Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 23
MINNSTAÐUR
Gleðilegt ár og
takk fyrir viðskiptin
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505
Opið virka daga 10-18
laugardag kl. 10-22
sunnudag kl. 13-17Christa
30% AFSLÁTTUR
AF ÁRAMÓTAFATNAÐI
LANDIÐ
Fljót | Unnið hefur verið að gerð
sjóvarnargarðs í landi jarðarinnar
Hrauna í Fljótum undanfarnar vik-
ur. Markmiðið með framkvæmdinni
er að verja svokallaðan Stakkarðs-
hólma fyrir ágangi sjávar en þar er
mikið æðarvarp. Framkvæmdinni
er nú lokið.
Stakkarðshólmi er líkt og eyja í
malarkambi sem nefnist Hraun-
amöl og er á milli sjávar og Mikla-
vatns. Vegna æðarvarpsins er
hólminn ákaflega verðmætur.
Þarna var gerður um 200 metra
langur grjótgarður sem í fóru á
þriðja þúsund rúmmetrar af grjóti.
Með þessari framkvæmd standa
vonir til hægt verði að fyrirbyggja
að landbrot haldi áfram.
Það var verkfræðistofan Stoð hf.
á Sauðákróki sem hannaði garðinn
en framkvæmdin er gerð að til-
stuðlan Siglingastofnunar þó svo að
landeigandi taki nokkurn þátt í
kostnaði við verkið. Verktaki var
Víðimelsbræður í Skagafirði.
Góð ráð dýr
Viðar Pétursson, bóndi á Hraun-
um, sagði að með þessu væri
margra ára baráttu hans við land-
brot og sjávargang vonandi að
ljúka. Það væri langt síðan sjó-
gangur hefði farið að vinna á hólm-
anum sem upphaflega hefði verið
um hektari að stærð. Hólminn væri
búinn að minnka mikið frá því hann
var að alast upp á Hraunum. Einna
verst hefði hann þó farið í ofsa-
brimi 21. september 2003 þá fóru
hátt í hundrað fermetrar af hólm-
anum. Í janúar á þessu ári gerði
líka stórbrim og þá munað sáralitlu
að sjórinn græfi sér nýjan farveg
inn í Miklavatn við hólmann að
vestanverðu.
„Ég er búinn að láta keyra þarna
miklu efni á undanförnum árum til
að verja hólmann en það hefur
bara ekki dugað til. Í vetur varð ég
að fá jarðýtu til að loka rás sem
brimið gróf þarna og náði að loka
henni áður en vatnið sprengdi sig
fram í þessum nýja farvegi. Þetta
er búið að vera dýrt í gegnum tíð-
ina, en landið þarna er líka dýr-
mætt. Það hafa verið þarna að jafn-
aði hátt í tvö þúsund æðarhreiður á
ári. Ég vona svo sannarlega að
þessi framkvæmd dugi til að verja
hólmann í framtíðinni, annars eru
góð ráð dýr,“ sagði Viðar Pét-
ursson.
Gera sjóvarnagarð til varnar æðarvarpinu á Hraunum
„Vona að þessi framkvæmd dugi“
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Varnir Unnið með gröfum við vesturenda Stakkarðshólma í Fljótum.
Eftir Örn Þórarinsson
Ísafjörður |
Halldór Hall-
dórsson, bæjar-
stjóri á Ísafirði
og oddviti bæj-
arfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks-
ins, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér til að
leiða framboðs-
lista flokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar
á vori komanda. Prófkjör fer
fram 11. febrúar næstkomandi.
Í tilkynningu sem Halldór
hefur sent frá sér af þessu til-
efni kveðst hann vonast eftir
góðum stuðningi. „Hljóti ég
endurnýjað umboð sem oddviti
framboðslistans mun ég leggja
mig allan fram, ásamt sam-
starfsfólki mínu í Sjálfstæðis-
flokknum, um að vinna að góð-
um árangri flokksins í
kosningunum í vor. Undangeng-
in tvö kjörtímabil hef ég sem
bæjarstjóri unnið af heilum hug
að framgangi Ísafjarðarbæjar
og ég er stoltur yfir því að hafa
hlotið umboð til þeirra starfa.
Ég hef öðlast viðamikla reynslu
í starfi mínu sem ég vil gjarnan
nýta til áframhaldandi uppbygg-
ingar í sveitarfélaginu Ísafjarð-
arbæ,“ segir Halldór.
Halldór gefur kost
á sér í fyrsta sætið
Halldór
Halldórsson
AKUREYRI
HILDINGUR ehf., dótturfélag
KEA, Kristján Kristjánsson, Birg-
ir Guðmundsson og Ásprent Stíll
hafa stofnað útgáfufélag sem keypt
hefur allar eignir Vikudags á Ak-
ureyri. Mun félagið hefja rekstur
blaðsins frá og með áramótum.
Kristján Kristjánsson, blaðamaður
á Morgunblaðinu, hefur verið ráð-
inn ritstjóri Vikudags og fram-
kvæmdastjóri útgáfunnar.
Nýja útgáfustjórn skipa Bjarni
Hafþór Helgason, framkvæmda-
stjóri Hildings, Birgir Guðmunds-
son, lektor við Háskólann á Ak-
ureyri og G. Ómar Pétursson,
framkvæmdastjóri Ásprents Stíls.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
með nýrri útgáfustjórn .
Að sögn Bjarna Hafþórs er ekki
gefið upp hvernig nákvæm skipting
hlutafjár sé en Hildingur sé eig-
andi meirihluta hlutafjár. Ekki er
loku fyrir það skotið að hluthöfum
Vikudags muni fjölga. Vikudagur
var stofnaður árið 1996 af Hjörleifi
Hallgríms sem nú hefur selt blaðið
til nýja útgáfufélagsins. Blaðið er
prentað í tvö þúsund eintökum og
selt í áskrift. Vikudagur kemur út
einu sinni í viku og er 12 blaðsíður
að stærð. Fyrsti útgáfudagur
blaðsins eftir áramót er 12. janúar
Að sögn Birgis er ætlunin að
fara rólega af stað en til álita kem-
ur að stækka blaðið og fjölga út-
gáfudögum. Enda sé sóknarhugur í
þeim sem standa að blaðinu. Krist-
ján Kristjánsson hefur starfað sem
blaðamaður og ljósmyndari hjá
Morgunblaðinu á Akureyri frá
árinu 1995. Áður var hann blaða-
maður og síðar fréttastjóri Dags
frá árinu 1985 og á hann því að
baki tuttugu ára starf við blaða-
mennsku á Norðurlandi.
Í tilkynningu kemur fram að
Vikudagur muni taka umtalsverð-
um breytingum við þessi eigenda-
skipti og er markmiðið að efla og
styrkja blaðið á öllum sviðum. Að
sögn Kristjáns er fyrst og fremst
horft til Eyjafjarðarsvæðisins hvað
varðar fréttaöflun. Kristján segir
að ekki verði um KEA fréttir að
ræða, þrátt fyrir að dótturfélag
KEA eigi meirihlutann í útgáfunni,
heldur fréttir af Eyjafjarðarsvæð-
inu.
Að sögn Bjarna Hafþórs fer
KEA út í fjárfestingar sem talið er
að borgi sig. Það sé markmið fé-
lagsins að fjárfesta á Eyjafjarðar-
svæðinu og þessi fjárfesting sé lið-
ur í því.
Kristján segir að ekki liggi fyrir
hvernig mannahaldi verður háttað
á Vikudegi en ljóst sé að fleiri muni
koma að efnisöflun í blaðið. Segir
hann að skammur aðdragandi hafi
verið að stofnun nýja félagsins.
Aðspurður segir Kristján að
Vikudagur verði rekinn sem sjálf-
stæður fjölmiðill en ekki sé úti-
lokað að fara í samstarf við aðra.
Jafnframt sé stefnt á útgáfu á Net-
inu.
Á blaðamannafundinum kom
fram að styrkur héraðsblaða sé
mikill en öll héraðsmiðlun hefur
verið vanmetin að sögn Birgis.
Fjölmiðlar eins og Vikudagur, Ak-
sjón og Svæðisútvarpið eru mik-
ilvægir á stöðum eins og Akureyri.
Ýmis málefni sem ekki rata í fjöl-
miðla á landsvísu en eru málefni
sem skipta fólk á staðnum miklu.
Þetta hafi komið skýrt fram í sam-
einingarumræðunni nú í haust.
Svipað verður eflaust upp á ten-
ingnum í vor, að sögn Birgis.
Ómar segir að sett verði upp ný
prentvél í Ásprenti og sem auki þá
möguleika sem fyrirtækið hefur í
blaðaprentun. Vikudagur hefur
verið prentaður hjá Ásprenti og
verður svo áfram.
Nýir útgefendur taka
við rekstri Vikudags
Morgunblaðið/Guðrún
Vikudagur Bjarni Hafþór Helgason, Kristján Kristjánsson, Birgir Guð-
mundsson og G. Ómar Pétursson kynntu breytingar hjá Vikudegi.
Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur
guna@mbl.is
Eyjafjarðarsveit | Sverrir Reyn-
isson, bóndi á Bringu, rak upp stór
augu þegar hann kom í fjárhúsin á
bænum að morgni þriðja í jólum.
Hafði veturgömul ær gert sér litið
fyrir og borið tveimur lömbum um
nóttina. „Þetta er að sjálfsögðu afar
óvenjulegt að ær beri á þessum árs-
tíma en bara skemmtileg tilbreyt-
ing“ sagði Sverrir og bætti við að
ekki hefði þurft að segja sonum sín-
um, Valdimari, fimm ára, og Sigurði
Andrési, átta ára, þetta tvisvar, þeir
hefðu þotið eins og eldibrandar út í
fjárhús til að skoða lömbin.
Rúmt er í fjárhúsunum og fékk
Gyðja en svo heitir ærin, því góðan
hluta úr kró fyrir sig og lömbin sín.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Jólalömb Bræðurnir á Bringu, Valdimar og Andrés, stoltir með nýfæddan
lambakóng og lambadrottningu, móðirin fylgist einbeitt með.
Jólalömb á Bringu
STJÓRN Samfylkingarinnar á Ak-
ureyri hefur samþykkt ályktun þar
sem þess er krafist að Oktavía Jó-
hannesdóttir bæjarfulltrúi víki úr
öllum trúnaðarstörfum fyrir Sam-
fylkinguna þar sem hún hafi sjálf
valið að segja skilið við flokkinn.
Stjórnin harmar að bæjarfulltrúi
flokksins hlaupist frá skyldum sínum
og brjóti trúnað við kjósendur
flokksins á Akureyri.
„Ástæður brotthvarfsins hafa ekki
verið kynntar fyrir okkur. Við biðj-
um hátt í eitt þúsund félagsmenn
okkar afsökunar á að frambjóðandi
okkar og bæjarfulltrúi stóð ekki und-
ir trausti okkar og ykkar.
Samfylkingin á Akureyri undirbýr
nú næstu bæjarstjórnarkosningar
með öflugum lista og sterka mál-
efnastöðu jafnaðarstefnunnar að
vopni. Þessi ákvörðun Oktavíu Jó-
hannesdóttir mun á engan hátt
trufla þann undirbúning,“ segir enn-
fremur í ályktuninni.
Oktavía Jóhannesdóttir sem verið
hefur eini bæjarfulltrúi Samfylking-
arinnar í bæjarstjórn Akureyrar til-
kynnti úrsögn sína úr flokknum á
blaðamannafundi á fimmtudag og
jafnframt að hún hefði ákveðið að
ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hún
ætlar að sitja áfram í bæjarstjórn til
loka kjörtímabils.
Oktavía víki úr
bæjarstjórn