Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 59 MENNING MIKLAR geðsveiflur eru einkenn- andi fyrir tónlist Schumanns og þarf túlkandi tónlistar hans stund- um að sleppa gersamlega fram af sér beislinu. Í einu píanóverki hefur Schumann gefið flytjandanum þau fyrirmæli að hann eigi að spila eins hratt og mögulegt er, en nokkru síðar stendur „ennþá hraðar“. Eins og margir vita þjáðist Schu- mann af geðsjúkdómi og hafa sumir haldið því fram að það hafi verið vegna sárasóttar. Ef marka má pró- fessor í geðlækningum við Kaliforn- íuháskóla, Peter F. Ostwald, sem hefur skrifað ævisögu tónskáldsins, Schumann: Music and Madness, er það ekki alveg rétt. Ostwald segir að ekki séu neinar vísbendingar um að Schumann hafi þjáðst af sára- sótt, en hins vegar hafi hann borið öll merki geðhvarfasýki, sem ein- kennist af gríðarlegum geðsveiflum. Taka verður fram að sjúkleiki Schumanns kom ekki niður á gæði tónlistar hans, nema kannski í allra síðustu verkunum. Tilfinningarnar eru hins vegar óheftar og allt litróf þeirra er að finna á nýjum geisla- diski þar sem Kristinn Sigmunds- son söngvari og Jónas Ingimund- arson píanóleikari flytja eftir tónskáldið Söngvasveig (Lieder- kreis) op. 39 og hin svonefndu Kernerljóð op. 35. Hástemmd túlkunin er í senn þróttmikil og þrungin fínlegum blæ- brigðum og getur maður ekki annað en hrifist með. Hljómfögur röddin nýtur sín prýðilega í tærri upptöku Halldórs Víkingssonar og er hún ávallt fókuseruð hvort sem söng- urinn er sterkur eða veikur. Ekki er Jónas síðri; hver tónn, hver hending er úthugsuð og mótuð af vandvirkni, og styður leikur hans svo vel sönginn að ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að gera betur. Stundum veit maður varla hvar mörkin liggja á milli söngs og slag- hörpu. Slíkt samræmi verður varla til í einni svipan, enda hafa þeir Kristinn og Jónas starfað lengi saman. Megi þeir halda því áfram um ókomna tíð. Óheftar tilfinningar TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Schumann: Liederkreis op. 39, Zwölf Gedichte op. 35. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja. 2005. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson Morgunblaðið/Sverrir Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. „Stundum veit maður varla hvar mörkin liggja á milli söngs og slaghörpu,“ segir í umsögninni. Jónas Sen JÓLATÓNLEIKAR Kammer- sveitar Reykjavíkur í Áskirkju á mánudag voru forkunnarvel sóttir, þrátt fyrir (eða kannski vegna þess?) að dagskráin sniðgekk með öllu árs- tímabundna tónefnið. Músíklega voru þeir aftur á móti sérlega áhuga- verðir – einkum þeim tónlistarunnendum er tilfinningu hafa fyrir þeirri ómissandi við- bótarvídd sem tónlist- arsagan veitir. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að sagan sé hátt í helming ánægj- unnar við klassíska tónlist. Svo mikið er víst, að fátt veitir tor- skildri snilld stórmeist- aranna gleggri við- miðun en að hlusta á verk samtímamanna þeirra – og fyrirmynd- irnar frá nánustu for- tíð. Og hvað fengist svosem betra, þegar Wolfgang Amadeus Mozart er annars vegar, en að kynnast verkum föður hans? Því þó að „kraftaverkið sem Drottinn lét fæðast í Salzburg“ ætti eftir að reynast það margfaldur föðurbetrungur að sum verk Leo- polds voru síðar lengi talin æsku- verk Wolfgangs, þá var Leopold Mozart (f. 1719 í Augsburg, d. 1787 í Salzburg) virtur tónhöfundur um sína daga. Jafnvel þótt fæst verk hans hafi haft meiri áhrif en fiðlu- kennslubókin frá fæðingarári Wolf- gangs 1756, er forkólfar upphaflegs strengjaleiks hafa mikið leitað til á okkar tímum um liðna flutningshefð. Allt um það var Leopold fyrsti og mikilvægasti tónsmíðakennari sonar síns, og því engin spurning hvar hinn verðandi snillingur hlaut sína undirstöðu, enda þótt pabbinn hafi síðar séð til þess að strákur fengi að ferðast og kynnast helztu nýjungum í tónsköpun í Þýzkalandi, Frakk- landi, Bretlandi og Ítalíu. Sjálfur taldi Leopold Mozart sig nútímalega sinnað tónskáld, eins og mátti raun- ar heyra á díverterandi og stundum jafnvel „galöntu“ yfirbragði verka hans þetta kvöld, þó að stæðu í nú- tímaeyrum enn öðrum fæti í síðbar- okki fyrir m.a. rithátt fylgibassa með sembal, enda lagðist sá fyrst end- anlega af á 8. áratug aldarinnar. Einna rammast kvað að barokk- leifum í elzta verkinu, Es-dúr kons- erti fyrir 2 horn frá um 1752, þar sem heyra mátti ábúðarmikil strengjaúnísónó-innskotsstef að hætti Vivaldis og Bachs í hæga mið- þættinum. Á hinn bóginn gat í Sin- fonia di Camera í D-dúr fyrir fylgiraddir fiðlu og horns á móti strengjum og fylgi- bassa einnig að heyra jafnóbarokkleg lag- línufyrirbrigði og við- snúin rísandi króma- tísk andvörp, er urðu síðar meðal melódískra fingrafara Wolfgangs. Á aðsteðjandi 250. afmælisári Amadeusar var vel til fundið að reifa þannig fyrstu lík- legu fyrirmyndir hans úr nærtækustu tón- leifð bernskuheimilis- ins. Ekki þurfti að efast um flutningsgæði, því Kamm- ersveitin og sólistar hennar léku flestallt af mikilli og örvandi prýði. Í tvíeinleik þeirra í Sinfonia di Cam- era hlaut styrkurinn og hljóm- breiddin úr virtúósu nútímahorni Stefáns að vísu að bera einleiksfiðlu Unu ofurliði, meðan jafnara var á milli eldsnörpu hornistanna tveggja, Jósefs og Emils, í tvöfalda Es-dúr konsertinum. Lokaþáttur þeirra Jósefs var í ekta veiðihornastíl, er gegnsýrði líka adrenalínsfrussandi I. þátt síðasta atriðisins, Sinfonia di Caccia í G f. 4 horn (endurtekinn að leikslokum með lifandi púðurskotum pákuleikarans, ásamt munnlegri veiðihundagá strengjaleikaranna). Þar áður blés Eiríkur Örn tístandi háttlægan clarino-einleikspartinn í tvíþættum D-dúr trompetkonsert Leopolds af eftirtektarverðu öryggi, einkum þegar á leið. Fyrsta fyrirmynd stórsnillings Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Áskirkja Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavík- ur. Verk eftir Leopold Mozart. Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir fiðla; Eiríkur Örn Pálsson trompet; Stefán Jón Bernharðs- son, Jósef Ognibene, Emil Friðfinnsson & Þorkell Jóelsson horn. Mánudaginn 18. desember kl. 17. Kammertónleikar Leopold Mozart HIN sívinsæla ópera Wolfgangs Amadeusar Mozarts, Don Giovanni, var sett upp í Hátíðarhöllinni í Santander á Spáni á dögunum. Hljómsveit- arstjóri var Ítalinn Marco Armiliato og leikstjóri Francisco Lopez frá Spáni. Hér sést spænska sópransöngkonan Beatriz Lanza í hlutverki Zerl- ínu í sýningunni. Reuters Don Giovanni á Spáni Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eldtefjandi efni sem sprautað er á kertaskreytingar koma aldrei í veg fyrir bruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.