Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í október 1988 hitt-
ust mætir menn á
skrifstofu verktakafyr-
irtækisins Krafttaks í
Reykjavík og börðu saman 13 síðna
plagg á ensku þar sem því var slegið
föstu að hvorki væru tæknilegar né
fjármálalegar hindranir í vegi þess að
grafa jarðgöng undir Hvalfjörð.
Þetta var fyrsta agnið sem búið var
til með í huga að lokka erlenda fjár-
festa að Hvalfjarðargöngum.
Tveir fundarmanna hafa nú fallið
frá með skömmu millibili; norski
jarðgangasérfræðingurinn Olav T.
Blindheim í september síðastliðnum
og nú Stefán Reynir Kristinsson.
Blindheim skrifaði upp á að fullkom-
lega væri framkvæmanlegt að gera
göngin og í hlut Stefáns Reynis kom
að draga upp mynd af nógu burðugu
félagi til að standa undir fjárfesting-
unni og rekstri ganganna.
Þarna voru stigin skref á leið sem
átti eftir að vera löng og grýtt og
margur maðurinn hefði bara gefist
upp. En Spalarmenn gerðu það ekki
og náðu í febrúar 1996 að ljúka flókn-
um og umfangsmiklum samningum
um fjármögnun og framkvæmdir
STEFÁN REYNIR
KRISTINSSON
✝ Stefán ReynirKristinsson
fæddist í Reykjavík
20. september 1945.
Hann lést á Land-
spítalanum 10. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni 16. desember.
fyrsta einkamannvirk-
is í samgöngumálum
hérlendis.
Mest mæddi á
þremur mönnum af
hálfu Spalar við að
finna leiðir til að fjár-
magna Hvalfjarðar-
göng: Erlendi Magn-
ússyni, þáverandi
ráðgjafa í Nomura
Bank í Lundúnum,
Gylfa Þórðarsyni,
framkvæmdastjóra
Sementsverksmiðj-
unnar, og Stefáni Reyni, þáverandi
fjármálastjóra Járnblendifélagsins.
Nöfn þeirra heyrast hvað eftir annað
nefnd þegar rætt er við menn sem
komu sjálfir að fjármögnun Hval-
fjarðarganga eða þekktu til mála af
öðrum ástæðum. Stefán Reynir var
maður hógvær og ekki gefinn fyrir að
gera mikið úr sínum hlut. Þáttur
hans var engu að síður drjúgur og
vonandi gefst færi á að varpa síðar
ljósi á það og fleira í aðdraganda
framkvæmda í Hvalfirði.
Stefán Reynir var sögumaður góð-
ur með brennandi þjóðmálaáhuga,
húmoristi með þægilega nærveru.
Það voru forréttindi að fá að kynnast
honum og eiga við hann samskipti.
Sárt er að kveðja en um leið léttir að
vita af því að Stefán Reynir þarf ekki
lengur að þjást. Ég votta fjölskyldu
hans innilega hluttekningu.
Atli Rúnar Halldórsson.
Við vorum saman í vegamæling-
um. Ungir að árum áttum við vist í
eyðihúsi efst í Laxárdal. Hann,
tveimur árum eldri, innprentaði mér
þar á bak við hólana jafnrétti,
bræðralag og mátt öreiganna. Þá
sótti hann fundi í Æskulýðsfylking-
unni. Löngu seinna kenndi hann mér
að borga skattana mína. „Ég er glað-
ur þegar ég borga skattana mína.
Sjáðu Jón, hvernig til dæmis vegirnir
hafa breyst! Og hefur þú þurft að
borga fyrir námið þitt?“
Aðeins eldri lágum við í tjaldi í
Kjálkafirði undir leiðsögn Sigurðar
Hauks mælingamanns og í fé-
lagsskap með Manga í Botni vega-
verkstjóra. Reynir hrærði í súpunni á
prímusnum og hafði Somerset Maug-
ham í kjöltunni og las. Hann hrein-
lega át bækur svo viðbrugðið var
lestrarhraða hans. Fyrir mína kunn-
áttu var enska þessa ágæta rithöf-
undar of tyrfin. Þá var miklu betra að
láta Reyni endursegja sér innihaldið.
Ég sá frekar um eldamennskuna svo
ekki kviknaði í tjaldinu í miðri flett-
ingu. Og ekki voru eyrun síður opin
þegar hann sagði mér frá skemmt-
analífi skólafélaga sinna.
Eftir upphafsár Íslenska járn-
blendifélagsins á Grundartanga réðst
Reynir þangað til starfa. Þá var ég
þar. Það var gott að geta leitað aftur
til hans í vanda.
Árlega fórum við til Oslóar að
berja á Norðmönnum í fjárhagslegu
uppgjöri við Elkem. Og við unnum
marga orustuna, glöddumst í hvert
sinn og héldum upp á það saman. En
þeir unnu stríðið og við vikum af velli,
fyrst hann og svo ég nokkrum árum
síðar. „Þú átt að vinna við háskól-
ann,“ sagði Reynir og lagði sitt af
mörkum til að svo yrði.
Saman fórum við til Stavanger og
nú til að læra af Norðmönnum. Þá
sátum við í stjórn nýstofnaðs félags,
Spalar hf. Þarna sóttum við ráðstefnu
um rekstur og lagningu jarðganga.
Og við skoðuðum sjávargöngin í
sunnanverðum Boknafirði sem voru í
smíðum. Eftir þessa ferð vissum við
að verkefni okkar var viðráðanlegt og
hvar við gátum fengið aðstoð og sótt
þekkingu. Við tók skemmtilegur tími
í góðum hópi. Reynir leiddi leitina að
fjármagni. Þegar allt var klappað og
klárt og hægt að bjóða út verkið þótti
okkur grátbroslegt, en ef til vill eftir
kenningu Karls Marx, að við vorum í
undirbúningnum búnir að eyða meiru
í fjármagnseigendur en þá sem lögðu
til verkfræðiþekkinguna. Þó voru
framkvæmdirnar nýmæli á Íslandi
og tæknilega úrlausnin erfið. Þá
töldu sumir fjölmiðlar að meira glap-
ræði væri ekki til en að ætla sér undir
Hvalfjörð. En Spölur hf. reyndist
þjóðþrifafyrirtæki og Reynir leiddi
það áfram þegar hann skildi við Ís-
lenska járnblendifélagið.
Þessa áratugi á Grundartanga
gengu á skin og skúrir. Það var
margur vandi við að glíma en líka
margt til að gleðjast yfir. Þarna
eyddum við okkar manndómsárum. Í
erfiðum málum var gott að hafa einn í
hópnum með hausinn örugglega rétt
skrúfaðan á. Fyrir hönd gömlu vinnu-
félaganna þakka ég Stefáni Reyni
réttsýni og skarpan skilning. Í stuttu
máli viljum við þakka honum fyrir
góðan félagsskap.
Frá því að Reynir var skorinn upp
hef ég ferðast víða. Í búddahofum í
Taílandi, Laos og Búrma hef ég reist
reykelsi og lagt gullþynnur á lík-
neski. Það gerði mér gott og vonandi
honum líka sem gjörningurinn var
ætlaður. Í kaþólskum kirkjum um
sunnanverða Evrópu hef ég kveikt á
kertum. Hafi ég rangt fyrir mér um
lok þessa lífs veit ég að við munum
glaðir taka upp þráðinn aftur og
halda áfram að ræða um mannlífið og
tilveruna. Með aldrinum áttuðum við
okkur á því að við höfðum ekki alltaf á
réttu að standa og nú vona ég að svo
sé. Þá mun Reynir kenna mér bridds
svo við náum að þreyja eilífðina. Það
var íþrótt sem hann gat aldrei þokað
inn í mig, en á móti kenndi hann mér
svo ótal margt annað.
Fjölskyldu Stefán Reynis færi ég
innilegustu samúðarkveðjur og hug-
hreystingarorð.
Jón Hálfdanarson.
Mig langar að minnast öðlingsins
Stefáns Reynis Kristinssonar, afa
dóttur minnar, með örfáum orðum.
Þegar ég hitti Reyni fyrst, fyrir
rúmum 17 árum, líkaði mér strax vel
við hann og mjög fljótt var mér farið
að þykja reglulega vænt um hann og
á það reyndar við um þau bæði hjón-
in; hann og eiginkonu hans og sálu-
félaga, Guðríði Þorsteinsdóttur.
Þannig hefur það verið æ síðan.
Reynir var skemmtilegur maður.
Hann hafði upplifað margt, var víð-
lesinn og deildi því með öðrum af
ríkri frásagnarlist og miklum húmor.
Reynir hafði sterka réttlætiskennd
og mikið jafnaðargeð sem gerði það
að maður hlustaði á það sem hann
sagði og tók mark á því.
Ég lít á þennan mannvin sem vel-
gerðarmann minn og barnanna
minna, og mun alltaf minnast hans
með þakklæti og hlýju.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Sigurður K. Þórisson.
Ég kynntist Stefáni Reyni árið
1989 þegar ég heimsótti Íslenska
járnblendifélagið á Grundartanga í
fyrsta sinn. Í störfum mínum fyrir fé-
lagið vann ég oft náið með Stefáni
Reyni, einkum þó í tengslum við
stækkun verksmiðju félagsins þegar
við unnum að arðsemiútreikningum,
gerð fjárfestingaskýrslu og fjárhags-
legum undirbúningi þess verkefnis.
Ég áttaði mig fljótt á því að á þessum
sviðum átti Stefán Reynir fáa jafnoka
hér á landi enda naut hann mikillar
virðingar, bæði innan fyrirtækisins
og meðal allra þeirra fjölmörgu sem
hann átti samskipti við.
Eftir árin hjá Járnblendifélaginu
átti ég regluleg samskipti við Stefán
Reyni vegna stjórnarstarfa hans fyr-
ir Al, álvinnslu hf., sprotafélag sem
var stofnað 1998. Stefán Reynir var
einn af stofnendum og sat í stjórn Als
frá upphafi og á drjúgan þátt í því að
félagið þróaðist í að verða starfandi
verksmiðja í dag. Fjármálaleg leið-
sögn Stefáns Reynis var félaginu
ómetanleg og þátttaka hans í verk-
efninu opnaði ýmsar dyr sem ella
hefðu verið luktar.
Nú er lokið hetjulegri baráttu Stef-
áns Reynis við erfiðan sjúkdóm. Þótt
hann sé horfinn sjónum mun minning
hans lifa. Ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast Stefáni Reyni
og njóta leiðsagnar hans og fyrir
hönd Als, álvinnslu hf. þakka ég störf
hans í þágu félagsins. Eiginkonu
hans, dóttur og fjölskyldunni allri
sendi ég samúðarkveðjur.
Helgi Þór Ingason.
Elskuleg móðir mín,
GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR,
Nóatúni 24,
lést laugardaginn 17. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðlaugur Ingimundarson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSA GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR,
f. 11.12. 1917,
Fannafold 125a,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti,
sunnudaginn 18. desember.
Gunnar Sighvatsson,
Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson,
Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason,
Gísli Á. Sighvatsson, Kristjana G. Jónsdóttir,
Ástrós Sighvatsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð við
andlát og jarðarför
SVEINS GUÐMUNDSSONAR,
Heiðargerði 51,
Reykjavík.
Ólína Jónsdóttir,
Jón Sveinsson, Inessa Lebedeva,
Ingibjörg Sveinsdóttir, Bárður Guðmundsson,
Þrymur Sveinsson, Hrönn Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Sveinsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Auðun, Rut, Jón Daði, Kristín og Sveinn Óli.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir og amma,
INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Starengi 28,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
að morgni sunnudagsins 18. desember, verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
28. desember kl. 13.00.
Kristján Daníelsson,
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Dagný Kristjánsdóttir, Jónas B. Jónasson,
Sylvía Kristjánsdóttir,
Ólína Elínborg Kristleifsdóttir
og barnabörn.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elsku Maggi afi
okkar er dáinn. Við
trúum því varla enn þá. Fyrir svo
stuttu var hann svo sprækur og var
í okkar augum engan veginn tilbú-
inn til að deyja.
Hann vildi alltaf gera allt fyrir
okkur og alla, hann fór með okkur
barnabörnin í bíltúra og kenndi okk-
ur örnefni og bæjarheitin í sveitinni.
Á hverjum morgni, í hvaða veðri
sem var, fór hann í göngutúr. Hon-
um fannst svo gaman þegar við
komum með honum og þá töluðum
við um allt milli himins og jarðar.
Líka þegar við hlupum yfir til
hans á kvöldin, hann gaf okkur alltaf
eitthvert nammi og ef maður af-
þakkaði einu sinni, þá hélt hann að
maður væri kominn í megrun.
Við gátum alltaf leitað til afa ef
við áttum í vanda. Hann hlustaði
alltaf og sagði svo sínar skoðanir
hreint út.
MAGNÚS
KOLBEINSSON
✝ Jón Magnús Kol-beinsson fæddist
á Þorvaldsstöðum í
Hvítársíðu 14. júlí
1921. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 5.
desember síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Reyk-
holtskirkju 17. des-
ember.
Hann hélt upp á
gamlar myndir, verk-
færi og vélarnar sem
voru hér áður fyrr í
sveitinni og kom því á
byggða- og búvélasöfn.
Afi varði löngum
stundum í að skrifa
niður eitt og annað um
sveitina okkar og ábú-
endurna þegar hann
var yngri. Okkur
finnst frábært að hann
gat komið þessu öllu út
í bók áður en hann fór.
Minning okkar um Magga afa er
af einstakri manneskju sem við
hefðum viljað þekkja miklu lengur.
Það eru forréttindi að hafa fengið að
alast upp í návist hans.
Við kveðjum afa með fyrsta er-
indinu úr ljóðinu „Fylgd“ eftir Guð-
mund Böðvarsson sem hann reyndi
að kenna okkur frá sex ára aldri:
Komdur litli ljúfur,
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inn um sinn,
– heiður er himinninn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu, kalli minn.
Takk fyrir þessar góðu samveru-
stundir,
Höskuldur, Anna Sólrún og
Kristleifur Darri í Stóra-Ási.
Minningargreinar sem birtast
eiga þriðjudaginn 27. og miðviku-
daginn 28. desember þurfa að ber-
ast okkur fyrir hádegi á Þorláks-
messu, föstudaginn 23. desember.
Greinar sem eiga að birtast
mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3.
janúar þurfa að berast fyrir hádegi
föstudaginn 30. desember.
Minningargreinar skulu ekki
vera lengri en 400 orð eða 2.000
slög (með bilum). Greinarnar skal
senda í gegnum vefsíðu Morgun-
blaðsins: mbl.is – smella á reitinn
Senda efni til Morgunblaðsins – þá
birtist valkosturinn Minningar-
greinar ásamt frekari upplýsing-
um.
Einnig er hægt að senda greinar
á netfangið minning@mbl.is. Nafn
og símanúmer þarf að fylgja, ef
greinar eru sendar þannig. Sjálf-
virkt svar er sent um hæl þar sem
spurt er um nafn og símanúmer.
Skil um
hátíðarnar