Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 57
eftir Hjört Hjartarson – Myndir frá liðnu
sumri.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí.
Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal
og ljósmyndir Péturs Thomsen í Mynda-
sal. Til 20. febrúar.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga nema mánu-
daga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóð-
leiðsögn, margmiðlunarsýning og
gönguleiðir. www.gljufrasteinn.is
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið
– fyrstu Vestur-Íslendingarnir; mormónar
sem fluttust til Utah, Bókasalur – bók-
minjasafn, Píputau, pjötlugangur og
diggadaríum – aldarminning Lárusar Ing-
ólfssonar, og fleira. Veitingastofa, safn-
búð.
Þjóðmenningarhúsið | í tilefni þess að
50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveit-
ingunni til Halldórs Laxness hefur
Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal
Þjóðmenningarhússins. Sjá má sjálfan
Nóbelsverðlaunapeninginn, kjólinn sem
Auður Laxness klæddist við afhending-
arathöfnina, borðbúnað frá Nóbelssafn-
inu í Svíþjóð o.fl.
Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár-
angri fornleifarannsókna sem njóta
stuðnings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýn-
is í anddyri Þjóðmenningarhússins.
Rannsóknirnar fara fram á Skriðu-
klaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal,
Reykholti, Gásum, Kirkjubæjarklaustri og
Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um
land allt rannsökuð.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands er boðið upp á fjölbreytta
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar
eru nýstárlegar og vandaðar sýningar
auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk
safnsins er að auka og miðla þekkingu á
menningararfi Íslendinga frá landnámi til
nútíma. Opið alla daga nema mánudaga
kl. 11–17.
Bækur
Þjóðmenningarhúsið | Einn af öðrum tín-
ast spennusagnahöfundarnir í Þjóð-
menningarhúsið dagana fyrir jól og
skjóta áhlýðendum skelk í bringu með
hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum
sínum: Í dag kl. 12.15, Stefán Máni les úr
bók sinni Túristi. Rauðrófusúpa á veit-
ingastofunni. Allir velkomnir.
Fréttir og tilkynningar
Happdrætti bókatíðinda | Númer dags-
ins 20. desember er 12641.
Fyrirlestrar og fundir
OA-samtökin | OA karladeild fundar á
Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22.
OA (Overeaters Anonymous) er fé-
lagsskapur karla og kvenna sem hittast
til að finna lausn á sameiginlegum vanda
Matarfíkn. www.oa.is.
Börn
Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jóla-
sveinarnir í Þjóðminjasafninu. Jólasvein-
arnir koma alla daga 12.–24. desember
kl. 11 virka daga (og á aðfangadag) en kl.
14 um helgar.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 57
DAGBÓK
Vandvirkni.
Norður
♠ÁK65
♥1043
♦ÁDG72
♣6
Suður
♠D83
♥Á6
♦65
♣ÁKG874
Suður spilar þrjú grönd. Út kemur
hjartafimma (fjórða hæsta), nían frá
austri, sem er dúkkuð. Austur spilar
næst hjartadrottningu og vestur sýnir
fimmlit með tvistinum.
Hvernig er áætlunin?
Níu slagir eru auðsóttir ef tíg-
ulkóngur liggur rétt, en það er ótíma-
bært að svína strax. Hjartað virðist
vera 5-3, svo spilið fer beint niður ef
svíningin misheppnast. Því er sjálfsagt
að kanna svörtu litina fyrst, enda gætu
þeir gefið af sér tvo aukaslagi í góðri
legu.
Fyrst er ÁK í laufi spilað í þeirri von
að drottningin falli önnur. Skili það
engu, er ekki um annað að ræða en
svína tvisvar í tígli. En ef drottningin
fellur, eru átta slagir mættir og þá er
ástæða til að prófa spaðann með því að
taka ÁK og enda heima á drottningu.
Þá liggur legan fyrir og sagnhafi veit
hvort hann þarf að svína í tígli eða
ekki.
Norður
♠ÁK65
♥1043
♦ÁDG72
♣5
Vestur Austur
♠G92 ♠1074
♥K8752 ♥DG9
♦1094 ♦K83
♣D3 ♣10952
Suður
♠D83
♥Á6
♦65
♣ÁKG874
Hér er ekki farið fram á annað en
vönduð vinnubrögð.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Ba6
5. Dc2 d5 6. cxd5 exd5 7. g3 Be7 8.
Bg2 O-O 9. O-O Bb7 10. Rc3 c5 11.
Hd1 Rbd7 12. Bf4 a6 13. dxc5 Rxc5
14. Rd4 Bd6 15. Bxd6 Dxd6 16. Rf5
De6 17. Rxd5 Rxd5 18. Bxd5 Bxd5
19. Hxd5 Hfe8 20. Dc3 f6 21. Re3
Hac8 22. Had1 Ra4 23. Dd4 b5 24.
Hd7 He7 25. Hxe7 Dxe7 26. Rf5 Dc7
27. Dg4 Kh8
Heimsmeistari unglinga, Azerinn
Shakhriyar Mamedyarov (2.674)
hafði hvítt í stöðunni gegn Kasak-
anum Nurlan Ibraev (2.508) á heims-
bikarmóti FIDE sem lauk nýverið í
Khanty-Mansiysk í Rússlandi. 28.
Rxg7! Hg8 svartur hrókurinn hefði
fallið eftir 28. … Dxg7 29. Dxc8+. 29.
Re6 De5 30. Hd8! Hxd8 31. Dg7#.
Mamedyarov féll nokkuð óvænt úr
leik í annarri umferð mótsins gegn
rússneska stórmeistaranum Evgeny
Naier (2.641).
Hvítur á leik.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
50. Skáldaspírukvöldið verður
haldið í kvöld kl. 20.00 í Iðu.
Að þessu sinna lesa upp skáldin:
Kristján Þórður Hrafnsson og Sig-
ríður Jónsdóttir.
Kristján les upp úr nýrri skáld-
sögu, Hinir sterku. Mun höfundur
bjóða upp á sérstakar umræður í
kringum verkið. Þá les Sigríður
Jónsdóttir upp úr nýrri ljóðabók,
Einnar báru vatn.
Gestir mega taka með sér hress-
ingu úr kaffihúsinu á annarri hæð
niður í bókarhornið með fræga
gula þægindastólnum.
Bækur skáldanna eru til sölu í
Iðu með 20% afslætti á þessu kvöldi
og Lafleur-bækurnar fást sömuleið-
is á vildarkjörum.
50. Skáldaspírukvöldið
HELGI frá Hlíð er trúhneigður efa-
semdamaður. Aldurhniginn lítur
hann yfir farinn veg, horfir með eft-
irsjá til bernskuára, saknar þess fá-
breytta umhverfis, sem mótaði hann
ungan, íhugar hvernig tekist hafi að
vinna úr þeirri fjölþættu þraut, sem
lífið lagði honum á herðar, og koma
að lokum auga á þau bjargföstu sann-
indi sem verða mættu leiðarljós fram
á veginn til hins óþekkta, ókomna.
Stjarnan verður táknmynd hins fjar-
læga og háleita, ímynd óska-
stundarinnar sem aldrei rennur upp,
ástarstjörnunnar sem skín á bak við
ský, »minna týndu drauma«, eða með
öðrum orðum þeirra fullkomnu og
varanlegu lífsgæða sem sóst er eftir
en seint verða höndluð. Því tíminn
eirir engu, hann líður hjá, árin eru að
baki fyrr en varir og tómarúmið blas-
ir við. Eða sá blákaldi veruleiki að
hversdagslegt amstur okkar, sem
okkur þykir einatt vera svo mik-
ilvægt, verður harla smávægilegt
þegar horft er til víðáttu rúms og
tíma; séð frá sandkorni því, þar for-
sjónin hefur valið okkur stað hér og
nú. Litskrúðugt en hverfult er ævi-
skeið blómsins jafnt og mannsins. En
tíminn nemur ekki staðar um leið og
því lýkur, samanber eftirfarandi
kvæði sem ber yfirskriftina Blóm-
ljóð:
Næturlangt
höfðu vorvindar
leikið að brumi þínu,
áður en þú vaknaðir.
Sumarlangt
hafa sólgeislar
leikið að blómi þínu,
meðan að þú vakir.
Næturlangt
munu laufvindar
leika að blöðum þínum,
eftir að þú sofnar.
Skoðandinn leitast við að ráða
drauminn og spá í veruleikann. Leit-
andinn hugleiðir hvernig beri að taka
því sem átti að verða en aldrei verð-
ur. Fyrsta ljóð bókarinnar – Bæn
heitir það – er nokkurs konar inn-
gangur eða exordium ef rétt er skilið.
Trúin er síðan ívaf eða aðalinntak í
ljóðunum Verkalaun, Við hylinn,
Landnemi og Talað við Krist. Nið-
urstaðan verður sú að stjarnan, átta-
viti draumsins, vísi að lokum veginn
til nokkurs konar eilífðartrúar,
hversu veik sem hún kann að vera,
samanber ljóðin Spurn og Vonin.
Síðasta ljóðið ber yfirskriftina
Stjarnljóð. Vel má líta á það sem
samnefnara fyrir bókina sem heild,
lokaerindi þess felur þá í sér niður-
stöðuna:
Örlítið bergmál
er allt sem heyrist á jörð
en einmana bára
úti við sandinn grætur,
framundan bíður
ferð um endalaust haf,
skín þú mér, stjarna,
í skjóli eilífrar nætur.
Enda þótt Helga verði tíðrætt um
vonina og drauminn – drauminn sem
enginn veit hvort nokkru sinni rætist
– og virst geti sem honum sé með
köflum svo dimmt fyrir augum að
hann sjái einungis auðn og tóm eru
ljóð hans með vissum hætti jarð-
bundin. Ekki svo að skilja að nokkurt
þeirra verði kennt við blákalt
raunsæi, síður en svo. Veruleikinn
birtist honum þvert á móti sem hug-
læg ímynd, uppspretta lífsvitundar,
birtu og unaðar. Þannig yrkir hann
um ástina, samanber ljóðið Augna-
blik. Endurminning hans frá gleði-
stundum horfinna daga er þó jafnan
söknuði blandin. Minnugur þess að
við lifum ekki aðeins í náttúrunni
heldur einnig í tímanum – og hvort
tveggja er hugsanlega forgengilegt –
horfir hann fremur út yfir stóra svið-
ið en til stundlegrar nálægðar, til lífs-
gátunnar fremur en til þeirra verð-
mæta sem mölur og ryð fá grandað.
Lífsgátan
BÆKUR
Ljóð
eftir Helga frá Hlíð. 46 bls. Bókaútgáfan
Hólar. Akureyri, 2005.
Stjarnljóð
Erlendur Jónsson
SANDSKÚLPTÚRAR eru kannski
ekki það fyrsta sem við Íslendingar
tengjum við jólin en um helgina var
alþjóðleg hátíð með verkum af því
tagi opnuð í Hainan-héraði í Kína.
Meira en eitt hundrað listamenn
leggja hátíðinni til um fimm hundr-
uð verk, m.a. þessi ágæti maður.
Reuters
Sandskúlptúrar í Kína