Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 8
8 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is
brúðkaupiðheldur áfram!
Vegna fjölda áskorana höfum við bætt við
aukasýningum í janúar og febrúar:
7/1, 13/1, 14/1, 20/1, 21/1, 27/1, 28/1,
3/2, 4/2, 10/2, 11/2, 18/2
Sala hafin á allar aukasýningar.
Uppselt var á allar sýningar árið 2005!
Tryggðu þér miða í tíma.
Visa-korthafar fá 200 kr afslátt.
Nú skella allir sér norður!
Miðasalan er opin virka
daga kl. 13-17 og fram
að sýningu á sýningar-
dögum. Á laugardögum
opnar miðasalan kl. 15.
Búið er að fara yfirallar umsagnirnarog verður útdrátt-
ur úr niðurstöðum birtur
fljótlega eftir áramótin, að
sögn Hrafnkels V. Gísla-
sonar, forstjóra Póst- og
fjarskiptastofnunar. Síðan
mun PFS leggja fram til-
lögur um notkun tíðni-
sviðsins, bjóða það upp
eða út eða úthluta því, allt
eftir eðli athugasemda og
ábendinga hagsmuna-
aðila.
Rekstur NMT-450 far-
símakerfisins hófst 1985. Í
dag eru rúmlega 130 sendistaðir í
NMT-kerfinu og þekur það
stærstan hluta landsins og haf-
svæðið í kringum Ísland. Notend-
ur NMT-kerfisins eru fyrst og
fremst sjómenn og þeir sem eiga
leið um þá hluta landsins sem
GSM-þjónusta nær ekki til.
Fyrir liggur að NMT-kerfið
verður lagt niður. Búnaður þess
og tæknin eru að úreldast og
svara ekki kröfum tímans. NMT-
rekstrarleyfi Landssíma Íslands
(LÍ) rennur út 31. desember 2007
og hefur LÍ tilkynnt að fyrirtækið
áætli að hætta rekstri kerfisins
frá og með 1. janúar 2007. Sam-
kvæmt leyfisbréfi LÍ vegna 450
MHz tíðnisviðsins getur PFS
kveðið á um að fyrirtækið veiti
NMT-þjónustu í allt að tvö ár eftir
það, eða til ársloka 2008. Hrafn-
kell lagði áherslu á að nýtt kerfi
tæki samfellt við af gamla NMT-
kerfinu þannig að notendur gætu
flutt sig á milli kerfa og ekki yrði
eitthvert tímabil þar sem ekki nyti
langdrægrar farsímaþjónustu á
eða við Ísland.
Samkvæmt fjarskiptaáætlun,
sem samþykkt var á Alþingi í maí
síðastliðnum, voru m.a. sett fram
markmið um að byggja upp lang-
dræg stafræn farsímakerfi til að
þjóna landinu öllu og miðunum.
Langdræga stafræna farsíma-
þjónustan á að standa til boða um
allt land og á miðunum eftir að
rekstri NMT-kerfisins lýkur. Í
fyrrgreindu umræðuskjali segir
að PFS muni taka mið af stefnu-
mörkun stjórnvalda við endurút-
hlutun á 450 MHz-tíðnisviðinu,
sem NMT-kerfið hefur notað. Það
er túlkun stofnunarinnar að í
framtíðinni verði hið minnsta boð-
ið upp á talþjónustu á 450 MHz-
tíðnisviðinu.
Ný langdræg farsímakerfi
Erlendis hafa langdræg staf-
ræn farsímakerfi á 450 MHz-tíðni-
sviðinu verið að ryðja sér til rúms.
Þau hafa svipað drægi og núver-
andi NMT-kerfi, en bjóða upp á
fjölmarga kosti 2. og 3. kynslóðar
farsímakerfa. Annars vegar er um
að ræða 2. kynslóðar GSM-kerfi
fyrir 450 MHz-tíðnisvið. Hér á
landi og í nágrannalöndum eru nú
notuð 900 og 1.800 MHz-tíðnisvið-
in fyrir GSM en t.d. 850 og 1.900
MHz-tíðnisvið í Bandaríkjunum.
Hins vegar er um að ræða 3.
kynslóðar CDMA (Code Division
Multiple Access) farsímakerfi á
450 MHz-tíðnisviði, en CDMA-
fjarskiptakerfi eru til á ýmsum
tíðnisviðum. Langdræg CDMA-
farsímakerfi hafa m.a. verið að
ryðja sér til rúms á Norðurlönd-
unum og eru orðin talsvert út-
breidd í Rússlandi, Austur-Evr-
ópu, Asíu, Afríku og víðar. Í 3.
kynslóð er auk talflutnings boðið
upp á mun meiri gagnaflutnings-
hraða en í 2. kynslóð. Má í raun
búast við yfir 500 Kb þráðlausum
tengingum sem ná 100 km út í haf
eða upp á fjöll. Mögulegt er t.d. að
flytja útvarp eða sjónvarp með
gagnaflutningnum.
„Okkur virðist að CDMA-tækn-
in geti uppfyllt fleiri skilyrði en
GSM-tæknin hvað varðar framtíð-
aráform í fjarskiptamálum,“ sagði
Hrafnkell. Varðandi val á framtíð-
ar langdrægu farsímakerfi skiptir
útbreiðsla þess á heimsvísu máli.
Hún ræður miklu um hvort hægt
er að fá handtæki fyrir notendur á
viðráðanlegu verði. Hrafnkell seg-
ir að þar sé gjarnan miðað við 5
milljón notendur á heimsvísu.
CDMA- markaðurinn á 450 MHz-
tíðnisviðinu er að ná því.
Rætt hefur verið um að á mark-
að komi handtæki sem gerð verða
bæði fyrir stafrænt langdrægt
farsímakerfi CDMA og GSM-
kerfið sem nú er í notkun.
Dreifikerfi NMT- og GSM-sím-
kerfanna sem fyrir eru geta að
hluta nýst við uppsetningu nýs
langdrægs farsímakerfis. Hrafn-
kell sagði að skipta mætti dreifi-
kerfinu í nokkra þætti. Í fyrsta
lagi þarf aðstöðu fyrir senda, hús-
næði með rafmagni og fjarskipta-
tengingu. Svo þarf mastur til að
festa á loftnet. Þá þarf loftnet og í
fjórða lagi sendinn. Hýsing og
möstur eru fyrir hendi, hugsan-
lega mætti nýta eldri loftnet, þótt
það sé ólíklegt vegna örrar þróun-
ar í gerð loftneta. Víst er að skipta
þarf um sendana sjálfa og eins að
setja upp nýjar símstöðvar. Not-
endur þurfa að skipta um búnað
og fá sér nýja síma eða fjarskipta-
búnað sem vinnur með nýju
tækninni.
Hýsing fyrir dreifikerfið, sem
hægt væri að nýta að hluta, er í
eigu ýmissa aðila. Þeirra á meðal
eru t.d. Ríkisútvarpið, Síminn,
Fjarski/Landsvirkjun, Siglinga-
stofnun, Flugfjarskipti, 365 miðl-
ar, Orkubú Vestfjarða og jafnvel
fleiri orkufyrirtæki auk einstak-
linga.
Fréttaskýring | Langdrægt farsímakerfi
Sími sjómanna
og fjallafólks
Langdræg stafræn kerfi með mikla
flutningsmöguleika í stað NMT-símans
Hvað tekur við af NMT-kerfinu?
Leitað eftir áhuga og sjón-
armiðum hagsmunaaðila
Nær tíu aðilar, innlendir og
erlendir, brugðust við umræðu-
skjali Póst- og fjarskiptastofn-
unar (PFS) um framtíðarnotkun
NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi,
sem gefið var út hinn 24. október
síðastliðinn. Tilgangurinn var að
kanna áhuga markaðarins og
sjónarmið hagsmunaaðila á
framtíðarnotkun þessa tíðni-
sviðs. Óskað var eftir umsögnum
þessara aðila eigi síðar en 21.
nóvember síðastliðinn.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
LÍKLEGA eru ekki margir sem standa í gróðursetn-
ingum þessa dagana en nú milli jóla og nýárs var þó
verið að gróðursetja tré við Umferðarmiðstöðina og er
það hluti af frágangi við nýju Hringbrautina.
Svo er bara að bíða og sjá hvernig veturinn fer með
trén og hvort þau nái að festa rætur og standa um
ókomna tíð.
Þó hér sé ekki verið að gróðursetja skóg líkt og
ræktaður hefur verið víða í borgarlandinu, er bæði
mikil prýði og gott skjól af trjám sem sett eru niður við
göngustíga og umferðarmannvirki á borð við nýju
Hringbrautina. Mörgum finnst ekki frágangi við slíkar
framkvæmdir lokið fyrr en birkihríslur eða grenitré
hafa þar verið sett niður.
Morgunblaðið/Golli
Gróðursetning um áramót