Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 9
SÆVAR Pétursson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tóku fyrstu skóflustungur að nýjum hús- um undir fornbílasafn og þjón- ustuaðstöðu Orkuveitu Reykjavík- ur skammt frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum í gær. Þetta verður fyrsta sérhannaða húsið undir fornbílasafn í Reykjavík og sagði Alfreð Þorsteinsson við þetta til- efni að allar borgir í Evrópu sem stæðu undir nafni hefðu innan borgarmarkanna fornbílasafn og nú bættist Reykjavík í þann hóp. Við hlið fyrirhugaðs húss er Orku- veitan með rafveitusafn og ráðgert er að tengja þessar byggingar og nýja þjónustumiðstöð Orkuveit- unnar, sem þarna rís einnig, með tengibyggingu. Alfreð benti á að Elliðaárdalurinn væri mest sótta útivistarsvæði innan borgarmark- anna og mikil þörf væri fyrir þjón- ustu eins og veitingasölu og salern- isaðstöðu á svæðinu. Hús Fornbílaklúbbsins verður um 800 fermetrar að grunnfleti og á tveimur hæðum. Safnið verður á neðri hæð en félagsaðstaða á þeirri efri. Þjónustubygging Orkuveit- unnar verður 100 fermetrar að grunnfleti. Áætlaður kostnaður við byggingu Fornbílasafnsins er 100– 130 milljónir króna og ráðgert er að byrjað verði á grunni hússins í janúar og húsið verði tekið í notk- un í byrjun árs 2007. Skóflustunga að fornbílasafni Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 9 FRÉTTIR Mjódd, sími 557 5900 Við sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðilegt ár K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A s: 570 2790www.baendaferdir.is til Saalbach - Hinterglemm 4. febrúar - 1 vika / 11. febrúar - 1 vika / 4. febrúar - 2 vikur Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda árið 2006 er til Saalbach - Hinterglemm í Austurríki. Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er vel staðsett í jaðri bæjarins rétt við skíðalyfturnar. Saalbach - Hinterglemm oft nefnt skíðaparadís Alpanna og hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis. Farastjórar eru með hópnum og skipuleggja daglegar ferðir um skíðasvæðið fyrir þá sem vilja. Verð: 104.900 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku Verð: 154.500 kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is „MARKMIÐ laganna er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raf- orkukerfi og þeim er ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og sölu, tryggja öryggi raf- orkukerfisins og stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkulinda,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en frá ára- mótum geta allir, jafnt heimili og fyrirtæki, keypt rafmagn af þeim söluaðila sem þeir kjósa helst. Vegna tafa við aðlögun sænsks hugbúnaðar að íslenskum aðstæð- um verður flutningur notenda á milli fyrirtækja þó ekki virkur fyrr en í maí eða júní næstkomandi. Hins vegar verður hægt að semja við söluaðila strax eftir áramót. Valgerður segir að þrátt fyrir þessar tafir hafi flest raforkufyr- irtæki nú þegar boðað og birt lækkaðar gjaldskrár og í nokkrum bæjarfélögum eru raforkufyrirtæki farin að berjast um nýja notendur. Hún segir samkeppnina því vera hafna og afar ánægjulegt að útlit sé fyrir að markmið raforkulag- anna um samkeppni náist. Töfin hefur ekki áhrif á þá not- endur sem eru tímamældir, en svo er einkum háttað um fyrirtæki og einstaklinga sem kaupa mikið af raforku, og geta þeir skipt um söluaðila um leið í janúar. Orkustofnun með almennt eftirlit Til að koma á samkeppni á raf- orkumarkaði þurfa raforkufyrir- tæki að skilja sundur starfsemi dreifiveitna og raforkusölu. Flutn- ingur og dreifing eru háð einka- leyfi eins og verið hefur og mun Orkustofnun hafa eftirlit með einkaleyfisþáttunum. „Við erum að fylgjast með gæðum og öryggi af- hendingar. Það lýtur aðallega að dreifiveitum frekar en framleiðend- um,“ segir Þorkell Helgason orku- málastjóri og bætir við að Orku- stofnun gegni stóru hlutverki og eigi að hafa almennt eftirlit með raforkulögunum og einnig til dæm- is að veita umsagnir um virkjana- leyfi. Ekki aðeins sett útaf ESB Þorkell segir lögin ekki aðeins sett, eins og margir haldi, til að innleiða tilskipun ESB um frelsi á raforkumarkaði því í raun leysi þau af hólmi fyrirkomulag sem að flestra mati hafi verið orðið úrelt. „Þannig að hvort sem ESB-tilskip- unin hefði komið til eða ekki, hefðu menn þurft að taka sig til og setja ramma utan um raforkustarfsem- ina.“ Raforkukaupendur hafa hingað til keypt rafmagn af því orkufyr- irtæki sem á dreifikerfi þar sem þeir búa en með nýja kerfinu geta þeir valið á milli allra söluaðila raf- orku á landinu. Fá notendur þá tvo reikninga í stað eins, frá dreifiveitu og söluaðila. Ekki er tekinn kostn- aður fyrir flutning og á vefsvæði Orkustofnunnar er sérútbúin reiknivél til að áætla á einfaldan hátt útgjöld heimila vegna raforku- notkunar og bera saman gjaldskrár fyrirtækjanna sem keppa um við- skiptavini á markaðinum (www.os.is/raforkuverd). Talið er að nýjar gjaldskrár fyrirtækja liggi fyrir um miðjan janúar en nokkur þeirra hafa nú þegar birt nýjar gjaldskrár á vefsvæðum sínum. Ef notandi kýs að færa ekki við- skipti sín annað verður lítið um breytingar með nýju lögunum og skiptir sá áfram við sína dreifi- veitu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rafmagn verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar. Samkeppni á raforku- markaði er nú hafin Eftir Andra Karl andri@mbl.is Rafmagn selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar Gleðilegt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.