Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Líkamsrækt í vatni Þegar æft er í vatni minnkar álag um liði þar sem áhrif þyngdarkraftsins minnka. Það verður því auðveldara að þjálfa upp úthald og styrk án þess að það valdi of miklu álagi á liðina. Bæði rólegir og kröftugir tímar í hádeginu og eftirmiðdaga, undir leiðsögn sjúkra- þjálfara, í hlýrri og bjartri sundlaug við Laugarás. Skráning og nánari upplýsingar í síma 897-2896 Netfang: harpahe@hi.is Finnur þú fyrir verkjum í fótleggjum eða baki við líkamsþjálfun? LAUN HÆKKI UM 2,5% Laun embættismanna og þjóð- kjörinna fulltrúa hækka um 2,5% 1. febrúar nk. nái boðað frumvarp rík- isstjórnarinnar, þar um, fram að ganga. Það verður lagt fram er Al- þingi kemur saman að nýju 17. jan- úar nk. Á sama tíma stendur til að fella úr gildi úrskurð Kjaradóms, um að hækka þessi laun um u.þ.b. 8%. Mikið mannfall í áhlaupi Að minnsta kosti tuttugu Súdanar týndu lífi í gær þegar egypska óeirðalögreglan réðst til atlögu gegn mótmælabúðum súdanskra flótta- manna nálægt bækistöðvum Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Kaíró. Um 5.000 lög- reglumenn voru sendir á vettvang til að loka búðunum. Neitar að framlengja frest Forsvarsmenn gasfyrirtækisins Gazprom í Rússlandi synjuðu í gær beiðni forseta Úkraínu um að frest- ur til að ná samningum í gasdeilu landanna tveggja yrði framlengdur til 10. janúar. Landsvirkjun seld? Geir H. Haarde segir í áramóta- grein sinni að eftir nokkur ár kunni að verða tímabært að losa um eignir þjóðarinnar í Landsvirkjun og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Af listum 41 Úr verinu 11 Umræðan 42/45 Viðskipti 14 Auðlesið 46 Erlent 16/20 Minningar 46/51 Minn staður 22 Hugvekja 48 Akureyri 23 Myndasögur 62 Landið 23 Dagbók 62/65 Suðurnes 28 Víkverji 62 Árborg 28 Velvakandi 63 Daglegt líf 30/31 Staður og stund 64 Ferðalög 32 Sjónvarp 61/74 Forystugrein 38 Staksteinar 75 Menning40/41, 66/73 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir bæklingurin Tyrkland frá Úrvali Útsýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %         &         '() * +,,,                    FRÁ 1. janúar 2006 hækkar áskriftarverð blaðsins úr 2.600 krónum í 2.800 krónur á mánuði. Helgaráskrift, sem er föstu- dagar, laugardagar og sunnudag- ar, hækkar úr 1.500 krónum í 1.700 krónur. ÞYRLUÁHÖFN Landhelgisgæslu Íslands var kölluð út kl. 16.17 síðast- liðinn fimmtudag vegna vélsleða- manns sem fallið hafði niður um ís á Lyngdalsheiði, við Kálfstinda. Þegar þyrlan kom á staðinn var búið að koma manninum fyrir í sjúkrabíl við Gjábakkaveg. Sveinn Ævarsson húsasmíðameist- ari segir að fimm manna föruneytið hafi verið að keyra sleðana eftir dal- botni, með hamraveggi í kring. Tíu til fimmtán sentimetra snjólag var yfir öllu og um átta stiga frost. Glitta sást í smávök sem sleðarnir fóru yfir og hægði Sveinn á sér en allt í einu lætur ísinn undan sleðanum. „Ég reyni að gefa í botn en þá stendur hann upp á endann og ég sekk. Ég var sallaró- legur og hélt að þetta væri í mesta lagi hálfs metra djúpt. Svo sé ég sleð- ann hverfa ofan í djúpið og ég náði ekki einu sinni að tipla með tánum of- an á hann,“ segir Sveinn sem var vel búinn, í brynju undir gallanum og með hjálm. Hann segir að næstu mín- útur hafi verið hrikalega erfiðar. „Maður er svo fljótur að klára orkuna þegar maður er svona þungur að berjast um í vatninu. Ég var einnig í sérstökum sleðaskóm sem eru stórir og miklir og þegar þeir fylltust af vatni var það eins og eitthvað togaði mig niður.“ Félagar Sveins brugðust snöggt við og hófu björgunaraðgerðir en það var hægara sagt en gert. Dreginn tugi metra eftir ísnum „Þeim leið mjög illa því þeir reyndu allt til að komast til mín og til að mynda reyndu þeir að skríða á mag- anum, en þá var búið að binda í þann sem skreið. Þegar fór að braka í ísn- um stóð félagi minn upp og lenti sjálf- ur ofan í upp að höndum en þeir voru fljótir að kippa honum upp úr aftur,“ segir Sveinn. Eftir um það bil tíu mín- útur tókst loks að koma til hans bandi, um 30 metra löngu, en þá var hann hættur að finna fyrir höndum og fót- um. Aðeins ein hugsun komst þá að. „Það var bara að halda í bandið. Þeir ætluðu að reyna draga mig tveir en höfðu ekki afl í það, því ég var orðinn svo þungur og lenti alltaf á ísbrúninni en komst ekki upp úr.“ Þá var öðru bandi bætt við og það bundið við vélsleða. Þá var hann dreg- inn tugi metra til að komast af ísnum áður en nokkuð var hægt að gera til aðhlynningar. Sveinn segist hafa ver- ið hálfmeðvitundarlaus þegar hann var dreginn og man lítið eftir það. Eftir því sem Sveinn kemst næst af frásögnum félaga sinna var hann fest- ur við bróður sinn, sem með var í för, og hékk á bakinu á honum meðan reynt var að ná í hjálp. Fleiri vélsleða- menn voru á sömu slóðum og var jeppi um 20 km frá slysstaðnum. Þar var miðstöðin sett á fullt og beðið eftir sjúkrabíl. Líkamshiti Sveins var í kringum 32 gráður þegar hann komst í sjúkrabílinn. „Þetta fór allt vel en tæpara mátti það ekki standa,“ segir Sveinn sem þakkar félögum sínum fyrir frækilegt björgunarafrek en þeir lögðu sjálfa sig í lífsháska. Björgunarþyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti Svein og flutti í Landspít- ala – háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem hann var fram eftir kvöldi en vildi ekki dvelja yfir nótt. „Svo er ég í dag eins og það hafi jarðýta keyrt yfir mig, gjörsamlega búinn. Það kólna öll líffæri og maður er enn svolítið skrít- inn í höfðinu en það lagast á næstu dögum.“ Vélsleðaferð Sveins Ævarssonar og fimm félaga hans endaði með ósköpum Féll í vök og líkamshitinn fór niður í 32 gráður Eftir Andra Karl andrikarl@mbl.is lestir og hefur ekki verið minni í aldarfjórðung. Hörpudiskveiðar voru engar á árinu. Humarafli jókst um nærri sex hundruð tonn frá fyrra ári. Vegna aukinnar vinnslu síldar- afla um borð í fiskiskipum var aflaverðmæti ársins 2005 áþekkt og á árinu 2004 þrátt fyrir minni afla. AFLI íslenskra skipa á árinu 2005 er áætlaður 1.667 þúsund lestir. Það er minnsti afli síðan 1995 þeg- ar aflinn var 1.605 þúsund lestir. Mestur var aflinn 1997 eða 2.199 þúsund lestir. Næst kemur árið 2002 þegar aflinn var 2.133 þúsund lestir. Þorskaflinn 2005 var 14 þúsund lestum minni en 2004. Ýsu- og ufsaafli var hins vegar talsvert meiri en árið áður. Botnfiskafli minnkaði um 6 þúsund lestir milli ára. Afli uppsjávartegunda var 1.135 þúsund lestir 2005 sem er 36 þúsund lestum minni afli en 2004. Loðnuafli var 78 þúsund lestum meiri en 2004 en 156 þúsund lesta samdráttur var í afla kolmunna. Rækjuaflinn 2005 var 9 þúsund         !                             Minnsti afli í áratug ÞAU voru með öryggisatriðin á hreinu, systkinin Pétur Jökull og Júlía Sóley, 11 og 9 ára, og höfðu sett upp hlífðargleraugun strax í gærkvöldi, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þau í flugeldasölu Landsbjargar í Toyota-húsinu við Nýbýlaveg. Pétur og Júlía búa allajafna í Lúxemborg en koma til Íslands um jólin, enda ekki nærri því jafn- spennandi áramót þar, eins og þau sögðu blaðamanni. Sala með besta móti Flugeldasala hófst af fullum krafti í gær og var mikið að gera á flestum sölustöðum fram eftir kvöldi. Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, sagði í gær- kvöldi að salan hefði verið með besta móti en stærstur hluti hennar færi þó allajafna fram á gaml- ársdag og svo yrði sennilega í ár líka. Alls er Landsbjörg með um 30 sölustaði á höfuðborgarsvæðinu og um 120 staði á landinu öllu. Jón áætlaði að hátt í þúsund manns kæmi að vinnu fyrir Landsbjörg um áramótin. Mikil áhersla er á það lögð að kaupendur flugelda fari að öllu með gát og fá kaupendur hlífð- argleraugu gefins með í öllum regnbogans litum. Það er spáð góðu veðri fyrir skot- glaða Íslendinga í kvöld og skiptir þar mestu að vindátt verður hæg, en þó verður nokkuð kalt í veðri, að sögn Veðurstofunnar. Morgunblaðið/Ómar Með ör- yggisat- riðin á hreinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.