Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 47
MINNINGAR
maður, kurteis og dagfarsprúður
enda af góðu heimili kominn. Varð ég
þess heiðurs aðnjótandi að kynnast
vel foreldrum og systrum Sigga
enda tengsl hans við fjölskyldu sína
alla tíð mjög sterk. Mikill er missir
þeirra nú.
Persónutöfrar Sigurðar voru
miklir og var hann ævinlega vina-
margur; kvenhylli hans virtist engin
takmörk sett. En lífið lék ekki alltaf
við Sigga og í honum sannaðist að öl
er annar maður. Baráttan við Bakk-
us tók sinn toll en á undanförnum ár-
um hafði Sigurður þó lengst af betur
í þeirri baráttu.
Nú þegar jólin fara í hönd og flest
okkar sjáum fram á notalegar stund-
ir með okkar nánustu eru þrír ungir
drengir að kveðja föður sinn í hinsta
sinn. Mikil var eftirvænting þeirra
að eyða jólunum með föður sínum og
ekki hefur eftirvænting hans verið
minni því ástríkari feðgum hef ég
fáum kynnst. Missir þeirra er ólýs-
anlegur og ábyrgð okkar sem eftir
stöndum mikil.
Elsku vinur, góðir vinir eru ómet-
anlegir og alltaf gat ég leitað til þín
þegar gangur lífsins virtist óskiljan-
legur. Ég kveð þig, vinur minn, með
þessum orðum Jónasar Hallgríms-
sonar:
Það svíður aldrei oftar, vinur kær!
þú athvarf skalt í móðurskjóli finna;
harmaðu þreyttan þig á nótt og degi,
í þögn og kyrrð, svo hryggðin sigra megi.
Arnar Þ. Sveinsson.
Ég átti ekki von á því að þurfa að
kveðja þig svona snemma, kæri vin-
ur, en því miður er sú stund runnin
upp, þó ég óskaði þess að við hefðum
haft meiri tíma. Ég tel mig heppinn
að hafa kynnst þér og er mjög þakk-
látur fyrir þá vináttu sem við áttum
öll þessi ár. Þú varst mér góður vin-
ur og reyndist mér og mínum vel, á
góðum sem og slæmum stundum. Ég
sakna þín. Takk fyrir samfylgdina á
þessu ferðalagi, vinur minn, og við
sjáumst aftur fyrr eða síðar.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég ættingjum, vinum og öðru sam-
ferðafólki Sigga.
Minning þín mun alltaf lifa með
mér.
Þinn,
Ásgeir Hrafnkelsson.
Ég hef svo mikið að segja og ég
gæti skrifað margar blaðsíður til þín.
Þú varst tekinn svo snögglega í
burtu og það er svo erfitt að átta sig
á því.
Ég á erfitt með að kyngja því að
ég eigi aldrei aftur eftir að sitja með
þér í staffahorninu, aldrei eftir að
hlæja endalaust með þér, aldrei eftir
að stríða þér eða hlæja að þér og
Andra að fíflast. Ég er ánægð með
seinasta kvöldið okkar í Sveinbjarn-
argerði, ég er þakklát fyrir þann
tíma með þér, að fá að knúsa þig og
segja þér hversu vænt mér þykir um
þig. Síðasta sumar var besta sumar
lífs míns, ég kynntist ykkur öllum og
þið tókuð á móti mér eins og litlu
systur ykkar og þið pössuðuð mig, ég
lærði mjög mikið og þroskaðist. Ég
mun alltaf muna góðu stundirnar
með þér, Siggi. Ég var að rifja upp í
dag að við tvö höfum aldrei rifist, ég
man að þegar ég gerði eitthvað vit-
laust í vinnunni þá komstu alltaf með
uppbyggilegar ábendingar og ég sá
svo hvað þú vildir vel.
Þetta er svo erfitt og mér er svo
illt í hjartanu. Litla fjölskyldan okk-
ar á Amor er æðisleg, við erum svo
samrýnd og við erum svo góð hvert
við annað, það verður alltaf skarð í
fjölskyldunni því það vantar annan
pabbann. Ég vona að þú passir okk-
ur og verðir ætíð nálægt okkur, þú
verður alltaf í hjörtum okkar. Ég
mun sakna þín svo mikið, Siggi. Ég
mun alltaf muna hversu hæfileika-
ríkur þú varst og hversu vænt þér
þótti um okkur öll.
Guð geymi þig, Siggi minn, og
sjáumst á endanum.
Auður.
Úff! Siggi minn, ég bara veit ekki
hvar ég á að byrja að skrifa. Það er
svo ólýsanlega sár tilfinning að
missa einn af bestu vinum sínum. Því
miður þekktumst við ekki eins lengi
og ég hefði kosið en samt finnst mér
ég hafa þekkt þig alla ævi miðað við
hvernig samskipti okkar voru. Þú
varst miklu meira en bara yfirmaður
og starfsmaður, þú varst bara einn
besti vinur minn sem ég gat sagt allt.
Þegar þeir félagar Guðjón og Sig-
urður opnuðu nýjan skemmtistað á
Akureyri, Café Amor, hringdi Siggi,
eða maðurinn með síða hárið eins og
ég heyrði hann fyrst nefndan, í mig
og sagðist vilja fá mig til að spila hjá
sér einhverja helgi. Ég hugsaði mig
ekki tvisvar um og sló til. Strax eftir
fyrsta kvöldið kom hann til mín með
vindilinn og hrósaði mér í hástert og
sagðist vilja fá mig til að vinna hjá
sér. Ég var rosalega ánægður með
hrósið og var ekki lengi að hugsa mig
um.
Eftir að þú fluttir í Laxagötuna
sagðirðu mér að það væri laus íbúð
til leigu í húsinu. Mér fannst það frá-
bært, enda kominn tími á að koma
undir sig fótunum, þannig að ég sló
til og við vorum þar með orðnir ná-
grannar, vinnufélagar og vinir.
Þú varst alltaf til staðar, hvort
sem það var þegar mér leið illa, vant-
aði eitthvað eða bara einhvern að
tala við, þá átti ég vin fyrir ofan sem
gat hjálpað mér og nýtti ég mér það
oft. Þú varst ávallt tilbúinn að hlusta
á hvað ég hafði að segja.
Þú hjálpaðir mér að skipuleggja
mikilvægt stefnumót og komst til
mín ef þú vissir að mér leið illa og
hélst utan um mig, sagðir mér að þér
þætti vænt um mig og allt yrði í lagi.
Það var eldsnemma morguninn
12. desember sem ég var að keyra
heim af árshátíð Café Amor sem
haldin var í Sveinbjarnargerði að ég
sá fullt af blikkandi bláum ljósum í
fjarska. Ég fékk rosalegan hnút í
magann en vildi ekki trúa því sem
kom upp í huga mínum. Lögreglan
stoppar mig og segir að það hafi orð-
ið slys og vegurinn sé lokaður. Ég
dofnaði allur og skalf, ég vissi strax
hvað hafði komið fyrir, en vildi bara
ekki trúa þessu.
En síðustu samskipti okkar voru
mjög góð, ég fékk að kveðja þig með
klappi á bakið og segja þér að allt
yrði í góðu, bara að ég hefði vitað, þá
hefði ég aldrei sleppt þér. Söknuður-
inn er ólýsanlegur en ég veit að núna
ertu kominn á mun betri stað og þér
líður vel, sjálfsagt með vindilinn og
GT að stjórna Guðs bar og vonandi
geymir þú starf handa mér þegar
minn tími kemur.
Þú varst frábær, Siggi, þú varst sá
sem tók mér opnum örmum, alveg
bláókunnugum strák. Ég á minning-
ar um okkur talandi um allt milli
himins og jarðar og ég minnist góðs
og hjartahlýs manns sem vildi öllum
vel. Þessar minningar eiga eftir að
hjálpa mér í framtíðinni En núna er
komið að kveðjustund og ólýsanlega
sárt að sitja og finna kveðjuorð
handa þér. Vil ég votta fjölskyldu
Sigurðar mína dýpstu samúð. Megi
Guð styrkja drengina hans í framtíð-
inni.
Þinn vinur
Andri Rúnar Karlsson.
Að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um vin minn Sigurð er
eitthvað svo óraunverulegt. Ungur
maður í blóma lífsins, tekinn frá okk-
ur. Sigurður var fjallmyndarlegur,
lífsglaður og drengur góður. Kynni
okkar hófust fyrir bráðum tuttugu
árum. Sigurður bjó í Kópavogi og
var að læra kjötiðn hjá SS og ég í
þjónanámi. Þetta var tími kúreka-
stígvéla og oftar en ekki var hrein-
lega sofið í þeim. Núna tuttugu árum
síðar eru þau aftur í tísku. Siggi var
nýlega búin að fá sér ný og finnst
mér það lýsa honum vel. Eitt sinn
vorum við félagarnir að rúnta á laug-
ardagskvöldi í Reykjavík og velta
fyrir okkur hvar skyldi vera mesta
djammið í kvöld. Ýmislegt var nefnt
en Sjallinn á Akureyri varð fyrir val-
inu. Brunað var norður og komum að
Sjallanum um miðnættið. Komumst
ekki inn vegna klæðnaðar og var þá
farið á næsta stað. Átján árum síðar
bjuggum við báðir í Reykjavík og var
nú ákveðið að fara aftur norður en
nú til að hefja veitingarekstur.Við
brunuðum nú aftur norður og feng-
um tveggja manna herbergi á gisti-
húsi og unnum dag og nótt að því að
gera reksturinn eins vel og við gát-
um.
Nú tíu mánuðum síðar hefur Sig-
urður verið kallaður til annarra
verka á himnum. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast hon-
um og hugur minn er allur hjá
drengjunum hans og fjölskyldu sem
hefur misst svo mikið. Minningin um
góðan dreng lifir með okkur um
ókomna tíð og ég er þess fullviss að
við munum hittast síðar. Ég bið al-
góðan guð að styrkja drengina hans,
föður hans, systur og aðra ástvini
hans sem eiga nú um sárt að binda.
Guðjón Örn Ingólfsson.
Leiðir okkar Sigga lágu fyrst sam-
an í Digranesskóla í Kópavogi, þá
níu ára gamalla. Það var upphafið að
vináttu sem hélst óslitið til þessa
dags.
Margar okkar bestu stundir áttum
við með félögum okkar í ÍK, en í það
félag gengu flestallir áhugasamir
fótboltastrákar úr austurbæ Kópa-
vogs þegar það var stofnað 1976.
Siggi hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um og það var nánast sama hvort
það var fótbolti, skíði eða borðtennis
alltaf var Siggi fremstur meðal jafn-
ingja.
Ótal minningar geymi ég í huga
mér tengdar öllu íþróttastússinu á
þessum árum, flestar góðar. Ung-
lingsárin í Kópavogi voru sérstakur
kapítuli í lífi okkar allra þar sem
Skiptistöðin, pönkið og allt sem því
fylgdi spilaði stóra rullu, sem sjálf-
sagt er efni í stóra bók.
Siggi Róberts átti fallegt bros og
stórt hjarta, þannig mun ég minnast
hans. Hugur minn er hjá fjölskyldu
Sigurðar á þessum erfiðu tíma.
Blessuð sé minning Sigurðar Arn-
ar Róbertssonar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Bjarni Þorgeir Bjarnason.
Systir okkar og mágkona,
GUÐRÍÐUR SVALA KÁRADÓTTIR
frá Presthúsum
í Vestmannaeyjum,
sem andaðist þriðjudaginn 13. desember, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
21. desember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón T. Kárason, Bjarghildur Stefánsdóttir,
Kári Þ. Kárason, Anna J. Eiríksdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI ÞORSTEINSSON
frá Hurðabaki,
Reykholtsdal,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju fimmtudaginn 22. desember
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Bjarnason,
Þóra Bjarnadóttir.
Ástkær móðir okkar, systir og fósturdóttir,
ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést mánudaginn 12. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 21. desember kl. 11:00.
F.h. annarra vandamanna,
Marvin Ingólfsson, Þóra Björk Ingólfsdóttir,
Ingi Guðjónsson, Margrét Ólafsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir
og amma,
HULDA ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn
18. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, fósturbörn,
tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURPÁLL ÍSFJÖRÐ AÐALSTEINSSON
áður til heimilis á
Kópavogsbraut 1a,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, að morgni laugar-
dagsins 17. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ólafur Sigurpálsson, Arndís Þorsteinsdóttir,
Aðalsteinn Ísfjörð, Unnur Sigfúsdóttir,
Gylfi Þ. Sigurpálsson, Fríða Björk Pálsdóttir,
Árni Arnar Sigurpálsson, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir,
Hólmfríður Sigurpálsdóttir, Styrmir Gíslason,
Símon Sigurpálsson, Karitas Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og bróðir,
STEINGRÍMUR KRISTJÁNSSON,
Árnatúni 3,
Stykkishólmi,
áður Öckerö, Svíþjóð,
lést föstudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtu-
daginn 29. desember kl. 14.00.
Britta og Sune,
Kristina og Kristian,
Monica og Bertil,
Helene, Anna-Karin og Svein-Olof og fjölskyldur.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
Ólafur Kristjánsson,
Bergþóra Magnúsdóttir,
Hallveig Magnúsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓNAS TRYGGVI GUNNARSSON
frá Vík,
Kristnibraut 25,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 19. desember.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helga Árnadóttir.