Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 22

Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 22
Vesturbær | Miklar annir hafa verið hjá fólki fyrir og um hátíðirnar. Vörurnar eru færðar heim úr búðunum með ýmsum hætti. Þessi maður hjólaði með pokann eftir Ljósvallagötunni. Hann virtist sterkur á svellinu. Morgunblaðið/Sverrir Sterkur á svellinu Annir Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Viðeigandi er í þessum síðasta pistli úr bæjarlífinu á þessu ári að líta sem snöggv- ast um öxl og meta það sem árið sem nú er að líða hefur gefið af sér bæjarbúum til handa. Næg atvinna hefur verið hjá út- gerðinni og fiskvinnslunni einnig hafa iðn- aðarmenn haft betri verkefnastöðu en oft áður. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin tvö, Bakkavík og Jakob Valgeir, hafa sótt fram á árinu og styrkt heldur kvótastöðu sína enda hafa aflabrögð verið góð, en geng- isþróunin hefur þó örugglega verið þeim erfið svo sem öðrum í greininni.    Bolvíkingar fögnuðu mjög ákvörðun rík- isstjórnarinnar að hefja undirbúning jarð- gagnagerðar sem er ætlað að leysa af hólmi um eins kílómetra vegakafla sem hættulegastur er talin á leiðinni um Óshlíð sem er eina vegasamband byggðarlagsins. Margir telja þó best að losna alveg við akstursleiðina um Óshlíð og hafa bent á að jarðgöng frá Syðridal í Bolungarvík og inn í Tungudal í Skutulsfirði sé kostur sem vert væri að kanna.    Nokkur hreyfing var á fasteignamarkaði í bæjarfélaginu á árinu sem varð þess valdandi að fasteignverð fór heldur upp á við en fasteignamarkaðurinn hefur verið í mikilli lægð hér í Bolungarvík svo sem víð- ar á Vestfjörðum um árabil svo sem kunn- ugt er. Ekki fjölgaði þó íbúum staðarins sem voru 918 1. desember og hafði fækkað um 16 á árinu. Þar munar að sjálfsögðu um það að verulega var fækkað í starfsliði rad- arstöðvarinnar á Bolafjalli.    Góð aflabrögð, stöðugleiki á vinnumark- aði, styrking og framsækni útgerðar og fiskvinnslu staðarins, horfur á verulegum samgöngubótum við byggðarlagið, meira líf á fasteignamarkaði, er meðal þess sem árið sem nú er að fjara út færði okkur Bol- víkingum og eru mjög svo ánægjuleg um- skipti frá ýmiskonar mótlæti síðustu ára. Það er því full ástæða fyrir okkur íbúa Bol- ungarvíkur að líta með bjartsýni í huga til komandi árs. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA íþróttamaður Tindastóls, Mette Mannseth, hesta- mannafélaginu Léttfeta, Oddný Ragna Pálmadótt- ir, ungmennafélaginu Hjalta, Sunna Dís Bjarna- dóttir, Ungmennafélag- Í hófi sem Sveitarfé-lagið Skagafjörðurásamt Ungmenna- sambandi Skagafjarðar og Ungmennafélaginu Tindastóli héldu í félags- heimilinu Ljósheimum síðastliðið miðvikudags- kvöld var tilkynnt um val á þeim sem hljóta á heið- ursviðurkenninguna Íþróttamaður Skaga- fjarðar. Svavar Atli Birg- isson körfuknattleiks- maður í Tindastóli varð fyrir valinu. Tilnefningar bárust frá öllum ungmennafélögum innan UMSS auk tilnefn- inga frá sérdeildum Umf. Tindastóls. Að þessu sinni hlutu tilnefningu Bjarki Már Árnason, knatt- spyrnumaður Tindastóls, Einar Helgi Guðlaugsson, sundmaður Tindastóls, Katrín Sveina Björns- dóttir, Golfklúbbi Sauð- árkróks, Kári Steinn Karlsson, frjáls- inu Neista, Svavar Atli Birgisson, körfuknatt- leiksmaður Tindastóls, Sævar Birgisson, skíða- maður Tindastóls og Þór- arinn Eymundsson, hesta- mannafélaginu Stíganda. Morgunblaðið/Björn Björnsson Íþróttamaður Svavar Atli Birgisson, Íþróttamaður Skagafjarðar og Íþróttamaður Tindastóls. Svavar Atli íþróttamaður Skagafjarðar Davíð Hjálmar Har-aldsson kveðurárið með þessum hætti: Dimmur kveður desember. Drjúgt í kuli vinda aragrúi yljar mér áður drýgðra synda. Sigrún Haraldsdóttir svarar: Hrærðu ekki í gömlum graut, gleymdu fornum myndum. Fráum manni falli í skaut fullt af nýjum syndum. Þá Björn Ingólfsson: Ég verð að láta mér lynda lopabrók upp um mig binda, en golfstraumur gamalla synda gjörir þér óþarft að kynda. Rúnar Kristjánsson yrkir: Ég vil elska allt sem lifir, allt sem lofar Guð á jörð. Ég vil biðja um blessun yfir bæi alla í þakkargjörð. Ég vil treysta á tryggð og gæsku, trúa á bjarta sigurmynd; ljós og fegurð, líf og æsku, langt frá öllu er heitir synd! Árið kvatt pebl@mbl.is Mývatnssveit | Við áramót freistast margur til að leita svara við hinu ókomna, flestir meir þó í gamni en al- vöru. Forvitni um hið ókomna er mönnum eðlis- læg. Vala heitir bein milli leggjar og lær- is á sauðkind og var algengt barnaleikfang fyrrum. Sá var einn leikurinn að setja völu- bein á nef sér, líkt og Kertasníkir gerir svo laglega á myndinni. Síðan var farið með þulu þessa: Segðu mér nú spákona mín, sem ég spyr þig að. Ég skal með gullinu gleðja þig og silfrinu seðja þig, ef þú segir mér satt. En í eldinum brenna þig, ef þú skrökvar að mér. Þá er borin fram spurning og verður að vera hægt að svara henni með já-i eða nei-i. Því næst hneigir maður höfuð þann- ig að valan fellur fram á gólf. Ef kryppan kemur upp er svarið: Já. Ef kryppan snýr nður þá er svarið: Nei. Ef valan leggst á hlið, þá er svarið: Veit ekki. Völubein var einnig notað til að vefja um ullarbandi í hnykil. Önnur völuspá er til og má ekki rugla þessum saman. Sú er kvæðabálkur merki- legur og mörgum kunnur, en hefur lengi verið torskilin flestum. „Ár var alda, það ekki var.“ Helgi Hálfdánarson, apótekari okkar Þingeyinga í fjölmörg ár, greiddi skemmtilega úr þeirri flækju og gerði skiljanlegt í bók sinni „Maddaman með kýrhausinn“. „Segðu mér nú spákona mín“ Styður lögregluna | Hreppsnefnd Þórs- hafnarhrepps hefur samþykkt bókun þar sem lýst er yfir stuðningi við viðleitni lög- reglu til að taka á aðsteðjandi fíkniefna- vanda á svæðinu. „Íbúar Þórshafnar- hrepps og nágrannabyggðarlaga eru í þessu sambandi hvattir til að veita lög- gæsluaðilum allan þann stuðning sem þörf er á,“ segir í bókuninni en eins og fram hef- ur komið hafa lögreglumenn orðið fyrir að- kasti vegna aðgerða sinna á þessu sviði. Samþykkti hreppsnefndin að taka málið til umfjöllunar á íbúaþingi sem boðað hefur verið 4. janúar næstkomandi. ♦♦♦ 22. daga ævintýraferðir á ári Hundsins, 2006 til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR Vorferð: 18. maí - 8. júní Farið verður til höfuðborgarinnar BEIJING, stórborgarinnar SJHANGHAI, fallegu borgarinnar HANGZHOU, gömlu porstu- línsborgarinnar JINGDEZHEN, NINGBO, SHANGXING, MOG- ANSHAN, NANXUN og undurfögru eyjunnar PUTUSHAN, í austur-Kínahafi. Einnig verður siglt á KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN (við Mutianyu). Haustferð: 7. - 28. september Farið verður til TÍBET (Lhasa, Gyantse, Shigatse), XIAN, CHENGDU, GUILIN, BEIJING og á KÍNAMÚRINN (við Ba- daling). Allt það merkilegasta á þessum stöðum verður skoðað. Heildarverð á ferð kr. 350 þús. Allt innifalið Þ.e. skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum, (einb. + 60 þ.), fullt fæði, skattar/gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjóns- dóttur, sem er sérfræðingur í skipulagningu ferða til Kína, en þangað fór hún með fyrsta hópinn 1992. Kínakvöld Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á Njálsgötunni eða úti í bæ, með litskyggnu- myndasýningu, sýningu á Tai-Chi, sýningu á kínverskum listmunum, tedrykkju o.fl. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R símar: 551 2596 og 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Geymið auglýsinguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.