lifa í hjörtum okkar. Við elsk-
um þig svo mikið.Knús og kossar.
Diljá Hrund, Yvonne María
og Camilla Hrund.
Með örfáum orðum viljum við
minnast elskulegs frænda okkar og
vinar, Sigurðar Arnars Róbertsson-
ar, sem svo snögglega var hrifinn
burt frá okkur hinn 12. desember sl.
Slysin gera ekki boð á undan sér –
svo mikið er víst og einhvern veginn
er maður alltaf óviðbúinn í slíkum til-
vikum, einkum þegar ungt fólk á í
hlut. Erfitt er að skilja hvað almætt-
inu gengur til. Enn einu sinni erum
við minnt á að hvað svo sem menn-
irnir áforma er það á endanum víst
Guð einn sem ræður för.
Í minningunni er myndin af Sigga
frænda einstaklega notaleg. Hann
var ekki maður margra orða en hlý
og þægileg nærvera einkenndi ætíð
allt hans fas og viðmót. Það var alltaf
gott að hitta hann. Einkum var eft-
irtektarvert hvað börnin í fjölskyld-
unni löðuðust að honum og hvað
hann var þeim góður.
Margir eiga um sárt að binda við
fráfall þessa elskulega drengs og er
með ólíkindum, hvað lagt hefur verið
á fjölskylduna á fáum árum. Biðjum
við góðan Guð að styðja og styrkja
drengina hans, Róbert og fjölskyld-
una alla á þessum erfiða tíma og
létta þeim byrðar morgundagsins.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Sigurðar
Arnars.
Anna, Guðmundur,
Gunnhildur Ásta, Erla
Dögg og Aldís.
Elsku Siggi minn. Ég get varla
lýst því með orðum hvernig mér leið
þegar ég fékk fréttirnar að þú værir
dáinn, það var eins og fótunum hefði
verið kippt undan mér, og heimurinn
hrunið. Þegar ég skrifa þetta þá er
ég enn í afneitun og er að vona að
þetta sé bara draumur, að þú birtist
hérna hjá mér eins og tveimur dög-
um fyrir slysið og takir utan um mig
aftur og segir hvað þér þyki vænt um
mig. Ég man hvað mér brá að sjá þig
standa fyrir framan mig, ég bjóst
alls ekki við að sjá þig þegar ég opn-
aði dyrnar, en þarna varstu svo fal-
legur eins og þú varst alltaf og brost-
ir til mín. Við töluðum saman um allt
og ekkert, en þó sérstaklega hvað þú
hlakkaðir til að breyta lífi þínu eftir
nokkra daga, sem núna færðu aldrei
gert. Við töluðum líka um mig og að
ég mætti alveg fara að breyta ýmsu
hjá mér. Þess vegna ætla ég núna að
klára það sem þú náðir aldrei að
byrja á, ég veit að þú munt fylgjast
með mér í því, og ég lofa þér að þú
munt verða hreykinn af mér.
Það er svo margt sem ég gæti sagt
þér, ég á svo margar minningar um
þig, til dæmis þegar þú bauðst mér
út að borða og ég hélt að við færum á
Subway eða eitthvað, klæddi mig
bara í gallabuxur og peysu, fékk svo
sms um að ég ætti að mæta á La vita
bella. Ég fékk alveg sjokk og neydd-
ist til að mæta í þessum fötum, enda
alveg á síðustu stundu eins og vana-
lega, en ég held að þú hafir aldrei
pælt neitt í því, enda sástu mig bara
alltaf eins og ég er, þú lést mig alltaf
finna að þú hefðir trú á mér, og varst
alltaf góður við mig. Auðvitað komu
tímar sem við vorum ekki sátt, enda
bæði óhemju frek og vildum bæði
alltaf ráða og þá urðu smá árekstrar,
en alltaf drógumst við aftur saman
og hlógum svo bara að vitleysunni í
okkur. Ég sagði einu sinni þegar þú
varst eitthvað að ybba þig við mig:
Líkur sækir líkan heim, og þá brost-
irðu bara. Það var einmitt það sem
við elskuðum við hvort annað, hvað
við vorum lík.
En elskan mín, bara ef allar minn-
ingarnar gætu fengið þig til baka þá
væri þetta auðveldara. Þá myndi ég
bara skrifa og skrifa alveg þar til þú
stæðir hérna hjá mér. En þetta er
víst það eina í lífinu sem við fáum
engu um ráðið. Ég mun alltaf vera
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér og ég mun geyma þig á góð-
um stað í hjartanu um ókomna tíð.
Það eina sem ég get gert er að vona
að þér líði vel þar sem þú ert núna,
fallegi engillinn minn. En bíddu
bara, þú ert ekkert alveg laus við
mig enn þá, því einhvern tímann
mun ég koma til þín og við munum
halda áfram frá því sem við skildum
við núna, ég kveð þig því með þess-
um orðum:
Söknuðurinn er mikill
og sorgin hjartað sker,
sporin eru erfið
því þú ert ekki hér.
Ástarkveðja.
Þín
Aníta.
Elsku Siggi minn, það er svo
óraunverulegt að þú sért farinn. Ég
á svo erfitt með að trúa því að ég eigi
ekki eftir að hitta þig aftur, það er
svo skrítið hvað lífið er fljótt að
breytast. Það er ekki langt síðan við
sátum yfir kaffibolla og þú segir allt í
einu að þú sért farinn að hlakka dá-
lítið til jólanna, því þú vissir að allt
yrði orðið svo gott þá.
Þú saknaðir mömmu þinnar mikið,
þú sagðir mér frá því að hún hefði
verið límið sem hélt ykkur fjölskyld-
unni saman.
Þú sagðir mér svo fallega sögu af
mömmu þinni og pabba. Það var
undir það síðasta í gegnum veikindi
móður þinnar. Mamma þín lá á
sjúkrahúsinu og pabbi þinn sat við
hlið hennar og hélt í hönd hennar og
þú sást hvernig tárin streymdu niður
kinnar pabba þíns, þú sást ástar-
neistann sem enn lifði á milli þeirra
eftir allan þennan tíma. Þú sagðir
mér að þetta væri það sem gæfi líf-
inu gildi, að getað elskað svona. Og
svona varst þú, Siggi minn, þú gast
elskað svona, að sjá þig með börn-
unum þínum var alveg einstakt, þeir
eru algjörir pabbastrákar og þú
varst svo stoltur af þeim, og þeir
vöfðu þér alveg um litlu puttana sína.
Þegar ég lít til baka núna og hugsa
um stundirnar sem við áttum saman
þá situr ekkert eftir nema góðu
stundirnar okkar. Við gátum setið
saman langt fram á nótt og talað um
allt milli himins og jarðar, hlegið
saman og þagað saman, og jafnvel
grátið saman.
Þú komst mér svo oft til að hlæja.
Ég man sérstaklega eftir einu atviki
fyrir ekki svo löngu. Við vorum að
horfa á mynd sem var ekkert alltof
skemmtileg, þú varst alltaf að koma
með einhver fyndin innskot og ég fór
alltaf að hlæja. Svo leistu á mig og
spurðir hvað væri svona fyndið og ég
sagði bara að þú værir fyndinn. Þú
tókst þér smá tíma til að hugsa og
leist svo á mig mjög alvarlegur og
sagðir: Kolla mín, ef það er eitthvað
sem ég er ekki, þá er það að vera
fyndinn, og þar með komstu mér til
að hlæja aftur. Við áttum svo margar
góðar stundir saman sem ég mun
aldrei gleyma og munu ávallt lifa í
minningunni um þig, Siggi minn. Þú
hefur nú aldeilis lifað lífinu og gefið
mörgum svo mikið af þér. Þau kvöld
sem við áttum saman og rifjuðum
upp, sögðum hvort öðru allt sem við
höfðum gengið í gegnum, allir erf-
iðleikar og allar góðu stundirnar eru
mér svo mikils virði. Þú átt svo stór-
an hlut í hjarta mínu og munt alltaf
vera þar. Það er ekki hægt að segja
annað en að þú hafir ávallt farið þín-
ar eigin leiðir. Eins og þegar ég
vaknaði ekki við símann eða bankið,
þá gafstu ekki upp, heldur vaknaði
ég við það að þú varst kominn hálfur
innum gluggann.
Þú varst einstakur og munt alltaf
lifa í huga mínum, ég mun sakna þín
ávallt. Mest af öllu þakka ég fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og eyða
þeim tíma sem við áttum saman með
þér. Ég bið góðan Guð að styrkja
börnin þín, systkini og pabba þinn í
sorginni og votta þeim mína dýpstu
samúð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Með söknuði kveð ég þig, elsku
vinur.
Þín
Elísabet Kolbrún.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guði þeirri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Ég vil votta fjölskyldu og vinum
mína dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku Siggi.
Þín vinkona
Agnes B. Elfar, Egilsstöðum.
Blessaður Siggi minn. Vá, þetta er
það erfiðasta sem ég hef nokkurn
tímann gert. Ég verð bara að þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig, sem var ekkert lítið. Ég er ekki
enn búinn að fatta að við munum
ekki hittast meir í þessu lífi. Þú varst
sá sem ég gat alltaf talað við og feng-
ið góð ráð hjá, sama hvað og hvenær,
alltaf bjóstu til tíma til að tala við
mig og leiðbeina mér á réttu braut-
ina. Bara góðmennskan í þér var
ómetanleg. Rosalega yfirvegaður
alltaf og hress á því við mig. Þú getur
rétt ímyndað þér hvað það er erfitt
fyrir mig að skrifa þetta, þú veist
hvernig ég er. Ég vona að þú sért
samt nálægt og fylgist með hvernig
mér gengur í lífinu. Hræðilegt að
missa svona langflottasta töffarann á
svæðinu eins og þú veist að þú varst,
það er eitthvað sem verður aldrei
tekið frá þér, Siggi minn. Þín er sárt
saknað, vinur, og ég mun fylgja þér
alla leið, þú veist það kallinn minn.
Kveðja.
Steindór Veigarsson.
„Dáinn, horfinn“ harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgr.)
Fallinn er frá í blóma lífsins vinur
minn Sigurður Arnar Róbertsson.
Við Siggi kynntumst 12 ára gamlir
við knattspyrnuiðkun hjá Val og
tókst fljótlega með okkur góður
kunningsskapur og síðar sterk vin-
átta. Aldrei bar þar skugga á.
Sigurður var einkar glæsilegur
SIGURÐUR ARNAR
RÓBERTSSON