Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EITTHVAÐ verulega heillandi er
við fiðluleik Jaap Schröders sem
er að finna á nýjum geisladiski frá
Smekkleysu. Hann flytur þar ein-
leiksverk frá sautjándu öld, eftir
Bach, Biber, Matteis, Westhoff og
fleiri, og hljóðfærið sem hann spil-
ar á er barokkfiðla er færð hefur
verið til upprunalegs horfs.
Kannski er seiðurinn fólginn í því
hve tónninn er tær og laus við til-
gerð; tónlistin flæðir áreynslulaust
áfram og magnaður hljómburður
Skálholtskirkju, þar sem geisla-
diskurinn er tekinn upp, gæðir
fiðluleikinn einstökum sjarma.
Í ritgerð eftir Scröder sem lesa
má í bæklingnum er fylgir disk-
inum heldur hann því fram að
„engar marktækar rannsóknir
hafa nokkru sinni verið gerðar á
upphaflegum hljómeiginleikum
þeirra hljóðfæra sem Stradivari
og samtímamenn hans létu frá sér
fara“. Hann bendir á
að á átjándu öld hafi
orðið talsverðar breyt-
ingar á leiktækni á
strengjahljóðfæri;
áhersla hafi verið lögð
á allskonar flug-
eldasýningar og tilþrif
er þjónuðu fyrst og
fremst þeim tilgangi
að vekja athygli á
tæknilegum yfirburð-
um þess sem spilaði.
Þetta kallaði á breyt-
ingar á hljóðfærunum
sjálfum og segir
Schröder að við það
hafi „allar gömlu ger-
semarnar [verið] teknar og vissum
hlutum þeirra breytt þannig að
mikil áhrif hafði á hljóm hljóðfær-
anna“.
Hvað sem þessu líður þá er all-
tént ljóst að „upprunalega“ fiðlan
virðist henta barokktónlist ein-
staklega vel eins og auðheyrt var
þegar Barokksveitin frá Den Haag
í Hollandi spilaði nýverið í Jóla-
óratóríu Bachs í Hallgrímskirkju.
Ég mæli sérstaklega með
Passakalíunni úr svonefndum
Mysteríusónötum eftir Biber, en
þar heyrist einfalt
stefbrot aftur og aft-
ur með ýmiss konar
tilbrigðum. Stefbrotið
táknar verndarengil-
inn sem sumir telja
að fylgi hverjum ein-
staklingi út allt lífið,
sama á hverju bjátar.
Túlkun Scröders er
þrungin andakt og
ljúfsár fiðlutónninn,
laus við hvers kyns
tilgerð, er svo hríf-
andi að það er eins
og maður sé kominn
aftur í tímann og í
aðra veröld þar sem
englar eru sýnilegir.
Bach er líka fluttur af fallegri
yfirvegun og sömu sögu er að
segja um hin tónskáldin. Vissulega
eru einstakir tónar ekki alveg full-
komnir, en það gerir ekkert til;
fiðluleikurinn verður bara mann-
legri fyrir vikið.
Upptaka Halldórs Víkingssonar
er auk þess frábær og fyrrnefnd
ritgerð í bæklingnum er áhuga-
verð. Þetta er flottur geisladiskur!
Galdur barokkfiðlunnar
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Jaap Schröder flytur tónsmíðar eftir Bib-
er, Bach, Baltzer, Westhoff og Matteis.
Smekkleysa 2005.
Jaap Schröder – Fiðlan á sautjándu öld
Jónas Sen
Jaap Schröder
LÉTTSVEIT Reykjavíkur er með
stærri kórum landsins, en hann
samanstendur af 125 konum. Ný-
útkominn geisladiskur með söng
kórsins inniheldur eingöngu tón-
leikaupptökur frá árinu 1997 til
2005 og hafa þær verið gerðar í
Gamla bíói, Austurbæjarbíói,
Langholtskirkju og víðar.
Lögin á disknum eru engin ætt-
jarðarlög á borð við þau sem
margir kórar fást við, heldur
Tondeleyjó, Molly Malone, Lauga-
vegur um lágnættið og þar fram
eftir götunum. Með kórnum spila
Rússíbanar og fleiri hljóðfæraleik-
arar og er umgjörðin eftir því
poppuð.
Að þessu leyti sker kórinn sig
dálítið frá öðrum kórum, sem yf-
irleitt halda sig við virðulegri tón-
list, nema Lögreglukórinn, en
hann daðrar heldur betur við dæg-
urlagageirann á nýja disknum sín-
um. Það er þó meiri nostalgía í
flutningi Léttsveitarinnar á nokkr-
um gömlum dægurlögum og suð-
rænt yfirbragð hér og
þar eykur á sjarm-
ann. Lófaklappið á
eftir hverju lagi gerir
að verkum að það er
eins og maður sé á
tónleikum, og eilítið
hrár söngurinn undir-
strikar það. Tækni-
lega séð er hann ekki
fullkominn; sumt er
dálítið loðið, efstu
tónarnir ekki alltaf
alveg hreinir og kór
og hljómsveit ein-
stöku sinnum ósam-
taka, en hverjum er
ekki sama? Söng-
gleðin er svo ótrúlega smitandi að
maður fer að slá taktinn ósjálfrátt
með tónlistinni æ ofan í æ, og það
gerist ekki oft á kórtónleikum.
Ég verð að segja að þessi geisla-
diskur er einstaklega skemmti-
legur. Sum lögin eru hreinustu
perlur sem margir hafa örugglega
gleymt að væru til og er kórnum
hér með þakkað fyrir að draga þau
fram í dagsljósið.
Önnur lög eru vissulega vafa-
samari, eins og Vilja lied og Wien,
du Stadt meiner Träume, sem að
mínu mati eru svo oft flutt að það
er bókstaflega óþolandi, en hér
virka lögin undarlega
fersk. Kaffihúsaleg
harmóníkan bjargar
því fyrrnefnda og
hlátrasköllin í fiðlu-
sólóinu í því síðar-
nefnda eru smitandi,
þótt maður hafi ekki
hugmynd um hvað var
á seyði sem kitlaði
hláturtaugar áheyr-
enda á tónleikunum.
Jóhanna Þórhalls-
dóttir stjórnar kórnum
og gerir það af mikilli
lífsgleði eins og ljóst
ætti að vera af of-
anskráðu. Lögin eru
smekklega valin og góða stemn-
ingin er allsráðandi fremur en leit
að einhvers konar tæknilegri ger-
ilsneyðingu.
Hljómsveitin er frábær; sér-
staklega verður að nefna líflegan
píanóleik Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur, en það er ekki síst honum
að þakka hve tónlistin hljómar vel.
Óhætt er að mæla með þessum
geisladiski og fyrir alla sem hafa
skemmt sér á tónleikum Léttsveit-
arinnar er hann einfaldlega ómiss-
andi.
Smitandi sönggleði
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Stjórnandi: Jóhanna Þórhallsdóttir.
Útgefandi: Léttsveit Reykjavíkur 2005.
Léttsveit Reykjavíkur
Jónas Sen
Jóhanna Þórhallsdóttir
HALLVEIG Rúnarsdóttir sópr-
ansöngkona og Steingrímur Þór-
hallsson orgelleikari mun halda
kyrrðar- og íhugunartónleika kl.
21.00 á fimmtudaginn í Neskirkju,
Hagatorgi munu þar sem flutt verð-
ur íslensk aðventutónlist og maríu-
ljóð, ásamt verkum eftir J.S Bach, F.
Händel og W.A. Mozart.
Tónleikarnir eru hugsaðir sem
mótvægi við hinn mikla hraða sem
einkennir jólahald á okkar dögum og
er þetta tilvalið tækifæri fyrir fólk
að koma í miðjum jólaundirbúningi,
setjast niður í kirkjunni sem verður
aðeins lýst með kertaljósum, hlusta
á fagra tónlist og komast í snertingu
við hinn sanna anda jólahátíðarinnar
og kristninnar.
Hallveig og Steingrímur hafa
starfað saman við Neskirkju síðast-
liðin tvö ár, þar sem þau stofnuðu
ásamt fleirum tónlistarhópinn
Rinascente. Aðgangseyrir að tón-
leikunum er 1.000 krónur en 500
krónur fyrir aldraða og námsmenn.
Kyrrðar- og íhug-
unartónleikar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hallveig Rúnarsdóttir og Stein-
grímur Þórhallsson.
mbl.is
smáauglýsingar
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21
KALLI Á ÞAKINU
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Nýja svið/Litla svið
ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV
Nemendaleikhúsið, aðeins í desember
Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Síðustu sýningar
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING
BELGÍSKA KONGÓ
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í
JANÚAR
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500-GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
GILDA ENDALAUST
bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15
Stefán Máni
Túristi
Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu
Á MORGUN
Reynir Traustason
Skuggabörn
MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL
FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Gleðileg jól
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - heldur áfram!
Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT
Fim. 29.des kl. 20 UPPSELT
Fös. 30.des. kl. 20 UPPSELT
Aukasýningar í jan og feb í sölu núna:
Lau. 7.jan. kl. 19 Nokkur sæti
Fös. 13.jan. kl. 20 Í sölu núna
Lau. 14.jan. kl. 19 Í sölu núna
20/1, 21/1, 27/1, 28/1
Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf!
Miðasalan opin virka
daga frá 13-17 og allan
sólarhringinn á netinu.
Góð
jólagjöf!