Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 22
Vesturbær | Miklar annir hafa verið hjá fólki fyrir og um hátíðirnar. Vörurnar eru færðar heim úr búðunum með ýmsum hætti. Þessi maður hjólaði með pokann eftir Ljósvallagötunni. Hann virtist sterkur á svellinu. Morgunblaðið/Sverrir Sterkur á svellinu Annir Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Viðeigandi er í þessum síðasta pistli úr bæjarlífinu á þessu ári að líta sem snöggv- ast um öxl og meta það sem árið sem nú er að líða hefur gefið af sér bæjarbúum til handa. Næg atvinna hefur verið hjá út- gerðinni og fiskvinnslunni einnig hafa iðn- aðarmenn haft betri verkefnastöðu en oft áður. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin tvö, Bakkavík og Jakob Valgeir, hafa sótt fram á árinu og styrkt heldur kvótastöðu sína enda hafa aflabrögð verið góð, en geng- isþróunin hefur þó örugglega verið þeim erfið svo sem öðrum í greininni.    Bolvíkingar fögnuðu mjög ákvörðun rík- isstjórnarinnar að hefja undirbúning jarð- gagnagerðar sem er ætlað að leysa af hólmi um eins kílómetra vegakafla sem hættulegastur er talin á leiðinni um Óshlíð sem er eina vegasamband byggðarlagsins. Margir telja þó best að losna alveg við akstursleiðina um Óshlíð og hafa bent á að jarðgöng frá Syðridal í Bolungarvík og inn í Tungudal í Skutulsfirði sé kostur sem vert væri að kanna.    Nokkur hreyfing var á fasteignamarkaði í bæjarfélaginu á árinu sem varð þess valdandi að fasteignverð fór heldur upp á við en fasteignamarkaðurinn hefur verið í mikilli lægð hér í Bolungarvík svo sem víð- ar á Vestfjörðum um árabil svo sem kunn- ugt er. Ekki fjölgaði þó íbúum staðarins sem voru 918 1. desember og hafði fækkað um 16 á árinu. Þar munar að sjálfsögðu um það að verulega var fækkað í starfsliði rad- arstöðvarinnar á Bolafjalli.    Góð aflabrögð, stöðugleiki á vinnumark- aði, styrking og framsækni útgerðar og fiskvinnslu staðarins, horfur á verulegum samgöngubótum við byggðarlagið, meira líf á fasteignamarkaði, er meðal þess sem árið sem nú er að fjara út færði okkur Bol- víkingum og eru mjög svo ánægjuleg um- skipti frá ýmiskonar mótlæti síðustu ára. Það er því full ástæða fyrir okkur íbúa Bol- ungarvíkur að líta með bjartsýni í huga til komandi árs. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA íþróttamaður Tindastóls, Mette Mannseth, hesta- mannafélaginu Léttfeta, Oddný Ragna Pálmadótt- ir, ungmennafélaginu Hjalta, Sunna Dís Bjarna- dóttir, Ungmennafélag- Í hófi sem Sveitarfé-lagið Skagafjörðurásamt Ungmenna- sambandi Skagafjarðar og Ungmennafélaginu Tindastóli héldu í félags- heimilinu Ljósheimum síðastliðið miðvikudags- kvöld var tilkynnt um val á þeim sem hljóta á heið- ursviðurkenninguna Íþróttamaður Skaga- fjarðar. Svavar Atli Birg- isson körfuknattleiks- maður í Tindastóli varð fyrir valinu. Tilnefningar bárust frá öllum ungmennafélögum innan UMSS auk tilnefn- inga frá sérdeildum Umf. Tindastóls. Að þessu sinni hlutu tilnefningu Bjarki Már Árnason, knatt- spyrnumaður Tindastóls, Einar Helgi Guðlaugsson, sundmaður Tindastóls, Katrín Sveina Björns- dóttir, Golfklúbbi Sauð- árkróks, Kári Steinn Karlsson, frjáls- inu Neista, Svavar Atli Birgisson, körfuknatt- leiksmaður Tindastóls, Sævar Birgisson, skíða- maður Tindastóls og Þór- arinn Eymundsson, hesta- mannafélaginu Stíganda. Morgunblaðið/Björn Björnsson Íþróttamaður Svavar Atli Birgisson, Íþróttamaður Skagafjarðar og Íþróttamaður Tindastóls. Svavar Atli íþróttamaður Skagafjarðar Davíð Hjálmar Har-aldsson kveðurárið með þessum hætti: Dimmur kveður desember. Drjúgt í kuli vinda aragrúi yljar mér áður drýgðra synda. Sigrún Haraldsdóttir svarar: Hrærðu ekki í gömlum graut, gleymdu fornum myndum. Fráum manni falli í skaut fullt af nýjum syndum. Þá Björn Ingólfsson: Ég verð að láta mér lynda lopabrók upp um mig binda, en golfstraumur gamalla synda gjörir þér óþarft að kynda. Rúnar Kristjánsson yrkir: Ég vil elska allt sem lifir, allt sem lofar Guð á jörð. Ég vil biðja um blessun yfir bæi alla í þakkargjörð. Ég vil treysta á tryggð og gæsku, trúa á bjarta sigurmynd; ljós og fegurð, líf og æsku, langt frá öllu er heitir synd! Árið kvatt pebl@mbl.is Mývatnssveit | Við áramót freistast margur til að leita svara við hinu ókomna, flestir meir þó í gamni en al- vöru. Forvitni um hið ókomna er mönnum eðlis- læg. Vala heitir bein milli leggjar og lær- is á sauðkind og var algengt barnaleikfang fyrrum. Sá var einn leikurinn að setja völu- bein á nef sér, líkt og Kertasníkir gerir svo laglega á myndinni. Síðan var farið með þulu þessa: Segðu mér nú spákona mín, sem ég spyr þig að. Ég skal með gullinu gleðja þig og silfrinu seðja þig, ef þú segir mér satt. En í eldinum brenna þig, ef þú skrökvar að mér. Þá er borin fram spurning og verður að vera hægt að svara henni með já-i eða nei-i. Því næst hneigir maður höfuð þann- ig að valan fellur fram á gólf. Ef kryppan kemur upp er svarið: Já. Ef kryppan snýr nður þá er svarið: Nei. Ef valan leggst á hlið, þá er svarið: Veit ekki. Völubein var einnig notað til að vefja um ullarbandi í hnykil. Önnur völuspá er til og má ekki rugla þessum saman. Sú er kvæðabálkur merki- legur og mörgum kunnur, en hefur lengi verið torskilin flestum. „Ár var alda, það ekki var.“ Helgi Hálfdánarson, apótekari okkar Þingeyinga í fjölmörg ár, greiddi skemmtilega úr þeirri flækju og gerði skiljanlegt í bók sinni „Maddaman með kýrhausinn“. „Segðu mér nú spákona mín“ Styður lögregluna | Hreppsnefnd Þórs- hafnarhrepps hefur samþykkt bókun þar sem lýst er yfir stuðningi við viðleitni lög- reglu til að taka á aðsteðjandi fíkniefna- vanda á svæðinu. „Íbúar Þórshafnar- hrepps og nágrannabyggðarlaga eru í þessu sambandi hvattir til að veita lög- gæsluaðilum allan þann stuðning sem þörf er á,“ segir í bókuninni en eins og fram hef- ur komið hafa lögreglumenn orðið fyrir að- kasti vegna aðgerða sinna á þessu sviði. Samþykkti hreppsnefndin að taka málið til umfjöllunar á íbúaþingi sem boðað hefur verið 4. janúar næstkomandi. ♦♦♦ 22. daga ævintýraferðir á ári Hundsins, 2006 til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR Vorferð: 18. maí - 8. júní Farið verður til höfuðborgarinnar BEIJING, stórborgarinnar SJHANGHAI, fallegu borgarinnar HANGZHOU, gömlu porstu- línsborgarinnar JINGDEZHEN, NINGBO, SHANGXING, MOG- ANSHAN, NANXUN og undurfögru eyjunnar PUTUSHAN, í austur-Kínahafi. Einnig verður siglt á KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN (við Mutianyu). Haustferð: 7. - 28. september Farið verður til TÍBET (Lhasa, Gyantse, Shigatse), XIAN, CHENGDU, GUILIN, BEIJING og á KÍNAMÚRINN (við Ba- daling). Allt það merkilegasta á þessum stöðum verður skoðað. Heildarverð á ferð kr. 350 þús. Allt innifalið Þ.e. skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum, (einb. + 60 þ.), fullt fæði, skattar/gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjóns- dóttur, sem er sérfræðingur í skipulagningu ferða til Kína, en þangað fór hún með fyrsta hópinn 1992. Kínakvöld Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á Njálsgötunni eða úti í bæ, með litskyggnu- myndasýningu, sýningu á Tai-Chi, sýningu á kínverskum listmunum, tedrykkju o.fl. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 R símar: 551 2596 og 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Geymið auglýsinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.