Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 16

Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 16
16 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AÐ MINNSTA kosti tuttugu Súd- anar týndu lífi þegar egypska óeirðalögreglan réðst til atlögu gegn mótmælabúðum súdanskra flóttamanna, sem reistar voru í september nálægt bækistöðvum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Mohandessin- hverfinu í Kaíró, einu af ríkari hverfum borgarinnar. Talið er að um 3.000 manns hafi hafst við í búðunum. Um fimm þús- und egypskir lögreglumenn mættu hins vegar á vettvang í gær og hugðust loka búðunum. Vitni segja þá hafa beitt fólkið harðræði, not- uðu lögreglumennirnir kylfur og sprautuðu vatni á fólkið úr háþrýsti- byssum. Í kjölfarið tók lögreglan að draga menn með nauðung upp í rút- ur sem flytja áttu fólkið á brott. Sást fólk liggja slasað eftir á göt- unni. Ekki pólitískir flóttamenn Innanríkisráðuneytið sagði í yf- irlýsingu að fólkið hefði neitað að verða við kröfum lögreglumanna. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri UNHCR, fordæmdi hins veg- ar framgöngu egypsku lögreglunn- ar. „Það getur ekkert réttlætt svona ofbeldi og mannfall,“ sagði hann. Fólkið kom búðunum upp nálægt húsakynnum UNHCR í mótmæla- skyni eftir að stofnunin hætti að veita því stuðning. Hefur BBC eftir Astrid Stort, talsmanni UNHCR í Kaíró, að reynt hafi verið að veita fólkinu aðstoð en að sumar af kröf- um þess hafi verið óraunhæfar. Fulltrúar UNHCR segja að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að bregðast við þeim fordómum sem Súdanarnir kunna að hafa mætt í Egyptalandi eða þeirri fátækt sem fólkið bjó við. Telur stofnunin að flestir Súdananna hafi flúið slæmar efnahagsaðstæður í heimalandi sínu, fremur en að þeir geti talist pólitískir flóttamenn; en sem kunn- ugt er aðstoðar UNHCR einkum fólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandi sínu og neyðst hefur til að flýja land. Margir flóttamannanna hafa hins vegar sagt að ekki sé óhætt fyrir þá að fara aftur til Súdan, þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið gert á þessu ári sem batt enda á 21 árs borgarastríð í suðurhluta landsins. Reuters Egypskir óeirðalögreglumenn með einn af Súdönunum sem handteknir voru í Kaíró í gær. Fólkið, alls um 3.000 manns, hafði slegið upp tjaldbúðum á umferðareyju í auðugu hverfi og var ætlunin að loka búðunum. Mannfall í áhlaupi gegn Súdönum Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SAGT er frá því í Aberdeen Press and Journal í vikunni að breskir ráðamenn hafi árið 1972 íhugað að veita skipherr- um breska flotans á Íslands- miðum leyfi til að skjóta til að verja togara fyrir Landhelgis- gæslunni ef varðskipsmenn reyndu að fara um borð. Er vitnað í leyniskjöl sem nú hafa verið gerð opinber í London. Sérstök nefnd á vegum stjórnvalda er sögð hafa rætt þennan möguleika nokkrum dögum áður en Íslendingar lýstu yfir 50 sjómílna fiskveiði- lögsögu haustið 1972 [í fréttinni segir að vísu 200 sjómílna en það gerðist ekki fyrr en 1975. Mbl.] Niðurstaða nefndar- manna var að líta yrði á það sem algert neyðarúrræði að beita vopnum og þá eingöngu ef varðskipsmenn skytu að fyrra- bragði. Jafnframt var sett það skilyrði að herskipsmenn leit- uðu fyrst eftir heimild hjá stjórnvöldum í London. Yfirmenn í breska flotanum fengu ákveðna skipun um að vernda ekki breska togaraskip- stjóra sem reyndu að komast hjá handtöku eftir að hafa stundað ólöglegar veiðar innan lögsögu Íslendinga. Íhuguðu að láta skjóta á varðskip Caracas. AFP. | Skattayfirvöld í Vene- súela hafa krafist þess að þrjú er- lend olíufyrirtæki, Total í Frakk- landi, Repsol á Spáni og Teikoku í Japan, greiði alls 223 milljónir doll- ara í ríkissjóð. Eru fyrirtækin sögð hafa beitt brellum til að komast hjá skattgreiðslum en þau eru öll með starfsemi í Venesúela. Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur lengi sakað erlendu fyrirtækin um að greiða of lítið fyrir aðstöðuna í landinu sem er eitt af mestu olíu- útflutningsríkjum heims. Yfirmaður Seniat, skattrannsóknastofnunar Venesúela, Dian Vargas, sagði að í janúar myndu fimm fyrirtæki að auki verða krafin um skattgreiðslur. Annar talsmaður stofnunarinnar, Jose Vielma Mora, sagði að rann- sókn stæði yfir á skattamálum alls 22 olíufyrirtækja sem eiga samstarf við ríkisolíufyrirtækið PDVSA. Samningarnir væru taldir koma illa niður á hagsmunum Venesúela. Gæti farið svo að fyrirtækin yrðu að greiða alls um tvo milljarða dollara, um 127 milljarða króna, í sjóði Vene- súelamanna. Krefja olíu- fyrirtæki um auknar greiðslur Ramallah. AFP. | Janette Khuri hefur fyrst kvenna verið kjörin borg- arstjóri í Ramallah á Vesturbakk- anum. Hún er 62 ára gömul og úr röðum kristinna Palestínumanna. 16 fulltrúar sitja í borgarstjórn en þeir kjósa borgarstjóra. Khuri er liðsmaður Alþýðufylk- ingarinnar til frelsunar Palestínu (PLFP), róttækrar vinstrihreyf- ingar sem lengi stóð fyrir árásum og hryðjuverkum gegn Ísraelum. Athygli vakti að þrír fulltrúar Hamas, samtaka íslamskra bók- stafstrúarmanna, studdu Khuri en ekki Ghazi Hanania, frambjóðanda Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Hamas varð stærsti flokkurinn í Ramallah í sveitarstjórnarkosn- ingum nýverið en hefur lagt áherslu á samstarf við aðra flokka. Tryggðu samtökin meðal annars kristnum frambjóðanda embætti borgarstjóra í Betlehem. Hamas studdi kristna konu í Ramallah Kíev. AFP, AP. | Forsvarsmenn rúss- neska gasfyrirtækisins Gazprom höfnuðu í gær alfarið þeirri beiðni Viktors Jústsjenkós, forseta Úkra- ínu, að frestur til að ná samningum í gasdeilu þjóðanna tveggja yrði fram- lengdur til 10. janúar. „Þeir vilja frysta verð fyrir tíu fyrstu daga jan- úarmánaðar og síðan munu þeir vilja tíu daga til viðbótar,“ var haft eftir Sergei Kupriyanov, fulltrúa Gaz- prom. Fyrirtækið hefur hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur til Úkraínu á nýárs- dag fallist stjórn landsins ekki á þá kröfu að Úkraínumenn greiði fjórfalt hærra verð fyrir gas frá Rússlandi en þeir hafa gert. Úkraínumenn vilja hins vegar að gasverðið verði hækk- að í áföngum á fimm árum og saka Rússa um að beita sig efnahagsleg- um þrýstingi í pólitískum tilgangi. Vaxandi spennu hefur gætt í sam- skiptum Rússlands og Úkraínu frá appelsínugulu byltingunni í desem- ber 2004 þegar Jústsjenkó varð for- seti Úkraínu og boðaði nánara sam- starf við Vestur-Evrópu. Tíminn að renna út Þýsk stjórnvöld lögðu í gær hart að Rússum og Úkraínumönnum að ná samkomulagi „sem fyrst“ en gerðu hins vegar lítið úr vangavelt- um þess efnis að það kynni að hafa áhrif á stöðu mála í Þýskalandi ef Rússar skrúfa fyrir gasleiðsluna til Úkraínu. Um 30% þess gass sem Þjóðverjar nota berst til Þýskalands um Úkra- ínu. Fyrr í gær hafði sjónvarpsstöðin NTV í Rússlandi, sem er í eigu Gazp- rom, rofið dagskrá sína til að sýna beint viðtal við Alexei Miller, yfir- mann Gazprom, þar sem hann end- urtók hótanir fyrirtækisins um að skrúfa fyrir gasleiðslurnar til Úkra- ínu á nýársdag. „Aðgerðir okkar verða beinskeyttar og framkvæmdar af eindrægni,“ sagði hann en í bak- grunni mátti sjá hvar pendúll gam- allar stofuklukku sveiflaðist til og frá eins og til að senda þau skilaboð að tíminn væri að renna út. Stjórnvöld í Úkraínu hafa reynt að sefa áhyggjur íbúa landsins en næg- ar birgðir munu vera til svo lands- menn geti hitað upp hús sín út vet- urinn. En mál þetta hefur þó skapað mikinn þrýsting á ríkisstjórn Jústsj- enkós. Gazprom neitar að fram- lengja frestinn Alexei Miller Vilnius. AFP. | Pólverjar tóku í gær við loftvörnum Eystra- saltsríkja, fyrstir þjóða fyrrum veldis kommúnista í A-Evrópu. Lofthelgiseftirlitinu svonefnda er haldið uppi af Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og skiptast aðildarríkin á að sinna því þar eð Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, ráða ekki yfir flug- herjum. Pólverjarnir munu beita fjór- um rússnesk-smíðuðum Mig-29 herþotum og koma alls sjötíu manns að verkefninu. Tveimur þotnanna hefur verið breytt til að falla að stöðlum NATO. Pól- verjarnir muni hafa eftirlitið með höndum næstu þrjá mán- uði en þá taka Tyrkir við. Í septembermánuði rauf rússnesk herþota lofthelgi Litháens og þotan hrapaði til jarðar nærri borginni Kaunas. Ekki er vitað hvers vegna flug- maðurinn fylgdi ekki uppgef- inni áætlun en hann bjargaði sér í fallhlíf. Þótti mál þetta nokkurt áfall fyrir loftvarnir NATO þar eð þýskar þotur, sem þá sinntu eftirlitinu, náðu ekki að fljúga í veg fyrir rúss- nesku þotuna. Eystrasaltsríkin tilheyrðu Sovétríkjunum þar til þau liðu undir lok 1991. Þjóðirnar þrjár gengu í NATO árið 1999. Pólverjar sjá um loftvarnir ÞÓRÐUR Jónsson skipatæknifræð- ingur var staddur í Kaíró fyrir jól í tengslum við vinnu sína og segist hafa haft starfs- aðstöðu á sautjándu hæð í húsi andspænis búðum Súd- ananna. „Þetta var heldur nöt- urleg vist hjá fólkinu,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. „Það svaf þarna upprúllað í teppi á gang- stéttunum í kring.“ Þórður segir Egypta hafa talið að óvandaðir menn hefðu ginnt þetta fólk að heiman með loforðum að það kæmist til Kanada eða ann- arra landa þar sem gott væri að búa. Þeirri skoðun hefði síðan verið haldið að fólkinu í Kaíró að ef það þráaðist nógu lengi við þá myndi það komast til Kanada „og að þar drypi smjör af hverju strái“. „Annað slagið komu svo spari- klæddir menn í fínum bílum og söfnuðu fólkinu saman og héldu, að því er virtist, æsingarræður,“ sagði Þórður. „Íbúar hverfisins í kring- um búðirnar, sem voru á stórri um- ferðaeyju, voru mjög þreyttir á ástandinu og töldu mikinn vanda steðja að fólkinu þegar kólnaði í vetur.“ „Heldur nöturleg vist hjá fólkinu“ Þórður Jónsson EVO Morales (t.h.), verðandi forseti Bólivíu, hitti í gær Fidel Castro Kúbuforseta í Havana og varð þar fagnaðarfundur. Morales hefur lengi litið á Castro sem læriföður sinn í byltingarmálum. Mun Kúbu- forseti hafa sent þotu sína eftir Morales. Reuters Vinafundur í Havana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.