Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 68

Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. „ÉG HEF verið í þessu starfi í ell- efu ár og ég man ekki eftir jafn- slæmu ástandi,“ segir Gerður Guð- mundsdóttir, leikskólaráðgjafi hjá Kópavogsbæ, um þá gríðarlegu manneklu sem er á leikskólum bæjarins. Starfsfólk vantar í um 25 stöðugildi frá áramótum og fjöl- mörg börn sem hefðu átt að byrja í leikskóla í haust bíða eftir að kom- ast inn. Aðeins tveir af sextán leik- skólum bæjarins eru fullmannaðir. Nær engin viðbrögð hafa verið við auglýsingum um störf. „Það er al- gjör ládeyða,“ segir Gerður. „Við höfum auglýst hálfsmánaðarlega í tvo mánuði og þær eru teljandi á fingrum annarrar handar umsókn- irnar sem hafa borist.“ Margir leiðbeinendur hafa sagt upp störfum í Kópavogi eftir að Reykjavíkurborg samdi við ófag- lært starfsfólk sinna leikskóla með gerð nýrra kjarasamninga við Efl- ingu og Starfsmannafélag Reykja- víkur. „Staðan eins og hún kemur til með að vera um áramót er ekki mjög kræsileg,“ segir Gerður, en þá hætta margir starfsmenn sem sögðu upp störfum í haust. Hún segist hafa átt von á því að staðan myndi batna en nýir samningar Reykjavíkurborgar hafa sett stórt strik í reikninginn. En áhrif manneklunnar hafa víð- tækari áhrif. Ekki er hægt að taka inn börn sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að byrja á leikskóla í haust. Tekur Gerður sem dæmi að á tveimur leikskólum bíða sautján börn, sem hafa fengið úthlutað plássi, eftir að komast að á hvorum leikskóla fyrir sig. Samningar Reykjavíkurborgar draga að starfsmenn leikskóla Kópavogs Aðeins tveir af 16 skólum fullmannaðir Morgunblaðið/Ómar Dæmi eru um að starfsmenn á leikskólum í Kópavogi vilji flytja sig á skóla í Reykjavík eftir að nýir kjara- samningar voru gerðir. Hér eru börn á nýjum leikskóla í Grafarholti að syngja um jólin. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is BLEIKSTJÖRNÓTT merfolald er nú í góðu yfirlæti inni í hesthúsi ásamt móður sinni en það fyrrnefnda kom í heiminn sl. laugardag, sem er harla óvenjulegur árs- tími. Tilviljun ein réð því að sú stutta fannst á lífi en Fífa móðir hennar var í hagabeit ásamt tugum annarra hrossa enda vissi enginn að hún væri fylfull. Magnús Kristinsson, bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum, fór ásamt Guðmundi syni sínum að gefa í haganum og sá þá eitthvað liggja á milli þúfna. Þegar betur var að gáð lá þar lítið merfolald og kepptust eldri merar í stóðinu um að ganga því í móður- stað með því að sleikja það í bak og fyrir og hin raunverulega móðir komst hvergi nærri því. Þetta rifrildi meranna hafði þær afleiðingar að sú stutta komst ekki á fætur og hvað þá á spena og hefði drepist fljótlega ef Magnús bónda hefði ekki borið að garði. Fékk pela frá barnabarninu „Lífið er tilviljun,“ komst Magnús bóndi að orði í gær þegar Morgunblaðið ræddi við hann en folaldið litla var ansi illa á sig komið þegar það fannst, var orðið kalt og slappt. Guðrún Sigurrós Paulsen, Rósa, bóndi og eiginkona Magnúsar, segist hafa keypt hryssuna Fífu fyrr á árinu en þá var talið að hún væri fylfull og myndi kasta sl. sum- ar. Ekkert gerðist og var því afskrifað að Fífa væri fylfull og hún send í hagabeit ásamt öðrum hrossum. Búið var að gefa Níelsi, yngsta syni hjónanna, folaldið sem þó aldrei fæddist. En nú hefur það breyst. Litla merfolaldið hefur fengið nafnið Ófeig og var flutt í hesthús ásamt móður sinni þar sem það fór fljótlega að bragg- ast. „Ég fór og sótti pelann út úr barna- barninu,“ segir Rósa hlæjandi um þá umönnun sem Ófeig litla fékk. „Þeir gáfu henni á fimmtán mínútna fresti að drekka og í þriðja skiptið þambaði hún kröft- uglega úr pelanum og fór svo að sjúga. Þannig að hún er sloppin.“ Magnús og Rósa eru sannfærð um að Ófeig litla hefði ekki þolað vistina miklu lengur í haganum, sennilega var það mín- útuspursmál að hún komst lífs af. Magnús segir að gefa þurfi móðurinni eins og snemmbæru, líkt og sagt er um kýr sem bera að haustlagi. Fær Fífa nú hey og kjarnfóður til að ná sér á strik og verður ásamt dóttur sinni inni í hlýju hesthúsi um jólin. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ófeig braggast vel eftir að Magnús Krist- insson tók hana inn og gaf henni pela. „Lífið er tilviljun“ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FIMM starfsmenn, flestir ófag- lærðir, hætta um áramótin á leik- skólanum Dal í Lindahverfi í Kópavogi. Engin viðbrögð hafa verið við auglýsingum í stöðurnar. Takist ekki að ráða í stöðurnar fyrir áramót verður að loka einni af fjórum deildum skólans dag- lega. „Það er búið að vera mjög mikið álag allt frá því í haust. Við höfum sloppið við lokanir deilda en nú er ekkert annað í stöðunni,“ segir Hanna María Ásgrímsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Dal. „Við vorum bjartsýn í haust á að staðan myndi skána en það hefur ekkert breyst. Fólk er núna að sækja um í Reykjavík og hætta hjá okkur og lái ég það engum.“ Hún segir augljóst að starfsmenn horfi til Reykjavíkur eftir nýgerða kjarasamninga. Hanna María segir foreldra sýna ástandinu skilning. „Ein móðirin sagði við mig að hún mætti vera fegin að þetta hefði ekki gerst fyrr en það þýðir ekki að hugsa svoleiðis. Foreldrar verða að geta vitað af börnum sín- um í öruggu skjóli meðan þeir vinna.“ Kópavogsbær samdi við starfs- fólk sitt fyrr í vetur, áður en borg- in gerði sína samninga sem nú hafa vakið mikil viðbrögð hjá leik- skólakennurum. Loka þarf einni deild á Dal VEGNA breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði hefur forskráning íbúðalána á skattfram- töl minnkað um 30–40 milljarða króna og sam- kvæmt áætlun Indriða Þor- lákssonar ríkis- skattstjóra fá um 10–20 þús- und framtelj- endur verri þjónustu fyrir vikið. Hann seg- ist telja að allar lagaheimildir séu fyrir hendi til þess að krefjast upplýsinga, en að hingað til hafi fyrst og fremst verið litið á forskráninguna sem þjón- ustu sem eigi að leysa eins og gert sé alls staðar í nágrannalöndum. Samtök banka og verðbréfafyr- irtækja hafa lýst því yfir að fjár- málafyrirtækjum sé óheimilt að af- henda embætti Ríkisskattstjóra upplýsingar um skuldir viðskipta- vina sinna vegna forskráningar á skattframtöl, en Indriði segir ekk- ert hæft í þeirri afstöðu. Um sé að ræða þjónustu sem aðilar ættu að fagna að geta veitt sínum við- skiptamönnum en ekki leggjast þvert í götu þess. Bendir á ákvæði laga á Norðurlöndunum Upplýsingar frá Íbúðalánasjóði, Lánasjóði íslenskra námsmanna og fleirum eru forskráðar á framtöl og Indriði segir lífeyrissjóði hafa tekið vel í að veita upplýsingar. Þá segir hann banka og fjármálastofn- anir nágrannalandanna veita þær. Indriði segir jafnframt að emb- ættið hafi aðeins sóst eftir upplýs- ingum um lánveitingar en ekki um öll fjármál viðskiptavina bankanna, eins og látið sé í veðri vaka í bréfi SBV sem greint var frá í Morg- unblaðinu í gær. Þá sé ekki sóst eftir neinum upplýsingum sem framteljendum beri ekki lagaleg skylda til að gefa upp hvort sem er. RSK hefur sent SBV svarbréf vegna viðbragða samtakanna þar sem bent er á ákvæði laga og upp- lýst um þær reglur sem gilda um þessi mál hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. „Ég hef spurt sem svo: Hverju er Kaupþing banki hér á landi að leyna fyrir skattyfirvöldum sem hann lætur skattyfirvöldum í té af fúsum vilja í Noregi og Svíþjóð þar sem hann er með dótturfyrirtæki?“ segir Indriði. Forskráning íbúðalána á skattframtöl minnkar mikið Skattstjóri telur sig hafa fulla heimild Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Undrast fornaldarviðhorf | 4 Indriði H. Þorláksson Mývatnssveit | Um mikilvægi eggja í jólabaksturinn verður ekki deilt. Það er því mikið ábyrgðarstarf að stjórna varpi í einu hænsnabúi fyrir jólin. Hann er glæsilegur haninn sem ræður ríkjum í hænsnahúsinu á Skútustöðum. Hér er hann að flytja hvatningarræðu yfir hæn- um búsins og brýnir þær til dáða fyrir jólin. Íslensk hænsn eru miklar gersemar og augnayndi, fyrir utan það að vera ágætlega viljugar til að verpa. Morgunblaðið/BFH Landnáms- hænur mikið augnayndi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.