Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 30
daglegtlíf
ídesember
GAMLÁRS-
KVÖLD Að ganga um gleðinnar dyr
TAÍLENSKA
BORGIN
G
arðhúsgögn, skápar,
skilti, stólar og sófa-
sett úr gegnheilum
viði, kókoshnetur til
að gróðursetja og búa
til kókoshnetutré, búddastyttur,
gerviblóm, speglar, blómavasar,
taílenskt grænmeti, sósur, krydd,
núðlur og hrísgrjón er meðal þess
sem hægt er að kaupa í Thai City
á Íslandi.
Í Kópavogi er nefnilega að verða
til vísir að taílenskri verslunar-
miðstöð. Fimm verslanir, sem allar
versla með taílenskan varning,
hafa nú þegar verið opnaðar og er
stefnt að því að þeim fjölgi á nýju
ári.
Taílenski tónlistarkennarinn
Sekson Kompamong hefur aðstöðu
í miðstöðinni til að kenna börnum
á alls konar hljóðfæri og Búddista-
félaginu verður boðin aðstaða til
fundahalda og bænahalds. Áform-
að er að opna taílenskan veit-
ingastað þarna innan fárra vikna
og hugmyndir eru uppi um nám-
skeiðahald í taílenskri matargerð.
Á líka að höfða til Íslendinga
„Við viljum skapa hér taílenska
stemningu og menningu og aust-
urlenskt samfélag,“ segir athafna-
konan Prapasiri Sareekhad, sem
keypt hefur stærstan hluta hús-
næðisins af fasteignafélaginu Fófn-
ir ehf., en samtals er um að ræða
yfir eitt þúsund fermetra.
Sjálf rekur Prapasiri þarna
þrjár verslanir, sem nú þegar hafa
verið opnaðar; matvöruverslun,
gjafavöruverslun og húsgagna-
verslun.
Tvær taílenskar athafnakonur til
viðbótar hafa auk þess komið sér
fyrir í nýju verslunarmiðstöðinni
og eiga líka sitt verslunarpláss.
Rung Arun Sorada rekur versl-
unina Shiangmai Giftshop og versl-
ar þar meðal annars með fatnað,
undirföt, snyrtivörur og gjafavör-
ur. Rattanawadee Roopkhom rek-
ur svo verslun með skartgripi,
gerviblóm og gjafavöru.
Verslunarmiðstöðin er til húsa á
neðri hæð verslunarkjarnans við
Engihjalla 8. Þegar inn er komið
tekur við gangur með verslunar-
rýmum á báða bóga. Á miðju
torgsins er svo stefnt að því að
skapa skemmtilega stemningu með
ýmsum uppátækjum, sem eiga að
kæta Asíubúa jafnt sem Íslend-
inga, sem vilja heimsækja Thai
City til að versla, skemmta sér og
smakka framandi mat.
Fyrstu verslanirnar voru opn-
aðar skömmu fyrir jól og hafa
margir Taílendingar og aðrir As-
íubúar fagnað framtakinu. „Við
viljum endilega líka höfða til Ís-
lendinga með því til dæmis að
kenna þeim að elda taílenskan mat
og svo getum við kennt áhugasöm-
um að kaupa inn réttu hráefnin í
VERSLUN | Taílenska verslunarmiðstöðin Thai City er að verða til í Kópavogi
„Við viljum skapa
taílenska stemningu“
Notalegur reykelsis-
ilmur frá framandi landi
liggur í loftinu í Thai
City, vísi að glænýrri
taílenskri verslunarmið-
stöð við Engihjalla í
Kópavogi. Jóhanna
Ingvarsdóttir kíkti í
nýju búðirnar og spjall-
aði við athafnakonurnar
þrjár.
Morgunblaðið/Ómar
Taílensku athafnakonurnar. Þær eru frá vinstri: Rung Arun Sorada,
Prapasiri Sareekhad og Rattanawadee Roopkhom.
Taílensk garðhúsgögn, sem unnin hafa verið úr trjárótum.
Prapasiri Sareekhad innan um húsgögnin sín.
Rung Arun Sorada selur taílenskan fatnað, gjafavöru og fleira í sinni búð.
TAÍLENSK kjúklinga- og
sveppasúpa og kjúklinga- og kók-
ossúpa urðu fyrir valinu þegar
Daglegt líf falaðist eftir taí-
lenskum uppskriftum. Á taí-
lensku heita réttirnir Kang-
Judhed og Tom Ka Kai og eru
uppskriftin, sem hér er gefnar
upp, fyrir fjóra.
Kjúklinga- og sveppasúpa
2 kramin hvítlauksrif
4 kóríandergreinar
1 tsk. malaður svartur pipar
1 lítri kjúklingasoð
1 msk. matarolía
5 niðurskornir sveppir
1 msk fiskisósa (Fish Soya, fæst
í Thai City)
115 g kjúklingur, skorinn í
strimla
55 g vorlaukur, skorinn þunnt
Blandið saman hvítlauk, kórí-
ander og pipar í mortéli. Hitið ol-
íu í wok. Setjið kryddið í og látið
það steikjast í eina mínútu. Hellið
kjúklingasoðinu út í, sveppunum
og fiskisósunni. Látið sjóða létt í
fimm mínútur. Bætið síðan kjúk-
lingi út í. Lækkið hitann og látið
sjóða við mjög vægan hita í fimm
mínútur til viðbótar.
Bætið vorlauknum út í. Stráið
kóríander yfir súpuna til skrauts
og berið fram.
Kjúklinga- og kókossúpa
950 ml kókosmjólk
115 g kjúklingabringa, skorin í
littla bita
2 stk af sítrónugrasi, skorið niður
2 vorlaukar
3-4 ferskir chilli, skorið niður
safi úr einum og hálfum lime
1 msk fiskisósa (Fish Soya)
1 msk af kóríander laufum, skor-
ið niður
Hitið kókosmjólk að suðumarki
í potti. Bætið svo kjúklingi og
sítrónugrasi út í. Hækkið hitann
örlítið, en haldið honum samt
mjög lágum. Látið kjúklingin
sjóða í u.þ.b.fjórar mínútur. Bæt-
ið við vorlauk og chilli.
Takið pottinn af hellunni, bætið
við limesafa, fiskisósu og nið-
urskornum kóríander og berið
fram.
Taílenskar kjúklingasúp-
ur með sveppum og kókos