Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 55

Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 55 DAGBÓK Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Menningarmiðstöð Spánar, Cervantes-stofnunin (Instituto Cervantes), opn-aði fyrr á þessu ári aðalstöðvar sínará Norðurlöndunum í Stokkhólmi. Í kjölfar heimsóknar fulltrúa þaðan hingað til lands fyrir skömmu verður opnað útibú stofn- unarinnar hér á landi, Cervantes-stofa (Aula Cervantes) undir verndarvæng Stofnunar Vigdís- ar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands. Cerv- antes-stofunni er ætlað það hlutverk að efla menningar- og menntasamskipti Íslendinga og spænskumælandi þjóða. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent við Há- skóla Íslands, er meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir Cervantes-stofu: „Menningarmálastofnunin stendur fyrir þríþættri starfsemi: að auka veg spænskukennslu, halda alþjóðleg spænskupróf, og síðast en ekki síst miðla menningararfleið Spánar sem og annarra spænskumælandi landa, ekki ósvipað því starfi sem á sér stað innan Goethe-stofnunarinnar og Alliance Francaise,“ segir Hólmfríður. Cervantes-stofan mun hafa aðsetur í Tungu- málamiðstöð Háskóla Íslands í Nýja Garði: „Stof- an mun, auk þess að standa fyrir námskeiðum og stuðla að útbreiðslu spænsku, standa fyrir margs- konar menningarviðburðum, s.s. heimsóknum rit- höfunda, ráðstefnum og kynna íslendingum kvik- myndir á spænsku, svo nokkuð sé nefnt.“ Samfara opnun Cervantes stofu er tekið í notk- un nýtt kennsluforrit í spænsku, AVE: „Forritið var þróað af Cervantes stofnuninni og er hugsað til aðstoðar fyrir kennslu í grunnskólum, mennta- skólum eða málaskólum en einnig er hægt að nýta forritið til sjálfsnáms.“ Hólmfríður segir Háskól- ann í Reykjavík hafa prófað forritið við kennslu og hafi það gefist vel. „AVE-forritið er ekki hvað síst athyglisvert fyrir það að lögð er áhersla á að kynna spænsku frá mismunandi menningar- samfélögum hins spænskumælandi heims, unnið með málnotkun og orðfæri þeira og þannig gefin sýn á fjölbreytileika spænskrar tungu.“ Hólmfríður segir vinsældir spænskunnar hafa aukist töluvert undnafarin ár hér á landi: „Við verðum vör við sífellda fjölgun nemenda og þykir mér jákvætt að sjá að grunnskólar hafa leitað til okkar og bjóða margir upp á spænsku sem val í 9. og 10. bekk. Ekki hvað síst er spænskan vinsæl á framhaldsskólastigi og bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík er hún vinsæl og virðist ekkert lát á.“ Á heimasíðu Cervantes-stofnunarinnar, www.cervantes.es má fá ýmsar upplýsingar um spænskt mál og menningu auk ýmissa kennslu- tækja og gagnabanka. Spænska | Cervantes-stofa opnuð við Háskóla Íslands Mála- og menningarmiðstöð  Dr. Hólmfríður Garð- arsdóttir fæddist á austur á fjörðum 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1977. Eftir heimshornaflakk sett- ist hún aftur á skóla- bekk og lauk B.A.-prófi frá HÍ 1988. Kennslu- réttindanámi lauk Hólmfríður 1992, M.A.- prófi frá Texasháskóla í Austin 1996 og doktorsprófi í suður-amerísk- um fræðum og bókmenntum frá sama skóla 2001. Hólmfríður hefur starfað við Hugvís- indadeild Háskóla Íslands frá 1998. Hún er gift dr. Páli Biering geðhjúkrunarfræðingi og eiga þau einn son. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí sl. í Ingjaldskirkju af sr. Óskari Haf- steinssyni þau Kolbrún Ívarsdóttir og Jóhann Anton Ragnarsson. Heimili þeirra er í Hraunási 13, Hellissandi. Svipmyndir/Fríður Brúðkaup | Gefin voru saman 10. september sl. á Akranesi af sýslu- manni þau Ingunn María Þorbergs- dóttir og Arnar Hjartarson. Heimili þeirra er á Skarðsbraut 3, Akranesi. Svipmyndir/Fríður Brúðkaup | Garðar Agnarsson og Sig- ríður Pétursdóttir voru gefin saman af séra Jónu Hrönn Bolladóttur 16. júlí síðastliðinn. Heimili brúðhjónanna er í Reykjavík. 75 ÁRA afmæli. Í dag, 20. desem-ber, er 75 ára Jón Sigurðsson, vélstjóri, Lækjargötu 4, Hvamms- tanga. Hann mun í dag taka á móti gestum eftir kl. 20 á heimili dóttur sinnar, Suðurhúsum 7, Grafarvogi, Reykjavík. Þetta er illa skrifað AF HVERJU ætli það sé að það les enginn bækur nema á jólunum. Kringum jólin þá er ekki þverfótað fyrir auglýsingum um nýútgefnar bækur sem eru flestar misvel skrif- aðar (ekki það að ég viti neitt um það, þetta er bara mín skoðun, ég forðast að eyða dýrmætum tíma í að lesa bækur sem eru illa skrifaðar), kannski að það sé fullhart að segja að þetta sé illa skrifað án þess að lesa þær. Kannski að ég segi bara að ég hafi ekki skoðun á þeim. Sjálfum þykir mér það vera verri dómur. Ekki að ég geti gert betur en ég hef rétt á minni skoðun, enda allar skoð- anir rangar. Um jólin verða langflestir lands- menn fluglæsir bókmenntasérfræð- ingar og leggjast í lestur og ræða bókmenntir af eldmóð í matarboðum hjá ættingjum, sjálfur forðast ég þau líka. Það má ekki halda því fram að þetta sé slæmur siður, að lesa á jól- unum, allt sem kemur að bókalestri er gott að mínu mati, en mér þykir þetta óskiljanlegt. Það finnst mér óskiljanlegt að miðað við allan þenn- an áhuga, þá um leið og bækurnar hafa verið lesnar, kannski örfáum vikum eftir jól, þá þykir engin ástæða til þess að lesa fyrr en um næstu jól. En í staðinn plantar fólk sér í sófann og skýtur rótum fyrir framan sjónvarpið fram að næstu jólum. Halda mætti að bækur séu ávextir sem vaxa ekki allan ársins hring. Bækurnar blómstra því miður ekki fyrr en í nóvember, einu sinni á ári, það þykir mér slæmt. Hægt er að rækta næstum alla skapaða hluti all- an ársins hring nú á dögum, væri ekki gaman ef við gætum öll fengið bækur allan ársins hring (og jafnvel lesið þær). Auðvitað er ekki hægt að alhæfa eins og ég hef gert núna, ég veit það. En mér þótti þetta bara umhugsunarvert. Þess má einnig geta að ég verð ekki sár þó þetta verði ekki lesið, mér er líka sama þó að einhverjum þyki þetta illa skrifað. Einn sem er vonandi á leið í skóla. Eftirsjá að Sirrý ÉG VIL hæla þættinum hjá henni Sirrý, hann var bæði fræðandi og gaf manni mikið. Horfði mikið á hann og finnst mér leiðinlegt að þátturinn skuli vera hættur. Svo vil ég kvarta yfir Frétta- blaðinu, sem er hent inn í ganga í fjölbýlishúsum. Fólk er mjög þreytt á að þurfa að henda þessu sífellt í ruslatunnuna. Guðný Jóhannsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 20. desem-ber, er sjötug Kolbrún Viggós- dóttir (Kollý frá Stykkishólmi) til heimilis að Lækjargötu 30, Hafn- arfirði. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, sund, vefnaður, línudans, boccia, fóta- aðgerð. Jólaball, dansað verður í kringum jólatré með jólasveinum í dag kl. 14. Allir velkomnir. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við, skoðaðu dagskrána, líttu í blöðin og láttu þér líða vel yfir aðvent- una t.d. í morgunkaffinu hjá okkur alla virka daga. Nokkrir miðar til á Vín- arhljómleikana 6. jan. 2006. Munið Þorláksmessuskötuna! Uppl. 588 9533 Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan að Gullsmára 9 er opin í dag kl 10–11.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Á morgun er skötuveisla í hádeginu í Kaffi Bergi. Á fimmtud., 21. des. kl. 14, er jólahelg- istund í samstarfi við Fella- og Hóla- kirkju. Fjölbreytt dagskrá, umsjón Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Strætó S4 og 12 stansa við Gerðu- berg. Sími 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Spilað frá kl. 13. Munið að panta Þorláks- messuskötuna tímanlega. Allir vel- komnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, Kaffi, spjall, dagblöðin, hár- greiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 15 Kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur hjá Sigrúnu kl. 9–13. Boccia kl. 9.30– 10.30. Helgistund hjá séra Ólafi Jó- hannssyni kl. 13.30. Böðun fyrir há- degi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Minnum á rabbfund FAAS kl. 14.30. Berglind Indriðadóttir mætir á fundinn. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við, líttu í blöðin, fáðu þér kaffi- sopa, skoðaðu dagskrána og láttu þér líða vel á aðventunni í Betri stofunni í hjá okkur. Jólatréð okkar er verulega fallegt. Munið skötuna á Þorláks- messu. Sími 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Þor- valdur Halldórsson kemur kl. 10 og syngur fyrir okkur. Kl. 13 handmennt og postulínsmálun, kaffiveitingar. Norðurbrún 1, | Opin vinnustofa kl. 9– 16.30, smíði kl. 9, myndlist kl. 9–12, boccia kl. 10, postulínsmálun kl. 13– 16.30 og leikfimi kl. 14. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45– 12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postu- línsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 9– 16.30, hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30–10, leikfimi og fótaaðgerðir kl. 10, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9, Ritningarlestur, sálmur og bæn. Fermingarfræðsla kl. 15, hópur 3. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 18.30. Fríkirkjan Kefas | Bænastundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðar- stundir eru hvern þriðjudag í Hjalla- kirkju kl. 18. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos TÓNLISTARHÓPUR Reykjavík- urborgar, Camerarctica, heldur sína árlegu kertaljósatónleika á síðustu dögum aðventunnar. Enn sem fyrr leikur Camer- arctica ljúfa tónlist eftir W. A. Moz- art í þremur kirkjum á höfuðborg- arsvæðinu og hefur nú fengið til liðs við sig ungan hornleikara og verðlaunahafa, Stefán Jón Bern- harðsson. Stefán mun leika Kvint- ett fyrir horn og strengi eftir Moz- art með Camerarctica en einnig verða á dagskrá kvartett fyrir flautu og strengi, einnig eftir Moz- art og Kvartett fyrir klarinett og strengi eftir Bernhard Crusell. Að lokum verður jólasálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ eftir Mozart fluttur eins og hefð er orðin fyrir á kertaljósatónleikunum. Fyrstu tónleikarnir verða í Hafn- arfjarðarkirkju í kvöld. Næstu tón- leikar eru í Kópavogskirkju á mið- vikudaginn og að lokum leikur Camerarctica í Dómkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir eru klukkustund- arlangir og hefjast allir klukkan 21. Morgunblaðið/Sverrir Kertaljósatónleikar Camerarctica AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.